Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 19 Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 Erika 295 kr. (( Nýtt blómaskeið ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi 19. október um Nice-sáttmála Evr- ópusambandsins en hann er for- senda fyrir því að sambandið geti stækkað í austurátt. Þetta er í annað skipti sem Írar greiða at- kvæði um þennan sáttmála en þeir höfnuðu honum í atkvæðagreiðslu á síðasta ári. Talsmaður írsku stjórnarinnar greindi í gær frá ákvörðuninni en einungis örfáum dögum eftir at- kvæðagreiðsluna verður haldinn leiðtogafundur ESB í Brussel. Mikið uppnám varð innan Evr- ópusambandsins í fyrra þegar um 54% Íra höfnuðu Nice-sáttmálan- um en það er pakki ýmissa reglu- gerðabreytinga sem nauðsynlegt er að gera áður en fleiri ríkjum verður hleypt inn í ESB. Írar eru eina ESB-þjóðin sem greiðir at- kvæði um þennan sáttmála í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Írar kjósa um Nice 19. október Dublin. AFP. BANDARÍSKAR njósnastofnanir voru varaðar við yfirvofandi hryðju- verkaárás samtaka Osama Bin Lad- ens allt að þremur árum fyrir 11. september í fyrra. Þá fengust vís- bendingar um að flugvélar yrðu hugsanlega notaðar sem vopn, en ekki var tekið mark á þessum upp- lýsingum. Þetta kemur fram í skýrslu Eleanor Hill, sem stjórnaði rannsókn á því hvers vegna leyni- þjónustustofnanir í Bandaríkjunum gátu ekki komið í veg fyrir árásina á World Trade Center í fyrra. Hill segir að bandarísk leyniþjón- usta hafi gert mistök að hafa ekki kannað þessi mál betur og reynt að uppræta al-Qaeda-samtök Bin Lad- ens. Fram kemur á fréttasíðu BBC að árið 1998 hafi yfirvöldum í Banda- ríkjunum borist viðvaranir og vís- bendingar frá fólki um að hryðju- verkahópur araba ætlaði að nota farþegaflugvél til að fljúga á World Trade Center. Bandarískum flug- málayfirvöldum þótti þetta fjar- stæðukennt og málið var því ekki rannsakað frekar. Aðeins nokkrum mánuðum fyrir hryðjuverkaárásina í Bandaríkjun- um fengust vísbendingar um að Bin Laden væri að skipuleggja árás á bandaríska sendiráðið í Kenýa. Hann var sagður ætla að nota flugvél til verksins. Þetta þótti heldur ekki trúverðugt. Bandarísk yfirvöld hafa alltaf haldið því fram að ekki hefði verið nokkur leið að koma í veg fyrir árás- ina 11. september. Voru ítrekað varaðir við árásum ♦ ♦ ♦ BRETAR eru að þróa ómannaðar flugvélar. Frakkar áforma að smíða nýtt flugmóðurskip. Jafnvel Þýzka- land, þar sem efnahagsástandið heldur ríkisútgjöldum í járnum, ætl- ar að auka útlát til varnarmála um 3,3% á næsta ári. Er Bandaríkin búa sig undir að hefja hernaðaraðgerðir í Írak, sem gætu orðið umfangsmiklar bæði í tíma og rúmi, eru evrópskir banda- menn þeirra smátt og smátt að gera einmitt það sem Bandaríkjamenn hafa hvatt til lengi; að styrkja hern- aðargetu sína. Þessi aukning útgjalda Evrópu- manna til hergagnasmíði kemur á sama tíma og vaxandi fjöldi ráða- manna og sérfræðinga hafa lýst áhyggjum af því að munurinn á hernaðargetu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra austan Atlants- hafsins sé sífellt að aukast. Vaxi þessi munur enn frekar segja sumir að það geti spillt hernaðarlegu sam- starfi yfir Atlantshafið, dregið úr vægi Evrópu í alþjóðlegum aðgerð- um og ýtt undir klofning milli ráða- manna austan hafs og vestan. Enginn væntir þess þó að Evrópu- ríkin leggi eins mikið í þennan mála- flokk og Bandaríkin gera. Bandarík- in standa fyrir um 60% af öllum varnarmálaútgjöldum NATO-ríkj- anna 19 og fyrir bandaríska þinginu liggja tillögur um að hækka enn frekar upphæðina sem tekin er frá í hermálin. Evrópskir bandamenn Banda- ríkjamanna eyða gegnumsneytt um 1,8% af vergri landsframleiðslu til varnarmála en í Bandaríkjunum er þetta hlutfall nú í kring um 3%. Ráðamenn beggja vegna Atlants- ála hafa reyndar lagt áherzlu á það hve mikilvægu hlutverki NATO- samstarfið og aðrir bandamenn gegndu við að uppræta talibana- stjórnina í Afganistan, en í Wash- ington og víðar eru uppi raddir um að nauðsyn beri til að samhæfa betur skipulag og búnað herja banda- manna bandaríska hernum. Sumir segja að Evrópuríkin verði að bæta sveigjanleika herja sinna, bæta fjar- skiptatæknina og koma sér upp svo- nefndum „snjallvopnum“. Við þessu eru Evrópumenn nú að bregðast. Í júlí sl. tilkynnti Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, að árleg útgjöld til varnarmála yrðu hækkuð úr 29,3 milljörðum punda (3.985 milljarða kr.) í 32,8 milljarða punda, andvirði 4.460 milljarða kr., á fjárlagaárinu 2005-2006, í því skyni að bæta viðbúnað Bretlands til að kljást við hættuna sem stafar af al- þjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Frökkum er akkur í að vera ekki eftirbátar Breta á þessu sviði. Í síð- ustu viku ákvað franska stjórnin að hækka útgjöldin til kaupa á her- gögnum um einn milljarð evra (86 milljarða kr.) á ári og hefja undir- búning að smíði nýs flugmóðurskips. Jafnvel í Þýzkalandi hefur verið ákveðið að þrátt fyrir erfitt efna- hagsástand sé nauðsynlegt að hætta þeim niðurskurði til varnarmála sem þar hefur átt sér stað á síðustu árum. Evrópumenn auka útgjöld til hermála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.