Morgunblaðið - 20.09.2002, Qupperneq 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 25
I Staða prestsset-
urs á Þingvelli
Nokkuð hefur verið
fjallað um málefni
prestsseturs á Þing-
velli að undanförnu.
Eftir þá umræðu
virðist vera ljóst, að
ekki er vjefengd sú
staða, að Þingvöllur er
Beneficium: Staður,
að öllu leyti í eigu
Þingvallakirkju,
ásamt hjáleigunum
Svartagili, Vatnskoti,
Arnarfelli, Skógarkoti
og Hrauntúni.
Með lögum um þjóðgarð á Þing-
velli var engin breyting gerð á
þessari skipan þar sem hvorki
heimaland staðarins nje heldur
hjáleigur hans voru undan honum
tekin. Ekkert eignarnám fór fram,
nje heldur komu til bætur vegna
sviptingar eignarhalds.
Hins vegar þýddi tilkoma þjóð-
garðsins það, að verulegar kvaðir
voru lagðar á staðinn, enda hefur
prestum þar ekki verið þægt til bú-
skapar eða nokkurra búnytja síð-
an. Þessar kvaðir hafa þeir borið
bótalaust, og ekki borið sig undan
því, svo mjer sje kunnugt.
Þegar Alþingi skipaði síðast
prestaköllum og prófastsdæmum
með lögum 62/1990 var Þingvalla-
stað þar skipað með öðrum prests-
setrum, en sjerákvæði var um veit-
ingu prestsembættisins, sem leiddi
af áðurnefndri kvöð vegna þjóð-
garðsins.
Beneficium Þingvöllur er því í
tölu þeirra prestssetra, sem til
meðferðar eru hjá Prestssetra-
nefnd vegna uppgjörs við ríkið
vegna prestssetranna, en samning-
ur milli ríkis og kirkju var gjörður
um kirkjujarðirnar árið 1997. Þeim
samningi fylgdi bókun um, að sam-
ið yrði sjerstaklega um prestssetr-
in og fylgifje þeirra, enda tekið
fram, að þau stæðu utan samnings-
ins.
II Prestssetrið,
Þingvallabærinn
Upp er komið sjerstakt mál, er
varðar eignarhald á íveruhúsinu á
Þingvallaprestssetrinu.
Nú liggur það fyrir að 2⁄3 hlutar
íveruhússins á Þingvöllum eru
reistir fyrir fje úr Kirkjujarðasjóði.
Til þess sjóðs var efnt með lögum
50/1907, en þar segir í § 15: „And-
virði seldra kirkjujarða og ítaka
skal leggja í sjerstakan sjóð er
nefnist kirkjujarðasjóður og stend-
ur beint undir landsstjórnina. Í
þann sjóð skal enn fremur leggja
peningaeign prestakalla.“ Ástæð-
una fyrir því, að löggjafanum þókti
vera rjett að taka það fram, að
Kirkjujarðasjóður skyldi standa
beint undir landsstjórnina, má
rekja til togstreitunnar milli inn-
lendra stjórnvalda og þeirra, er
sátu í Danmörku. Fer því fjarri að
með þessu orðalagi hafi kirkjufjám
þessum verið ráðstafað til verald-
legra þarfa, þótt veraldlegum
stjórnvöldum, innlendum, væri
treyst til þess að fara með þau, að
lútherskri skipan.
Í lögum 63/1931 er mælt fyrir
um það annars vegar, að á fjár-
lögum skuli árlega
veita styrk til þess að
reisa minnst tvö íbúð-
arhús á prestssetrum.
Nægi styrkurinn ekki
fyrir byggingarkostn-
aði, að viðbættu and-
virði niðurlagðra bæj-
arhúsa á prests-
setrinu, veitir Kirkju-
jarðasjóður embætt-
islán, tryggt með
launum hlutaðeigandi
prests.
