Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hafsjór af fróðleik ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS ELLEFU ára nemendur og kennari þeirra gerðu stórmerkilega upp- götvun í Vífilsstaðavatni í vikunni þegar þeir fundu þar hornsíli sem eru alveg án kviðgadda. Þetta er í fyrsta sinn svo vitað sé sem slík síli finnast hér á landi og aðeins er vit- að um kviðgaddalaus síli á tveimur öðrum stöðum í heiminum. Upp- götvunin mun verða nýtt í rann- sóknarverkefni í Bandaríkjunum og á Íslandi þar sem kortleggja á erfðamengi síla. Nemendurnir voru í útikennslu við vatnið ásamt Bjarna Jónssyni, vistfræðingi hjá Veiðimálastofnun á Hólum, en undanfarin ár hefur hann gert sér ferð í bæinn til að halda utan um líffræðikennsluna við Vífilsstaðavatn. Kennslan fór þannig fram að settar voru út gildr- ur og net í vatnið sem í komu ýmis- konar smádýr og fiskar, s.s. vatna- bleikjur, urriðar, áll og hornsíli. „Síðan skoðuðum við aflann og fórum yfir hvað er ólíkt með teg- undunum, hvað er sérstakt við bleikju í Vífilsstaðavatni sam- anborið við önnur vötn og svo fram- vegis,“ segir Bjarni. „Þegar við tók- um hornsílin ætlaði ég að sýna þeim hvernig þau verjast því það er ein- kennandi fyrir hornsíli að vera með langa gadda á bakinu og kviðnum sem þau skjóta út sér til varnar. En þegar við ætluðum að skoða þetta fundum við bara enga gadda á kviðnum á þeim.“ Sömuleiðis hafi grindin, sem gaddarnir vaxa úr, verið alveg horfin. Óvenjulegt þar sem mikið er um afræningja í vatninu Hann segir að sér hafi orðið orð- fall í svolitla stund enda kemur á daginn að þetta er ekki hvers- dagsleg uppgötvun. Slíkt hafi ekki fundist áður á Íslandi eftir því sem hann best viti. „Að minnsta kosti ekki þannig að gaddarnir og grind- in séu alveg horfin.“ Þó veit hann um tvo staði í heiminum, Vancouv- er-eyju í Kanada og eyju við Skot- land, þar sem eitthvað í þessa átt hafi fundist. „Þar er hins vegar bara ákveðin tíðni þessara síla en í Vífilsstaðavatni virðist þetta vera almennt og hugsanlega allir ein- staklingarnir.“ Þannig segir hann að öll hornsíli, sem hann hafi skoð- að í vatninu eftir þetta séu alveg án gaddanna. Aðspurður segist Bjarni ekki hafa skýringu á þessu fyrirbrigði. „Þetta er meira að segja óvenjulegt í þessu vatni af því að þar er svo mikið af afræningjum, t.d. urriðum, bleikjum og álum sem éta sílin. Þess vegna hefði maður haldið að öllum svona vörnum væri vel við haldið. Þetta virkar þá hugsanlega með einhverjum öðrum hætti, t.d. eiga þau kannski auðveldara með að hreyfa sig. En það eru engar rök- réttar skýringar á því hvers vegna þetta er að gerast,“ segir hann og bætir við að sjálfsagt hafi breyt- ingin á hornsílunum í Vífils- staðavatni gerst á nokkur þúsund árum. Búið að leita um allan heim Hann bendir á að þar sem um svo viðamikla breytingu á sílinu er að ræða sé líklega aðeins eitt meg- ingen sem stjórni þessum eiginleika en ekki fleiri saman. „Það er til- gátan og við ætlum að rannsaka það frekar með æxlunartilraunum strax í vor.“ Í ljós kemur að Bjarni er í samvinnu við tvo háskóla í Bandaríkjunum, Stanford-háskóla í Kaliforníu og Rochester-háskóla í New York, um rannsóknir á sílum og því var uppgötvunin á þriðjudag sannkallaður happafengur fyrir hann. „Við höfum verið að leita að sílum með ákveðin sérkenni eins og þessum til að kortleggja erfða- mengi sílanna. Í raun er búið að leita um allan heim að einhverju svona og það er þess vegna sem ég veit um hina staðina,“ segir hann og hlær enda kannski óhætt að segja að þar hafi verið leitað langt yfir skammt. Uppgötvun 11 ára barna á sílum í Vífilsstaðavatni Vantar alveg varnar- gadda á kviðinn Í vettvangsferðunum vaða börnin ásamt Bjarna út í vatnið og handleika það sem upp úr því kemur. Garðabær Krakkarnir fylgdust með af athygli þegar Bjarni fræddi þá um aflann. Hornsíli úr Vífilsstaðavatni en eins og sést vantar gaddana á kvið þess. HAUSTHÁTÍÐ Breiðholtsskóla verður haldin á laugardag. