Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Golli Erla Guðjónsdóttir, sem bæjarstjórn réð í stöðu skólastjóra Áslandsskóla í fyrradag, ásamt Elínu Jónasdóttur, deildarstjóra Skólaskrifstofu Hafnarfjarðarbæjar, og Magnúsi Baldurssyni fræðslustjóra fyrir framan skólann. SKARPHÉÐINN Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi skólastjóra Ás- landsskóla frá því í vor, mætti til vinnu á skrifstofu skólastjóra í skólanum í gærmorgun, þrátt fyrir að bæjarstjórn hafi samþykkt í fyrrakvöld að rifta rekstrarsamn- ingi við Íslensku menntasamtökin, ÍMS, og ráðið annan skólastjóra, Erlu Guðjónsdóttur, tímabundið. Sunita Gandhi sinnti einnig störf- um sínum sem framkvæmdastjóri ÍMS í skólanum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu skólans höfðust Erla og Magnús Bald- ursson fræðslustjóri við á göngum skólans í gærmorgun meðan þau biðu eftir niðurstöðu fundar lög- manns ÍMS og bæjarlögmanni Hafnarfjarðarbæjar. Erlu var, að sögn fræðslustjórans, síðan fundin aðstaða í skólanum. Erla og starfsmenn bæjarins funduðu með starfsfólki skólans síðdegis í gær og mættu allir kenn- arar á fundinn. „Þau [Skarphéðinn og Sunita] hafa ekki enn yfirgefið sínar skrifstofur,“ sagði Magnús Baldursson, fræðslustjóri í Hafn- arfirði, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. „Lögmenn beggja hafa ræðst við í dag og ætla að funda aftur. Svo það er verið að vinna í samningamálum. Við stefnum á áframhaldandi skóla- starf á föstudag og vonum að þetta leysist sem fyrst.“ Magnús segir starfsfólk skólans nú vera starfsmenn Hafnarfjarð- arbæjar og strax verði farið í að ganga frá ráðningasamningum við það. Sagði hann að búnaður í skól- anum væri að mestu í eigu ÍMS og þyrfti m.a. að ná samkomulagi um notkun hans hið fyrsta. Sagði Magnús að kennsla hefði verið með eðlilegum hætti í gær og að lögð yrði áhersla á að svo verði áfram. Mikilvægast að ná sáttum Erla Guðjónsdóttir var jákvæð er Morgunblaðið ræddi við hana í gærmorgun og sagði mikilvægt að sáttum yrði náð sem fyrst. „Ég legg áherslu á að kynnast starfsfólkinu og börnunum og það hef ég gert í morgun [gær], gengið í stofur og heilsað upp á krakk- ana,“ sagði Erla um fyrsta dag sinn í nýju starfi. „Ég hef trú á því að skólastarfið muni ganga ljúf- lega fyrir sig, við ætlum ekki að breyta neinu hér, krakkarnir fá alla sína þjónustu og kennslu eins og venjulega.“ Erla taldi mik- ilvægt að börnin fyndu fyrir sem minnstu raski, en að það væri und- ir fullorðna fólkinu komið. „Það skiptir miklu máli hvernig við kynnum málið fyrir börnunum og æsum okkur ekki yfir því þó að við mætum erfiðum verkefnum sem við þurfum að leysa.“ Erla sagði viðtökur samstarfs- manna í Áslandsskóla hafa verið mjög góðar. Hún sagðist ekki mundu hafa afskipti af viðræðum milli ÍMS og bæjarins sem áttu sér stað í gær. „Það sem skiptir mestu máli er að sáttum verði náð og að við getum unnið vel saman, það er mikilvægast.“ Erla mun gegna starfi skóla- stjóra Áslandsskóla þar til nýr skólastjóri verður ráðinn, en starf- ið verður auglýst laust til umsókn- ar á næstunni, að hennar sögn. Erla er fjórði skólastjóri Áslands- skóla frá því hann hóf göngu sína síðastliðið haust. Skarphéðinn Gunnarsson, skóla- stjóri Áslandsskóla frá því í vor, og Böðvar Jónsson, formaður stjórnar ÍMS, vildu ekki tjá sig um málið í gær er Morgunblaðið leit- aði viðbragða þeirra við ákvörðun bæjarstjórnar. Bæjarlögmaður Hafnarfjarðar, Guðmundur Benediktsson, átti í gær fund með lögmanni ÍMS en hann sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki vilja tjá sig um fund- inn að svo stöddu. Hann sagði þó ráðgert að þeir myndu ræðast frekar við í dag og næstu daga. Spurður um næstu skref í mál- inu segir Guðmundur að bæjaryf- irvöld séu þeirrar skoðunar að yf- irtakan sé búin að eiga sér stað þó að hún sé ekki að fullu komin til framkvæmda, þar eð ÍMS séu enn í skólanum. Sagðist hann telja að þau mál ættu eftir að leysast. Samningurinn áfram í fullu gildi og ekki fallist á riftun Í bréfi sem Sunita Ghandi, fram- kvæmdastjóri ÍMS og Áslands- skóla, sendi bæjarstjórn Hafn- arfjarðar í gær fyrir hönd Íslensku menntasamtakanna er riftun samningsins við ÍMS og yfirtöku bæjarins á rekstri Áslandsskóla mótmælt sem lögleysu og að hún hafi engin réttaráhrif á samning aðila frá 11. maí 2001. Telja verði að sá samningur sé eftir sem áður í fullu gildi og bindandi fyrir báða samningsaðila og um það vísi í grundvallarreglum kröfuréttar um skuldbindingargildi samninga og efndaskyldu þeirra. Þá er rökstuðningi með sam- þykkt bæjarstjórnar mótmælt sem tilhæfulausum og að ákvæði 