Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafía Gróa Ey-þóra Jónsdóttir var fædd í Votmúla- Austurkoti í Sandvík- urhreppi í byrjun síð- ustu aldar, 7. júní 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu við Sóltún sunndag- inn 15. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru þau Jón Eiríksson bóndi í Arnarstaðakoti í Hraungerðishreppi, d. 1918, og Margrét Þórarinsdóttir Wil- son húsmóðir, d. 1946. Ólafía var yngst í hópi sex systkina og þau eru öll látin. Elstur var Þorvaldur Óskar, d. 1970, Pálmar, d. 1941, Jón Ársæll, d. 1994 en tvíburi hans, stúlkubarn, lést í fæðingu, Kristinn Hermann Ingi, d. 1949, og næst yngst var Bára d. 1958. Ólafía giftist Guðmundi Þor- steinssyni gullsmiði þann 4. júní árið 1932. Guðmundur var fæddur 19. ágúst árið 1897, d. 11. júní árið 1989. Foreldrar hans voru þau Þorsteinn Daðason, lausamaður í Dölunum og Pálína Guðmundsdóttir húsfrú. Ólafía ólst upp í Flóanum til 8 ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur þar sem hún síðan bjó alla tíð. Hún fékk hefðbundna barna- skólamenntun eins og þá tíðkaðist. Ólafía vann við smíð- ar með manni sínum. Hún gerði víravirki fyrir íslenska bún- inginn 1928–46 en sneri sér þá að rekstri fyrirtækis þeirra hjóna og sá um það þar til þau hættu 1. júní 1978. Fyrirtæk- ið, Guðmundur Þorsteinsson gull- smiður, var til húsa í Bankastræti 12. Ólafía fékkst töluvert við söng. Á meðal þeirra sem hún söng með voru Jóhann Tryggvason, Róbert Abraham Ottósson og Jón söng- stjóri KFUM. Hún stundaði einnig hestamennsku. Útför Ólafíu verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag er til moldar borin frænka mín Ólafia Jónsdóttir eða Lóa eins og hún var kölluð í daglegu tali. Þegar Lóa lést hafði hún lifað hart- nær eina öld og hafði þar af leið- andi upplifað og tekið þátt í þeim miklu þjóðfélagsbreytingum sem orðið hafa í tímans rás. Þetta á ekki síst við um þær breytingar sem orðið hafa í verslun og við- skiptum en Lóa rak gullsmíða- verslun ásamt manni sínum Guð- mundi Þorsteinssyni við Bankastræti í yfir fimm áratugi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa hjá Lóu og Guðmundi fimm sumur á unglingsárunum. Þar kynntist ég útsjónarsemi og ráðdeild sem vafalaust átti sinn þátt í því að verslunarreksturinn gekk ávallt vel. Lóa var góður vinnuveitandi sem gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og starfs- manna sinna. Hún reyndist starfs- fólki sínu vel og bar hag þess fyrir brjósti. Þegar Lóa dró saman seglin og hætti verslunarreksti gafst henni tóm til þess að sinna hugðarefnum sínum. Má þar nefna skógrækt, en þess má geta að hún hefur á liðnum árum styrkt skógrækt á Íslandi á rausnarlegan hátt. Einnig hafði Lóa yndi af að spila brids auk þess sem hún var mikil hestamanneskja á meðan heilsa leyfði. Ég minnist Lóu með hlýju en hún hefur á umliðnum árum verið aufúsugestur á heimili mínu og minnar fjölskyldu. Hún var jafnan ómissandi á merkisdögum í lífi fjöl- skyldunnar. Við slík tækifæri lék Lóa á als oddi en hún gat verið spaugsöm og skemmtileg í frásögn- um, átti hún það meðal annars til að taka lagið en hún hafði yndi af söng. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir þær minningar sem samvistirnar við Lóu gáfu mér, víst er að þær munu ylja mér um ókomin ár. Ég minnist hennar með virðingu og hlýju. Sigríður Ósk. Jæja Lóa, þá er stundin komin. Þú og Mundi tilheyrðuð okkur systkinunum alltaf frá barnæsku og fram á síðasta dag. Ég var svo heppinn að fá að verða samferða ykkur hjónum í uppvexti mínum. Þú ætlaðir nú alltaf að verða hundrað ára en þrekið var búið og þú varst tilbúin að fara og hitta hann Munda þinn. Ég bið guð að geyma þig og vona að þér líði vel. Hvíl í friði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Sigursteinn. Elsku Lóa, nú er kallið komið. Mig langar að kveðja þig í síð- asta sinn. Já, nú er tíminn kominn sem þú hefur eflaust lengi beðið eftir, nú færðu að hitta hann Munda þinn. Ég á góðar minningar um þig og Munda úr sveitinni þar sem við börnin biðum spennt eftir að bíllinn ykkar birtist í Hjarð- arnesinu, þá fór öll strollan af stað. Það er að segja, við börnin í sveit- inni söfnuðumst saman af því að við vissum af dósinni sem var alltaf í hanskahólfinu í bílnum ykkar. Og þar var hún alltaf á sínum stað full af brjóstsykri. Handa blessuðum börnunum eins og þú sagðir. Takk fyrir allt, þú átt ávallt stað í hjarta mínu, ég bið að heilsa Munda. Hvíl í friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigrún Kristín. Kveðja frá Skógræktar- félagi Íslands Fallin er frá, nær tíræð að aldri, frú Ólafía Gróa Eyþóra Jónsdóttir, einn af helstu velgjörðarmönnum Skógræktarfélags Íslands. Ólafía og eiginmaður hennar, Guðmundur Þorsteinsson gullsmiður, sem and- aðist 11. júní 1989, arfleiddu félag- ið fyrir allmörgum árum að eigum sínum í þeim tilgangi að styrkja skógrækt á Íslandi. Gjöf þeirra hjóna var einstakt framtak til efl- ingar hugsjónastarfs í þágu þjóð- arinnar sem verður seint að fullu metið til fjár. Um margra ára skeið sótti Ólafía ýmsar samkomur á vegum Skóg- ræktarfélags Íslands, þar á meðal aðalfundi þess. Frá þessum sam- verustundum eiga margir félagar í skógræktarhreyfingunni góðar minningar um Ólafíu. Hún átti afar auðvelt með að kynnast fólki og hafði ánægju af því að koma á mannamót félagsins. Þegar hún hóf að sækja samkomur félagsins var hún lífsglöð þrátt fyrir háan aldur og naut samverunnar við skóg- ræktarfólk í ríkum mæli. Hún hafði yndi af söng og stutt var í græsku- laust gaman þar sem hún gerði óspart grín að sjálfri sér og kom jafnan auga á hinar bjartari hliðar tilverunnar. Hún var hrókur alls fagnaðar. Ólafía var alla tíð heilsuhraust og ágætlega ern, allt fram á síð- ustu ár. Hún hélt heimili á Vífils- götu 17 þar til snemma á þessu ári þegar hún flutti á öldrunarheimilið Sóltún. Þar naut hún góðrar umönnunar og leið vel síðustu ævi- dagana. Hin veglega gjöf þeirra Ólafíu og Guðmundar til Skógræktarfélags Íslands, og sú velvild í garð félags- ins sem gjöfin endurspeglar, mun halda minningu þeirra hjóna á lofti meðal skógræktarfólks. Gjöfin veitti félaginu ómetanlegan stuðn- ing til þess hugsjónastarfs og hinna margvíslegu verkefna sem félagið vinnur að. Með gjöfinni var styrkum stoðum skotið undir starf Skógræktarfélags Íslands og mun gjöfin veita auknum krafti í starf- semi þess í þágu skógræktar á Ís- landi um ókomna tíð. Blessuð sé minning Ólafíu Jóns- dóttur. Magnús Jóhannesson formaður. Hún fæddist 7. júní 1904 og var því orðin 98 ára. Ung giftist Ólafía eða Lóa, eins og hún var jafnan kölluð, Guð- mundi Þorsteinssyni gullsmið. Hann rak gullsmíðaverkstæði og verslun til fjölda ára í Bankastræti 14 og er sú verslun ennþá rekin undir því sama nafni og er því ein af elstu skartgripaverslunum