Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Dóms- málaráð- herra heimsæk- ir Ísafjörð SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra var við vígslu á nýju húsnæði Héraðsdóms Vestfjarða í gær auk þess sem hún heimsótti fyrirtæki og stofnanir í bænum. Þá sótti hún hádegisfund í Fakt- orshúsinu í Hæstakaupstað með sjálfstæðismönnum í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík. Til fund- arins voru boðaðir bæjarfulltrúar, formenn sjálfstæðisfélaga og stjórnarmenn í fulltrúaráði og þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Sólveig heimsótti einnig fyrir- tækið Sindraberg sem framleiðir sushi til frystingar, Þróunarsetur Vestfjarða, sýslumannsembættið á Ísafirði og Gamla Apótekið. Myndin var tekin þegar Sólveig Pétursdóttir ávarpaði gesti í Hér- aðsdómi Vestfjarða í gær, þegar nýtt húsnæðis dómsins var tekið formlega í notkun. FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti í gær morgun Rannsóknarþing norðursins (Northern Research Forum) í Novgorod í Rússlandi. Þingið sækja um 200 fulltrúar, einkum frá Norðurlöndum, Rússlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í setningarfyr- irlestri sínum fjallaði forsetinn m.a. um verkefni þjóða á norð- urslóðum á nýrri öld og samstarf þeirra á sviðum viðskipta, menn- ingar og umhverfisverndar. Rannsóknarþing norðursins er samstarfsvettvangur vísindamanna og stjórnmálamanna á norðurslóð- um, allt frá Bandaríkjunum og Kanada í vestri um Norðurlönd og Eystrasaltslöndin til Rússlands í austri. Forseti Íslands var frum- kvöðull að þinghaldinu og það var fyrst kallað saman á Akureyri 2. – 4. nóvember árið 2000. Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar eru stjórnunarmið- stöð Rannsóknarþings norðursins en þingið er nú haldið í samvinnu við héraðsstjórn, héraðsþing og Háskólann í Novgorod. Meðal viðfangsefna á Rannsókn- arþinginu í Novgorod má nefna fyrirlestra og umræður um sam- eiginlega hagsmuni viðskiptalífsins á norðurslóðum, um mannauð á norðurslóðum, nýjungar í svæða- stjórnun og lærdóma sögunnar, allt frá tímum víkinga til samtíma. Ungir vísindamenn kynna rannsóknir sínar Þá munu ungir vísindamenn kynna rannsóknir sínar á sérstök- um fundum og fulltrúar um 30 fyr- irtækja sem starfa á norðurslóðum fjalla um þróun viðskipta á næstu árum. Auk forseta Íslands munu m.a. þeir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Benedikt Jónsson sendiherra Íslands í Rússlandi flytja erindi á Rann- sóknarþingi norðursins í Novgor- od. Rannsóknarþing norðursins fer fram í Rússlandi LÁRA Margrét Ragnarsdóttir, for- maður Íslandsdeildar Evrópuráðs- þingsins, var á dögunum skipuð skýrsluhöfundur Evrópuráðsþings- ins í málefnum Kalíníngrad-héraðs, og var í vikunni í Kalíníngrad, Varsjá, Vilníus og Brüssel að kynna sér stöðu ágreiningsefna Rússlands og Evrópusambandsins hvað varð- ar fólksflutninga rússneskra þegna milli Kalíníngrad og Rússlands. Skýrsla Evrópuráðsþingsins um Kalíníngrad verður lögð fram á sunnudaginn kemur og er lögð rík áhersla á að afgreiða vanda héraðs- ins á fundi Evrópuráðsþingsins sem fram fer í Strassborg í næstu viku. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins lagt til að íbúar Kalíníngrad-héraðs fái sér- stök vegabréf til þess að ferðast um Litháen og Pólland eftir að héraðið lokast svo að segja inni í Evrópu- sambandinu við inngöngu þessara þjóða. Rússar sætta sig ekki við þá lausn enda þurfi rússneskir þegnar sem ætla til Kalíníngrad eftir sem áður að sækja um sérstaka vega- bréfsáritun. Spurð um stöðuna nú segist Lára ekki hafa trú á öðru en að það muni finnast lausn á þessu sem allir geti sætt sig við. „En þetta tekur tíma og er mjög viðkvæmt. Og vitaskuld er Rússland eitt land þótt Kalínín- grad sé umlukið öðrum löndum og það er spurning hvort hægt er að veita sumum þegnum ríkisins meiri réttindi en öðrum, t.d. með sérstök- um vegabréfum.“ Lára Margrét segir að innan ESB sé lögð mikil áhersla á þessa vinnu vegna þess að Kalíníngrad- hérað verði eina svæðið innan landamæra Evrópusambandsins sem þó verði ekki í sambandinu. „Ég á að kynna skýrsluna fyrir stjórnmálanefnd Evrópuráðsþings- ins á sunnudaginn sem er mjög óvenjulegt en það er lagt fast að mönnum að þetta verði klárað á þessu þingi.