Morgunblaðið - 20.09.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 20.09.2002, Síða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 35 litlu börnin hans fái ekki að njóta hans hlýja hjarta í framtíðinni, en það er huggun harmi gegn að vita til þess hvað þau eiga yndislega móður og endalausa ást og hlýju hjá fjölskyldunni á Hrafntóftum, þau eru nefnilega líka einstök. Ég bið allar góðar vættir að vera með fjölskyldunni og vinunum í erfið- leikunum sem fylgja svona miklum missi. Björn Baldursson, Efra-Seli. Ég vil þakka fyrir að hafa kynnst Ása Páls því tryggari og kærari vin er vart hægt að hugsa sér. Hann var hestamaður mikill, dýravinur og einn mesti mannvinur sem ég hef kynnst. Ég kvaddi Ása persónulega en vil með þessum orðum senda Siggu, Stefáni, Álfheiði, Ásrúnu, foreldrum hans, fjölskyldu og ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Biðj- um saman fyrir honum og minn- umst allra góðu stundanna svo megi hann í friði hvíla. Kærar kveðjur. Ómar Diðriksson. Við viljum þakka Ása fyrir allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman í hestamennskunni, alla aðstoð og hjálp sem hann veitti okkur, og hlátursköstin, þegar hann smitaði okkur með léttleika sínum og einstökum húmor. Guð blessi minningu Ása. Fjölskyldu hans vottum við samúð okkar. Arna og Hekla. Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástar sælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig, – hægur er dúr á daggarnótt, – dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Við biðjum góðan guð að styrkja ástvini Ásmundar Pálssonar. Björn, Sigríður, Steinunn og Stefán. Svíður í sárum, sorg drúpir höfði, góður er genginn á braut. Minningar mildar mýkja og lýsa og leggja líkn við þraut. (Hörður Zóphaníasson.) Það er erfitt að trúa því að skóla- bróðir okkar, hann Ásmundur eða Ási eins og hann var kallaður, sé látinn aðeins 33 ára gamall. Við vorum saman alla okkar skólagöngu í Grunnskólanum á Hellu. Hans verður minnst fyrir hversu góður hann var við þá sem minna máttu sín en stundum hefði hann mátt hugsa meira um sjálfan sig. Þökk fyrir allt og hvíl í friði. Lífsgátan er stundum stríð, stundum góð og stundum blíð. Stundum bros og stundum tár, stundum ljúf og stundum sár. (Hörður Zóphaníasson.) Elsku Sigurbjörg, Stefán Smári, Álfheiður Fanney, Ásrún Ásta, Anna, Páll, Erla, Ragnar, Guðrún og aðrir aðstandendur. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Bekkjarfélagar Grunnskólanum á Hellu. Línur rofna, líða burt, leiðir skiljast eina stund. Hefði ég vitað, hefði ég spurt hvar við ættum annan fund. Þitt stríð var langt og lífið stutt, sárt að horfa á eftir þér. Lífið líður, líður burt, samt ertu ennþá hjá mér. (Rúnar Þór.) Góður vinur er fallinn frá. Við systkinin kynntumst Ása Páls árið 1983, þegar við fluttum á Hellu. Við urðum strax mjög góðir vinir, og okkur systkinum varð fljótlega ljóst að Ási var frábær vin- ur, góður og heiðarlegur. Við hefð- um ekki getað fengið betri leiðsögu- mann en hann til að koma okkur inn í bæjarlífið því Ási var virtur af öllum í þessu litla samfélagi. Ási var manneskja sem þoldi ekki að sjá neitt aumt. Hann var mikill dýra- og barnavinur og krakkarnir á Hellu leituðu oft til hans