Morgunblaðið - 20.09.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 20.09.2002, Síða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásmundur JónPálsson fæddist í Reykjavík 18. febr- úar 1969. Hann lést á Hellu á Rangár- völlum sunnudaginn 8. september síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Páll G. Björnsson frá Garði í Fnjóskadal og Anna Bjarnarson úr Reykjavík. Þau skildu. Eldri bróðir Ásmundar er Ragn- ar Pálsson fram- kvæmdastjóri á Hellu, kvæntur Guðrúnu Dröfn Ragnarsdóttur kennara á Hellu. Ásmundur fluttist með foreldr- um sínum og bróður að Hellu í júní 1969 og ólst þar upp og átti þar heima til dauðadags. Árið 1988 hóf Ásmundur sam- búð með Guðbjörgu Eddu Árna- dóttur frá Skíðbakka í Austur- Landeyjum. Þau eignuðust son- inn Stefán Smára, f. 5. desember 1988. Þau slitu sam- vistir. Hinn 27. júní 1998 gekk Ásmund- ur að eiga eftirlif- andi eiginkonu sína Sigurbjörgu Björg- úlfsdóttur. Dætur þeirra eru Álfheið- ur Fanney, f. 6. apr- íl 2000, og Ásrún Ásta, f. 21. janúar 2002. Foreldrar Sigurbjargar eru Björgúlfur Þor- varðsson, ættaður úr Grindavík, og Pálína Jónsdóttir, ættuð úr Þykkvabæ, bæði kenn- arar við Grunnskólann á Hellu. Ásmundur starfaði lengst af hjá Glerverksmiðjunni Samverk á Hellu, utan tímabils sem hann vann við virkjanaframkvæmdir á hálendinu. Útför Ásmundar verður gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ástin mín, sálufélagi og vinur. Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og allt sem þú hefur kennt mér. Elsku vinur minn sem varst svo viðkvæm og brothætt sál. Við sem stóðum þér næst vissum þetta en út á við varstu alltaf sami létti og káti Ási sem gerðir alltaf allt fyrir alla nema sjálfan þig. Þú varst sjúkur á líkama og sál og þjáðist af sekt- arkennd sem lýsir sér best í því að þegar þú lást stórslasaður á sjúkra- börum baðstu mig grátandi fyrir- gefningar, eins og þú hefðir getað að því gert að það kom rúta yfir á þinn vegarhelming. Það varð þér erfitt að geta ekki gert allt eins og áður og vera sá sterki sem bjargaði öllu. Endanlega féllstu í svikulan faðm verkjalyfja sem rugluðu dóm- greind þína. Þú átt eftir að vera áfram hjá mér, börnum þínum, fjölskyldu og vinum um ókomna framtíð en fyrst vil ég biðja alla um að aðstoða þig við að komast úr myrkri iðrunar og áfram í faðm ljóssins. Það gerum við með því að sleppa allri ásökun í þinn og okkar eigin garð og fyr- irgefa þér og okkur sjálfum. Ég sendi á eftir þér alla mína ást og kærleik og bið aðra að gera slíkt hið sama. Þín eiginkona. Ég þakka öllum veittan styrk, stuðning og samúð. Sigurbjörg Björgúlfsdóttir. Elsku góði drengurinn okkar, mikið eigum við eftir að sakna þín. Þú komst ef svo má að orði komast á þeysireið inn í líf fjölskyldunnar og Sigurbjargar okkar. Við eigum eftir að sakna allra samverustund- anna og hestaferðanna með þér. Það verður erfitt í vetur að stússa í kringum skepnurnar þó að við vit- um að þú sért okkur áfram nær. Hjartans þakkir fyrir allt sem þú kenndir okkur á þessum stutta tíma sem við fengum að vera saman. Eftirfarandi ljóð hans tengdaföður þíns segir annars allt sem þarf. Ásmund núna sárt við syrgjum, er sorgaratvik hafa gerst, ýmsar kenndir inni byrgjum, ásökunin þeirra verst, minning hrærir sterkan streng um stóran, hjartahlýjan, dreng. Okkar hái Himnafaðir um hluti þessa gjörla veit og hans gæskugriðastaðir geyma margan sælureit, ástin þarna upp er sprottin, öllu hefur svörin við, gefðu, elsku góði Drottinn, gengnum vini, sálarfrið. (Bj. Þ.) Elsku Sigga, Stefán Smári, Álf- heiður Fanney og Ásrún Ásta, við munum styðja ykkur í þessari miklu sorg af öllum mætti og biðj- um algóðan Guð að veita ykkur huggun og líkn í þraut auk þess að umvefja vininn okkar góða kærleika sínum. Þínir tengdaforeldrar og