Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 37 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Framkvæmdastjóri Knattspyrnufélag á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir framkvæmdastjóra í fullt starf. Fullum trúnaði heitið. Umsóknir óskast sendar á auglýsingadeild Mbl. merktar: „F — 12764“ eða á box@mbl.is. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU H J varahlutir ehf. Varahlutir í Lada-bifreiðar. Bremsuhlutir í flesta bíla. Getum útvegað varahluti í Ssang Yong Family. Krókhálsi 10  110 Reykjavík s. 568 1050  Verkstæðissími 587 2595. Til sölu Man 19 Vífilfell hf. auglýsir til sölu Man 19 364, 4x4, árg. 2000, ekinn 62 þús. Lengd vörukassa 7,5 m. Lyfta 2 tonna Zepro. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í síma 896 4661. TILKYNNINGAR Handverksfólk athugið! Handverksmarkaður verður á Garðatorgi laugardaginn 21. september. Uppl. í síma 861 4950. Haustganga Skógræktar- félags Reykjavíkur Önnur ganga af þremur í samstarfi við Garð- yrkjufélag Íslands og Skógræktarfélag Íslands verður haldin laugardaginn 21. september kl. 10.00 undir leiðsögn Jóns H. Björnssonar og Óla Vals Hanssonar. Farið verður í göngu um Seljahverfið í Breiðholti. Hinn margumræddi Alaskareitur skoðaður og ýmsir áhugaverðir garðar. Lagt verður af stað frá ÍR-húsinu við Skógarsel 12. Nánari upplýsingar í síma 564 1770 og www. skograekt.is . Deiliskipulag Hálsum, Skorradal Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti þann 11. september sl. tillögu að deiliskipulagi á Refsholti, sem er 1. áfangi frístundasvæðis í landi Hálsa í Skorradal. Tillagan var auglýst þann 5. júlí og og lá frammi til kynningar til 2. ágústs sl. Frestur til að skila athugasemdum rann út 16. ágústs sl. og barst engin athugasemd innan þess tíma. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofn- un til athugunar sem mun gera athugasemdir ef form- og/eða efnisgallar eru á því. Deiliskipu- lagið hlýtur gildi við auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um deiliskipu- lagið og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps, Ólafs Guðmundssonar, Hrossholti. Grund, 18. september 2002. Oddviti Skorradalshrepps. ÝMISLEGT Þjóðleikhússtjóri Þjóðleikhúsið auglýsir eftir rekstraraðila að Leikhús- kjallaranum og mötuneyti starfsmanna. Rekstur felur jafnframt í sér veitingaþjónustu á Kristalsal. Í Leikhús- kjallaranum er rekinn veitingastaður en einnig fer þar fram ýmis menningarstarfsemi tengd Þjóðleikhúsinu. Þeir sem hafa áhuga á að reka lifandi, spennandi og vandaðan Leikhúskjallara sendi nöfn sín til skrifstofu Þjóðleikhússins, Lindargötu 7, fyrir 27. september 2002, merktar "Leikhúskjallarinn". Vilt þú stýra starfsemi Leikhúskjallarans? SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  1839208½  I.O.O.F. 1  1839208  22. sept., sunnud. Ölver — Hafnardalur — Grjóteyri. Gengið frá Ölveri um Hafnar- skarð milli Hafnarfjalls og Skarðsheiðar. Endað við Grjót- eyri norðan við Borgarfjarðar- brú. Um 5 klst. ganga. Fararstjó- ri Sigurður Kristjánsson. Brott- för frá BSÍ kl. 10:30 með við- komu í Mörkinni 6. Verð kr. 2.600/2.900. 20.—22. sept. Fræðslu- og fjölskylduferð í Þórsmörk. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, grillveisla, kvöldvaka og sér- fræðingar á ýmsum sviðum á staðnum. Verð kr. 8.500/9.600 með grillmáltíð. 27.—29. sept. NÝTT Óvissu- og ævintýraferð með Ferða- félagi Íslands. Spennandi við- fangsefni af ýmsu tagi. Sími FÍ 568 2533. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. mbl.is DILBERT ERUM við öll á sama báti? er ein þeirra spurninga sem velt verður upp á málþingi um fjölmenningar- samfélagið og trúarbrögð þess og haldið verður á morgun í Safnaðar- heimili Hafnarfjarðarkirkju. Mark- mið málþingsins er að hugleiða framtíð fjölmenningarlegs sam- félags á Íslandi þar sem fólk af mis- munandi trú og menningu býr sam- an og hefur gagnkvæma virðingu að leiðarljósi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, sem meðal annarra stendur að þinginu, segir þarft að ræða fjölbreytileika trúar- bragða sem fylgir útlendingum bú- settum á Íslandi. „Margir sem hér búa nú iðka önn- ur trúarbrögð en kristni,“ sagði Toshiki. „Hvernig getum við tryggt trúfrelsi þeirra í opinberri þjónustu og einnig almennt í þjóðfélaginu? Við viljum athuga hvað er þegar full- nægjandi í þessum efnum og hvað má bæta. Þetta er megintilgangur málþingsins.