Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES www.islandia.is/~heilsuhorn Styrkir beinin PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889. Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Fyrir húð, hár og neglur FULLTRÚAR íbúa Innri-Njarðvík- ur hafa afhent Heilbrigðisnefnd Suð- urnesja og bæjarstjóra Reykjanes- bæjar mótmæli vegna ólyktar sem stafar af starfsemi hausaþurrkunar Laugafisks ehf. í nágrenni íbúðar- byggðarinnar. Bæjarstjórinn tekur undir mótmæli íbúanna. Fyrirtækið hefur ákveðið að hætta rekstri á þessum stað og er verið að ganga frá samkomulagi við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja um að það fái örfárra mánaða frest til að leggja starfsem- ina niður. Undir mótmælabréf til yfirvalda skrifa 175 íbúar Innri-Njarðvíkur og það mun vera vel yfir 90% íbúanna. Í bréfinu eru ítrekuð fyrri mótmæli þeirra vegna þess sem þeir segja óviðunandi ástand vegna ólyktar frá starfsemi fiskþurrkunar Laugafisks, þungaflutninga vegna þeirra um íbúðarhverfi og almenns óöryggis vegna viðkomandi iðnaðarsvæðis. Erfitt að vera úti við Fram kemur að á meðan málið hafi verið í vinnslu hjá yfirvöldum hafi ástandið versnað. Meðal annars nefna íbúarnir að almenningsvagna þurfi að hreinsa að loknum flutningi starfsfólks þurrkunarinnar, oft sé lykt af fötum sem koma inn af snúr- um, óþefur af fötum barna sem leiki sér úti, börn í hverfinu hafi orðið fyr- ir aðkasti vegna lyktar í fötum þeirra og oft sé ófært að láta ungbörn sofa úti í kerrum. Fram kemur að íbú- arnir hafi á nýliðnu sumri ekki getað notið góða veðursins á veröndum sínum vegna óþefjar frá þurrkun- inni, þá hafi íbúar kvartað undan vanlíðan eftir að hafa verið úti við viðhald og hefðbundin sumarverk á eignum sínum og lóðum. Þá er einnig nefnt að fasteignaverð í hverfinu sé lægra en annars staðar í bæjarfélag- inu og sölumöguleikar lakari. Íbúarnir segjast vonast til að yf- irvöld sjái til þess að þeir fái notið þeirra umhverfisskilyrða sem við megi búast í nútíma samfélagi, eins og aðrir íbúar Reykjanesbæjar og vísa í því efni til jafnræðis íbúa bæj- arfélagsins. Loks er lögð áhersla á að iðnaðarsvæðið víki fyrir þjónustu- og íbúðarbyggð við endurskoðun á aðalskipulagi Reykjanesbæjar. Ekki hægt að mæla mengun Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur undir þau orð íbúa Innri-Njarðvíkur að sá fnykur sem komi frá hausaþurrkun- arverksmiðjunni sé algerlega óvið- unandi í mannabyggðum. Hann rifj- ar upp afskipti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og segist telja að það hafi sett fyrirtækinu eðlileg og sann- gjörn skilyrði. Hins vegar sé æski- leg, ef unnt reynist, að fyrirtækið geti lokað með sem minnstu fjár- hagslegu tjóni. Heilbrigðisnefnd og Heilbrigðis- eftirlit Suðurnesja hafa lengi haft málefni fiskþurrkunar Laugafisks til umfjöllunar. Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lisins, segir að það valdi vandræðum við eftirlit með fyrirtækjum í þessari grein að ekki sé hægt að mæla meng- un frá þeim. Óþægindi íbúanna séu háð huglægu mati. Hann segir þó að starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins hafi ítrekað komið á staðinn og stað- fest mengun. Hann tekur fram að það sé helgur réttur hvers manns að búa við hreint loft og heilnæmt um- hverfi. Í sumar, þegar mikil brögð voru að mengun frá fyrirtækinu, veitti Heilbrigðisnefndin Laugafiski áminningu vegna ítrekaðra brota á starfsleyfi og gaf stuttan frest til úr- bóta. Nefndin varð að afturkalla áminn- inguna í haust vegna mótmæla lög- manns fyrirtækisins þar sem hún taldi hugsanlegt að formgalli hefði verið á áminningunni. Hins vegar rann starfsleyfi fyrirtækisins út 1. september síðastliðinn en fyrirtækið hefur haldið starfsemi sinni áfram. Hefur fyrirtækið óskað eftir tíma- bundinni undanþágu frá umhverfis- ráðherra til að starfa án starfsleyfis en Heilbrigðisnefndin hefur lagst gegn slíkri undanþágu og krafist þess að starfsemi yrði hætt. Magnús segir að Laugafiskur hafi ákveðið að leggja niður starfsemina og séu viðræður í gangi um að það fái frest til að segja upp starfsfólki, flytja í burtu eignir og hreinsa upp eftir sig. Taldi hann að niðurstöðu væri að vænta mjög fljótlega og að fresturinn yrði í mesta lagi örfáir mánuðir. Um tuttugu starfsmenn eru hjá þurrkun Laugafisks. Árni Sigfússon játar því að sárt sé að sjá