9. kafla samnings aðila skjóti ekki nokkurri stoð undir samþykktina. Skýrt sé kveðið á um réttarstöðu aðila komi til ágreinings vegna framkvæmdar samningsins. Einnig sé tilvísun í neyðarrétt fjarstæða sem eigi sér ekki lagagrundvöll. Bent er á að engar skriflegar kvartanir eða athugasemdir hafi heldur borist í tengslum við tillögu um fyrirvaralausa riftun samnings- ins. Í bréfinu segir meðal annars að samtökin hafi á grundvelli samn- ingsins fjárfest í tækjum, búnaði o.fl. til reksturs skólans og hafi lagt fram mikla vinnu og önnur framlög til að koma skólanum á legg. Gera megi ráð fyrir að áætl- aðar samningsgreiðslur til ÍMS vegna rekstrar skólans frá hausti 2002 til loka upphaflegs þriggja ára samningstíma verði u.þ.b. 300 milljónir króna. Þá er á það bent að skv. samningi við Hafnarfjarðarbæ sé ráðgert að samningstími geti orðið allt að 23 ár. Ekki komi ann- að til greina en að halda fullum efndum upp á Hafnarfjarðarbæ og verður ekki fallist á riftun samn- ingsins. Í bréfinu segir enn fremur að snemma í gærmorgun hafi óboðnir fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar kom- ið á vettvang ásamt „skólastjóra“ grunnskólans. „Ekki er ljóst hver réttarstaða þess aðila er, en sérstaklega skal bent á að skv. lögum nr. 78/2002 um réttarstöðu starfsmanna við að- ilaskipti að fyrirtækjum ber yf- irtökuaðila, ef því er að skipta, að virða ráðningarsamninga starfs- manna og geta aðilaskipti við þess- ar aðstæður ein og sér ekki leitt til uppsagnar starfsmanna. Tilnefning „annars skólastjóra“ fer því þvert gegn þeim lögum og telst vera al- gjör lögleysa.“ Hagnýta sér eignir ÍMS Í bréfinu er harðlega mótmælt að starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar fari um húsnæðið sem sé löglega í umráði annars aðila og hagnýti sér eignir ÍMS. Þá mótmæla samtökin „þeirri valdníðslu sem birtist í dæmalausri framgöngu bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar í máli þessu,“ að því er segir í bréfinu, og áskilja sér rétt til að leita eftir að fá staðfest fyrir dómstólum að riftunin sé ólögmæt. Þá er fullri ábyrgð lýst á hendur bæjaryfirvalda vegna „þeirrar röskunar sem orðið hefur á nem- endastarfi í skólanum í [gær] og vegna þeirrar smánar sem bæjaryf- irvöld hafa valdið og kallað yfir skólann og nemendur hans,“ segir þar. Tveir skólastjórar mættu til vinnu í Áslandsskóla í gærmorgun Íslensku menntasamtökin taka samningsrof ekki gilt FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jóhannes S. Kjarval Verið velkomin að skoða verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 10.00-18.00, á morgun kl. 10.00-17.00 og á sunnudag kl. 12.00-17.00. Seld verða rúmlega 160 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16sími 551 0400 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið á sunnudagskvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal. HLUTABRÉF í deCODE Genetics, móðurfélagi Ís- lenskrar erfðagreiningar, lækkuðu um 10,63% í gær og var lokagengið það lægsta síð- an bréfin voru skráð á Nasdaq- hlutabréfamarkaðinn í Banda- ríkjunum árið 2000, á útboðs- genginu 18 dalir. Lokagengið í gær var 1,85 dalir en var í fyrradag 2,09 dal- ir á hlut. Þetta er í annað skipti sem verð hlutabréfa í deCODE fer niður fyrir tvo dali á hlut en það gerðist fyrst í byrjun sept- ember sl. Samkvæmt stefnu Íslenskr- ar erfðagreiningar tjá tals- menn fyrirtækisins sig ekki um gengi hlutabréfa í de- CODE. Hlutabréf í deCODE í lægsta gildi STEFÁN Kristjánsson vann Tomas Oral í sjöttu og síðustu skák Hreyfilseinvígisins, sem tefld var í gær. Stefán vann Oral í 30 leikjum í mikilli sóknarskák. Var Oral með gjörtapað tafl þegar hann féll á tíma. Lokaúrslit einvígisins urðu þau að Oral hlaut 4 vinninga en Stefán 2. Hreyfilseinvígið Stefán vann síðustu skákina UPP úr hádegi í gær herti aft- ur á jarðskjálftahrinunni fyrir norðan land eftir nokkurt hlé. Skjálfti af stærðinni 3 á Richt- er-kvarða varð rétt fyrir klukkan 16, annar heldur öfl- ugri varð klukkan 19.44 og fjórum mínútum síðar mældist skjálfti upp á 3,8 á Richter. Að sögn Ragnars Stefáns- sonar jarðeðlisfræðings eru upptökin nú aðallega á tveim- ur stöðum, annars vegar á sama stað og upptök stóra skjálftans sl. mánudag og hins vegar um 20 km suðsuðaustur af þeim stað, eða um 20 km norður af Grímsey. Ragnar segir að um sé að ræða brota- hreyfingu djúpt í jarðskorp- unni og líkur hafi aukist á að annar skjálfti verði á þessum slóðum jafnstór þeim sem varð á mánudag en hann mældist 5,5 á Richter. Norðurland Herðir á skjálfta- hrinu STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.