“ Fjölmörg erindi Þingið er haldið í samstarfi Kær- leiksþjónustusviðs Biskupsstofu, prests innflytjenda og Kjalarnespró- fastsdæmis. Í undirbúningsnefnd þingsins áttu sæti fulltrúar frá Fjöl- menningarsetri á Vestfjörðum, Landlæknisembættinu og Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur. Fólk í opin- berri þjónustu þar sem trú og siður hefur gildi og áhrif á samskipti fólks, s.s. starfsfólk skóla, heilbrigðisþjón- ustu, útlendingaeftirlits, kirkju, kirkjugarða og fjölmiðla ætti m.a. að hafa gagn af þinginu að mati Tosh- iki. Trú, trúfrelsi og trúarbrögð sem mannréttindi, trúarleg fjölhyggja og íslensk menningarhefð eru meðal umfjöllunarefna fyrirlesara á mál- þinginu. Þá verða flutt erindi um trú í skólum, heilbrigðisþjónustu og fjöl- miðlum svo eitthvað sé nefnt. Málþingið stendur milli kl. 8.30 og 13 á morgun, laugardag. Trúarbrögð og mannréttindi ÞÝSKIR dagar standa nú yfir í Reykjavík og lýkur þeim á sunnu- dag. Um 20 fyrirtæki taka þátt í þeim og minnast með því, að um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að Þýskaland og Ísland tóku upp stjórnmálasamband. Sýna fyr- irtækin þýskar vörur og hafa uppi ýmis tilboð og afslætti í tilefni af þýskum dögum. Myndin er frá opn- um þýskra daga, sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur. Morgunblaðið/Sverrir Þýskir dagar í Reykjavík LAUGARDAGINN 21. september verður farið í skógargöngu í Breið- holti í Reykjavík. Þetta er þriðja haustgangan í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðar- banka Íslands. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með göngunni og er hún skipulögð í sam- vinnu við Garðyrkufélag Íslands. Mæting er kl. 10 við ÍR-völlinn, Skógarseli 12, gegnt Alaskalóðinni. Gengið verður um hverfið og áhuga- verð tré skoðuð. Sérstök áhersla verður á að skoða gróðurinn á Alaskalóðinni og næsta nágrenni hennar. Vöxtulegustu trén verða hæðarmæld með þátttöku göngu- fólks. Leiðsögumenn í göngunni eru Jón H. Björnsson, kenndur við Alaska, og Óli Valur Hansson garð- yrkjumaður. Göngur þessar eru ókeypis og öllum opnar. „Hvetjum við alla til að koma og njóta göngu- ferðanna. Þetta er ganga við allra hæfi og tekur um tvo tíma,“ segir í fréttatilkynningu. Skógarganga í Breiðholti LAUGARDAGINN 21. september kl. 10 verður farið í skógargöngu í Hveragerði. Gengið verður frá bíla- stæði Grunnskólans. Við Breiðu- mörk og Hverahlíð verða skoðuð götutré og kíkt á hávaxin langlíf tré í einkagörðum. Gangan er ókeypis og öllum opin. Skógarganga í Hveragerði FUNDUR á vegum Samfylkingar- innar verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði nk. laugardag, 21. sept- ember, frá kl. 11 til 13. Að venju verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi. Frummælendur eru þrír. Guð- mundur Árni Stefánsson alþingis- maður ræðir um komandi alþingis- kosningar og um nýtt og breytt kjördæmaskipulag, en hann sat í nefnd á vegum Alþingis sem gerði tillögur um kjördæmaskipulagið. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, mun ræða um stjórnmálaástandið. Þá mun Krist- inn Bárðarson, formaður kjördæma- ráðs Suðurkjördæmis, kynna nýj- ustu reglur í komandi prófkjöri hjá Samfylkingunni. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á málum Samfylkingar- innar. Fundur Sam- fylkingarinnar í Hveragerði AÐALFUNDUR Framsóknarfélags Skagafjarðar, sem haldinn var ný- lega, samþykkti eftirfarandi álykt- un: „Aðalfundur Framsóknarfélags Skagafjarðar átelur harðlega þau vinnubrögð meirihluta sveitarstjórn- ar að hafna tækifæri til atvinnuupp- byggingar í Skagafirði með nei- kvæðri afstöðu sinni til virkjunar- framkvæmda. Fundurinn skorar á meirihlutann að gefa skýr svör um með hvaða hætti hann hyggst stuðla að uppbyggingu atvinnu- og mann- lífs í héraðinu.“ Átelur vinnubrögð sveitarstjórnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.