í Reykjavík. Þau voru barnlaus, en verslunin er í dag rekin af Ólafi Guðmundi Jósefssyni, sem var skírður í höfuðið á þeim hjónum báðum, vegna vinfengis fjölskyldn- anna. Lóa stóð með sínum manni í einu og öllu. Hún var verslunarstjóri og afgreiðsludama og hún lærði eitt- hvað í gullsmíði og greip oft í smíð- ar til hjálpar, þegar mikið var að gera. Þau voru samhent í fleiru, bæði höfðu yndi af músik og voru í kór- um og spiluðu á hljóðfæri. Þau voru hestafólk og áttu sjálf marga góða hesta. Þau áttu líka jörð á Kjalarnesi fyrir hestana sína. Lóa var mjög duglegur bridge- spilari og hún hélt áfram að spila bridge og félagsvist, þegar færi gafst og var síðast að taka þátt í því fyrir rúmu ári. Guðmundur var traustur og góð- ur félagsmaður í Félagi íslenskra gullsmiða. Á þeim árum, þegar inn- flutningur var erfiður, vegna inn- flutningshafta (á stríðsárunum og fyrst eftir stríð) var stofnuð fé- lagsverslun gullsmiða til að sjá um sameiginlegan innflutning á því efni, sem gullsmiðir þurftu að nota við vinnu sína. Til þess var Guð- mundur kjörinn, að sjá um þessi mál og gerði hann það af mikilli samviskusemi, sem og allt annað, sem honum var falið að gera. Var Guðmundur gerður að heiðurs- félaga á 50 ára afmæli félagsins 1974. Þessa naut Lóa eftir lát Guð- mundar. Hún hafði alltaf mætt með honum, þegar eitthvað var um að vera hjá félaginu og eins í gegnum starfið í fyrirtækinu, þá þekkti hún flesta félagsmenn. Félagið sýndi henni þann sóma að bjóða henni að vera með, þegar eitthvað var um að vera sameiginlega á vegum félags- ins og leit á hana sem Grand Lady. Eftir lát Guðmundar afhenti hún Skógræktarfélagi Íslands stóra gjöf, sem þau höfðu safnað og eftir það var hún heiðursfélagi þar. Hef- ur Skógræktarfélagið fylgst vel með henni á seinni árum og alltaf boðið henni að vera með á aðal- fundum og ýmsum öðrum samkom- um, sem hún kunni vel að meta, enda átti hún þar marga og góða vini. Þegar Þórunn Jóhannsdóttir Ashkenasy var lítil telpa, bjó hún í næsta nágrenni við Lóu og urðu þær mjög góðar vinkonur. Lóa átti píanó og Þórunn fékk oft að spila á það. Þórunn hefur í gegnum tíðina sýnt henni mikla umhyggju og þótti Lóu alltaf sérlega vænt um, þegar Dódý var að hringja eða senda kort og segja henni, hvar þau væru stödd. Þau höfðu líka oft boðið henni að koma og dvelja hjá sér. Þetta þáði Lóa einu sinni og var hjá þeim eina viku í Sviss. Við kveðjum nú góða konu, sann- kallað aldamótabarn þ.e.a.s. barn 20. aldarinnar (það var til dæmis gaman að vera með henni í Hall- ormstaðaskógi og skoða þar stóru fallegu trén, þau elstu í skóginum, sem voru jafngömul henni). Um leið og ég kveð hana Lóu og þakka henni alla samfylgd og vináttu, þá kveðja hana líka allir gullsmiðir í nafni félagsins. Dóra Jónsdóttir, gullsmiður. Okkur langar til að minnast Ólafíu G.E. Jónsdóttur er lést sunnudaginn 15. september síðast- liðinn. Leiðir okkar lágu saman er hún kynntist móður okkar og ömmu, Kristínu Guðbrandsdóttur. Eftir það hefur hún fylgt okkur fjölskyldunni í gegnum árin ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Þor- steinssyni, en hann lést 11. júní 1989. Lóa og Mundi (en það voru þau ávallt kölluð) giftu sig 4. júní 1932. Þau ráku gullsmíðaverslunina Guð- mund Þorsteinsson, Bankastræti 12, í yfir 50 ár og er sú verslun nú í eigu okkar fjölskyldunnar. Þau bjuggu á Vífilsgötunni en eyddu jafnframt