Morgunblaðið - 20.09.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
59980
Markaðsátak Newman’s Own
Hagnaði varið
til tækjakaupa
Í DAG hefst markaðs-átak Newman’s Owná vegum fyrirtækis-
ins Karls K. Karlssonar
hf. Fimmtíu krónur af
hverju seldu stykki þess-
arar framleiðsluvöru
munu renna til kaupa á
tækjum fyrir Barnaspít-
ala Hringsins. Það er
Arnfríður Kristín Arnar-
dóttir markaðsstjóri sem
stjórnar þessu átaki.
„Fyrirtækið Newman’s
Own var stofnað 1982 af
leikaranum Paul Newman
og það framleiðir ör-
bylgjupopp, spaghettisós-
ur, salsasósur og salat-
dressingar. Paul Newman
gefur allan hagnað af sölu
þessara vara til góðgerð-
armála. Karl K. Karlsson
hf. sækir árlega um styrk fyrir
íslensk góðgerðarfélög úr
Newman’s Own-sjóðnum. Nú í ár
hefur stjórn sjóðsins ákveðið að
50 krónur af hverju seldu stykki
af Newman’s Own-vörum hér á
landi skuli renna til tækjakaupa
fyrir Barnaspítala Hringsins,“
segir Arnfríður.
– Hve lengi stendur þetta
markaðsátak?
„Það stendur frá deginum í
dag og fram til 20. október.“
– Hvað má ætla að mikið safn-
ist á þessum tíma?
„Við áætlum að hagnaðurinn
sem rennur til góðgerðarmála
geti orðið um 4 milljónir króna.
Við vonumst til að geta keypt
fjóra hjarta- og öndunarvaka,
það er tæki sem fylgist með lífs-
mörkum alvarlegra veikra barna.
Tækin mæla hjartslátt, súrefnis-
mettun blóðsins, taka blóðþrýst-
ing og fylgjast með öndun. Hvert
svona tæki kostar eina milljón
króna. Þessi gjöf, sem nú á að
fara safna fyrir, verður afhent
þegar hin nýja bygging Barna-
spítala Hringsins verður form-
lega opnuð í janúar á næsta ári.
Þetta er glæsileg bygging og
mikil viðbót við það húsnæði sem
fyrir var og öll aðstaða mun betri
en áður var. En þörfin fyrir nýj-
an tækjakost hefur vaxið að sama
skapi. Fulltrúi frá Newman’s
Own, Úrsula Gwynne, kemur og
afhendir gjöfina.“
– Var einfalt að velja tæki til
að gefa?
„Við höfðum samband við Ás-
geir Haraldsson, lækni á barna-
spítalanum, og hann benti okkur
á að þessi tæki væru mjög nauð-
synleg og það að spítalinn þyrfti
að eiga mörg slík en þau væru
mjög dýr. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem Newman’s Own gefur
tæki til Barnaspítalasjóðs
Hringsins. Áður hafa verið gefin
tæki til spítalans fyrir rúmar 13
milljónir króna. Einnig hefur
Newman’s Own styrkt fleiri líkn-
arfélög, t.d. Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna,
Neistann, félag foreldra hjart-
veikra barna, Blindrafélagið,
Íþróttafélag fatlaðra og fleiri.
– Í hvaða líknarstarfsemi fer
mestur hluti hagnaðar af sölu
þessara vara erlendis?
„Paul Newman
stofnaði sumarbúðir
fyrir langveik börn og
þar geta krakkar frá
mismunandi löndum
komið saman við iðju sem yfir-
leitt stendur aðeins heilbrigðum
börnum til boða, svo sem að fara
á hestbak, í veiðiferðir, í útilegur,
búa til ýmsa hluti úr leir og fara í
leiki, svo eitthvað sé nefnt. Jafn-
framt því að gefa börnum tæki-
færi til þess arna er þeim veitt öll
nauðsynleg læknismeðhöndlun á
meðan á dvöl þeirra í sumarbúð-
unum stendur. Karl K. Karlsson
hf. hefur haft milligöngu um að
senda íslensk börn í þessar sum-
arbúðir og þegar hafa 66 íslensk
börn, sér að kostnaðarlausu,
dvalið í sumarbúðum Paul
Newmans. Þetta hefur verið
ómetanleg lífsreynsla fyrir þessu
veiku börn að geta lyft sér upp á
þennan hátt. Með börnunum hafa
farið íslenskir sjálfboðaliðar.“
– Hvað selst best af þeim
vörum sem markaðsátakið bein-
ist að?
„Örbylgjupoppið er alltaf vin-
sælt og selst mest, en salsasósan
er líka mjög vinsæl.“
„Hvernig verður markaðs-
átakið framkvæmt?
„Við höfum farið þess á leit við
stórmarkaðina að þeir vinni að
þessu verkefni með okkur, þ.e.
Fjarðarkaup, Nettó, Samkaup,
Hagkaup og Gripið & greitt og
það ætla þeir að gera. Kynningar
á Newman’s Own-vörum verða í
fyrrgreindum stórmörkuðum
næstu fjórar vikur. Þá verður
viðskiptavinum boðið að bragða
ljúffengt örbylgjupopp og salsa-
sósu.“
– Eru þetta vinsælar vörur al-
mennt?
„Já, þær eru mjög vinsælar
hér á landi, þess má geta að Ís-
land er stærsti útflutningsmark-
aður Newman’s Own og það hef-
ur hjálpað okkur mikið til að fá
peninga hingað til góðgerðar-
mála.
Newman’s Own-vörurnar eru
mjög vinsælar í Bandaríkjunum,
ekki síst vegna þess að þær eru
unnar úr náttúruleg-
um hráefnum og inni-
halda engin litar- og
rotvarnarefni. Það er
ánægjulegt að fá að
starfa við sölu á þess-
um vörum og vita að hagnaður af
þeim fer til góðra málefna.
Þess má geta að 1. nóvember
nk. verður frumsýnd ný kvik-
mynd þar sem Paul Newman fer
með annað aðalhlutverkið á móti
Tom Hanks, og verður myndin
sýnd hér undir nafninu Leiðin til
glötunar.“
Arnfríður Kristín Arnardóttir
Arnfríður Kristín Arnardóttir
fæddist í Hafnarfirði 1976 og er
uppalin þar. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík og BS-gráðu í við-
skiptafræði frá Háskóla Íslands
árið 2000. Hún hefur starfað síð-
an hjá Karli K. Karlssyni hf. sem
viðskiptastjóri, þar sér hún m.a.
um markaðsstjórn á vörum
Newman’s Own. Arnfríður er í
sambúð með Jóhanni Óskari
Heimissyni múrara og eiga þau
soninn Ásgeir Örn sem er níu
mánaða gamall.
Örbylgjupopp
og salsasósa
mjög vinsæl
ÁGÆT uppskera er hjá garð-
yrkjumönnum í Hrunamanna-
hreppi en margvíslegar matjurtir
eru ræktaðar á um 80 hekturum
lands.
Sumaraukinn nú í september
kemur sér vel fyrir þá sem aðra
eftir vætusaman ágústmánuð og
rokhvelli 17. júní og í endaðan
ágúst.
Reynir Jónsson, garðyrkjumað-
ur í Reykási, og vinnumaðurinn
Malik frá Pakistan voru að skera
hvítkál þegar fréttarritari smellti á
þá mynd í blíðunni nú einn daginn.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Ágæt uppskera garðávaxta
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.