Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKIL gerjun á sér stað áraforkumarkaðnum hérá landi. Veitur hafa ver-ið að sameinast, áform eru uppi um að sameina RARIK, Norðurorku og Orkubú Vestfjarða með flutningi höfuðstöðva RARIK til Akureyrar og nýtt frumvarp til raforkulaga verið til umræðu á Al- þingi þar sem gefa á viðskipti með raforku frjáls og skilja á milli fram- leiðslu og dreifingar raforkunnar. Mismunandi afstaða til sameining- aráforma og frumvarpsins hefur komið fram, bæði milli landshluta, orkufyrirtækja og jafnvel innan sömu stjórnmálaflokka. Landshluta- samtök sveitarfélaga hafa t.d. flest sett sig upp á móti sameiningunni. Þá telja sumir að skipta eigi RARIK upp eftir landshlutum frekar en að sameina það einstökum fyrirtækj- um. Þessi gerjun gefur tilefni til að skoða nánar hlutverk RARIK og annarra orkufyrirtækja í einstökum landshlutum, hvernig og af hverju raforkulög koma til með að breytast og hvernig sameining orkufyrir- tækjanna gengur. Eigin orkuöflun RARIK tæp 15% Rafmagnsveitur ríkisins, RARIK, tóku til starfa árið 1947. Í núgildandi orkulögum, sem eru frá árinu 1967, segir í 61. grein um Rafmagnsveitur ríkisins að þær skulu hafa það verk- efni, annaðhvort einar sér eða í sam- vinnu við önnur fyrirtæki, að fram- leiða, dreifa og selja raforku, hvort heldur er í heildsölu eða smásölu á tilteknu orkuveitusvæði, enda gegni önnur héraðsrafmagnsveita ekki því hlutverki. RARIK á og rekur níu vatnsaflsvirkjanir víða um land og skiptist starfsemin upp í umdæmi eftir núgildandi kjördæmaskipan, að Reykjanesi, Reykjavík og Vestfjörð- um undanskildum þar sem Hitaveita Suðurnesja, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða ráða ríkjum. Virkjanir RARIK sjá fyrirtækinu fyrir tæplega 15% af þeirri raforku sem það selur í heildsölu þannig að 85% orkunnar eru keypt af Lands- virkjun. RARIK sér Vestlendingum alfarið fyrir raforku nema Skaga- mönnum sem kaupa af Orkuveitu Reykjavíkur eftir sameiningu við Akranesveitur. Á Norðurlandi vestra er RARIK eini seljandi raf- orku eftir að Rafveita Sauðárkróks var keypt sl. vetur. Tvö sveitarfélög á Norðurlandi eystra reka eigin raf- veitur, þ.e. Norðurorka á Akureyri og Orkuveita Húsavíkur. Norður- orka kaupir raforku að langmestu leyti af RARIK og Húsvíkingar um helming af sinni orkuöflun. Á Aust- urlandi selur RARIK raforku í heildsölu til Rafveitu Reyðarfjarðar en sér að öðru leyti um dreifinguna í því kjördæmi. Í Suðurlandskjör- dæmi situr fyrirtækið eitt að orku- dreifingu með þeirri undantekningu að selt er í heildsölu til Selfossveitna og Bæjarveitu Vestmannaeyja, sem í upphafi ársins sameinaðist Hita- veitu Suðurnesja. Í fyrrnefndum orkulögum segir ennfremur: „Til þess að ná tilgangi þessum hafa Rafmagnsveitur ríkis- ins heimild til hvers konar samninga við aðra aðila, enda sé í öllu fylgt fyr- irmælum laga þessara við gerð þeirra. Rafmagnsveitum ríkisins er heimilt að stofna og eiga hlut í fé- lögum sem hafa það að megintil- gangi að framleiða, flytja, dreifa eða selja orku.