Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 23 endur. Nokkrir þeirra komu að máli við mig eftir tónleikana og kváðust ætla að koma einnig á tónleikana hér í Reykjavík. Ég á því von á því að hitta þá aftur í kvöld.“ Loussier er fæddur í borginni Ang- ers í vesturhluta Frakklands. Hann byrjaði að læra á píanó tíu ára gamall og þremur mánuðum eftir að námið hófst var hann farinn að leika sömu tónlist og systir hans æfði sig á en hún hafði fimm ára forskot á hann í námi. Það var því strax ljóst að hæfi- leikarnir voru ótvíræðir. „Ég vildi verða klassískur píanó- leikari og fór því í tónlistarháskólann í París. Foreldrar mínir voru fremur efnalitlir og til þess að eiga í mig og á neyddist ég til þess að spila á næt- urklúbbum. Ég hafði reyndar strax mjög gaman af því að leika annars konar tónlist en gert er í akademí- unni. Síðan fór ég að spila djass og sí- gaunatónlist. Þannig eyddi ég kvöld- unum og að degi til var ég í ströngu klassísku píanónámi,“ segir Loussier. Bætt við Bach á tíu ára aldri Hann kynntist fyrst tónlist Bachs þremur mánuðum eftir að hann hóf píanónámið, rúmlega tíu ára gamall. Hann æfði sig á Prelúdíu úr nótnabók Önnu Magdalenu í G-moll og kunni hana orðið utanbókar. „Ég varð hug- fanginn af þessari tónlist og fór að gera smábreytingar á hljómfallinu í laglínunni. Þetta varð upphafið á þeim vana mínum að lita tónlist Bachs með mínum eigin spuna mér til ánægju. Löngu seinna heyrði ég fyrst tónlist Modern Jazz Quartet þar sem John Lewis sat við píanóið. Þeir voru á þessum tíma að semja og spila djass undir áhrifum frá klassískri tónlist. Þaðan fékk ég þá hugmynd að fara í þveröfuga átt. Ég stofnaði mitt eigið JACQUES Loussier, tónskáld og pí- anóleikari, hefur mikla sérstöðu með- al tónlistarmanna. Þessi klass- ískmenntaði 68 ára gamli Frakki hefur byggt feril sinn á klassískri tón- list sem hann túlkar á allt annan hátt en menn eiga að venjast og með stórum skammti af frjálsum spuna. Að miklu leyti hvílir heimsfrægð hans á túlkun hans á tónlist Johanns Seb- astians Bachs. Formerkin eru virðing fyrir tónsmíðum hins aldna meistara en um leið gáski og listræn sýn í djassískum spuna. Loussier leikur ásamt tríói sínu, Jacques Loussier Trio, í Háskólabíói í kvöld. Hann var tekinn tali á Hótel Sögu þegar hann var nýkominn til landsins eftir þriggja og hálfs tíma flug frá París þar sem hann býr. „Slæma hliðin við starf mitt eru ferðalögin. Ekki það að mér líki ekki að ferðast og mér finnst gaman að koma fram á tónleikum, en það tapast svo mikill tími meðan beðið er eftir að komast á nýja áfangastaði.“ Það er von að maðurinn kvarti því að meðaltali leikur hann á 75 tón- leikum á ári úti um allan heim, þar af einungis að meðaltali á einum í Frakklandi, þar sem af einhverjum ástæðum er ekki jafn mikil spurn eft- ir spilamennsku hans og annars stað- ar í heiminum. Vildi spila klassík Loussier er lágvaxinn, þunn- hærður en svipmikill, með stór, dökk- brún, stingandi en vingjarnleg augu og með grátt skegg. Hann er í fyrsta sinn á Íslandi og kveðst hlakka mikið til tónleikanna í kvöld. „Mér er sagt að við spilum í góðu húsi og að áheyrendur verði nálægt 1.000 talsins. Við vorum með tónleika í Þýskalandi fyrir þremur vikum og þar voru margir íslenskir áheyr- tríó og ákvað að leika klassíska tónlist undir djassáhrifum og með miklum spuna.