á eftir þess- um störfum, sérstaklega fyrir fólkið sem þau hefur unnið. Hins vegar þurfi fyrirtækið að uppfylla settar kröfur og ef það geti það ekki geti starfsemin ekki gengið þarna. Íbúar kvarta undan óþef frá fiskþurrkun Laugafisks Ljósmynd/Hilmar Bragi Inga Birna Kristinsdóttir og Árni Sigfússon ræða saman á skrifstofu bæjarstjóra eftir afhendingu mótmæla íbúa Innri-Njarðvíkur. Hætta starf- semi á næstu mánuðum Innri-Njarðvík „ÞAÐ er náttúrulega tómt rugl að vera að taka upp með hönd- unum. Alla vega er tímakaupið ekki hátt, miðað við verð á kart- öflum,“ sagði Ómar Ingason, bóndi á Neðri Dálksstöðum á Svalbarðsströnd, er ljósmyndari Morgunblaðsins kom við hjá hon- um í kartöflugarðinum. Hann var þar að taka upp ásamt fleira fólki. Ómar var þó ánægður með uppskeruna og þá var veðrið gott. Á myndinni eru f.v. Anna Bene- diktsdóttir, Júlíus Jónasson, Ingi Þór Ingimarsson og Sigurlaug Jónasdóttir. Fyrir aftan þau er Ómar bóndi. Morgunblaðið/Kristján Tíma- kaupið ekki hátt TILLAGA stjórnar Norðurlands- deildar SÁÁ, þess efnis að leggja deildina niður, var samþykkt á aðal- fundi Norðurlandsdeildar í vikunni. Í kjölfarið mun SÁÁ í Reykjavík taka yfir skuldir SÁÁN og persónu- legar ábyrgðir sem stjórnarmenn í deildinni höfðu skrifað upp á. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar stjórn- arformanns SÁÁ verður göngu- deildin á Akureyri rekin áfram með sama sniði en rekstur áfangaheim- ilisins Fjólunnar tekinn til endur- skoðunar. Þorgerður Þorgilsdóttir fráfar- andi formaður Norðurlandsdeildar sagði að ekki hafi verið annað í stöð- unni en að leggja deildina niður „en þetta voru ekki létt spor“. Fráfar- andi stjórn SÁÁN var jafnframt fal- ið að vinna að uppgjöri við fram- kvæmdastjórn SÁÁ, þar sem m.a. er miðað við að fjárhagslegum ábyrgð- um verði létt af stjórnarmönnum SÁÁN fyrir 1. október nk. og að vangoldin laun verði greidd fyrir sama tíma. Þorgerður sagðist helst hafa af því áhyggjur í framhaldinu, hver komi til með að fylgjast með starf- seminni á Akureyri í framtíðinni. „Aðalatriðið er að starfsemi göngu- deildar haldi áfram og við vitum ekki betur en að svo verði. Enda hefur göngudeildin skilað Norðlend- ingum miklu.“ SÁÁ tók yfir rekstur göngudeild- arinnar á Akureyri árið 1993 af SÁ- ÁN og samtökin tóku svo yfir rekst- ur áfangaheimilisins Fjólunnar um miðjan janúar sl. Rekstrarskuldir Fjólunnar eru um 4,5 milljónir króna og gerði SÁÁ það að skilyrði fyrir því að taka yfir þær skuldir, að Norðurlandsdeildin yrði lögð niður. Þórarinn sagði að þrátt fyrir þetta væri opið fyrir SÁÁ sem landssam- tök og fyrir fólk á Eyjafjarðarsvæð- inu að vinna að málefnum SÁÁ með ýmsum hætti. „Þótt þetta hafi nú farið svona, sé ég alltaf nýja byrjun í öllum endi. Og ég held að þegar frá líður verði betra fyrir fólk á Eyja- fjarðarsvæðinu að koma að því að efla starf SÁÁ án þess að vera með gamlar skuldir á bakinu.“ Þórarinn sagði að göngudeildin yrði rekin með óbreyttu sniði. „Þeg- ar farið var af stað með Fjóluna voru hugmyndir uppi um það að sambýlið væri fyrir fólk sem búsett er á Norðurlandi. En það hefur nú einhvern veginn farið þannig að fólkið á þessu svæði hefur ekki not- að sambýlið að neinu gagni. Þessi rekstur er því undir því kominn hvaða þjónusta er veitt hér á Reykjavíkursvæðinu. Það getur því brugðið til beggja vona með grund- völl fyrir rekstri Fjólunnar í fram- tíðinni. En það liggur ekkert fyrir með framhaldið,“ sagði Þórarinn. Norðurlandsdeild SÁÁ lögð niður Þetta voru ekki létt spor FÉLAG leikskólakennara, 6. deild FL og faghópur leikskólasérkennara standa fyrir fjölmennri ráðstefnu á morgun, laugardaginn 21. september. Ráðstefnan ber heitið „Gildi athugana og matsaðferða í leikskólastarfi“ og er haldin á Hótel KEA á Akureyri. Ráð- stefnan er öllum opin en færri komust að en vildu við skráningu. Tilgangur ráðstefnunnar er að varpa ljósi á mismunandi athugunar- og matsaðferðir og mikilvægi þeirra í leikskólastarfi. Náms- og kennslu- áætlanir í leikskólum eru byggðar á þeirri forsendu að leikskólabörn læri best í gegnum leik, óháð því hvort þau standi jafnfætis jafnöldrum sínum eða ekki, segir í frétt um ráðstefnuna. Til umfjöllunar verða meðal annars aðferðir til að meta stöðu, þarfir og framfarir leikskólabarna. Ráðstefna um leik- skólastarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.