fjölskyldan öll. Það tekur okkur þungt að sjá á eftir Ása frænda okkar falla svo snögglega frá í blóma lífsins. Það var mikið reiðarslag þegar þessi sorgartíðindi bárust. Þegar við lítum til baka og rifjum upp æskuárin er ekki annað hægt en að brosa að uppátækjum Ása, Ragnars og okkar systranna. Okk- ur kom mjög vel saman enda öll á svipuðu reki. Við vorum alltaf velkomnar á heimili Önnu og Palla á Hellu. Þær voru ófáar stundirnar sem við lág- um dáleidd fimm saman í gula sófa- settinu að hlusta á Kardemommu- bæinn. Það var oftar en ekki Ási sem vakti okkur upp með kitli, ein- hverju gríni eða tónum úr gamla fótstigna orgelinu sem við höfðum yndi af að glamra á. Þeir bræður kynntu okkur fyrir ýmsum skemmtilegum stöðum á Hellu. Er þar fyrst að telja allt sem tengdist Hermanni á heflinum sem var ótrúlega spennandi í augum okkar barnanna. Einnig hesthúsa- hverfið þar sem Ási var í essinu sínu. Það sem stendur upp úr hjá okk- ur er hvað hann Ási var alltaf glað- ur og skemmtilegur og hafði ein- stakt lag á að heilla fólk með sér. Okkur fannst alltaf gaman að vera með þeim bræðrum og eru æsku- minningar okkar tengdar Hellu mjög sterkar í huga okkar. Amma og afi dvöldu stundum hjá þeim sér til hvíldar og hressingar og voru þeir bræður þeim miklir gleðigjafar. Einnig minnumst við brúðkaups- dags Ása og Sigurbjargar en sá dagur gleymist seint. Einstaklega falleg brúðhjón og eitt skemmtileg- asta brúðkaup sem við höfum farið í. Við viljum kveðja kæran frænda með þessum góðu minningum. Við biðjum góðan Guð að gefa Ása frið og blessun. Einnig viljum við biðja um Guðs blessun fyrir Sigurbjörgu, Stefán Smára, Álfheiði Fanneyju og Ásrúnu Ástu. Einnig fyrir Önnu, Pál, Ragnar og fjölskyldur þeirra. Bryndís, Stefanía og Birna. Öll fæðumst við til ljóssins og lífsins, til að vaxa og dafna, til að sjá sólina og fjöllin og til að hlæja og gráta. En þegar ljósið slokknar fyllast hjörtu okkar nístandi og nær óbærilegum sársauka. Þannig var okkur systkinunum innanbrjósts þegar við fréttum af andláti elsku- legs frænda okkar, hans Ása. Við vitum það innst inni og reynslan hefur kennt okkur að smátt og smátt munu hjörtu okkar fyllast aftur af gleði, gleði yfir því að hafa fengið að kynnast honum. Riddarinn hávaxni og glæsilegi, hestamaðurinn, dýravinurinn, nátt- úrubarnið og mannvinurinn, ekki síst hjá þeim smáu, verður kvaddur í dag. Við kveðjum elskulegan frænda með söknuði og vonum að hann megi fljúga um á hvítum fákum al- mættisins og vernda okkur hin sem eftir lifum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Elsku Sigga, Stefán Smári, Álf- heiður Fanney, Ásrún Ásta, Páll, Erla, Ragnar, Guðrún, Anna og fjölskyldur. Harmur ykkar er mikill, en minningin um góðan dreng mun ylja hjörtum okkar um ókomna tíð. Örn, Elsa, Brynja, Harpa, Sigrún og fjölskyldur. Mig langar í örfáum orðum að minnast barnsföður míns, Ása. Þegar við kynntumst vorum við bæði nýorðin 18 ára gömul. Við vor- um ekki búin að þekkjast lengi þeg- ar við ákváðum að fara að búa sam- an og ég flutti á Hellu. Stuttu síðar fæddist augasteinninn okkar hann Stefán Smári. Þrátt fyrir að við ættum saman margar góðar stundir gekk sambúðin ekki eins og okkar væntingar stóðu til, svo við skild- um. Þá var Stefán Smári á þriðja ári. Ég ákvað að búa samt áfram í þorpinu svo við gætum öll fylgst með drengnum okkar vaxa og dafna. Þegar Stefán Smári var á ellefta ári urðu svo aftur breytingar á okkar lífi. Ég ákvað að flytja í Kópavoginn. Þá hafði Ási búið sér heimili með sinni yndislegu konu og þau buðu Stefáni Smára að flytja til sín svo hann þyrfti ekki að skipta um skóla. Þetta var mjög erfið ákvörðun hjá mér, en fyrir þetta vil ég nú þakka, kæri Ási, því nú veit ég hvað þessi ár voru ykkur dýr- mæt. Elsku Stefán Smári minn, Sigga og