“ 1959 stofnaði Loussier Play Bach Trio og þar tvinnaði hann saman áhuga sinn á djasstónlist og ást sína á Bach. Sama ár kom út samnefnd hljómplata á vegum Decca- útgáfunnar og Loussier virtist hafa snert streng í hjörtum tónelskra. Hljómplatan naut vinsælda sem yf- irleitt aðeins dægurtónlist á að venj- ast og seldist á þrjátíu árum í sex milljónum eintaka. „Við vorum einir um að leika tónlist af þessu tagi. Þetta var ekki klassísk tónlist, ekki djass heldur klassísk tónlist blönduð djassi. Platan hafði mikil áhrif út um allan heim þegar hún kom út vegna þess að enginn hafði dirfst að djassa upp Bach. Ég hafði svar á reiðum hönd- um þegar ég var spurður hvers vegna ég hefði gert þetta. Ég sagði að ástæðan væri ein- faldlega sú að á tímum Bachs gátu allir tónlistarmenn spunnið. Bach var að sjálfsögðu stór- kostlegt tónskáld en hann var líka af- ar snjall spunamað- ur. Snarstefjun var mikið notuð á þess- um tíma en enginn reynir að spinna núna í klassísku verkunum. En menn ættu að gera það vegna þess að í mörgum einleiks- konsertum er að finna kadensur. Mozart, Beethoven og Schumann gerðu ráð fyrir því að einleikarinn beitti snarstefjun í kadensunni til að breyta út af hinu skrifaða verki. Þetta gerist ekki leng- ur í klassískum verkum og það þykir mér miður. En það er ekkert nýtt við það að spinna út frá klassísku verki því það var að jafnaði gert á þeim tíma sem verkin voru samin.“ Vandasamara að ná sveiflu í Árstíðirnar Play Bach tríóið var lagt niður 1978 og Loussier sneri sér að eigin tón- smíðum, rannsóknum og að rekstri upptökuvers nálægt Nice í Suður- Frakklandi. Þar nutu margar rokk- og dægurlagastjörnur gestrisni hans. Hluti af Vegg Pink Floyds var tekinn upp í stúdíói Loussiers. 1985, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Bach, setti Loussier á laggirnar á ný Play Bach Trio með nýjum liðsmönnum. Núna er Jacques Loussier á mála hjá Telarc-útgáfunni bandarísku og þar hafa komið út átta geisladiskar. Sá fyrsti er Jacques Loussier Plays Bach og er frá 1996. En hvaðan koma þessi sterku tengsl milli Loussiers og Bach? „Það snýst um ást mína á tón- list Bach. Alltaf þegar ég hlusta á tón- list Bach langar mig til að leika með.“ Á fimm ára tíma hjá Telarc hafa selst um 500 þúsund diskar með tríói Loussiers. „Um 43 ára skeið lék ég einungis tónlist eftir Bach með spuna. Er þetta ekki brjálæði?“ segir Lous- sier og horfir á viðmælanda með spurn í augum. „Eftir allan þennan tíma taldi ég mig ráða yfir kunnáttu til að geta spunnið við tónlist eftir önnur tónskáld. Ég valdi fyrst Árstíð- ir Vivaldis. Það hefur verið leikið svo víða og svo oft og mér fannst kominn tími til þess að breyta verkinu og nálgast það út frá nýju sjónarhorni. Diskurinn kom út 1997. Það var vandasamara að ná sveiflu í þessa tónlist en það tókst og veitti mér styrk til þess að takast á við enn fleiri tónskáld.“ Síðan hefur Loussier túlkað tónlist eftir Satie (1998), Bolero eftir Ravel (1999), Goldberg tilbrigðin eftir Bach (2000) og í fyrra kom út diskur með barokktónlist (Händel, Scarlatti, Pachelbel o.fl.). „Ég vil reyna að halda anda tón- skáldsins í verkinu, því ég ber svo mikla virðingu fyrir klassísku meist- urunum, en um leið fara mínar leiðir með spuna sem breytir andrúmslofti verksins.