“ RARIK hefur einmitt verið að nýta sér þessa lagaheimild á síðustu árum og keypt nokkrar bæjarraf- veitur. Þá hefur fyrirtækið, bæði eitt og sér og í samstarfi við sveitarfélög, unnið að virkjunarrannsóknum til að auka eigin orkuöflun. Um er að ræða Villinganesvirkjun í Skagafirði, virkjun Hólmsár í Skaftártungu og jarðgufuvirkjun í Grændal skammt frá Hveragerði. Þessi áform eru af mismunandi ástæðum í nokkurri óvissu. Að sögn Kristjáns Jónssonar raf- magnsveitustjóra er verið að skoða Hólmsárvirkjun í samstarfi við Landsvirkjun, en sá kostur kom hvað best út í bráðabirgðaniðurstöð- um rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Skipulags- stofnun og umhverfisráðherra hafa lagst gegn framkvæmdum í Græn- dal og hið sama má segja um sveitar- félagið Skagafjörð varðandi Vill- inganesvirkjun. Kristján bendir á að með nýju raf- orkulagafrumvarpi séu tvö fylgi- frumvörp sem muni skipta RARIK miklu máli. Annars vegar snúist það um breytingu á RARIK yfir í hluta- félag og hins vegar um fjármögnun óarðbærra rekstrareininga í flutn- ingskerfinu, stundum nefnt fé- lagslegi þátturinn. Kristján segir að tekjur af sölu raforku í dreifbýli standi ekki undir tilkostnaðinum en með frumvarpinu sé vonast til þess að framtíðarlausn sé fundin. Gera á ráð fyrir ákveðnu fjármagni á ári til að standa undir þessum kostnaði, svonefndu jöfnunargjaldi. Hlutverk einstakra orkufyrirtækja Sem kunnugt er framleiðir Landsvirkjun langstærstan hluta af því rafmagni sem dreift er um land- ið. Selur fyrirtækið raforku til stór- iðju og almenningsveitna, auk þess sem það kaupir raforku frá Hita- veitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur, eða um 660 gígawatt- stundir (Gwst) á ári. Til samanburð- ar má geta þess að heildarraforku- framleiðsla Landsvirkjunar er tæplega sjö þúsund Gwst á ári. Á meðfylgjandi töflu sést hve mikla raforku fyrirtækið selur. Landsvirkjun hefur undirbúið sig fyrir breytingar á raforkumarkaði með stofnun sérstaks flutningssviðs fyrir tveimur árum þar sem rekstur þess hefur verið aðgreindur frá öðr- um rekstri. Hitaveita Suðurnesja, HS, var stofnuð af ríkinu og sveitarfélögun- um á Suðurnesjum fyrir tæpum 30 árum um byggingu og rekstur jarð- varmaveitu við Svartsengi. Framan af þjónaði veitan Suðurnesjamönn- um fyrst og fremst en starfsvæðið stækkaði í byrjun síðasta árs þegar sameining átti sér stað við Rafveitu Hafnarfjarðar í kjölfar þess að HS var breytt í hlutafélög. Bættust þá við Hafnarfjörður, Bessastaða- hreppur og hluti Garðabæjar. Enn stækkaði svæðið fyrr á þessu ári þegar Bæjarveitur Vestmannaeyja sameinuðust HS. Áður höfðu við- ræður einnig verið við Selfossveitur um sameiningu en samkomulag tókst ekki. Á starfssvæði HS eru nú rúmlega 40 þúsund manns. Orkuveita Reykjavíkur, OR, hef- ur í núverandi mynd verið starfandi frá ársbyrjun 1999 þegar Hitaveita og Rafmagnsveita Reykjavíkur sameinuðust. Fyrirtækið starfrækir 90MW gufuaflsvirkjun að Nesjavöll- um og sér Reykvíkingum, Mosfell- ingum, Seltirningum, Kópavogsbú- um, Akurnesingum og hluta Garðbæinga fyrir rafmagni. Alls búa á starfssvæði OR um 153 þúsund manns. Orkubú Vestfjarða, OV, hóf starf- semi sína árið 1978 með yfirtöku á nokkrum bæjarveitum og þeim hluta RARIK er starfaði á Vest- fjörðum. Frá miðju síðasta