Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TÍMAMÓT urðu í sögu kvenfélags-
ins Hringsins í gær þegar Barna-
spítalasjóður Hringsins gaf 150
milljónir króna til byggingar
barnaspítala við Hringbraut.
Barnaspítalasjóðurinn var stofn-
aður 14. júní árið 1942 og hefur að-
alhugsjónamál kvenfélagsins síðan
verið að byggður yrði og rekinn
sérhannaður spítali fyrir börn.
Athöfnin fór fram í nýbyggingu
spítalans þar sem þríburarnir Sara,
Guðjón og Sif Ólafsbörn tóku við
gjafabréfi fyrir hönd barna á Ís-
landi frá Elísabet Hermannsdóttur,
fyrrum formanni kvenfélagsins.
Þríburarnir fæddust 24. desember
1989 fyrir tímann og dvöldu í
nokkrar vikur á vökudeild Barna-
spítala Hringsins. Viðstaddir voru
auk kvenfélagskvenna úr Hringn-
um, sem voru áberandi við athöfn-
ina með rauðar rósir, heilbrigð-
isráðherra, fjármálaráðherra,
forsvarsmenn barnaspítalans og
starfsmenn hans auk annarra boðs-
gesta.
Fram kom í máli Hringskvenna í
gær að 60 ára gamall draumur um
byggingu barnaspítala væri nú
senn að verða að veruleika. Þá væri
það von þeirra að framlagið yrði til
þess að ljúka mætti við allan spít-
alann og taka allar deildir hans í
notkun á sama tíma.
Formleg vígsla verður
í janúar á næsta ári
Stefnt er að því að starfsemi hefj-
ist í nýja spítalanum í byrjun janúar
á næsta ári en formleg vígsla verð-
ur 26. janúar nk. á 90 ára afmæli
Hringsins. Fyrr á árinu afhenti
Hringurinn 50 milljónir króna til
kaupa á rúmum og búnaði í spít-
alann og hefur Hringurinn því lagt
nýjum Barnaspítala Hringsins til
200 milljónir króna á árinu.
Björg Einarsdóttir rithöfundur
rakti í ræðu sinni sögu Hringsins
frá stofnun hans árið 1904.
Áslaug Björg Viggósdóttir, nú-
verandi formaður Hringsins, benti
á að þann 26. maí árið 1994 hafi
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið, Ríkisspítalar og kvenfélagið
Hringurinn undirritað ramma-
samning um byggingu nýs barna-
spítala. Í samningnum væri ákvæði
um fjármögnun framkvæmdanna
en þar skuldbatt Hringurinn sig til
þess að leggja til 100 milljónir
króna úr Barnaspítalasjóði. Með
framlagi sínu hefðu Hringskonur
efnt þann samning og rúmlega það.
Fénu hafa þær aflað með ýmiss
konar fjáröflunum á undanförnu
árum auk þess sem safnast hefur í
sjóðinn með gjöfum, áheitum og
góðri ávöxtun söfnunarfjárs.
Við inngang barnaspítalans hef-
ur verið komið fyrir merki Barna-
spítala Hringsins í virðingaskyni
við sex áratuga baráttu Hrings-
kvenna og annarra velunnara spít-
alans.
Barnaspítalasjóður Hringsins gefur 150 m.kr. til byggingar barnaspítala
Morgunblaðið/Sverrir
Fjölmenni var viðstatt athöfnina í gær þegar framlag Hringskvenna til byggingar barnaspítala var afhent í anddyri nýja spítalans.
Þríburarnir Guðjón, Sara og Sif Ólafsbörn afhentu Ásgeiri Haraldssyni,
prófessor og yfirlækni barnasviðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, 150
milljóna króna gjafabréf Barnaspítalasjóðs Hringsins til byggingar
barnaspítala. Yfirskrift bréfsins er „Til barna á Íslandi“. Elísabet Her-
mannsdóttir, fyrrv. formaður kvenfélagsins Hringsins, fylgist með.
