Morgunblaðið - 20.09.2002, Side 16
LANDIÐ
16 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
JARÐBORINN Sleipnir hefur ver-
ið fluttur frá Þeistareykjum aust-
ur á Eskifjörð þar sem þess verð-
ur freistað að finna vatn til að ylja
íbúum í Fjarðabyggð.
Borhola á Þeistareykjum fær að
hitna um sinn áður en henni verð-
ur hleypt í blástur, en þá fyrst sést
hversu mikið gull hún getur malað
eigendum sínum. Flutningur bors
er heilmikið fyrirtæki svo nemur
tugum ferða dráttarbíla.
Vegalengd milli þessara vinnu-
staða er um 240 km og hluti leið-
arinnar um vegleysur Þeista-
reykjaslóðar.
Tekur það um 4 klst. að fara á
milli staða.Morgunblaðið/BFH
Sleipnir
á ferð
Mývatnssveit
UNDIRFELLSRÉTT í Vatnsdal á
dögunum. Veðrið lék við menn en
FJÖLMENNI var við réttarstörf í
líklega hefði féð þegið lítið eitt
svalara veður. Smölun gekk vel
og lék veður einnig við gangna-
menn nema hvað það skall á
svartaþoka í lokin og tafði það
nokkuð að koma fénu síðasta
áfangann niður af Gríms-
tunguheiði.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Fjölmenni í Undirfellsrétt
Blönduós
EDWIN R. Rögnvaldsson golfvalla-
hönnuður og Björn Jóhannsson
landslagsarkitekt hafa unnið skipu-
lagstillögu að 18 holna golfvelli og
frístundabyggð á Minni-Borg í
Grímsnesi. Tillagan er hluti af
áformum staðarhaldarans Hólmars
Braga Pálssonar, sem byggir orlofs-
hús ásamt fleirum undir merkjum
Borgarhúsa ehf.
Tillaga Edwins og Björns gerir
ráð fyrir 23 vönduðum 71m² orlofs-
húsum innan golfvallarsvæðisins,
góðu æfingasvæði fyrir kylfinga og
rúmgóðu klúbbhúsi. Einnig er gert
ráð fyrir veiðitjörn og skeiðvelli á
svæðinu. Þar að auki hafa verið
skipulögð ferðaþjónustuhús við
norðurenda golfvallarins. Sam-
kvæmt fyrirliggjandi teikningu
verður samanlögð lengd golfbraut-
anna 6.075 metrar frá öftustu teigum
og heildarpar vallarins 71 högg.
Minni-Borg er við gatnamót þjóð-
vegarins í gegnum Grímsnes og Sól-
heimavegar og er um 45 mínútna
akstur frá Reykjavík. Fram-
kvæmdaaðilar telja staðsetningu
vallarins og húsanna bjóða upp á af-
ar spennandi kost fyrir almenning,
fyrirtæki og félagasamtök. Tillagan
verður nú lögð fram til samþykktar
hjá skipulagsyfirvöldum og er álits
þeirra að vænta í haust.
Vilja gera golfvöll og
reisa frístundabyggð
Grímsnes
HÓPUR fólks á Akranesi fór á
dögunum í gönguferð undir
Ás- og Melabakka í Leirár- og
Melahreppi en gönguferðin
var farin á vegum tómstunda-
og forvarnarnefndar Akranes-
kaupstaðar. Þátttakendurnir
voru á fjórða tug talsins og á
nær öllum aldri, þeir yngstu
þrír voru sjö ára.
Ferðin, sem í sjálfu sér er
ekki fréttnæm, varð það þó
engu að síður því þegar komið
var niður á sandinn urðu tveir
göngumanna varir við það sem
tilsýndar virtist vera lítið olíu-
fat. Annar göngumanna gekk
nær fatinu og þar sem það í
leikmannsaugum líktist djúp-
sprengju kom hann þar ekki of
nálægt en tók ljósmynd af
gripnum og hélt hljóður á
braut. Ljósmyndinni var síðan
komið til sprengjudeildar
Landhelgisgæslunnar sem lét
ganga svæðið nokkru síðar og
fundust þá á þessu svæðinu
fjórar óvirkar djúpsprengjur
úr síðari heimsstyrjöldinni.
Óhætt er að segja að aldrei sé
of varlega farið. Að öðru leyti
tókst ferðin og gangan vel í
alla staði, enda veður ákjós-
anlegt.
Fararstjóri og leiðsögumað-
ur var Björn Ingi Finsen.
Ljósmynd/Níels Bjarki
Fundu
djúp-
sprengjur í
gönguferð
Akranes
NÝLEGA voru haldnir þýskir dag-
ar í Húnaþingi vestra og var margt
á dagskrá.
Þar voru vörukynningar, þýskir
matseðlar á veitingahúsum, söng-
skemmtun í Félagsheimili
Hvammstanga, myndlistarsýningar
og bókmenntakynning, sem var
samstarf Goethe-Zentrum og
Bókasafns Húnaþings vestra.
Brúðuleikhús var með sýningu.
Einnig voru dansleikur og kráar-
stemning að þýskum sið.
Þá var einnig lagður grunnur að
stofnun þýsks félags á svæðinu.
Það setti mikinn svip á hátíðina,
að þýski sendiherrann á Íslandi,
dr. Dane, ásamt konu sinni og
fylgdarliði, var viðstaddur og tók
þátt ínokkrum atriðum á hátíðinni,
m.a. í bókmenntakynningunni.
Hafði hann þar móttökustund fyrir
hina mörgu þýskættuðu íbúa hér-
aðsins.
Það var Ferðamálafélag V-Hún.
sem stóð fyrir hátíðinni og þykir
hún hafa tekist vel og standa vonir
til að framhald verði á þessari ný-
breytni í menningarflóru héraðsins.
Þýskir
dagar í
Húnaþingi
vestra
Hvammstangi
Ljósmynd/Karl Ásgeir
Dr. Dane kynnir þýskar bókmenntir á bókasafninu.