Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 31 ✝ Haraldur Krist-jánsson fæddist í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1924. Hann lést í Reykjavík 12. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Jónsson, f. 13.3. 1882, d. 1957, og Elín Odds- dóttir, f. 21.1. 1889, d. 1965. Haraldur var níundi í röð tíu systk- ina sem komust upp, en alls fæddust þeim hjónum 16 börn. Eldri voru Óskar, Ólafur, Oddgeir, Laufey, Jóna, Klara, Gísli og Kristbjörg, sem nú eru öll látin, og yngri bróðir, Lárus, sem er á lífi. Hálfbróðir samfeðra er Svanur. Árið 1944 kvæntist Haraldur Perlu Kolka, f. 31.5. 1924. Þau skildu. Þeirra börn eru: 1) Björg Kolka, f. 14.9. 1944, hennar maður er Robin Melkun. Sonur Bjargar og ín Perla Kolka, f. 23.12. 1957, henn- ar maður er Ólafur Engilbertsson, f. 6.9. 1960, sonur hennar og Freys Njarðarsonar er Úlfur Kolka, f. 1981, unnusta hans er Katrín Ósk Hafsteinsdóttir, f. 1981, sonur þeirra Pétur Hafsteinn. e) Páll Kolka, f. 28.10. 1959, hans kona er Heiður Óttarsdóttir, f. 11.12. 1965, þeirra dætur eru Perla Kolka, f. 1991, og Þórunn María Kolka, f. 2001. Seinni kona Haraldar var Svan- fríður Jónsdóttir, f. 26.10. 1932, d. 1.1. 1998. Hennar sonur er Jón Bergþór Hrafnsson, f. 28.11. 1956, hans kona er Anna Ólafsdóttir, þeirra börn eru Davíð og Auður. Haraldur lauk prófi í hárskera- iðn frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði við þá iðn alla sína starfs- ævi. Hann rak rakarastofu í tæp 50 ár, fyrst á Vesturgötu 3 ásamt Karli Jónssyni og síðar Steingrími Fær- seth, og síðan á Vesturgötu 15. Hann var félagi í Akoges til margra ára, og söng með karlakórnum Fóstbræðrum í meira en hálfa öld. Haraldur var einn af stofnendum Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Útför Haraldar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ómars Axelssonar er Axel, f. 1965, hans kona er Þórunn Bergs- dóttir, f. 1962, þeirra börn eru Ómar Páll og Björg. Sonur Bjargar og Þráins Sveinssonar er Sveinn, f. 1971. Son- ur Bjargar og Guð- mundar Sigurþórsson- ar er Paul Kolka, f. 1989. 2) Margrét Kolka, f. 13.11. 1948, hennar maður Leifur Agnarsson, f. 12.4. 1948, d. 27.9. 2001. Þeirra börn eru Mar- grét Perla Kolka, f. 1972, hennar maður er Hlöðver Hlöðversson. f. 1972, þeirra börn eru Hekla Kolka og Margrét Kolka; Haraldur Agn- ar, f. 1976, unnusta hans er Lilja Guðmundsdóttir, f. 1976; Unnur Kolka, f. 1980; Kristján Páll, f. 1983. 3) Ása Kolka, f. 2.2. 1951. Dóttir hennar og Jean Yves Cour- ageux er Sara Kolka, f. 1979. 4) El- Þau eru orðin fimmtán árin frá því fundum okkar Haraldar Kristjáns- sonar, tengdaföður míns, bar fyrst saman. Það var þó ekki fyrr en á und- anförnum fjórum eða fimm árum sem við kynntumst að ráði, eftir að síðari kona hans, Fríða, lést. Haraldur kom mér ávallt fyrir sjónir sem snyrtileg- ur maður sem gerði sér far um að koma vel fyrir, hann var t.d. fyrsti maðurinn sem ég hef séð nota skóhlíf- ar. Hann hafði ávallt frá mörgu að segja og hafði gaman af því að segja frá gömlum atvikum úr Vestmanna- eyjum, m.a. þegar hann lék þar sem ungur maður fyrir dansi á trompet og hvernig öll sú líkamlega áreynsla skil- aði sér e.t.v. í því að hann náði sér undrafljótt af berklum fáum árum síðar. Hann hætti eftir það að leika á blásturshljóðfæri en gekk í Karlakór- inn Fóstbræður og söng með þeim í hálfa öld og ferðaðist með kórnum m.a. til Kanada og Sovétríkjanna. Haraldur rak rakarastofu í tæp 50 ár á Vesturgötunni með Karli Jóns- syni og síðar með Steingrími Fær- seth. Þar kynntist hann mörgu fólki sem hann hafði gaman af að rifja upp kynni sín við. Haraldur hugsaði oft til heimaslóða sinna í Vestmannaeyjum og hafði ætlað sér að fara þangað í sumar, en heilsan leyfði það því miður ekki. Honum varð tíðrætt um fjöl- skyldu sína og systkini, sem voru mörg. Hann bar hag síns fólks mjög fyrir brjósti. Hann hafði til að mynda áhyggjur af því að Ólafur heitinn bróðir hans