60 ára draum-
ur að verða
að veruleika
RÉTTINDASTOFA Eddu – miðlun-
ar og útgáfu hefur gengið frá samn-
ingi við Random House í Bretlandi
um útgáfu á Mýrinni og Grafarþögn
eftir Arnald Indriðason. Þetta verð-
ur í fyrsta sinn sem íslenskar glæpa-
sögur verða gefnar út í hinum ensku-
mælandi heimi. Random House er
stærsta bókaútgáfa veraldar nú um
stundir. Arnaldur hlaut Glerlykilinn,
Norrænu glæpasagnaverðlaunin,
fyrr á þessu ári fyrir Mýrina.
Hann segir of snemmt að segja til
um hvaða þýðingu samningurinn
hafi fyrir hann. „Það á eftir að koma í
ljós. Á þessu stigi er ég fyrst og
fremst ánægður með áhuga Bret-
anna á bókum mínum.“
Hinn enskumælandi heimur er
eftirsóknarverður vettvangur fyrir
rithöfunda og Arnaldur segir tæki-
færið óneitanlega stórt. „Það er allt
opið varðandi framhaldið. Það veltur
eflaust á gengi þessara bóka. Glæpa-
sögur eru mjög vinsælar bókmenntir
í þessum löndum og aldrei að vita
hvað gerist þegar maður er kominn
þar inn. Við sjáum hvað setur. “
Ekki liggur fyrir hvenær bækurn-
ar koma út hjá Random House en
Arnaldur kveðst bíða spenntur eftir
viðtökum. Eins í Þýskalandi þar sem
Mýrin kemur út í febrúar á næsta
ári.
Útgáfuréttur á bók-
um Arnaldar hefur nú
verið seldur til sex
landa á einu og hálfu
ári. „Þetta hefur gengið
mjög hratt fyrir sig, tíu
samningar hafa verið
gerðir á þessum tíma í
sex löndum. Ég býst við
að það hafi sitt að segja
að ég hreppti Glerlyk-
ilinn í vor. Þau verðlaun
vekja greinilega athygli
meðal útgefenda. Þá vil
ég þakka starfsfólki
Réttindastofu Eddu
sem unnið hefur ötul-
lega að kynningu bóka
minna erlendis.“
Arnaldur segir áhuga erlendra út-
gefenda á bókum hans jafnframt
ánægjulegan í því ljósi að hér á landi
hefur engin hefð verið í bókmennt-
um af þessu tagi. „Við
virðumst loksins vera
að ná í skottið á þessari
hefð úti í Evrópu.“
Random House, sem
er í eigu þýska fjöl-
miðlarisans Bertels-
manns, samanstendur
af yfir eitt hundrað
bókaforlögum í þrettán
löndum.
Það er dótturforlag
þess, Harvill Press í
Englandi, sem mun
gefa út bækur Arnald-
ar þar í landi. Harvill
Press hefur um langt
árabil verið meðal virt-
ustu bókaforlaga í hinum enskumæl-
andi heimi og gefur út verk eftir
marga af helstu höfundum samtím-
ans, bæði austan hafs og vestan. Má
þar nefna Jose Saramago, sem fékk
bókmenntaverðlaun Nóbels 1998,
Cees Nooteboom sem hlotið hefur
bókmenntaverðlaun Evrópu og Hall-
dór Laxness. Jafnframt því að gefa
út bókmenntalegar þýðingar koma
út undir merkjum Harvill Press
vandaðar glæpasögur, ekki síst nor-
rænar, s.s. eftir Peter Höegh, Henn-
ing Mankell og Leif Davidsen, sem
allir hafa hlotið Glerlykilinn, líkt og
Arnaldur.
„Breski markaðurinn hefur um
langt árabil reynst erlendum höf-
undum erfiður því að áhugi forlaga
þar í landi á þýðingum hefur verið
mjög takmarkaður,“ segir Pétur
Már Ólafsson hjá Eddu. „Enn síður
hefur gengið að komast þar inn með
glæpasögur, enda hafa Bretar
löngum talið sig sjálfa sér nóga í
þeim efnum. Útgáfa á verkum Arn-
aldar í Englandi sætir því enn meiri
tíðindum fyrir vikið.“
Útgáfurétturinn á bókum Arnald-
ar hefur verið seldur til Þýskalands,
Hollands, Danmerkur, Svíþjóðar,
Finnlands og nú síðast Englands.