um góð ráð. Það var alltaf hægt að stóla á það að finna Ása í hesthúsinu sínu. Þar dvaldi hann nánast öllum stundum og þar undi hann sér best, þessi óbilandi hesta- áhugi fylgdi honum alla tíð. Það voru farnar ófáar ferðir út í hesthús til Ása til að klappa eða til að fara á bak Gosa eða Blæ og ekki síður til þess að kjafta við Ása um lífið, til- veruna og draumana. Þar var oft setið tímunum saman í hlöðunni og þar veltum við fyrir okkur tilgangi lífsins. Það var hægt að þekkja Ása langar leiðir, alltaf í hestafötunum sínum, svörtum reiðbuxum, kúreka- stígvélum og gráum leðurjakka með svarthvíta köflótta trefilinn sinn. Þetta var yndisleg sjón. Í gegnum árin var að sjálfsögðu margt brallað. Mörg strákapörin framin og margt planað. Við ætl- uðum til dæmis alltaf að hittast á elliheimilinu og gera allt vitlaust. Nú verðum við bara að breyta plan- inu lítilsháttar og hittast annars staðar og gera allt brjálað þar. Þótt Ási hafi verið með eindæmum stríð- inn þá var það svo merkilegt hvað hann bar mikla virðingu fyrir öðr- um, hann passaði alltaf að enginn yrði særður eða neitt yrði eyðilagt. Þegar við loksins skriðum yfir unglingsárin tvístraðist þessi vina- hópur, svona eins og gengur og gerist. Þó að tímarnir breyttust þá var samt enn hægt að treysta á Ása. Það var svo æðislegt að fylgj- ast með stoltinu í andliti hans þegar hann sýndi okkur son sinn, Stefán Smára, í fyrsta sinn, eða þegar hann kynnti okkur fyrir eiginkonu sinni, henni Siggu. Ekki var stoltið minna í andliti hans þegar þau eignuðust dæturnar tvær, þær Álf- heiði og Ásrúnu. Alltaf var Ási fyrstur manna til að mæta upp á fæðingardeild þegar aðrir úr vina- hópnum eignuðust börn, það var alltaf eins og Ási væri að verða frændi í fyrsta sinn. Það var sama hvar við vorum eða hvað við vorum að gera, ef Ási var með í för þá var sko kátt á hjalla. Hann varð alltaf að hafa puttana í öllu og þá sérstaklega í elda- mennskunni. Það var sko lítið mál fyrir hann að galdra fram þrírétt- aðan morgunverð uppi í sumarbú- stað þar sem hvorki var rennandi vatn né rafmagn. Í vinahópnum var Ási alltaf fyrstur manna til að gera allt. Hann varð fyrstur af okkur til að eiga börn, að kaupa hús, að gifta sig og svo framvegis. Við litum alltaf upp til Ása, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa til og auðvelda okkur lífið. Það var harla fátt sem hann gat ekki. Það var alveg sama hvað Ási tók sér fyrir hendur, það var vel gert og gert af alúð. Við systkinin vitum að við þurfum ekki að kvíða því þegar okkar tími kemur, því Ási mun örugglega taka vel á móti okk- ur. Elsku Ási. Eins og þú sjálfur veist þá kynnumst við mörgu sam- ferðafólki í gegnum lífið, en aðeins örfáir ná að skilja eftir sig fótspor í hjörtum okkar. Við viljum þakka þér, Ási minn, fyrir að hafa markað spor í hjörtu okkar og fyrir að hafa verið svona einstakur vinur og persóna. Þín er sárt saknað. Elsku Sigurbjörg, Stefán Smári, Álfheiður, Ásrún og aðrir aðstand- endur, við viljum votta ykkur dýpstu samúð okkar á þessum erf- iðu tímum. Þínir vinir, Sveinn og Vigdís. ✝ Ingólfur Arnar-son fæddist í Vestmannaeyjum 31. ágúst 1921. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 12. september síðastlið- inn. Móðir hans var Sólrún Eyjólfsdóttir frá Núpi undir Eyjafjöllum, f. 26. maí 1892, d. 10. maí 1973. Ingólfur kvæntist 31. maí 1946 Beru Þorsteinsdóttur frá Laufási í Vestmannaeyjum, f. 31. maí 1921. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson, f. 14. okt. 1880, d. 25. mars 1965, og El- Ingólfur var lærður vélstjóri og meistari í plötu- og ketilsmíði. Hann vann við iðn sína til 1960 er hann gerðist útgerðarmaður og fiskverkandi í nokkur ár. Hann starfaði einnig sem fram- kvæmdastjóri Útvegsbændafé- lags Vestmannaeyja. Við eldgos- ið á Heimaey 1973 fluttust Ingólfur og Bera til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Lengst af eftir að Ingólfur flutti til Reykja- víkur starfaði hann sem fulltrúi hjá Fiskifélagi Íslands allt til 1993 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ingólfur starfaði mikið að fé- lags- og íþróttamálum og var m.a. formaður Íþróttafélagsins Þórs í tíu ár. Einnig starfaði hann mikið fyrir Alþýðuflokkinn og sat meðal annars í bæjar- stjórn Vestmannaeyja fyrir þann flokk. Útför Ingólfs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ínborg Gísladóttir, f. 1. nóv. 1883, d. 5. mars 1974. Ingólfur og Bera eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Þorsteinn, f. 19. mars 1948. Eiginkona hans er Kristrún Gísla- dóttir, f. 2. mars 1952, og eiga þau tvö börn. 2) Gylfi, f. 5. sept. 1951. Eiginkona hans er Anna Jenný Rafnsdóttir, f. 15. apríl 1952, og eiga þau eina dóttur. 3) Ingólfur, f. 11. sept. 1955. Eiginkona hans er Júlíanna Theódórsdóttir, f. 6. ágúst 1962. Þau eiga tvær dætur og fyrir átti Ingólfur einn son. Ég á erfitt með að koma hugs- unum mínum niður á blað þessa stundina. Þú ert farinn, elsku afi, og ég sakna þín svo sárt. Minningarnar um allar góðu stundirnar með þér og ömmu hafa flogið í gegnum hug- ann undarfarna daga og þær eru ófáar. Þessar minningar á ég eftir að geyma í hjarta mínu um alla fram- tíð. Elsku afi, þó það sé sárt að kveðja þig, þá hugga ég mig við þá tilhugsun að nú sértu laus við veik- indin, og kominn á góðan stað til langömmu Sólu. Stundin líður tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn, þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Ég bið Guð að styrkja ömmu Beru í hennar miklu sorg og sökn- uði. Guð geymi þig, afi minn. Þín Berglind Ýr. Þá hefur hann Ingólfur hennar Beru móðursystur minnar lagt í ferðina sem við förum öll fyrr eða síðar. Við fráfall Ingólfs hrannast upp minningar frá bernskuheimili mínu í Laufási. Þar var sannarlega stór- fjölskylduheimili. Ég man vel eftir brúðkaupsdegi þeirra Beru og Ing- ólfs. Síðan fóru þau að búa á aust- urloftinu. Á vesturloftinu bjuggu foreldrar mínir og niðri voru amma og afi ásamt tveimur yngstu dætr- unum og uppeldissyninum. Það var mjög náið með öllu þessu fólki. Sólrún móðir Ingólfs var dag- legur gestur og eftir að þau byggðu húsið sitt flutti hún til þeirra, enda var Ingólfur einkasonur og var sér- lega kært með þeim mæðginum alla tíð. Mér segir svo hugur að ef ástæð- ur hefðu leyft hefði Ingólfur gengið menntaveginn því hann var mjög vel gefinn og fróðleiksfús. Hann starfaði mikið að félagsmálum og þar var Íþróttafélagið Þór í fyrsta sæti. Árið 1973 breyttist allt. Bera og Ingólfur