Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MANUEL Rivas fæddist í Galisíu áSpáni árið 1957. Hann hefur sent frásér skáldsögur, smásögur og ljóð oger skáldskapur hans oft kenndur við töfraraunsæi. Rivas þykir með áhrifamestu höf- undum galisískra bókmennta síðustu ár og hefur hann unnið og verið tilnefndur til fjölmargra bók- menntaverðlauna Spánar fyrir verk sín. Árið 1995 gaf Rivas út smásagnasafnið Que me queres, am- or? (Elskarðu mig, ástin?) sem hefur að geyma smásögurnar sem kvikmyndin Tunga fiðrildanna er byggð á. Fyrir safnið hlaut Rivas bókmennta- verðlaun Spánar og hefur kvikmyndin hlotið mikið lof, en hún er ein þeirra mynda sem sýndar eru á spænskri kvikmyndahátíð um þessar mundir. Haldin verður sérstök hátíðarsýning á myndinni í kvöld að Manuel Rivas viðstöddum. Á málþinginu um spænska kvikmyndagerð sem haldið verður í Menntaskólanum í Hamrahlíð kl. 14.30 í dag mun Manuel Rivas halda fyrirlestur um tengsl kvikmynda og bókmennta. Í fyrirlestrinum segist hann munu ræða um efnið á almennum nót- um, og ræða um það hvernig bókmenntir og kvik- myndir eru hluti af órjúfanlegu samspili. „Bókmenntir og kvikmyndir eru ólík form en eru tengd nánum böndum. Kvikmyndin beinlínis á ræt- ur sínar í bókmenntum og nærist á þeim. En bók- menntirnar breyttust líka eftir að kvikmyndin kom til sögunnar, hún ýtti þeim út á ný landsvæði. Sjálf- ur er ég sonur kvikmyndarinnar. Ég sótti kvik- myndahús af ástríðu þegar ég var drengur og eru kvikmyndirnar orðnar að órjúfanlegum þætti sagnavitundar minnar líkt og ævintýrin sem amma mín sagði mér. Kvikmyndir eru hluti af alþýðu- hefðinni og þeim sagnabrunni sem listirnar sækja alltaf að einhverju leyti til. Ég er þó ekki að segja að það hafi verið kvikmyndirnar sem breyttu bók- menntunum, heldur hefur nútíminn og ný miðl- unar- og samskiptatækni breytt því hvernig við skynjum veruleikann, hvernig við lesum, hvernig við sjáum.“ – Nú hafa þínar sögur verið þýddar yfir í kvik- myndaformið, bæði smásögur úr verðlaunabók þinni og nú síðast skáldsagan O lapis do carp- ineteiro (Penni smiðsins) sem Manuel Gutiérrez- Aragon vinnur að mynd eftir. Hver er þín reynsla af þýðingu verkanna milli forma? „Mig langaði allt- af til að verða kvikmyndaleikstjóri, þegar ég var drengur, en það form á hins vegar ekki við mig. Ég hef skilið við mínar sögur eftir að ég skrifa þær og þurfti því að treysta leikstjóranum til að taka við sögunum eftir það. Mér finnst kvikmyndin Tunga fiðrildanna afskaplega heillandi.“ Í gær flutti Rivas fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla Íslands og Stofnunar Vigdís- ar Finnbogadóttur sem fjallaði um spænsku borg- arastyrjöldina og áhrif hennar á bókmenntir Spánar. Umfjöllunin bar yfirskriftina „Skugginn, græðarinn og draugverkurinn“ og vísar Rivas þar til eftirkasta Franco-tímans á spænskt nútíma- samfélag og þau sálfræðilegu áhrif fortíðarinnar sem Spánverjar glíma enn við. Sjálfur hefur Rivas gert borgarastríðið að umfjöllunarefni í sögum sín- um, m.a. í smásögum bókarinnar sem Tunga fiðr- ildanna er byggð á. „Það er rétt að ég hef fjallað sjálfur um áhrif borgarastríðsins og Franco-tímans á spænskt samfélag. Ég upplifði sjálfur þennan tíma. Hins vegar hef ég ekki áhuga á Sögunni með stóru s-i. Ég fjalla um hið hversdaglega, lífsreynslu og minningar einstaklinga í mínum skrifum. Ég hef áhuga á litlu sögunum og hinum ólíku og ein- staklingsbundnu sjónarhornum sem saman mynda söguna. Í þessum einstaklingsbundnu reynslum býr sagan og hún berst frá manni til manns. Kannski eru það aðeins bókmenntirnar sem geta numið söguna, bitið í hana, svarað henni.“ Málþingið um spænska kvikmyndagerð hefst sem fyrr segir kl. 14.30 í dag og er það haldið í tengslum við spænska kvikmyndahátíð í samvinnu við Félag spænskukennara á Íslandi. Þar flytja jafnframt erindi Hólmfríður Garðardóttir lektor og leikstjórarnir Reynir Lyngdal og Baltasar Kor- mákur. Ólafur H. Torfason stýrir málþinginu. „Sjálfur er ég sonur kvikmyndarinnar“ Spænski rithöfundurinn Manuel Rivas er kominn hingað til lands til að vera við málþing um spænska kvikmyndagerð. