Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 23 NÝTT verslunarhúsnæði BYKO í Breiddinni í Kópavogi verður tekið í notkun hinn 14. september næst- komandi. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, segir að vöruúrval fyrirtækisins aukist til muna með tilkomu hins nýja húsnæðis auk þess sem öll aðkoma fyrir viðskiptavini og starfsfólk breytist mikið til batn- aðar. Hann segir að nú sjái fyrir endann á endurskipulagningu á allri aðstöðu fyrirtækisins, sem staðið hafi yfir undanfarin ár. „Forsendan fyrir því að hægt var að ráðast í endurskipulagningu hjá BYKO í Breiddinni var sú að við fengum úthlutað lóð hjá Reykjavík- urhöfn, í Kjalarvogi við Sundahöfn,“ segir Jón Helgi. „Þar höfum við byggt um 10 þúsund fermetra vöru- geymslu fyrir grófar byggingavör- ur, en við byrjuðum á þeirri bygg- ingu á árinu 1999. Hinn 22. júní á síðasta ári var svo fyrsta skóflu- stunga tekin að hinu nýja verslunar- húsnæði fyrirtækisins í Breiddinni.“ Með tilkomu nýja verslunarhús- næðisins í Breiddinni verður heild- argólfflötur BYKO þar um 20 þús- und fermetrar. Nýbyggingin er um 7 þúsund fermetrar að stærð á tveimur hæðum, um 4 þúsund fer- metrar á jarðhæð, þar sem verður verslun, og um 3 þúsund fermetrar í kjallara fyrir lager. Nýbyggingin er byggð við um 3 þúsund fermetra vörurhús sem fyrir var á staðnum en breytt hefur verið í verslunar- rými, og verður heildargólfflötur verslunarinnar því um 7 þúsund fer- metrar á einni hæð. Auk stækkunar á verslunarhús- næði BYKO í Breiddinni hefur skipulagi timbursölunnar og sölu á öðru byggingarefni verið breytt. Nærri allt byggingarefni er nú und- ir þaki og geta viðskiptavinir ekið þar inn og í gegn á bílum sínum og afgreitt sig sjálfir ef þeir vilja. Jón Helgi segir að þessi verslunarmáti sé nýjung, sem geri kaup á bygg- ingavörum mun aðgengilegri og auðveldari fyrir viðskipavinina. Sérinngangur fyrir iðnaðarmenn Ýmis nýmæli verða í hinni nýju verslun BYKO í Breiddinni að sögn Jóns Helga. Hann segir að verslunin verði öll mun rýmri en áður var og opnunartími lengri. Viðskiptavinir muni geta keypt sér léttar veitingar í kaffiteríu og iðnaðarmenn muni hafa sér inngang til að auðvelda þeim það sem þeim tilheyrir. Þá verði flestar vörur verslunarinnar í henni sjálfri en viðskiptavinirnir muni ekki þurfa að sækja þær ann- að, nema í undantekningartilvikum. Jón Helgi segir að hin nýja versl- un BYKO í Breiddinni verði opnuð kl. 10:00 laugardaginn 14. septem- ber næstkomandi. Hann segir að bygging húsnæðisins og aðrar breytingar sem framkvæmdar hafi verið á því um 5 hektara landsvæði sem BYKO hefur til umráða í Breiddinni í Kópavogi hafi gengið mjög vel. Þannig hafi verið staðið að framkvæmdum að ekki hafi þurft að koma til mikillar yfirvinnu og ekki sé útlit fyrir að þörf verði á slíku síð- ustu dagana fyrir opnun, eins og al- gengt sé hér á landi við svipuð tæki- færi. Það var arkitektastofan Arkís ehf. sem sá um hönnun hins nýja versl- unarhúsnæðis BYKO í Breiddinni. Hjá BYKO starfa um 350 manns en að meðtöldum starfsmönnum ELKO og starfsmönnum fyrirtæk- isins í Lettlandi er heildarfjöldinn rúmlega 600. BYKO opnar nýtt verslunarhúsnæði í Breiddinni í Kópavogi hinn 14. september næstkomandi Morgunblaðið/Kristinn Heildargólfflötur hinnar nýju verslunar BYKO í Breiddinni er um 7 þúsund fermetrar á einni hæð en í kjallara er um 3 þúsund fermetra lager. Morgunblaðið/Kristinn Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, við hluta af þeim rafmagnshand- verkfærum sem í boði verða í hinni nýju verslun fyrirtækisins. Aukið vöru- úrval og stórbætt aðstaða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.