“ Eftir Loussier liggur einnig mikið magn af frumsömdu efni. Hann hefur samið fiðlukonsert, trompetkonsert, messu fyrir fullskipaða hljómsveit og tónlist fyrir fjölda kvikmynda. Á efnisskránni á tónleikunum í kvöld verða Bach, Debussy, Satie, Ravel og tvö frumsamin verk. Það var spunnið á tímum Bachs Jacques Loussier er heimskunnur fyrir túlkun sína á tónlist Bachs sem er sveipuð aðferðum djassins. Guðjón Guðmundsson ræddi við Loussier í tilefni af tónleikum hans í Háskólabíói í kvöld. gugu@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Jacques Loussier leikur í Háskólabíói í kvöld. fyrir þína fegurð COLOUR PLEASURE Veronika notar COLOUR PLEASURE Corail nr 532. Aldrei fyrr hafa varir þínar verið eins mjúkar og freistandi. NÝTT! Nú eru komnir 24 nýir litir sem allir innihalda nýja verndandi formúlu sem gerir varir þínar bæði mjúkar og fallegar. ´ ÞETTA er sérstök mynd. Hún er skemmtilegt sambland af heimildar- mynd um nútímasígauna á Spáni og leikinni mynd um unga sígauna- stúlku sem er að reyna að gera upp við sig hvort hún eigi að halda áfram námi eins og hana dreymir um, eða giftast ástinni sinni, eignast barn og feta þannig í fótspor formæðra sinna. Myndin hefst í dæmigerðu síg- aunabrúðkaupi, þar sem skyrtur eru rifnar utan af karlmönnunum, dans- að og sungið við flamenco-tónlist. Spjallað er við nokkra gesti, í heim- ildarmyndarstíl, um gildi sígauna, hefðir og lög sem gilda innan fjöl- skyldunnar. Mikið er komið inn á stöðu konunnar, að hún verði að vera hrein mey á brúðkaupsdaginn, hún skuli hlýða manni sínum og bróður og að hennar starf sé að sjá um börn og heimili. Einn aldraður sígauni segir að þau verði vör við kynhþáttahatur í þeirra garð, en „við erum sjálfsagt mestu kynþátta- hatararnir, við viljum ekki fá annað en sígauna inn í okkar fjölskyldur.“ Í þessu brúðkaupi mætast augu Lólu og Juans, leiknu hetjanna okk- ar í myndinni, og grunnurinn er lagður. Lóla og Juan verða ástfangin. Lóla er sögð ekki vera sígauni held- ur venjulegur Spánverji sem var ættleidd. Það hefur því mikil áhrif á hana þegar hún er að taka ákvörðun um framtíð sína. Foreldrar Juans eru heldur ekkert of hrifnir af þess- ari „aðkomustúlku“ eins og þau sjá hana. Í gegnum þessar erfiðu að- stæður Lólu kynnist áhorfandinn því hvernig það er að vera sígauni, auk þess sem sígaunar tjá sig um það. Þetta er heillandi mynd, handritið nær að kynna allar hliðar málsins og er þannig vel upplýsandi um þennan farandkynþátt sem hefur alltaf orðið fyrir aðkasti, og verður það enn. Þótt öll kvikmyndataka sé í heimild- armyndastíl, hefði hún mátt vera að- eins vandaðri. Það er byrjendabrag- ur á myndinni, og margt barnslegt í rauninni, en um leið svo fallegt. Sígaunar nútímans SPÆNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Regnboginn Leikstjórn: Llorenç Soler. Handrit: Pep Albanell og Llorenç Soler. Aðalhlutverk: Cristina Bondo og Miguel Martin Angelo. 93 mín. Spánn. Filmax 2000. LOLA VENDE CÁ/LÓLA  Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.