Hins vegar er í lög-
unum ráð fyrir því
gert, að sje að mati
Húsameistara ríkisins
rjettara að endurbæta eða byggja
við hús, en að reisa nýtt, er ráð-
herra heimilt að veita til þess fje úr
Kirkjujarðasjóði að tveimur þriðju
hlutum, þriðjung að láni, en sjálfur
skal prestur greiða þann hluta sem
var umfram styrk og lán. Skyldi
hann eiga kost á embættisláni úr
sjóðnum til þessa.
Það var svo fyrst með lögum 38/
1947, sem ríkissjóði var gert skylt
að kosta byggingu íbúðarhúsa á
prestssetrum að svo miklu leyti,
sem andvirði niðurlagðra húsa og
hæfilegt álag á þau hrökk ekki fyr-
ir nýbyggingunni. Að öðru leyti
byggjast þessi lög að verulegu leyti
á markaðri stefnu eldri löggjafar.
Með lögum 35/1970 um skipan
prestakalla og prófastsdæma og
um Kristnisjóð eru Prestakalla-
sjóður og Kirkjujarðasjóður lagðir
niður og eignir þeirra lögákvarð-
aðar til Kristnisjóðs ásamt and-
virði seldra kirkjujarða annarra en
prestssetra eftir gildistöku lag-
anna, sbr. § 18 og § 19.
Lög 137/1993 snerta þetta mál
ekki, þar sem þau taka einungis til
umsýslu, en ekki eignarrjettar.
Þjóðkirkjulögin 78/1997 gjöra það
hins vegar. Þar eru óseldar kirkju-
jarðir afhentar ríkinu gegn launum
138 presta þjóðkirkjunnar og 18
starfsmanna yfirstjórnar hennar.
Prestssetrin eru undanþegin
ákvæðum þessara laga, enda stóð
þá til að ganga til þeirra samninga
við ríkisvaldið, sem Prestssetra-
nefnd skal annast af kirkjunnar
hálfu í umboði Kirkjuþings.
Í ljósi þessa er Kirkjujarðasjóð-
urinn hrein kirkjueign, enda var
peningum hans ætíð varið í sam-
ræmi við það, unz hann var tekinn
til annarra og almennari nota svo
sem greinir í lögum 35/1970. Þau
mannvirki, sem sjóðurinn hefur
kostað á prestssetrum, eru kirkju-
eign.
Í ljósi þess, að sjóðurinn lagði 2⁄3
hluta til byggingar Þingvallabæj-
arins, er húsið samkvæmt þessu að
minnsta kosti að 2⁄3 hlutum eign
beneficium Þingvalla.
Get eg þess til, að þriðjungur sá
sem útaf stóð, hafi verið kostaður
með timbri úr prestsseturshúsi því,
sem rifið var og útihúsum. Lögin
um þjóðgarð á Þingvelli, svo og
aðrar þær kvaðir, er á staðnum
liggja, geta engu um þetta breytt,
enda kveða þau hvergi á um upp-
töku eignar fyrir kirkjunni. Á þess-
um tíma og lengi síðan mátti hún
raunar sæta makalausu ofríki af
ríkisvaldsins hálfu í öllu því er að
meðferð eigna hennar laut. Er sú
saga raunar ástæða þess uppgjörs,
er áður er vikið að í skrifi þessu.
Jafnframt breytir sú staðreynd,
að Þingvallanefnd hefur haldið
bænum við og staðið straum af
kostnaði af því, engu í þessu efni
að mínu viti. Um árabil var sókn-
arpresturinn jafnframt umboðs-
maður Þingvallanefndar á staðnum
vegna þjóðgarðsins. Sá umbúnaður
þókti vera hagkvæmur og bætti
prestinum að einhverju leyti upp
þá búþröng og afnotamissi, sem
kvaðir vegna þjóðgarðsins leggja á
staðinn.