“ Ýmsar hugmyndir reifaðar Lára segir ýmsar hugmyndir hafa verið reifaðar, t.d. að fólk ferð- ist í lokuðum lestum yfir landsvæði. Hún segir nokkra annmarka vera á þessari hugmynd, einkum er snerti almenn mannréttindi en ástæð- urnar séu einnig sögulegs eðlis; með þessum hætti hafi menn til að mynda ferðast til og frá Vestur- Berlín um Austur-Þýskaland á sín- um tíma. Lára Margrét segir að einnig hafi verið ræddar hugmyndir um sér- stök vegabréf sem væru aðveldari viðfangs en vegabréfsáritanir. „Það hefur einnig komið til tals að athuga hvort Rússar væru tilbúnir í það að fara í alþjóðlega samvinnu um út- gáfa vegabréfa til þess að auðvelda fólki aðgengi að landamærum því það tekur langan tíma að taka papp- íra, skoða þá að stimpla. Ég get ekki sagt eins og er hver niðurstaða mín verður en mér finnst frekar óeðlilegt að vera að halda úti gamaldags vinnureglum um útgáfu vegabréfsáritunar því við þær aðstæður myndast biðraðir og ekki frjálst flæði eins og vil vild- um gjarnan sjá. Á hinn bóginn verð ég að játa að ég hef ég ekki áhuga á að leggja fram skýrslu sem leggur stein í götu Pólverja og Litháa eða ann- arra þjóða á leið þeirra inn í vestur- evrópskt samstarf.“ Eyland í stækkuðu ESB Lára Margrét Ragnarsdóttir leggur fram skýrslu vegna Kalíníngrad LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum lagði hald á 250 grömm af hassi og handtók þrjá menn á þrítugsaldri vegna rannsóknar málsins í fyrri- nótt. Lögreglan telur að málið sé að mestu upplýst. Lögreglan fór um borð í flóabát- inn Baldur við komuna til Eyja frá Þorlákshöfn og leitaði þar í bifreið. Fíkniefnahundurinn Tanja fann þá hassið og var umráðamaður bifreið- arinnar handtekinn og settur í fangageymslu. Baldur er í förum milli lands og Eyja meðan Herjólfur er í viðgerð erlendis. Áætlað söluverð fíkniefnanna 750 þúsund krónur Í framhaldinu handtók lögreglan tvo menn til viðbótar og viðurkenndu hinir grunuðu aðild að málinu. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglunn- ar áður. Áætlað söluvirði fíkni- efnanna er um 750 þúsund krónur. Hassmál upplýst í Eyjum HREFNA Ólafsdóttir félagsráðgjafi segir að því hærri svarprósenta sem náist við gerð skoðanakannana, því marktækari verði niðurstöðurnar. Hrefna hefur gert rannsókn á tíðni misnotkunar barna á Íslandi sem bendir til þess að 17% barna séu mis- notuð fyrir 18 ára aldur og sagt var frá í Morgunblaðinu á þriðjudag. Í könnun Hrefnu svöruðu 50% þeirra sem fengu spurningalista sendan, sem þykir góð þátttaka í póstkönnun, sérstaklega um viðkvæmt mál af þessu tagi, að sögn Kristjönu Stellu Blöndal, aðstoðarforstöðumanns Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands. Hrefna segir að ekki sé hægt að fullyrða um heildina út frá niðurstöð- unum, en þær gefi ákveðnar vísbend- ingar. Flókið er að meta alla heildina út frá þeim helmingi sem svaraði. „Hvatinn til að svara svona könnun er kannski meiri ef maður hefur verið kynferðislega misnotaður en ef mað- ur hefur ekki orðið fyrir því,“ segir Hrefna, en bendir á að á móti komi að sumir vilji ekki muna eftir misnotk- uninni og rifja hana upp og veigri sér því við að svara könnuninni. Þorlákur Karlsson, framkvæmda- stjóri Gallup, segir að alltaf sé erfitt að ná mikilli svörun í póstkönnun. Hægt er að ná 65–70% svarhlutfalli í símakönnunum, en það er þó yfirleitt erfiðara nú en fyrir nokkrum árum að ná góðri svörun. Þar sem málefnið er viðkvæmt er mjög erfitt að gera könnun um tíðni kynferðislegrar mis- notkunar í síma. Hann segir að Gallup hafi fyrir tæpu ári gert könnun fyrir áfengis- og vímuvarnaráð, sem var bæði gerð símleiðis og í pósti. Ekki er hægt að fullyrða út frá þessari einu könnun en þar hafi færri svarað póstkönnuninni en símakönnuninni, eins og búist hafði verið við. Enginn marktækur munur var á svörunum þrátt fyrir mismunandi svarhlutfall. Þar var spurt um viðkvæmt málefni, þ.e. neyslu áfengis og vímuefna, þótt það sé ekki jafnviðkvæmt og misnotkun. Vinna við spurninga- listann tók mörg ár Hrefna vann í mörg ár við gerð spurningalistans áður en hann var sendur út, til að könnunin yrði sem marktækust varðandi orðalag og uppsetningu. Hún vann með fólki á hinum Norðurlöndunum að gerð spurninganna, þar sem til stóð að gera samnorræna rannsókn á kyn- ferðislegri misnotkun, en fallið var frá því þar sem ekki fékkst fjármagn til verkefnisins. Sömu spurningar og Hrefna notaði voru þó notaðar í könn- unum í Noregi og Danmörku. Hrefna segir að svarprósentan hafi verið mest í Danmörku, eða 66%, en þar sögðust 11% hafa verið misnotuð. Í Noregi var svarprósentan 48% og þar sögðust 14% hafa verið misnotuð. Hrefna segir erfitt að segja til um hvort tíðni misnotkunar mælist minni þar en hér vegna þess að fleiri svari könnuninni. Svarprósentan sé lægri í Noregi en hér, en misnotkunin mælist samt óalgengari. Hún segist hafa ákveðið að senda spurningalistana í pósti til að fólk gæti svarað spurningunum í ró og næði þegar því hentaði. Til að fá hærri svarprósentu voru send ítrek- unarbréf oftar en einu sinni. Kynferð- isleg misnotkun var skilgreind á sama hátt og í könnunum í Noregi og Dan- mörku, þ.e. að allt kynferðislegt at- hæfi milli fullorðinna og barna, hvort sem það gerist einu sinni eða oftar, teljist til mistnokunar. 50% svarhlutfall í rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa Gefur vísbendingar um tíðni misnotkunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.