Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Um er að ræða glæsilega 108 fm „pent- house“ íbúð í miðbæ Akureyrar. Íbúðin er á tveimur hæðum. Á neðri hæð eru 2 svefn- herb. og bað. Efri hæð skiptist í stórt alr- ými, stofu, sjónvarpshol, bað og fallegt eldhús. Parket og flísar á gólfum. Stórar og góðar svalir. Verð 12,0 millj. Áhv. húsbr. 5,7 millj. Sigurður Hróarson tekur á móti ykkur á milli kl. 14 og 16 á morgun, sunnudag. OPIÐ HÚS Á SUNNUDAG MILLI KL. 14 OG 16 á Hafnarstræti 100, Akureyri Hóll Akureyri auglýsir Vilhelm Jónsson, Fasteignasalan Hóll, Hafnarstræti 83, 600 Akureyri, sími 461 2010 og 891 8363. GSM 896 8232 HVAMMUR Í SKORRADAL KYNNING Í DAG OG Á MORGUN kl 13-18 Starfsmenn Garðatorgs og eigendur Hvamms verða á staðum í dag (laugardag) og á morgun (sunnudag) og kynna áhugasömum allt sem viðkemur uppbygg- ingu á þessu ótrúlega svæði. Auk þess að sýna lóðir sem tilbúnar eru munum við kynna hugmynd að nýju skipulagi fyrir allt landið en reiknað er með lóðum af öllum stærðum og gerðum, heilsársbyggð, golfaðstöðu, smábátahöfn o.fl. Sjá heimasíðu : www.hvammsskogur.is Upplýsingar veita: Jóhann 896 1510 og Þórhallur 896 8232. Verið velkomin. SKYNDIDAUÐI er oftast skilgreindur sem óvænt dauðsfall sem verður innan klukkustundar frá upphafi einkenna. Ná- kvæmar tölur um tíðni skyndidauða á Íslandi liggja ekki fyrir en líklegt er að fjöldi þeirra, sem deyja skyndidauða utan sjúkrahúss, sé milli 120 og 140 á ári. Ef við bætist sá fjöldi sem deyr skyndidauða vegna hjartastopps á sjúkrastofnunum má gera ráð fyrir að þessi tala nái um eða yfir 200 manns á ári. Þetta er sambærilegt við tölur frá nágrannalöndunum. Hjá fullorðnu fólki er hjarta- stopp orsök skyndidauða í 4⁄5 tilfella en aðrar orsakir eins og slys eða sjálfsvíg geta einnig átt hlut að máli. Með hjartastoppi er átt við það þegar einstaklingur hnígur niður, er meðvitundarlaus, svarar ekki áreiti og er hvorki með púls eða fullnægjandi blóðþrýsting. Langoftast eru alvarlegar hjart- sláttartruflanir frá sleglum (neðri hólfum hjartans) orsök hjarta- stopps hjá fullorðnum. Þessar hjartsláttartruflanir tengjast stundum bráðri kransæðastíflu en geta einnig sést hjá þeim sem hafa fyrri sögu um slíkt og koma þá jafnvel fram mörgum árum seinna. Sjaldgæfara er að alvarlegar takt- ruflanir frá sleglum sjáist hjá þeim sem hafa eðlilegt hjarta þótt slíkt geti komið fyrir. Skjót viðbrögð skipta öllu Íslendingar hafa staðið framar- lega meðal Evrópuþjóða hvað varð- ar árangur endurlífgunar eftir hjartastopp utan sjúkrahúsa. Þannig ná 17% þeirra sem fara í hjartastopp að útskrifast af sjúkra- húsi og í yfir 40% tilfella höfðu vitni reynt grunnendurlífgun. Að vísu hefur ekki verið lagt mat á gæði þeirra endurlífgunartilrauna. Viðbragðstími sjúkrabifreiða á höf- uðborgarsvæðinu er stuttur, að meðaltali tæplega 5 mínútur, og það ásamt vel þjálfuðum áhöfnum sjúkrabifreiða hefur sitt að segja varðandi góða útkomu. Þrátt fyrir að Íslendingar standi vel miðað við ýmsar þjóðir hvað varðar ár- angur af endurlífgun utan sjúkrahúsa ætti að vera mögulegt að bæta þennan árangur enn frekar. Það skiptir öllu að bregðast við sem skjótast eftir að hættuleg takttruflun hefur gert vart við sig. Líkurnar á að endurlífga sjúkling eftir hjartastopp minnka um um það bil 10% með hverri mín- útu ef ekkert er að- hafst. Lykilatriði í meðhöndlun hjartastopps er að hefja þegar í stað grunnendurlífgun og beita rafstuði til að koma á réttum takti á ný. Ef vitni eru að hjartstoppi þarf að hefja grunnendurlífgun taf- arlaust eftir að hjálp hefur verið tilkvödd með því að hringja í 