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en í ár mun 20 ára afmæli Foreldra- og kennarafélagsins setja svip sinn á samkomuna. Hátíðin hefst klukkan 10:30 með skrúðgöngu þar sem Lúðrasveit Ár- bæjar og Breiðholts verður í farar- broddi ásamt skátunum. Þá verður boðið upp á leiktæki, eldri nemendur munu sjá um andlitsmálun auk þess sem börn og fullorðnir munu selja ýmiss konar varning á markaðstorgi. Lögreglan verður á staðnum og fer yfir umferðarreglurnar með börnun- um auk þess sem gestir geta prófað veltibíl Sjóvár-Almennra trygginga. Slökkviliðsmenn munu heldur ekki láta sig vanta og verða með slökkvi- og sjúkrabíl og einnig körfubíl sem gestum gefst kostur á að skoða. Hausthátíð og 20 ára afmæli Breiðholt UMHVERFIS- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur hefur veitt hundarækt- inni Dalsmynni áminningu, þar sem fyrirtækið hefur hvorki sótt um starfsleyfi né óskað eftir því við byggingafulltrúa að fá samþykkta breytta notkun húsnæðisins, sem það starfar í. Í bréfi Umhverfis- og heilbrigðis- stofu til fyrirtækisins kemur fram, að því hafi ítrekað verið tilkynnt um að það þyrfti að sækja um starfsleyfi til stofnunarinnar og sömuleiðis sækja um breytta notkun húsnæðis til byggingafulltrúa. Þá þurfi fyrir- tækið að senda til heilbrigðisyfir- valda samþykktar teikningar þar sem fram komi frárennslislagnir og loftræsting í ræktunarhúsum. Er tekið fram að ekki sé um að ræða starfsleyfi fyrir dýrahald í at- vinnuskyni sem gefið er út af lög- reglunni í Reykjavík, en eins og komið hefur fram í fréttum Morg- unblaðsins hefur hundaræktarstöðin slíkt leyfi til að halda 120 hunda. Óskaði Hundaræktarfélag Íslands eftir því í ársbyrjun, að það leyfi yrði endurskoðað og gagnrýndi stöðina fyrir að halda fjölda hundategunda í búrum í útihúsi og hafa ekki nægi- lega marga starfsmenn til umönnun- ar dýranna. Þar sem ræktunarstöðin hefur ekki farið að kröfum Umhverfis- og heilbrigðisstofu hefur fyrirtækinu verið send áminning þar sem ítrekað er að ljúki það ekki við úrbætur fyrir 24. september næstkomandi muni stofnunin grípa til aðgerða. Hundaræktin Dalsmynni áminnt af Umhverfis- og heilbrigðisstofu Er ekki með starfsleyfi frá heil- brigðisyfirvöldum Kjalarnes SLYSAVARNADEILD kvenna á Seltjarnarnesi stóð fyrir slysa- varnadegi á Nesinu síðastliðinn laugardag. Tilefni dagsins var að vekja fólk til umhugsunar um slysa- varnir í sínu nánasta umhverfi. Farið var í Mýrarhúsaskóla og öllum börnum og kennurum gefin endurskinsmerki. Á Eiðistorgi var staðið fyrir kynningu á starfsemi Slysavarnafélagsins. Var þar velti- bíllinn frá Sjóvá-Almennum og Bindindisfélagi ökumanna þar sem börn og fullorðnir gátu prófað hversu nauðsynlegt það er að vera spenntur í bílbelti ef maður lendir í óhappi. Á myndinni má sjá Helgu Run- ólfsdóttur gjaldkera slysavarna- deildarinnar, Petreu Jónsdóttur formann og Ernu Nielsen á kynn- ingunni á Eiðistorgi. Ljósmynd/Steinunn Árnadóttir Konur með slysa- varnadag Seltjarnarnes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.