Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 39 ÞAÐ eru 50 ár síðan, 29. júní 1952, að menningarfrömuðir hér í Voga- hverfi stóðu með bréf í höndun frá yfirvöldum, svarbréf við bænakalli 13.000 manna byggðar íbúa Voga og Heima um stofnun nýs prestakalls. Hjól tóku að snúast og snérust hratt. Strax um haustið, nóv., er séra Árel- íus Níelsson valinn prestur safn- aðarins og starfið hafið. Í fyrstu not- ið gestrisni Laugarnessafnaðar, helgihald flutt í þeirra kirkju, nú gleymum ekki heldur bragganum kenndan við Hálogaland. Skólastjór- inn Helgi Þorláksson, formaður sóknarnefndar, var orðinn organisti safnaðarins, og það var talað og það var sungið á þann hátt að fólk varð allt að eyrum – hreifst með, rétti fram hug og hönd, spurði: hvar er mín þörf í ævintýrinu sem hér er að hefjast? Þrengra og þrengra varð um starfið. Eg minnist „kirkjudags“ sem haldinn var í floskirkju skap- arans, þar sem nú er Olís-stöð hverf- isins. Húsameistari ríkisins rétti fram drög að musteri á holtinu, og undir forystu Vilhjálms Bjarnasonar forstjóra var athafna ekki lengi að bíða. Sjálfboðaliðar þyrptust að, æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar sendi erlendan flokk ungmenna til starfs- ins – táknrænt vorsins merki! Öðru- vísi var að starfi staðið en þekkst hafði við kirkjusmíð hér áður – byrj- að á safnaðarheimilinu. Það skyldi verða glæst, rúma marga, því „það er söfnuður sem reisir kirkju – ekki öfugt“, sagði forystuliðið, og tendrað af áhuga steig það fyrstu skófluna í mold 1956 og boðaði til jólaguðsþjón- ustu í Litla-sal 1960 og þeim stærri ári síðar. Víst var frumbyggjans svipur á mörgu, en starfið var hafið – og hví- líkt starf! Hér iðaði allt af gleði og at- hafnaþrá þess fólks er dreymir um að rétta framtíð íslenzkrar þjóðar menningu, bættari hag. Flest var þetta blessaða fólk sjálft að byggja, teygði úr dögum sínum, til þess að eignast þak yfir höfuð. En séra Árel- íus talaði það mál er fólk skildi, hreifst og tendraðist til átaka. Það mætti með hamar sinn og sög, nagl- bít og sköfu og „hærra og hærra“ reis musterið á holtinu, stærri og stærri þeir salir er buðust til helgi- haldsins – því æðioft tækifæri til að gleðjast, mæta með vöfflujárnin og pönnurnar, slá upp veizlu. Fólk naut þess að taka þátt í starfinu, því alla daga vikunnar var eitthvað um að vera: baðstofukvöld, leikæfingar og -sýningar, bæði helgileikja og eins ævintýri gamalla sagna; kvæða- kvöld; söngæfingar; fundir kven- og bræðrafélaga. Fólk bar gjafir sínar til kirkjunnar svo basarar félaganna urðu víðfrægir. Eins og þú sérð, les- andi minn, þá sveif yfir starfinu, auk blessunardagga skaparans, andi ungmennafélagshreyfingarinnar, andi kennarastéttarinnar, sem trúa því og treysta, að sumarskrúðið eigi erindi við íslenzka þjóð. Séra Árelíus stofnaði barnaskóla, kenndi lestur, sögur, ljóð og söng. Já, starfið jókst og jókst. 1964 bættist við annar klerkur og um haustið það ár tók Jón Stefánsson, með töfrasprota sinn, við kórstarf- inu. Hundruðum saman tók æsku- fólkið þátt í sínu félagi innan kirkj- unnar, hljómsveitir og sönghópar buðu fram krafta sína. Poppguðs- þjónustur urðu til, svo vinsælar og sóttar, að eg hygg að aldrei sem þá hafi allir salir fyllzt, setið á gólfi, set- ið inn við altari, hvar sem pláss var að fá. Unga fólkið las ritningarlestra, sté í stól og kirkjan ómaði af gleði, söng og hljóðfæraslætti. Sumir gamlingjar urðu hræddir, reyndu að kefja uppsprettuna með öllum til- tækum ráðum. Slíkt tekst aldrei, því í dag seytlar frá þessu starfi blessun innan íslenzkrar kirkju undir mýkri nöfnum – en sömu forskrift. Já, ný tjáning var reynd: Stundum voru predikararnir tveir, annar með dagsins önn í fangi – hinn ritn- inguna; stundum voru samtals- predikanir og oftar og oftar voru leikmenn beðnir um að stíga í stól. Síðar, er nýja helgisiðabókin var í gerð, voru kaflar hennar reyndir í Langholtskirkju, eftir því