Samningaviðræður standa yfir við
útgefendur í ýmsum Evrópulöndum
um réttinn á verkum Arnaldar.
Hann leggur nú lokahönd á sjöttu
skáldsögu sína, sem út kemur fyrir
jólin hjá Vöku-Helgafelli, og nefnist
hún Röddin.
Random House í Bretlandi gefur út bækur Arnaldar Indriðasonar
Óneitanlega
stórt tækifæri
Arnaldur Indriðason
BANDARÍKIN hafa hert regl-
ur um vegabréf sem verður til
þess að þeir sem bera íslenskt
vegabréf sem gefið var út fyrir
1. júní 1999 munu þurfa vega-
bréfsáritun til Bandaríkjanna
frá og með haustinu 2003.
Samkvæmt upplýsingum frá
sendiráði Bandaríkjanna á Ís-
landi tekur fimm virka daga að
fá vegabréfsáritun. Ýmis skil-
yrði eru sett fyrir árituninni,
m.a. er krafist hreins sakavott-
orðs og að umsækjandanum
hafi ekki verið vísað frá Banda-
ríkjunum. Útgáfa nýrrar teg-
undar vegabréfa hófst 1. júní
1999. Nýju vegabréfin eru með
tölvulesanlegri rönd auk fleiri
öryggisatriða sem miða að því
að koma í veg fyrir fölsun. Eldri
vegabréf gilda út gildistímann
sem er 10 ár og mun það síðasta
því renna út árið 2009. Það er
því viðbúið að margir ákveði að
endurnýja vegabréfin sín á
næstunni með tilheyrandi
kostnaði.
Hægt að fá
framlengingarstimpil
Endurnýjun á vegabréfi kost-
ar 4.600 kr. fyrir fólk á aldrinum
18–66 ára en börn og eldri borg-
arar greiða 1.700 kr. Almenn af-
greiðsla tekur 10 virka daga og
er þá laugardagur talinn með.
Hraðafgreiðsla kostar tvöfalt
meira. Einnig er hægt að fá
stimpil í vegabréfið sem fram-
lengir það um allt að eitt ár eftir
að það rann út. Ekkert gjald er
tekið fyrir slíkan framlenging-
arstimpil og nokkuð er misjafnt
eftir löndum hvort þau viður-
kenna slíkan stimpil. Sam-
kvæmt upplýsingum frá útlend-
ingaeftirlitinu gera Evrópuríki
kröfu um að þrír mánuðir séu
eftir af gildistíma vegabréfa
þegar handhafi þess fer út úr
landinu. Bandaríkjamenn krefj-
ast helmingi lengri tíma. Í þeim
tilfellum þar sem gildistími
vegabréfsins uppfyllir ekki
þessi skilyrði er ekki hægt að fá
framlengingarstimpil.
Áritun fylgi
gömlu
vegabréf-
unum
Reglur um vega-
bréf hertar
í Bandaríkjunum
STJÓRN Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar hefur ákveðið, vegna
kæru Íslensks markaðar hf. til
Samkeppnisstofnunar, að fresta
úrvinnslu umsókna í auglýstu
forvali fyrirtækja sem sækja
um aðstöðu í flugstöðinni.
Stjórnin frestar úrvinnslunni
í 2–4 vikur frá boðaðri dagsetn-
ingu 15. nóvember nk. eða
þangað til úrskurður sam-
keppnisráðs liggur fyrir.
Frestur til að skila umsókn-
um í forvalinu er engu að síður
óbreyttur, en hann rennur út í
dag, föstudaginn 20. september.
Höskuldur Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Flugstöðvarinn-
ar, segir að með þessu sé ekki
verið að viðurkenna réttmæti
kæru Íslensks markaðar né
þær forsendur sem hún sé
byggð á.
Flugstöðin
Ákveðið
að fresta
úrvinnslu
umsókna