112. Sjúkrabifreið kemur síðan á vett- vang með hjartarafstuðstæki og annan búnað sem þarf til að hefja sérhæfða endurlífgun. Hvað er grunnendurlífgun? Grunnendurlífgun felur í sér öndunaraðstoð með munn við munn blæstri og hjartahnoði. Mörgum þykir grunnendurlífgun flókin í framkvæmd, sér í lagi önd- unaraðstoðin. Jafnframt er viss tregða hjá þeim sem verða vitni að hjartastoppi að beita munn við munn öndun, sérstaklega við ókunnuga. Þetta hefur á undan- förnum árum hvatt til endurskoð- unar á því hversu mikilvægur önd- urnarþátturinn er í raun við endurlífgun. Nýlegar rannsóknir á sjúklingum, sem lent hafa í hjarta- stoppi, sýna að útkoman, þ.e. fjöldi þeirra, sem ná að útskrifast af sjúkrahúsi, er nokkurn veginn sú sama hvort sem fólk reynir að framkvæma fulla endurlífgun með hjartahnoði og blæstri munn við munn eða framkvæmir einvörð- ungu hjartahnoð. Árangur reyndist talsvert lakari ef engin tilraun var gerð til grunnendurlífgunar. Í til- raunum, þar sem líkt var eftir að- stæðum hjartastopps á rannsókn- arstofum, hefur verið sýnt fram á svipaðar niðurstöður, þ.e. ávinn- ingur af fullri grunnendurlífgun sem hafin er fljótlega eftir hjarta- stopp er ekki meiri en ef eingöngu er beitt hjartahnoði. Mikilvægi hjartahnoðs er ótví- rætt þar sem það getur ýtt undir að blóðflæði sé til hjartans og auk- ið líkurnar á því að rafstuð geti komið á réttum takti á ný. Jafn- framt getur hjartahnoð aukið lík- urnar á að viðhalda einhverju blóð- flæði til heila, en það dregur úr hættu á varanlegum heilaskemmd- um ef endurlífgun tekst. Einfaldari endurlífgun Með hliðsjón af ofansögðu hefur Endurlífgunarráð fjallað um hvort tímabært sé að leggja til breyt- ingar á því hvernig standa skal að grunnendurlífgun þegar fullorðnir verða fyrir við hjartastoppi utan sjúkrahúss. Niðurstaða okkar er sú að við mælum með því að þeir sem verða vitni að hjartastoppi, hafa ekki hlotið þjálfun í grunnendur- lífgun eða treysta sér ekki til að framkvæma hana, hver svo sem ástæðan er, hefji hjartahnoð taf- arlaust eftir að hringt hefur verið í neyðarlínu (112). Hjartahnoð er framkvæmt með því að ýta með báðum höndum á mitt bringubein um 80–100 sinnum á mínútu. Stefnt skal að því að ýta bringu- beini niður um það bil 4–5 senti- metra við hvert hnoð. Slík viðbrögð eru talsvert einfaldari en full end- urlífgun en eru samkvæmt ofan- sögðu mjög gagnleg og geta stuðl- að að mögulegri lífsbjörg. Við viljum hins vegar ekki banna þeim sem kunna rétt handtök að beita jafnframt blástursaðferðinni, en leggjum þó áherslu á að slík við- brögð verði ekki til þess að seinka eða draga úr framkvæmd hjarta- hnoðsins. Ef grunur er um að meðvitund- arleysi sé af öðrum orsökum en hjartastoppi er ekki fullnægjandi að beita hjartahnoði einu og sér. Hjá börnum innan 12 ára er orsök meðvitundarleysis oftast öndunar- stopp frekar en hjartastopp. Sama á við drukknun, slæm asmaköst, hengingar og margar lyfjaeitranir. Af þessu er ljóst að gagnlegt er að kunna að beita munn við munn öndunaraðstoð og því leggur end- urlífgunarráð ekki til að neinar breytingar verði gerðar á kennslu- fyrirkomulagi í endurlífgun, a.m.k. ekki að svo stöddu. Það skal tekið skýrt fram að til- lögur endurlífgunarráðs um að beita hjartahnoði eingöngu um leið og búið er að hringja á aðstoð eiga fyrst og fremst við þá sem fara í hjartastopp utan sjúkrahúss og í þéttbýli þar sem von er á sjúkra- bifreið innan fárra mínútna. Í dreifbýli, þar sem bið eftir aðstoð er yfirleitt talsvert lengri, eru ekki forsendur til að sleppa munn við munn önduraðstoðinni. Ef leikmenn verða vitni að hjartastoppi, eiga