Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 49  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Hetja framtíðarinnar er mætt í frábærri grínmynd! Sýnd kl. 4, 8 og 10.10. Vit 432 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 433Sýnd kl. 6 og 8. Vit 433 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Vit 427 KEFLAVÍKAKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 429 Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 429 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Vit 427 M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E FRUMSÝNING Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 435  Rás 2  HJ Mbl 1/2 HK DV 1/2 HI.Mbl SK.RadioX HK DV Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.10. Vit 431 Sýnd í lúxussal kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit 436 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 433 Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ MblGunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit 429 Sýnd kl. 4 og 6. Enskt tal. Vit 430 1/2 Kvikmyndir.is AKUREYRI AKUREYRI KEFLAVÍK KEFLAVÍK KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30. og 12.30. B.i. 14 ára. Vit 427 Power sýning kl. 12.30 eftir miðnættii i i FRUMSÝNING Heimurinn hefur eignast nýja hetju sem heitir Jason Bourne. Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Matt Damon sýnir snilldartakta.Byggð á metsölubók Roberts Ludlum. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435Sýnd kl. 10. Vit 435 M E L G I B S O N 1/2 ndir.is Yfirhafnir í miklu úrvali. Ný sending. HLJÓMSVEITIN Rúnk er sprott- in upp úr Tónaflokknum sem Hildur Guðnadóttir söngkona með meiru stofnaði sumarið 2001 og spilaði við ýmis tækifæri á götum bæjarins á vegum Hins húss- ins. Þegar flokkn- um var boðið að taka þátt í tónlist- arhátíð í Belgíu en nokkrir meðlima komust ekki með, hóuðu Hildur og annar úr flokknum, Benedikt, í nýja meðreiðarsveina og úr varð hljómsveitin Rúnk. Ekki er annað hægt að segja en tónlist Rúnk sé sprellifandi og lit- skrúðug. Óðurinn um „Atlavík ’84“ hefur hljómað undanfarið í útvarpi, grípandi stuðlag með minnisstæðu hljómborðsstefi sem vel rokkandi gít- ar tekur undir. En Rúnk lumar á fleiri stuðlögum, t.d. er lagið sem sveitin heitir eftir (eða öfugt?) mjög skemmtilegt, minnir á stemninguna frá íslensku pönkdögunum þegar gripið var í þær græjur sem hendi voru næst og lögin voru drifin áfram á spilagleðinni – nema hvað Rúnk er ekki hafin yfir eins og eitt og eitt gít- arsóló. Textinn í laginu er líka einkar súr: „Mow mow nigginimow mow on the move again…“ Textarnir eru blanda af íslensku og ensku og hljóma eins og þeir hafi ver- ið búnir til á staðnum, leikið með rím og hljóðlíkingar svo úr verður söng- vænt bull. Dæmi um þetta er textinn í „Andhól“ þar sem sérlega glað- hlakkaleg söngkona syngur um þegar hún rakst á Fjalla-Eyvind: „Fjalla- fenomenon gaf mér Fan-ta-Lemon“, yfir gamaldags hljómandi svuntu- þeysi og og mjög fölsku klarinetti. Ör- lagið ósungna „Men and motors“ er næstum því búið áður en það byrjar, svo hratt að trommarinn hrasar næst- um um sjálfan sig í taktinum og gít- arleikarinn á fullt í fangi með að fylgja honum eftir – bráðskemmtilegt lag. Ég var reyndar sérstaklega hrifin af trommuleiknum í heildina séð, mjög kraftmikill og fjölbreyttur. Hefð er fyrir því að leyfa tilraunagleðinni að njóta sín í lokalaginu og Rúnk leggja til flipplagið „Cd extra bonus track“. Það er tekið upp beint og mjög hrátt einhvers staðar í Belgíu („Ég er hér í Belgíu og það er ógeðslega svalt, það er ógeðslega heitt og mér er ekkert kalt“ – hvað skyldu þau hafa verið lengi að búa þetta til?) og fylgja ræsk- ingar og athugasemdir alveg frítt með. Rúnk leggur meira upp úr því að hafa gaman heldur en að fága og pússa hlutina, en eru líka nösk á gríp- andi laglínur og flest lögin eru ígildi orkudrykks. Þetta er frískleg og skemmtileg plata, sem fær brosið fram og fólk út á gólfið, a.m.k. þá sem kunna að meta karnivalrokk sem tek- ur sig ekki of hátíðlega. Tónlist Sprell og sprikl Rúnk Ghengi Dhals Flottur kúltúr og góð músík Sveitina Rúnk skipa Hildur Guðnadóttir, Benedikt Hermann Hermannsson, Björn Kristjánsson, Svavar Pétur Eysteinsson og Óli Björn Ólafsson. Hljóðritun var í höndum Rúnk og Gunnars Arnar Tynes en hljóðblöndun fór fram í Stúdíó Pólýrúnk undir stjórn sveitarinnar. Mastering: Jón Skuggi. Steinunn Haraldsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Ghengi Dhals er „frískleg“ plata að mati Steinunnar. DISNEY-risinn er nú að undirbúa nýja leikna útgáfu af ævintýrinu sí- gilda um Mjallhvíti og dvergana sjö. Ekki verður þó um að ræða hefðbundna útgáfu heldur hefur verið ákveðið að myndin verði með asískum blæ og hefur Yuen Wo Ping nokkur verið fenginn til að sjá til þess en hann er þekktastur fyrir að hafa stjórnað bardaga- senum í Matrix-myndunum og Crouching Tiger, Hidden Dragon og nú síðast væntanlegri mynd Quentins Tarantinos Kill Bill. Nýja Mjallhvít gerist 1890 og í stað dvergana sjö mun hún njóta stuðning sjö fimra Shao-Lin-munka í baráttunni við vondu stjúpuna. Það verður fróðlegt að sjá Mjall- hvíti í bardagaham. Mjallhvít og Shao-Lin-munkarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.