sem þeir þróuðust og tóku á sig mót. Víðsýn, sterk safnaðarstjórn stóð með starfsfólki sínu, hvetjandi, leiðbein- andi. Vantaði þetta blessaða fólk á helgum stundum í kirkju, þá heftu veikindi eða ferðalög setu á kirkju- bekk. Skjól veitti kirkjan. Í Langholts- kirkju hóf AA-fólkið starf sitt innan íslenzku kirkjunnar, sumum „heil- ögum“ til mikillar skelfingar; Al- Anon var stofnað; Alateen starfrækt og fyrsta opna deild AA-fólks í heim- inum varð þar til. Ungtemplurum var boðið skjól. Þúsundum saman hópaðist fólk í safnaðarsalinn til fundar við læknamiðilinn Einar Jónsson frá Einarsstöðum og trú- félagið Krossinn hafði aðstöðu í saln- um um tíma. Þetta eru aðeins gleiðar stiklur á akri mikilla umsvifa, en rúm krefst að eg stytti mál mitt. Hvað um kirkjuhúsið sjálft? Það tók tíma. Mynd sækir á huga. Safn- aðarfólk var að naglhreinsa timbur í kirkjuskipi, er þar var komið bygg- ingu, að sperrur höfðu verið reistar. Inn gengu fyrsti prestur og fyrsti organisti safnaðarins, séra Árelíus og Helgi, og hófu guðsþjónustu. Fólk tyllti sér á búkka og spýtna- brak. Mér varð litið upp í heiðloftið, upp milli sperra, sem á þessari stund minntu mig á bænahendur strekktar til himins. Önnur mynd. Þak var komið á kirkju. Kórinn boðaði fólk til tónleika þar, tónleika er hann nefndi Sungið fyrir gleri. Í trekki og súg stóð blessað fólkið með trefla um háls og glófa á höndum. Samt skein gleðin af andlitunum og vel var sungið, svo vel, að viðstaddir munu seint gleyma Glófatónleikunum. 16. sept. 1984 var kirkjan vígð, og stuttu síðar starfið tengt nafni Guð- brands biskups. Ógleymanlegar gleðistundir. Risin var kirkja ekki aðeins úr steini, heldur musteri hlað- ið úr gefandi hjörtum. Brotin var sú gamla hefð, að kórfólk og orgel væri aftan við söfnuðinn á sönglofti, held- ur valinn staður í kór. Um þetta var deilt, en er fólk hafði þuklað á eyrum sér, fundið að þau snéru fram, þá létu flestir af mótþróanum, nú eða sættu sig við skipan mála, fögnuðu með þeim er glöddust yfir fögrum, látlausum helgidómi, eftirsóttum tónsal, eins og þeir geta beztir orðið, með fullkomnum hljómritunar- tækjum. Tónsalur. Já, allt frá því Jón Stefánsson tók við kórstjórn innan safnaðarins, var mönnum ljóst, að af miklum metnaði væri til starfsins gengið. Kór kirkjunnar er löngu orðinn eitt af djásnum ís- lenzkrar menningar, ekki aðeins kunnur innanlands, heldur vítt um heim, hefir flutt hvert meistaraverk tónbókmenntanna eftir annað, meira að segja sett á svið óperu í kirkju sinni. Kór? Hann er ekki einn, held- ur spannar hann mannsævina alla. Lítil börn og gamalmenni eiga sér sínar deildir innan kórstarfsins. Hér er að öllum hlúð, og kórskóli rekinn. Unglingakór kirkjunnar og Kamm- erkórinn hafa nýlega unnið til við- urkenningar á erlendum grundum, stolt okkar því mikið. Veglegt orgel, sem hæfir þessu starfi öllu, er komið í kirkjuna. Listaráð Langholtskirkju stendur fyrir margvíslegum sýn- ingum. Steindur gluggi kominn í stafn. Enn er þó draummynd frumherj- anna ekki fullgerð, hún reyndist meiri en 50 ár nægðu til verksins. Enn vantar klukknaturninn; enn vantar frágang lóðar. En samt, af framanskráðu ætti öllum að vera ljóst, að þakkarefni okkar eru mörg yfir unnum sigrum, bæn okkar heit, að núverandi forystufólki safnaðar- ins, ásamt sóknarprestinum, séra Jóni Helga Þórarinssyni, takist að ljúka gerð þess musteris er frum- herjana dreymdi um að varpaði birtu á borg og lýð, framtíð íslenzkrar þjóðar til heilla. Já, gefi kærleikans guð starfi þeirra sigur. Sigurður Haukur Guðjónsson prestur. Langholts- söfnuður 50 ára Morgunblaðið/Jim Smart Langholtskirkja NÚ í september eru liðin 200 ár frá því að formlegu stjórnarráði var komið á fót í Rússlandi og stofnuð 8 ráðuneyti helstu málaflokka, þ.m.t. utanríkisráðuneyti. Af þessu tilefni verður sýning opnuð í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 21. september kl. 15. Sýning þessi er