Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 15
RÉTTAÐ verður í Þórkötlu-
staðarétt í Grindavík næstkom-
andi sunnudag. Féð kemur til
réttar um klukkan 15.
Gangnamenn leita Hraunsland,
Hálsa og Þórkötlustaðaland á
laugardag og reka safnið til Þór-
kötlustaðaréttar um klukkan 15 á
sunnudag.
Undanfarin ár hefur verið fjöl-
menni í réttum Grindvíkinga og
sérstæð réttarstemmning mynd-
ast.
Vonast heimamenn til að svo
verði einnig nú, en biðja fólk að
klæða sig eftir veðri.
Réttað í Þór-
kötlustaðarétt
Grindavík
GUÐBRANDUR Einarsson, Sam-
fylkingunni, gagnrýndi á síðasta
fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar
harðlega þá ákvörðun meirihluta
Sjálfstæðisflokks að breyta inn-
heimtu gjalds á forgangshópa í leik-
skólum bæjarins, sagði ákvörðunina
m.a. aðför að einstæðum foreldrum.
Sjálfstæðismenn sögðu gagnrýni
bæjarfulltrúans tilhæfulausa.
Skóla- og fræðsluráð Reykjanes-
bæjar lagði nýlega til breytingar á til-
högun á innheimtu forgangsgjalds í
leikskólum bæjarins. Innheimt verði
sama gjald af öllum en beiðnir um
niðurgreiðslur afgreiddar hjá leik-
skólafulltrúa bæjarins í samráði við
starfsmenn félags- og fjölskylduþjón-
ustu. Til skýringar var þess getið að
með þessu væri verið að koma á vand-
aðri vinnubrögðum við mat á einstak-
lingum sem eigi að njóta forgangs og
horft til sérstakra aðstæðna barns og
foreldra hverju sinni. Endurskoðun á
forgangshópum eigi að fara fram ár-
lega og þess gætt að fullrar sanngirni
gæti í forgangsröðun.
Tillagan var samþykkt samhljóða í
skóla- og fræðsluráði, meðal annars
af báðum fulltrúum Samfylkingar-
innar.
„Aðför að einstæðum
foreldrum“
Þegar hún kom til afgreiðslu hjá
bæjarstjórn í fyrradag varaði Guð-
brandur Einarsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar, sterklega við
henni. Hann lét bóka að fækkun
gjaldflokka úr tveimur í einn hefði
þau áhrif að einstæðir foreldrar
þyrftu að sækja um niðurgreiðslur
sem yrðu metnar af embættismönn-
um eftir reglum sem ekki hefðu verið
útfærðar. Tillagan væri því ekki full-
burða.
Hún var eigi að síður samþykkt
með atkvæðum fulltrúa meirihluta
Sjálfstæðisflokks gegn atkvæðum
Samfylkingar og Framsóknarflokks.
Í framhaldi af því sagði Guðbrandur
að tillagan væri atlaga að einstæðum
foreldrum í Reykjanesbæ og til þess
eins fallin að festa þá enn frekar í
greipum tekjutenginga og jaðar-
skatta.
Sjálfstæðismenn létu koma fram
að bókun Guðbrands væri í engu
samhengi við ákvörðunina og alger-
lega tilhæfulaus. Fram kom hjá þeim
að einstæðir foreldrar, námsmenn og
foreldrar sem búa við tímabundnar
eða varanlegar erfiðar aðstæður, svo
sem vegna veikinda eða atvinnumiss-
is, gætu nú í fyrsta sinn sótt um und-
anþágu og notið lægra gjalds.
Breyting á
innheimtu for-
gangsgjalds
leikskóla
Reykjanesbær
AFTUR í skóla er yfirskrift málþings
sem haldið verður í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja í Keflavík laugardaginn
21. september, frá klukkan 14 til 17.
Fjallað verður um það hvernig for-
eldrar, stórfjölskyldan og samfélagið
allt geta verið til hjálpar og bætt líðan
barna í skóla. „Það er staðreynd að
líðan barna og foreldra hefur áhrif á
námsárangur,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá aðstandendum málþingsins.
Einnig verður kynning á verkefninu
Nýja barnið – undirbúningur fyrir
foreldrahlutverkið frá Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja.
Á þinginu verða fluttir fyrirlestrar,
sýnd stuttmynd, námskeið kynnt og
efnt til umræðna í málstofum.
Allir eru boðnir velkomnir og er
endurgjaldslaus aðgangur. Barna-
gæsla verður á staðnum og boðið upp
á létta hressingu.
Að málþinginu standa foreldra-
félög grunnskólanna á Suðurnesjum
og njóta til þess stuðnings sveita-
félaga og fyrirtækja.
Málþing með
heitinu „Aftur
í skóla“
Suðurnes
♦ ♦ ♦