miklum tíma á jörðinni Hjarðarnesi á Kjalarnesi. Minning- ar okkar krakkanna þaðan eru áægjulegar enda var alltaf glatt á hjalla þegar Lóa og Mundi komu keyrandi á gulbrúna bílnum niður malarveginn því við vissum að þau myndu lauma til okkar nokkrum brjóstsykursmolum. Þau voru einnig bæði mjög söngelsk og sungu stundum fyrir okkur er þau komu í heimsókn fyrst í Huldu- landið og svo seinni árin í Rauðás- inn. Lóa kom stundum í mat til okkar og var hún sérstaklega ánægð ef hryggur eða læri var á boðstólum enda var það hennar uppáhaldsmatur. Hún var ætíð al- veg einstaklega kát og gleyma fáir hennar skemmtilega hlátri sem kynnst hafa. En allt hefur sinn endi og eftir langa ævi eru Lóa og Mundi saman á ný eftir 13 ára aðskilnað. Hvíl í friði, elsku Lóa. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Fjölskyldan Rauðási 15. ÓLAFÍA G.E. JÓNSDÓTTIR KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyr- ir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta allra safn- aða kl. 11. Ræðumaður Anne-May Woll- an. Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20–22 í hliðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega vel- komnir. Samvera eldri borg- ara í Háteigskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag býður Háteigskirkja eldri borgara sér- staklega velkomna í messu klukkan tvö. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og organisti Douglas Brotchie. Að messu lokinni er samvera í safn- aðarheim- ilinu þar sem Þor- valdur Hall- dórsson sér um tónlist- ina og dr. Pétur Pét- ursson mun lesa upp úr ljóðum föður síns, hr. Péturs Sigurgeirssonar biskups. Boðið er upp á kaffi og meðlæti fyrir 500 krónur. Nánari upplýs- ingar er að finna á heimasíðu kirkj- unnar, hateigskirkja.is. Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á tíu borðum í Gullsmára 13 mánudaginn 16. október sl. Miðl- ungur var 220. Efst vóru: NS Dóra Friðleifsdóttir – Guðjón Ottósson 293 Halldór Jónss. – Kristinn Guðmundss. 243 Haukur Guðm. – Guðmundur Helgas. 237 AV Einar Elíasson – Valdimar Lárusson 255 Haukur Bjarnason – Hinrík Lárusson 243 Sigurður Jóhannsson – Kristján Guðm. 243 Spilað alla mánudaga og fimmtu- daga. Mæting kl. 12.45 á hádegi. Bridsfélag Suðurnesja Fyrsta verðlaunamót félagsins er komið vel á veg. Tveimur umferðum af þremur er lokið. Úrslit: 1. umferð: Kristján Kristjánss.– Garðar Garðarss. 138 Gunnar Guðbjörnss.– Þorgeir Halldórss.123 Kjartan Ólason– Óli Þór Kjartanss. 116 2. umferð: Kristján Kristjánss.– Garðar Garðarss. 140 Arnór Ragnarss.– Karl Hermannss. 131 Kjartan Ólason – Óli Þór Kjartanss. 125 Þröstur Þorlákss.– Heiðar Sigurjónss. 125 Þessir standa best fyrir síðasta kvöldið: Kristján Ö. Kristjánss. – Garðar Garðarss. Arnór G. Ragnarss. – Karl Hermannss. Kjartan Ólason – Óli Þór Kjartanss. Heiðar Sigurjónss. – Þröstur Þorlákss. Gunnar Guðbjörnss. – Þorgeir Halldórss. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Sumarvertíð Bridsfélags Akur- eyrar er nú lokið og vetrarstarfið hófst þriðjudaginn 17. september. Að þessu sinni var spilaður eins kvölds einmenningur. 20 einstak- lingar hófu keppni og var röð efstu manna þessi: Pétur Guðjónsson 145 Kolbrún Guðveigsdóttir 141 Stefán Stefánsson 133 Páll Þórsson 132 Reynir Helgason 131 Aðrir voru með minna. Næst verður svo spilaður tveggja kvölda tvímenningur. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.