Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 13 UNDANFARNA daga hefur verið unnið að því að setja þorskseiði úr seiðaeldisstöð Útgerðarfélags Akureyringa á Hauganesi út í sjókvíar við Þórsnes, en í það heila verða sett um þrjú þúsund seiði í kvíarnar í ár. Seiðaeld- isstöðin á Hauganesi tók við þorskseiðum frá Hafrannsókn- arstofnun í Grindavík á liðnum vetri og hefur vöxtur þeirra verið mjög góður og samkvæmt áætl- unum, segir á heimasíðu ÚA. Reiknað er með að ný seiði komi í stöðina eftir um það bil einn mánuð. Gert er ráð fyrir að taka um fimmtán þúsund seiði í stöðina, sem er meira en tvöföldun frá því í vetur. Einhverjum tugum tonna af þorski og ýsu úr sjókvíunum verður slátrað fyrir jól. ÚA er með 50–60 tonn af þorski í kvíun- um og 30–40 tonn af ýsu. Þetta er fiskur sem hefur verið í eldi í sjókvíunum frá því í vor og sum- ar og hefur hann dafnað vel. Þorskurinn er fóðraður á heilli loðnu en ýsan er fóðruð á þurr- fóðri, að sögn Óttars Más Ingva- son, verkefnisstjóra fiskeldis hjá ÚA. Morgunblaðið/Kristján Starfsmenn ÚA vinna við að setja þorskseiði úr seiðaeldisstöðinni á Hauganesi í sjókvíar við Þórsnes norðan Akureyrar. Skammt frá landi dólar trillukarl á báti sínum með veiðistöng að vopni. Þorskseiði úr seiðaeld- isstöð ÚA í sjókvíar ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar, AFE, vinnur nú að markaðssetningu fyrirtækja í Eyja- firði vegna fyrirhugaðra stóriðju- framkvæmda á Austurlandi. Í tengslum við það verkefni verður farin kynnisferð austur á land á vegum AFE, í dag, föstudag 20. september, til að skoða fyrirhug- aðar stóriðjuframkvæmdir eystra. Farið verður beint upp að Kára- hnjúkum þar sem þær framkvæmd- ir verða kynntar en eftir hádegi verður farið að álverslóðinni í Reyð- arfirði. Síðastliðinn vetur var haldinn kynningarfundur á Akureyri um fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi. Eitt af markmiðum fundarins var að hvetja fyrirtækin á svæðinu til að nýta sér þau tæki- færi sem fyrirhugaðar stórfram- kvæmdir munu hafa og undirbúa sig undir þau víðtæku áhrif sem fylgja í kjölfarið. Á tímabili var óljóst hvert stefndi með fram- kvæmdirnar en nú er undirbúning- ur aftur kominn á fullt og miðast verkefnið nú við álver Alcoa. Þetta kemur fram á heimasíðu AFE. Stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi Eyfirskir verktakar í kynnisferð STARFSEMI endurhæfingardeild- ar FSA á Kristnesi er nú komin í fullan gang að nýju eftir lokun síðla sumars. Um eitt hundrað manns eru á biðlista með meðferð á deildinni um þessar mundir. Nú nýlega hófst á deildinni starf- semi svonefnds verkjaskóla, sem ætlaður er fólki sem haldið er lang- varandi verkjum af ýmsu tagi, en bakverkir eru algengasta vanda- málið sem fólk á við að etja. Talið er að í hópi þeirra eitt hundrað manna sem eru á biðlista geti verkjaskólinn gagnast um 75 þeirra. Áætlað er að tveir 6–7 manna hópar verði útskrif- aðir úr verkjaskólanum fram til jóla og að starfseminni verði svo haldið áfram eftir áramót að því er fram kemur á heimasíðu Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Þeir sem sækja verkjaskólann koma af stóru svæði, frá Skagafirði og að Vopna- firði í austri, auk þess sem þess eru dæmi að fólk búsett á Austfjörðum sæki meðferð á endurhæfingardeild FSA. Verkjaskóli hefur gefið góða raun á Reykjalundi, en hefur ekki verið settur upp á Kristnesi áður. Endurhæfingardeild FSA á Kristnesi Verkjaskóli gæti nýst fólki á biðlista ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.