Öllum er oss skyldur sómi við
Þingvöll. Þref það, sem staðið hef-
ur í fjölmiðlum um málefni Þing-
vallastaðar að undanförnu, er orðið
öllum hlutaðeigandi til skammar.
Annaðhvort verður að ljúka þrætu
þessari með þeim samningi sem
verið hefur í gerðinni undanfarin
misseri, eða stefna henni til dóms.
Skora eg á Kirkjuþing það, er senn
kemur saman, að meta það úrræði,
þokist hvergi að betri kosti.
Geir Waage
Höfundur er sóknarprestur
í Reykholti.
Hverjum er hvað
á Þingvelli?
Þingvellir
Öllum er oss, segir Geir
Waage, skyldur sómi
við Þingvöll.
Á MÁLÞINGI ís-
lenskra heilbrigðis-
stétta sem haldið var á
Grand Hotel í Reykja-
vík 13. september s.l.
flutti undirritaður er-
indi sem hann nefndi
„Verðmæti íslenskra
búfjárstofna.“ Meiri
hluti erindisins fjallaði
um hugsanleg tengsl á
milli lágrar tíðni sykur-
sýki í börnum og sér-
stakra eiginleika í ís-
lenskri kúamjólk.
Rök sem styðja þetta
samgengi hafa komið
fram allvíða. Þó að
öruggar sannanir fyrir
beinu orsakasamhengi hafi ekki kom-
ið fram ennþá, benda allmargar rann-
sóknir til þess að sérstakt próteín í
kúamjólk, svokallað betakaseín A1,
geti komið hér við sögu.
Hér á eftir fer sá hluti erindisins
sem fjallaði um hugsanlegt samband
á milli kúamjólkur og sykursýki.
Sykursýki og betakaseín
A1 í kúamjólk
Grunsemdir hafa komið fram um
það að í kúamjólkinni sem börn fá á
pelann á fyrsta ári komi fyrir ákveðið
próteín, betakaseín A1, sem valdi því
að börnin þrói með sér sykursýki.
Annað próteín sem er sjaldgæft í
kúamjólk, betakaseín B, hefur sömu
áhrif og A1. Þriðja gerðin, betakaseín
A2, er einnig þekkt í kúamjólk en sú
gerð er ekki talin valda sykursýki.
Í tilraunum á Nýja-Sjálandi, þar
sem músum sem voru næmar fyrir
sykursýki voru gefnar ýmsar gerðir
af próteínum í fóðrinu, kom í ljós að
þær fengu því aðeins sykursýki ef
þær fengu betakaseín A1 í fóðrinu.
Engin mús fékk sykursýki sem að-
eins fékk betakaseín A2 í fóðrinu.
Betakaseín
A1 lágt á Íslandi
Í rannsóknunum á skyldleika nor-
rænna kúakynja kom í ljós að
betakaseín A1 var lægra í íslenskri
mjólk en í kúamjólk á öllum hinum
Norðurlöndunum. Það kemur vel
heim við það að sykursýki í börnum
er mun lægri á Íslandi en á hinum
Norðurlöndunum.
Í rannsókn á Nýja-Sjálandi 1999
var tekið saman fyrir 10 lönd hve
mikil neysla betakaseíns A1 og B
væri á mann á dag, hve há tíðnin á
sykursýki væri og hve mikil mjólk-
urneysla á mann á dag væri. Þar kom
fram að sykursýkin jókst með auk-
inni neyslu á betakaseínum A1 og B
en fylgdi ekki í sama mæli mjólkur-
neyslunni. Íslendingar voru t.d. með
hæstu mjólkurneysluna
en næstlægsta sykur-
sýki, enda voru þeir
með næstlægsta neyslu
á betakaseínum A1 og
B.
Úrval gegn
betakaseíni A1
Rætt hefur verið um
að velja í íslenska naut-
gripastofninum gegn
betakaseíni A1 til að
lækka tíðni þess í stofn-
inum. Hægt er að arf-
greina nautin sem not-
uð eru til kynbóta og sjá
hvort þau eru með gen-
ið fyrir betakaseíni A1.