allir aðrir sem eiga um sárt að binda við svo skyndilegt fráfall Ás- mundar. Biðjum um styrk guðs og stöndum saman. Kveðja. Guðbjörg. Það er erfitt að meta líf sitt og hamingju út frá núinu. Það er ekki fyrr en núið er liðið – sveipað minn- ingu – að maður fær metið gæði stundarinnar. Því hljóta minning- arnar góðar og slæmar að vera þær vörður sem marka líf okkar og eru í raun það viðmið sem við höfum til að geta metið hamingju lífs okkar út frá. Góðar og fallegar minningar hljóta því að vera það sem hver og einn vill stika lífsleið sína með. Við hjónin erum svo heppin að eiga góðar minningar um góðan dreng. Þær minningar eiga stóran þátt í því að lífsgata okkar er vörð- uð mörgum góðum hamingjustund- um undanfarinna ára. Ásmundur var á margan hátt mjög sérstakur maður. Hann var við fyrstu kynni það sem sumir myndu segja óhefl- aður og gat þ.a.l. fælt þá frá sem ekki sáu í gegnum orðfæri hans og stíl. Við nánari kynni kom í ljós að þar fór einstaklega næmur, hjálp- samur og ósérhlífinn maður sem virtist hafa það sem helsta markmið að veita vinum sínum hjálp og að- stoð. Hann var auk þess mjög skemmtilegur og til eru margar minningar þar sem við létum gamminn geisa og okkur leið líkt og við ættum heiminn. Fjarri streði og stressi uppi á fjöllum á hestbaki. Auk þess að eiga heiminn, að manni fannst, átti maður annað dýrmæt- ara – vináttu Ása. Okkur langar að vitna í litla sex ára frænku okkar, Melkorku, sem hitti Ása í fyrsta skipti á vordögum þessa árs. Hana langaði að prófa að sitja hest og Ási hafði boðist til þess að fara með hana á uppáhalds- hestinum hans, Júpíter. Hann leyfði henni að sitja fyrir framan sig og reið dágóða leið á meðan hann kenndi henni að sitja Júpíter og sagði henni sögur af hestum og mörgu því sem fyrir augu þeirra bar. Ræddi við hana af virðingu og alúð. Hann kallaði hana vinkonu sína þannig að hún heyrði og við þessi fyrstu kynni þeirra sáði hann fræjum vináttu og virðingar í hjarta Melkorku litlu. „Ási er besti full- orðni vinurinn sem ég hef nokkurn tíma eignast,“ sagði Melkorka stuttu eftir þetta við fjölskyldu sína. Hún hafði það ætíð á orði þeg- ar við hittum hana hvort við ætl- uðum ekki að fara með hana í heim- sókn til Ása og var víst farin að fylgjast með veðurspám til að sjá hvort nokkuð annað en annríki okk- ar gæti komið í veg fyrir að hún fengi hitt besta fullorðna vin sinn aftur. Næst þegar þau hittust gaf Ási henni indíánahálsmen sem hann bjó sjálfur til og það hefur hún borið ætíð síðan. Síðastliðinn sunnudag, daginn sem Ási okkar yfirgaf þessa jarðvist, sátum við saman að kvöld- verði ásamt Melkorku og foreldrum hennar. Á þeirri stundu vissum við ekki hvað hafði gerst og það vildi svo til líkt og oft áður að við rædd- um um Ása. Ræddum væntanlegar heimsóknir okkar til hans, Siggu, Pálínu og Björgúlfs og hvað við hlökkuðum til þess. Við hentum líka gaman að þeim ummælum Mel- korku að hún væri svo heppin því að ef hún væri ekki frænka okkar þá hefði hún aldrei verið svo heppin að hafa hitt og kynnst Ása. Við erum heppin að hafa átt Ása og hann hefur varðað líf okkar með hamingjustundum. Það er því ein- kennilegt að vera að tala um ham- ingju í minningu um mann sem við fyrstu sýn virðist ekki hafa fundið hana í lífi sínu. En það er ekki svo. Ási lifði hamingjusömu lífi á marg- an hátt. Hann átti góðan vin og fé- laga í henni Siggu sinni sem við heyrðum hann oft kalla ástina sína. Hann átti þrjú yndisleg börn og góðan vin í Stefáni syni sínum. Svo ekki sé minnst á nánustu ættingja, tengdaforeldrana Pálínu og Björg- úlf og þau Magga og Ellu frá Hjallanesi. Hann átti hestana sem voru honum ómetanlegir og sveit- ina, vinina og öll börnin sem litu upp til þessa manns sem veitti for- vitni þeirra og ævintýraþrá útrás. Hann varðaði líf þessa fólks með góðum minningum. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu Ása um leið og við vottum Siggu, Stefáni Smára, Álfheiði, Ás- rúnu og öllum þeim sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúð. Einar Magnús Magnússon, Hrund Gunnarsdóttir og Bjartur. Hann Ási er dáinn, ég var að vona að þetta væri draumur og svo myndi ég vakna og allt yrði eins og áður. En þetta er staðreynd sem ekki verður hægt að sætta sig við, en með tímanum lærum við að lifa með því. Það var í sambandi við hestana sem við kynntumst. Við störfuðum saman í stjórn Rang- árvalladeildar hestamannafélagsins Geysis. Á fundum var Ási alltaf kát- ur og skemmtilegur og fullur af hugmyndum, sérstaklega var atriði að gera eitthvað fyrir börnin. Svo var það að vetrarlagi sem þau Sig- urbjörg komu með þá skemmtilegu hugmynd að halda vetrarmót fyrir börnin, við kölluðum það Bakka- mót. Keppnin var haldin á bökk- unum fyrir neðan Hrafntóftir. Eftir vel heppnaða keppni var haldið upp að Hrafntóftum aftur og allir hestar settir inn í hús. Þar beið okkar heitt kakó og meðlæti. Þetta var yndislegur dagur, sól og snjór yfir öllu, börnin léku sér í hlöðunni og skoðuðu dýrin. Skemmtilegt áhugamál átti hann líka, það eru hestalitirnir og átti hann orðið mjög skemmtilega lita hesta. Í sumar þegar hann kom úr hestaferð og áði í hólfinu við Varmadalslækinn átti ég leið um veginn. Ég stoppaði og horfði yfir hópinn og var hann mjög litskrúð- ugur. Ég minnist þess eitt haustið ein- mitt um þetta leyti þegar þau voru að ríða úr réttunum. Það var hópur af fólki með þeim sem þau höfðu lánað hesta. Þau riðu niður síkið á leið að Hellu; það var sem stór ind- íánahópur færi um. Við félagar þínir í Rangárvalla- deild Geysis þökkum þér samfylgd- ina, ekkert verður eins og áður. Elsku Sigurbjörg, Stefán Smári, Álfheiður Fanney, Ásrún Ásta og fjölskyldur, Guð styrki ykkur á þessari miklu sorgarstund. Minn- ingin um góðan dreng mun verða ljós í myrkrinu. Við geymum mætan merkisgrip, minninganna sjóði. Sameinuð í bljúgri bæn við biðjum klökk og hljóð að þjáðir megi finna frið þótt falli sorgartár, að drottinn leggi líkn við þraut og lækni hjartasár. (Ó.K.J.) Hinsta kveðja. Fyrir hönd félaga í Rangárvalla- deild Geysis, Hulda Björk Gunnarsdóttir. Nú þegar Ásmundur Pálsson vin- ur minn er borinn til grafar sé ég hvað veður skipast fljótt í lofti. Ég kynntist þeim Ása og Sigurbjörgu fyrir nokkrum árum í gegnum hestamennskuna. Okkar fyrstu kynni voru nokkuð óvenjuleg, en eitthvað var mikið við þetta unga par sem bauð af sér sérstakan og góðan þokka. Vinátta tókst og hélst alla tíð síðan. Nú þegar Ási er dá- inn sér maður eftir því að hafa ekki komið miklu oftar til þeirra Sig- urbjargar á fallegt og hlýtt heimilið á Hellu, en þar hafa móttökurnar alltaf verið eins og þjóðhöfðingi sé á ferð ef maður hefur litið inn. Gest- risnin og hlýjan á sér ekki margar hliðstæður. Sömu sögu er að segja þegar ég hef komið til þeirra að Hrafntóftum en þar búa foreldrar Sigurbjargar og hafa verið saman að stússast í hestaræktinni með krökkunum sínum. Þar hafa Ási og Sigurbjörg verið í ræktuninni sem er byggð á fjölbreytni í litum ís- lenska hestsins. Við Ási áttum þennan litaáhuga sameiginlegan og höfðum stundum hestakaup og önn- ur hestaviðskipti tengd því. Ein- hvern tímann var ég óánægður með viðskiptin eftir á að hyggja og sagði Ása frá því og hann linnti ekki lát- um fyrr en hann var búinn að bæta mér það upp að minnsta kosti þrisvar, þannig var Ási. Það er erfitt að hugsa til þess að ÁSMUNDUR JÓN PÁLSSON      &                     & &     & 5124  1<  344 .(/?>" 50" 5,  )  !:,   ," # (    ! ,"  ( 8  !* " - ! @ ! !* " #&  *  ," + :,/0 ! !* " 1* / ," 16 (  ! ," - !  !* " //0,///0)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.