fyrstu viðbrögð- in að vera þau að hringja í 112 og fá sjúkrabifreið á vettvang sem fyrst. Á meðan beðið er skal hefja hjartahnoð eins og áður er lýst. Þú, lesandi góður, gætir bjargað mannslífi með þessum viðbrögðum. Auðvelt ætti að vera að muna þessi viðbrögð með því að hafa í huga orðin hringja og hnoða. Hringja og hnoða Davíð O. Arnar Endurlífgun Fyrstu viðbrögðin eiga að vera þau, segir Davíð O. Arnar, að hringja í 112 og fá sjúkrabifreið á vettvang. Höfundur er hjartalæknir og formaður endurlífgunarráðs. Í GREIN eftir Guð- rúnu Ebbu Ólafsdótt- ur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem birtist í Morgun- blaðinu laugardaginn 31. ágúst síðastliðinn gagnrýnir hún harð- lega aðgerðaleysi R- listans í leiguíbúðamál- um. Jafnframt má lesa út úr grein hennar að hún efist stórlega um að félagshyggjan sé í fyrirrúmi hjá félags- málaráðherra. Ekki verður á móti mælt að biðlisti eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg er langur, aft- ur á móti hefur margt áunnist í tíð núverandi félagsmálaráðherra og R- lista. Að frumkvæði félagsmálaráð- herra hefur verið hleypt af stokkun- um sérstöku leiguíbúðaátaki. Á næstu fjórum árum verða byggðar eða keyptar 600 leiguíbúðir sem Íbúðalánasjóður lánar til á niður- greiddum vöxtum. Búið er að semja við Húsnæðissamvinnufélagið Bú- seta um byggingu 300 íbúða á höf- uðborgarsvæðinu. Búseti mun byggja eða kaupa hagkvæmar íbúð- ir, allt frá 55 fermetrum, og því ljóst að leiguverð verður í mörgum tilvik- um ekki hátt. Þetta átak hefur hlotið góðan hljómgrunn í þjóðfélaginu og ljóst að árangur þessa mun felast í þroskaðri leigumarkaði og lækkandi húsaleigu. Jafnframt má búast við að biðlistar eftir félagslegu leiguhús- næði styttist til muna við þetta. Félagsmálaráðherra beitti sér fyrir því um sl. áramót að gera húsa- leigubætur skattfrjálsar sem hefur stórbætt kjör þeirra leigjenda sem verst standa í þjóðfélaginu. Auk þess hafa húsaleigubætur stórhækkað á undanförnum árum. Þessar breyt- ingar hafa skilað sér beint í vasa t.d. námsmanna og öryrkja. Árlega úthlutar Íbúðalánasjóður lánum á niðurgreiddum vöxtum til sveitarfélaga og annarra félagasam- taka sem samsvarar 400 íbúðum. Frá árinu 1999 hefur Reykjavíkur- borg byggt eða keypt hátt í 400 leiguíbúðir, eða 100 íbúðir á ári sem ætlaðar eru tekjulágum eða öðrum þeim sem í félagslegum erfiðleikum eiga. Til samanburðar hefur meiri- hluti Sjálfstæðisflokks í Garðabæ einungis fengið lán frá Íbúðalána- sjóði sem samsvarar fimm félagsleg- um leiguíbúðum á árabilinu 1999– 2001. Þess ber þó að geta að verið er að byggja námsmannaíbúðir sem teknar verða í notkun á árinu og er það vel, enda hafa húsnæðismál námsmanna í Garðabæ verið með öllu óviðunandi í mörg ár. Meirihluti Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi slær öllu við og hefur ekki sótt um nein lán á sama tímabili. Í umræddri grein varpar borgar- fulltrúi minnihlutans fram þeirri spurningu hvort Framsóknarflokk- urinn sé fulltrúi félagshyggjuaflanna í þjóðfélaginu? Við svörum þeirri spurningu játandi. Spyrja má hvort Guðrún Ebba ætti ekki að líta sér nær og ræða þennan vanda við flokkssystkini sín í Garðabæ eða á Seltjarnarnesinu? Hverjir eru í fyrirrúmi? Dagný Jónsdóttir Leiguíbúðir Að frumkvæði félags- málaráðherra, segja Birkir J. Jónsson og Dagný Jónsdóttir, hef- ur verið hleypt af stokk- unum sérstöku leigu- íbúðaátaki. Birkir er aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra og Dagný varaformaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar. Birkir J. Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.