Ef þau eru með það ætti ekki að nota
þau til sæðinga, heldur eingöngu
naut með gen fyrir betakaseíni A2.
Sýnt er dæmi um það hvernig
hægt er að útrýma betakaseíni A1 úr
íslenska kúastofninum á stuttum
tíma með svokölluðu skyndivali, ef
áhersla er lögð á það. Ef beint or-
sakasamband reynist milli betakas-
eíns A1 í kúamjólk og sykursýki í
börnum væri hægt að velja gripi til
kynbóta sem framleiddu mjólk sem
væri án betakaseíns A1 og ylli þannig
ekki sykursýki.
Þetta úrval er einfaldara fyrir Ís-
land en aðrar þjóðir, því að betaka-
seín A1 er sjaldgæft hér.
Er betakaseín A1 í innfluttu
barnamjólkurdufti?
Sykursýki meðal íslenskra barna
hefur aukist á tímabilinu 1990–99, en
orsakir þeirra aukningar eru óljósar.
Á sama tíma hefur innflutningur á
barnamjólkurdufti aukist verulega,
samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu Íslands. Getur verið að sam-
hengi sé á milli barnamjólkurdufts
frá útlöndum og hækkaðs nýgengis á
sykursýki?
Stefán
Aðalsteinsson
Sykursýki
Getur verið að sam-
hengi sé á milli barna-
mjólkurdufts frá útlönd-
um, spyr Stefán
Aðalsteinsson, og
hækkaðs nýgengis á
sykursýki?
Höfundur er doktor í búvísindum og
fyrrverandi framkvæmdastjóri
norræns genabanka fyrir búfé.
Kúamjólk og
sykursýki
VEGNA ummæla, sem höfð
voru eftir mér í blaðinu í gær, um
úrskurði héraðsdómara um hús-
leit, vil ég taka eftirfarandi fram til
þess að fyrirbyggja misskilning:
Ég hef aldrei haldið því fram að
dómarar hafi ekki kynnt sér þau
gögn af sjálfsdáðum, sem fyrir þá
hafa verið lögð af lögreglu eða
stjórnvöldum til stuðnings beiðni
um húsleit, eða að þeir hafi látið hjá
líða að taka sjálfstæða afstöðu til
þess hvort fallist skuli á slíka
beiðni. Ég hef þvert á móti sagt að
eftir því, sem ég veit best, ræki
dómarar störf sín af samviskusemi.
Það, sem ég hef hins vegar gagn-
rýnt, er að sumir þeir úrskurðir
héraðsdómara um húsleit, sem
birtir hafa verið, bera það ekki með
sér að dómarar hafi tekið sjálf-
stæða afstöðu til beiðni um húsleit,
vegna þess að þar er einvörðungu
látið nægja að vísa til rökstuðnings
lögreglu eða stjórnvalda fyrir
beiðninni. Þar með lítur það svo út í
augum þeirra, sem húsleitarúr-
skurður beinist að, að dómari hafi
fallist á sjónarmið og röksemdir
beiðandans án þess að hann hafi
tekið sjáfstæða afstöðu til beiðni
hans. Það eru þessi vinnubrögð
einstakra dómara sem ég hef gagn-
rýnt og við þá gagnrýni stend ég.
Hér sem endranær eiga við hin
fleygu orð úr engilsaxneskum rétti
sem Mannréttindadómstóll Evr-
ópu hefur vísað til í dómum sínum:
„Justice must not only be done,
justice must also be seen to be
done.“
Eiríkur Tómasson
Efni og form verð-
ur að fara saman
Höfundur er lagaprófessor
við Háskóla Íslands.
Kauptu eina flík,
hún endist á við þrjár
Bjarg - AkranesiSkráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is
Nýr lífsstíll