skyldi ekki metinn að verðleikum sem höfundur bygginga í Vestmannaeyjum, eins og t.a.m. end- urgerðar turns Landakirkju. Eins var hann ávallt stoltur af verkum Odd- geirs bróður síns og söng gjarnan lag- stúfa eftir hann með sinni millidjúpu bassarödd. Hann hafði ekki gengið heill til skógar síðustu árin, en okkur auðn- aðist að fara saman í ferðalög norður á Hofsós og Siglufjörð og um suður- land þar sem honum þótti gott að koma í Ásólfsskála, þar sem hann var í sveit sem ungur drengur og í Skóga til frænda síns, Þórðar. Við Litta höfðum það fyrir sið að færa Haraldi kaffi í fallegu bollastelli frá því fyrir stríð sem hann hafði fært okkur Littu skömmu eftir að við tókum saman. Það fylgdi sögunni að hann hefði sparað fyrir stellinu heilan vetur til að geta keypt það handa Elínu, móður sinni. Blessuð sé minning Haraldar Kristjánssonar. Ólafur J. Engilbertsson. Þetta verður víst að vera hinsta kveðjan. Ég vil þakka fyrir góðar samverustundir og er sátt að vita af afa mínum á betri stað því hér á jörð var hann þreyttur á að vera. Nú getur hann látið drauma sína rætast. Mér eru minnisstæðar sögurnar sem hann sagði okkur í matarboðunum fjöl- mörgu – um ferðirnar sem voru farn- ar með Fóstbræðrum og vorum við sammála um það að Bretar væru hin- ir kurteisustu og hjá þeim væri gott að vera. Hann minntist liðinna tíma og sagði okkur frá draumum sínum – hann hefði viljað vera lengur í námi og kannski gerast rafvirki. Ég held hins vegar að hann hafi valið rétt, hugs- anlega er meiri þörf á góðum hár- snyrti þarna uppi en einhverjum sem kann á rafmagn! Afi átti góðar minn- ingar og þannig mun ég minnast hans. Hann lét sér annt um börnin sín og barnabörn og vildi að þau fengju það sem hann ekki fékk – góða menntun. Sjálfur hvatti hann okkur til lestrar med góðri bók á hverju ári. Nú er hann farinn en við höldum áfram að lesa og minnast hans í því sem við gerum og njótum lífsins því að það er, svo sannarlega, alltof stutt. Kær kveðja. Sara M. Kolka, Bretlandi. Þegar menn hittast tvisvar í viku í áratugi með það að markmiði að ná samhljómi í söng verður ekki hjá því komist að samhljómurinn nái út fyrir sönginn sjálfan. Þannig skapast djúp og einlæg vinátta milli manna. Gleði- stundir, bæði heima og erlendis, hnýta enn fastar vinaböndin. Fóstbræður kveðja í dag kæran vin og félaga sem bar djúpa virðingu fyrir félagi sínu og ræktaði það jafnvel og hvern þann vinskap sem hann stofn- aði til. Haraldur Kristjánsson, eða Halli rakari eins og við kölluðum hann gjarnan, var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Eins og títt er um Eyjamenn var hann ávallt bundinn heimahögum sínum sterkum bönd- um. Tónlistina hlaut hann í vöggugjöf og fylgdi hún honum allt hans líf. Hann lék í hljómsveitum ungur mað- ur, en eftir að hann fluttist upp á land gekk hann til liðs við Karlakórinn Fóstbræður, þá rúmlega þrítugur. Hann var fljótt vinsæll meðal fé- laga sinna. Hann hafði ákveðnar en sanngjarnar skoðanir á mönnum og málefnum og hafði gjarnan á taktein- um hnyttin tilsvör. Halli kryddaði einnig félagslífið með skemmtilegum uppátækjum. Hann var næmur fyrir því besta sem lífið bauð uppá og naut þess að vera til. Hann hafði djúpa og fallega bassarödd sem nýttist vel í 2. bassa Fóstbræðra, jafnt sem og í þau skipti sem hann söng einsöng með kórnum. Á löngum söngferli upplifði Halli margar stærstu stundir í sögu Fóstbræðra og marga söngsigra, enda fylgdi hann kórnum í söng- ferðum erlendis, bæði austanhafs og vestan. Auk þess að syngja með Fóstbræðrum, sinnti Halli trún- aðarstörfum fyrir kórinn, bæði með setu í ýmsum nefndum og í stjórn kórsins. Þannig lá hann aldrei á liði sínu ef á þurfti að halda. Það er okkur jafnan saknaðarefni þegar komið er að þeirri stund að góð- ir félagar þurfa að lúta í lægra haldi fyrir náttúrunni og yfirgefa kórinn, því góð rödd endist mönnum sjaldn- ast alla ævi. Eftir tæplega 40 ára starf í kórnum flutti Halli sig yfir í „Gamla Fóst- bræður“ og söng með þeim á meðan heilsa hans leyfði. Í félagi okkar er það í raun svo að sá sem einu sinni er samþykktur í Fóstbræður telst alltaf til bræðra, því innganga í félagið er æviaðild. Þannig geta þeir eldri miðl- að af reynslu sinni og notið á hátíð- arstundum þess besta sem félagið býður upp á. Halli var maður sem tekið var eftir. Hann var grannur og snaggaralegur, myndarlegur og ávallt framúrskar- andi snyrtilegur. Reisn sinni hélt hann fram á síðasta dag. Það var okkur ungu mönnunum jafnan gleðiefni að eiga stund með mönnum eins og honum sem áttu svo ríkan hluta af sögu Fóstbræðra. Trú- mennska Halla við félag sitt var ein- læg og traust. Kom það vel í ljós hin síðari ár, því þótt Halli væri orðinn heilsulítill lét hann sig aldrei vanta þar sem Fóstbræður komu saman til söngs eða á hátíðarstundu. Halli mætti alltaf á tónleika okkar hin síð- ari ár og það fór ekki framhjá öðrum áheyrendum ef Halla fannst vel sung- ið. Þá stóð okkar maður upp og hróp- aði Bravó! Halli var hættur í starfandi kórnum þegar undirritaður gekk til liðs við Fóstbræður þannig að okkar kynni voru bundin við hátíðarstundir kórsins. Það breytti því ekki að með okkur urðu ágætir kærleikar. Halli fagnaði mér jafnan þegar hann sá mig og þótti mér afar vænt um það. Við ræddum um heima og geima, en sér- staklega er mér minnisstæð stund er ég ók honum heim eina nótt að lokinni skemmtun og við sátum tímunum saman í bílnum fyrir utan Austur- brúnina og ræddum lífið og tilveruna. Kynslóðabilið var víðs fjarri enda efast ég um að Halli hafi nokkurn tíma kynnst því hugtaki. Mér var sér- stakur heiður að því að Halli kom í fertugsafmæli mitt í fyrra, því ég vissi að hann þurfti svo sannarlega að hafa fyrir því heilsu sinnar vegna. Minnist ég hans sérstaklega fyrir það. En nú er komið að kveðjustund. Við í Fóstbræðrum minnumst þessa göfuga félaga með söknuði, þakklæti og virðingu. Við sendum samúðarkveðjur til þeirra er um sárt eiga að binda vegna fráfalls hans. Blessuð sé minning Haraldar Kristjánssonar. Fyrir hönd Karlakórsins Fóst- bræðra, Eyþór Eðvarðsson. Ég man það ekki nákvæmlega hve- nær við Halli hittumst fyrst, líklega á þeim árum sem Leifur heitinn bróðir minn og Margrét Kolka, dóttir Halla, voru að draga sig saman. Okkur varð strax ágætlega til vina. Samverustundirnar voru að mestu tengdar fjölskylduboðum og öðrum slíkum uppákomum. Þar sem við Halli vorum miklir lífsnautamenn hvað varðar ákveðna hluti, sem af sumum er ekki talið til hollustu, æxl- aðist það oftar en ekki þannig, að við Halli drógum okkur aðeins afsíðis og ræddum á tveggja manna tali lífsins gagn og nauðsynjar. Hann rak um áratuga skeið rak- arastofu í vesturbænum. Ég var að vísu ekki viðskiptavinur Halla, en átti mín viðskipti við kollega hans á Leifs- götunni, sem var ekki yngri stofnun, en þetta voru menningarstaðir sem því miður eru að hverfa. Þarna komu menn saman, jafnvel vikulega, létu klippa sig, en miklu frekar voru þetta stundir þar sem menn ræddu málin í sem víðtækustum skilningi. Ég þakka fyrir að fá að kynnast Haraldi. Megi hann hvíla í friði. Að- standendum votta ég samúð. Kristján Jóh. Agnarsson. HARALDUR KRISTJÁNSSON                       ! ! " #  ! $%" &'()                   ! " #! "           ' (  !* " +   ! ," ,- ! !* " . -  ," !/0"//0, /0) %    &   &      1213 344 5' " 56 '("  '  ( !   '  )*$ # + $ *,$--$  7'!* " 8 ( 8  ," # (/,'!* " 9 1* ," 5 !' ,"  /,6 !* " 1*4)' ,"  ) !* " 0 /0, 0 /0) ('    &      &   : . 2.;<  5,  ".  & " .=/, >#" &'("  '     '   )*$ # + $ *.$.-$ + :,' !* "  6 !:,' ! !* " .  :,' ! !* " 8)" :,' . 6 :,' ! ,"  6) !* " 1*-# :,' ! !* "    ! ," 5 :,' ! ,"  )(' " 0:,' ! !* " 5  #)'  ," //0,///0) %    &   &    4#.#  &'! /*! !"  !" ,  & "  '  /   '& /   &   )*$ # + $ *,$--$ /       &  &  '  &  +   '    0  /' & /   & ' $      !* " 1*-1 ," 5&  " :*   ,"      !* " 1*-4)  ," //0,///0) ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.