fengin frá utanrík- isráðuneyti Sambandslýðveldisins Rússlands fyrir milligöngu rúss- neska sendiráðsins í Reykjavík. Um er að ræða fjölmargar myndir af gömlum og nýlegum skjölum er varða utanríkisþjónustu Rússlands allt frá ofanverðri sautjándu öld, ljósmyndir og teikningar. Hluti sýn- ingarinnar er helgaður diplómatísk- um samskiptum Íslands og Rúss- lands. M.a. eru þar sýnd skjöl sem varða útnefningu Ólafs Johnson, for- stjóra O. Johnson & Kaaber, í stöðu fyrsta ræðismanns Rússlands á Ís- landi árið 1912, nótuskipti vegna de jure-viðurkenningar Sovétstjórnar- innar á fullveldi Íslands o.s.frv. Afmælissýning utanríkisþjónustu Rússlands verður sem fyrr segir opnuð í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, laugardaginn 21. september kl. 15. Við opnunina flytja ávörp Guðbrand- ur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, en hann var í fyrra kjörinn ræðismaður Rússlands á Íslandi, og sendiherra Sambandslýðveldisins Rússlands, Alexander Rennikh, sem opnar sýn- inguna formlega. Boðnar verða létt- ar veitingar og sýnd gömul kvik- mynd um fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Rúss- lands/Sovétríkjanna, en Geir Hall- grímsson og fylgdarlið sóttu Moskvu og fleiri borgir þar eystra heim á átt- unda áratugnum. Sýningin verður opin fram eftir haustinu, á mánudögum og þriðju- dögum kl. 15–17 og sunnudögum kl. 14–17. Aðgangur er öllum heimill. Utanríkis- þjónusta Rúss- lands í 200 ár Sýning opnuð í MÍR 21. september LAUGARDAGINN 21. september verður gengið í Ölkofradal, djúpa hraundæld skammt frá fornbýlinu Þórhallastöðum austan við Skógar- kot. Fjallað verður um gróðurfar og nýtingu plantna og hugað að haust- litum. Auk þess verður saga svæðisins fléttuð inn í gönguna. Leiðsögumað- ur verður Valgerður Bjarnadóttir landvörður. Farið verður frá Flosa- gjá klukkan 13 og tekur gangan um þrjár klukkustundir. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum býð- ur upp á göngu- og fræðsluferðir alla laugardaga í september og október. Göngurnar hefjast allar kl. 13:00. Farið er á áhugaverða staði og fjallað um ýmislegt sem tengist sögu, náttúru og lífríki Þingvalla- svæðisins. Fræðslumiðstöð þjóðgarðsins á Haki er opin daglega frá kl. 09:00– 17:00. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og allir velkomnir. Gengið í Ölkofradal LAUGARDAGINN 21. september verður haldið málþing um fjölmenn- ingarlegt samfélag og trúarbrögð þess í safnaðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju. Málþingið stendur frá kl. 8:30 til kl. 13. Markmið málþingsins er að hug- leiða framtíð fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi þar sem fólk af mismunandi trú og menningu býr saman og hefur gagnkvæma virð- ingu að leiðarljósi. Málþingið er ætlað fólki í opinberri þjónustu, þar sem trú og siðir hafa gildi og áhrif á samskipti fólks, s.s. starfsfólk skóla, heilbrigðisþjónustu, útlendingaeftirlits, kirkju, kirkjugarða og fjölmiðla. Auk þess eru allir áhuga- menn velkomnir. Hægt er að skrá sig á Biskupsstofu eða með því að senda tölvupóst á net- fangið kristin.arnardottir@biskup.is. Ræðumenn verða: Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur, Þórhallur Heimisson,, sóknarprestur, Gunnar J. Gunnarsson, lektor KHÍ, Hanna Ragnarsdóttir, lektor KHÍ, Þorbjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, Bryndís Valbjarnardóttir, guð- fræðingur, Anna Gunnhildur Ólafs- dóttir, blaðamaður, og Salman Tamini, formaður félags múslima á Íslandi. Fundarstjóri er Haukur Ingi Jónas- son, guðfræðingur og sálgreinir. Málþing um fjöl- menningarlegt samfélag „GEGN stríði á hendur Írak er yf- irskrift málfundar sósíalíska verka- lýðsblaðsins Militant, sem haldinn verður föstudaginn 20. september kl. 17:30. Fundurinn er haldinn í Path- finder-bóksölunni, Skólavörðustíg 6b,“ segir í fréttatilkynningu. Málfundur um Írak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.