komu sér fyrir í Reykjavík en foreldrar mínir fluttu aftur heim. Áfram hélst samt hið góða og nána samband milli fjölskyldnanna. Eftir að pabbi dó hefur mamma oft- ast gist hjá Beru og Ingólfi á ferð- um sínum í Reykjavík og var Ing- ólfur alltaf boðinn og búinn að keyra hana hvert sem var og að- stoða á allan hátt. Þau hjónin byggðu sér sumarbú- stað sem var þeirra sælureitur í mörg ár og var þeim ekki sárs- aukalaust þegar svo var komið heilsu Ingólfs á sl. ári að þau urðu að selja bústaðinn. En svona er líf- ið. Elsku Bera, ég veit að söknuður þinn er mikill og sár, en góðar minningar munu létta þér komandi daga. Minningin um góðan mann lifir. Elínborg Jónsdóttir. Ingólfur heitinn Arnarson kom inn í líf fjölskyldunnar þegar við fluttum í Blikahóla 10. Hann og kona hans, Bera Þorsteinsdóttir, höfðu komið frá Vestmannaeyjum í gosinu á Heimaey og ílengst í Reykjavík eins og margir aðrir Vestmanneyingar og auðgað mann- lífið hér í borginni. Góðir grannar eru sjaldgæfir, en við fjölskyldan eignuðumst bestu granna sem hægt er að hugsa sér í Ingólfi Arnarsyni og konu hans, Beru Þorsteinsdóttur. Þau miklu sæmdarhjón voru alltaf boðin og búin til að rétta sambýlingum sín- um hjálparhönd, Ingólfur var ræð- inn maður sem hafði góða kímni- gáfu og frásagnargáfu og það var alltaf gaman að rabba við þau um daginn og veginn. Bæði voru þau fjölfróð og höfðu gengið í lífsins skóla og það sem sjaldgæfara er, þau höfðu lært í þeim skóla og voru ávallt reiðubúin til að miðla öðrum af þeim lærdómi. Ingólfur var af þeirri kynslóð sem hægt er að kalla „vinnukyn- slóðina“, þá kynslóð sem vann myrkranna á milli og kom Íslandi úr myrkri miðalda og inn í nú- tímann á einum mannsaldri. Þegar við kynntumst Ingólfi var hann, eins og sagt er, „sestur í helgan stein“ sem auðvitað þýddi bara að hann var ekki á launaskrá hjá ein- hverjum vinnuveitanda. Hins vegar féll Ingólfi aldrei verk úr hendi, hann sem var lærður plötu- og ket- ilsmiður átti sér lítið verkstæði í bílskúrnum sínum, þar sem hann hugsaði um bílinn sinn, smíðaði kertastjaka og blómastanda og síð- ast en ekki síst sá hann um að hús- eignin í Blikahólum 10 væri í sem bestu standi. Það var því áfall fyrir Ingólf þegar hann missti mátt í fót- um að miklu leyti fyrir nokkrum ár- um og urðu þau hjón að flytja í íbúð í lyftuhúsi. Það var mikill missir að sjá á eftir þeim sæmdarhjónum, Ingólfi og Beru, úr húsinu. Nú er Ingólfur látinn. Það er erf- itt að hugsa sér að eiga ekki eftir að hitta Ingólf og ræða við hann um allt milli himins og jarðar. Það er sár harmur kveðinn að Beru og þremur sonum þeirra hjóna og fjöl- skyldum þeirra. Við fjölskyldan sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur í þeirri vissu að minning Ingólfs Arnarsonar mun lifa. Guð blessi Ingólf heitinn Arn- arson og fjölskyldu hans. Garðar Jóhann, Þórunn og Gunnar. INGÓLFUR ARNARSON      &                      !&   &   .#8;4  '" : -* /AB" 8*C', ) # ( /5 !* " 0'  !* " *   ! ," ' !'  !* " 5   ! ," :*'  !* "  !61* ," '  '  ,"  ! !*  ,/0)                          &   &       ' " "   - /D"8 '()          (  $ &- ! ! !* "  !  ," (  ! ,"  /01* !* "   ! ! ," +6 0'  !* " //0,///0)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.