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við Rivas um bókmenntir og kvikmyndir en kvikmyndin Tunga fiðrildanna er byggð á smásögum eftir hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spænski rithöfundurinn Manuel Rivas. heida@mbl.is LISTMUNAUPPBOÐ Gallerís Foldar verður í Súlnasal Hótels Sögu á sunnudaginn kl. 19. Boðið verður upp 161 verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Nú eru verkin flokkuð eftir gerð og áætluðu verðmæti og uppboðinu hagað þannig að gestir geta komið á þeim tíma, þegar verk sem þeir hafa áhuga á eru boðin upp. Tímasetning- ar eru í uppboðsskránni. Verkin eru til sýnis í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, í dag, föstudag, kl. 10–18, laugardag kl. 10–17 og sunnudag kl. 12–17. Hægt er að nálgast uppboðs- skrána á heimasíðu Gallerís Foldar á slóðinni er: www.myndlist.is. Verk eftir Ásgrím Jónsson er meðal verka á listmunauppboði Gallerís Foldar. Stórt list- munauppboð á Hótel Sögu SVERRIR Páll Erlendsson opnar sýningu á 15 ljósmyndum í Gránu, bræðsluminjasafni Síldarminja- safnsins á Siglufirði, á morgun, laug- ardag, klukkan 14. Sýningin heitir Hádegisbil á bryggjunum og mynd- irnar voru teknar um hádegisbil dag einn í júlí í sumar. Sýnir ljósmyndir á Siglufirði Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýningunni Hin hreinu form lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru 19 höggmyndir eftir Sigurjón Ólafsson frá 45 ára tímabili. Í verkunum er áhrifamikið samspil milli forms og efnis, milli hins stórbrotna og hins smágerða, en heildaráhrifin eru borin af stórum hreinum formum. Safnið verður lokað til 5. október nk. en þá hefst sýning vetrarins und- ir fyrirsögninni Andlitsmyndir og af- straksjónir. Yfir vetrartímann er safnið opið um helgar milli klukkan 14 og 17. Sýningu lýkur FARANDSÝNING Handverks og hönnunar verður opnuð í Ljósheim- um við Sauðárkrók í dag, föstudag, kl. 20. Sýningin byggist á fimm sýn- ingum sem Handverk og hönnun héldu í sýningarsal sínum í Aðal- stræti 12 á síðasta ári. Verkefnið hlaut Menningarverðlaun DV 2002 í listhönnun fyrir þessar sýningar og kemur nú frá Reykjanesbæ. Ferða- lagið heldur síðan áfram og sýning- arstaðirnir í haust og vetur verða m.a. Skriðuklaustur, Hveragerði, Höfn og Akureyri. Á sýningunni er fjölbreytt hand- verk og listiðnaður eftir 25 aðila. Ljósheimar eru opnir frá 13-17 laugardag, sunnudag og mánudag. Sveitarfélagið Skagafjörður styrkir sýninguna. Handverk og hönnun sýnir í Ljósheimum Verk á sýningunni. MEÐ Vífið í lúkunum er nú á fjöl- um Borgarleikhússins þriðja leik- árið í röð. Það hafa orðið manna- skipti í nokkrum hlutverkum þar nú í byrjun nýs leikárs. Þeir Ellert Ingimundarson, Theodór Júlíusson og Árni Pétur Guðjónsson hafa tekið við hlut- verkum í verkinu. Aðeins örfáar sýningar eru fyrirhugaðar nú í haust en næsta sýning er í kvöld, föstudagskvöld. Nýir leikarar í Vífinu Á SKÁNI í Svíþjóð verður blásið til íslenskrar menningarhátíðar í dag og mun hún standa í u.þ.b. vikutíma. Hátíðin ber titilinn Aur- ora-ljuset í Norden – Íslandsvika á Skáni og er fyrst á dagskrá að opna hönnunarsýningu í Hönnun- arsafninu í Málmey. Ágúst Jóns- son, fyrsti ræðismaður Íslands í Svíþjóð, opnar sýninguna. Sýning- in mun standa til 20. október. Þá mun Svavar Gestsson sendiherra formlega opna hátíðina á Stortorg- et í Lundi. Svo mun hver viðuburð- urinn reka annan, ýmist í Lundi eða í Málmey. Á morgun, laugar- dag, verður 100 ára afmælis Hall- dórs Laxness minnst með sýningu og stendur hún til 29. september. Frá laugardegi og fram á fimmtu- dag verður íslensk kvikmyndahátíð þar sem kvikmyndir sex höfunda verða sýndar. Fjölmargir lista- menn eru gestir hátíðarinnar, m.a.: Elísabet Borg, Rein Nordberg, Draumey Aradóttir, Helen Hall- dórsdóttir, Þórdís Richardsdóttir, XXX Rottweiler, Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir, Rut Bjarnadóttir, Páll Sólnes, Karlotta Blöndal, Unnar Arnar Jónasson, Íslenski kórinn í Lundi, María Árnadóttir, Borgar Garðarsson, Stuðmenn, Ilmur María Stefánsdóttir, Stein- unn Jóhannesdóttir, Bjarni Bjarnason, Kristín Bjarnadóttir og Nína Björk Elíasson. Íslandshátíð á Skáni SPENNUTRYLLIRINN The Bourne Identity frá Universal Pict- ures er gerð eftir samnefndri spennusögu Roberts Ludlums og skartar Matt Damon í hlutverki Bourne, sem bjargað er á sjó af ítölskum fiskimönnum. Þegar hann svo rankar við sér á ströndinni er hann með öllu minnislaus og það eina sem hann ber með sér eru byssukúl- ur í baki og númer á svissneskum bankareikningi í buxnavasanum. Þrátt fyrir að hafa misst minnið býr hann yfir mikilli færni í bardaga- listum, sjálfsvörn og tungumála- kunnáttu sem bendir til vafasamrar fortíðar. Það kemur svo að því að honum finnst hann knúinn áfram til að leita skýringa á þeim aðstæðum, sem hann er nú kominn í. Hann hefur leit að sjálfum sér og ástæðum fyrir því hvers vegna líf hans hefur stefnt inn á háskabrautir. Í öryggishólfi í Zürich kemur í ljós fjöldi vegabréfa, dágóð peninga- summa, sjálfvirk byssa og nafnið Jason Bourne ásamt heimilisfangi í París. Enn er allt á huldu í huga unga mannsins og þó svo að hann kannist ekki við nein andlit samferðamanna sinna, eru margir sem þekkja hann og óska honum ekki velfarnaðar. Þegar hann svo hittir hina þýsk-ætt- uðu Marie Kreutz (Franka Potente), býður hann henni 10 þúsund dollara fyrir bílfar til Parísar. Hún ákveður að taka boðinu þrátt fyrir að vera á allt annarri leið. Þetta ferðalag Marie með Bourne á eftir að breyta lífi hennar um alla framtíð. Í ljós kemur að fortíðarslóð Jason Bourne hringar sig alla leið frá Evrópu til höfuð- stöðva CIA í Langley í Virginíu þar sem hin umdeilda leyniaðgerð Tread- stone er með sínar bækistöðvar. Á meðan Bourne og Marie streitast við að láta lítið fyrir sér fara í Frakk- landi, fer allur kraftur Treadstone í að leita þau uppi og taka úr umferð eins fljótt og kostur er. Handritshöfundar myndarinnar eru Tony Gilroy og William Blake Herron. Leikstjóri og einn af fram- leiðendum myndarinnar er Doug Liman, sem áður hefur getið sér gott orð fyrir myndirnar Swingers og Go. Aðrir framleiðendur eru: Patrick Crowley (Charlie’s Angels 2), Rich- ard N. Gladstein (The Cider House Rules), Frank Marshall (Raiders of the Lost Ark, The Sixth Sense) og bókarhöfundurinn Robert Ludlum, sem lést á síðasta ári. Leikarar: Matt Damon (Good Will Hunt- ing, The Talented Mr. Ripley, The Legend of Bagger Vance); Franka Potente (Run Lola Run, Blow, The Princess and the Warrior); Chris Cooper (American Beauty, The Patriot, October Sky); Clive Owen (Croupier, Gosford Park, Close My Eyes); Brian Cox (Manhunter, Iron Will, Braveheart); Adewale Akinnuoye-Agbaje (The Mummy Returns). Leikstjóri: Doug Liman. Minnislaus með vafasama fortíð Háskólabíó, Sambíóin og Laugarásbíó frumsýna The Bourne Identity með Matt Damon, Franka Potente, Chris Cooper, Clive Owen, Brian Cox og Adewale Ak- innuoye-Agbaje. Félagsstarf Gerðubergs Brynja Þórðardóttir opnar myndlistarsýn- ingu kl. 16. Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Friðrikssonar syngur við opnunina og Vinabandið leikur og syngur. Þegar starfsvettvangi Brynju lauk vaknaði áhugi hennar á ýmiskonar tómstundaiðju, s.s. spilamennsku og myndlist. Brynja byrjaði að mála ár- ið 1986 og er þetta hennar fyrsta einkasýning. Sýningin stendur til 15. nóvember og er opin virka daga kl. 10–17, um helgar kl. 13–16. Skriðuklaustur Sögustund verður kl. 20.30. Gabi Schaffner, lista- og sögumaður frá Hamborg, segir sög- ur á ensku frá Finnlandi, Mongólíu og Íslandi. Gabi Schaffner hefur farið víða um lönd og rannsakað sagnahefð. Við flutning á sögum frá ýmsum löndum notast hún gjarna við hljóð, tónlist og jafnvel kvikmyndir. Hún dvelst nú í gestaherbergi á Skriðuklaustri við rannsóknir og sköpun. Aðgangur er ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.