ári hefur verið starfrækt hlutafélag um OV eftir að ríkið keypti út hlut sveitarfé- laganna á Vestfjörðum. OV starf- rækir nokkrar vatnsaflsvirkjanir sem framleiða um rúman þriðjung þeirrar raforku sem seld er um Vestfjarðakjördæmið. Afgangurinn er aðallega keyptur af Landsvirkj- un. Norðurorka hefur verið starfandi frá því í ágúst árið 2000 þegar veitu- fyrirtæki Akureyrarbæjar voru sameinuð í eitt. Markmiðið með sameiningunni var að koma á fót öfl- ugu fyrirtæki sem myndi eitt og sér, í samvinnu við eða jafnvel samruna við önnur orkufyrirtæki standa að framleiðslu, flutningi og sölu á orku og vatni á Akureyri og annars staðar þar sem kaupendur finnast. Dreifing raforkunnar nú fer eingöngu fram innan marka Akureyrarbæjar og er að mestu leyti keypt í heildsölu af RARIK. Tafir á tilskipun ESB Frumvarp iðnaðarráðherra til raf- orkulaga er einkum til komið vegna tilskipunar Evrópusambandsins um innri markað raforku í ríkjum Evr- ópu, bæði innan ESB og á EES- svæðinu, auk þess sem stjórnvöld ákváðu að ráðast í brey skipulagi markaðarins til a meiri hagkvæmni í fra dreifingu og sölu á rafork varpið verður tekið fyrir a Alþingi þegar það kemur næsta mánuði. Samkvæmt ingum í tilskipun ESB átt búið að innleiða hana 1. júl ári en einhver töf verður sem frumvarpið hefur ek gegnum Alþingi. Núveran frumvarpsins miðar við að tekið gildi 1. janúar 2003 en setning getur breyst í m ráðuneytisins og Alþingis. festir Valgerður Sverrisdót arráðherra í samtali við blaðið en segir ólíklegt varpið muni taka öðrum ingum. Efnislega sé það ób síðasta þingi. Frumvarpið felur í sér endurskoðun á löggjöf um flutning, dreifingu og sölu Það var fyrst lagt fram til k á löggjafarþinginu 2000–20 að til iðnaðarnefndar sem til umfjöllunar. Það var svo að nýju á síðasta þingi með breytingum en var ekki afg Áðurnefnd tilskipun E kröfu um jafnrétti til vinns á raforku þannig að lagaleg anir standi ekki í vegi fy keppni. Til þessa hefur Al þurft að ákveða um vin orkufyrirtækja og iðnaðar þurft að ákveða röð virkj kvæmda. Í tilskipuninni er upptalning á þeim skilyrð hægt er að setja fyrir vinnsluleyfis og eiga þau s vera gegnsæ og hlutlaus. Í lagafrumvarpinu er gert rá í stað Alþingis sé það iðn herrans hverju sinni að ve fyrirtæki vinnsluleyfi og ákvörðun að byggja á skilyr skipun ESB. Sem dæmi u ingar er Landsvirkjun, sa gildandi lögum, skylt að næga raforku til að anna irspurn í landinu. Með nýju myndi þessi skylda falla gert ráð fyrir að lögmál um og eftirspurn fullnægi þörfu aðarins. Eitt flutningsfyrirt Í frumvarpinu er gert ráð að stofna sérstakt fyrir flutning á raforku frá virk dreifiveitna og stóriðjuve dreifiveiturnar síðan að sj dreifa rafmagninu innan svæðis, sbr. meðf. skýringa Fram hafa farið viðræ stofnun slíks flutningsfyr sérstökum starfshópi sem ráðherra skipaði. Segir í f inu að ráðherra eigi þó að Ra umd Samtök sveitarfé flestum landshlu hafa að undanfö ályktað um orku þar sem m.a. hefu ið skorað á iðnaða herra að hverfa fr irhugaðri samein RARIK, Norður og Orkubús Vestf Björn Jóhann Bj son skoðaði rafo markaðinn og ei frumvarp til nýrr orkulaga. Frumvarp til nýrra raforkulaga verður lagt KLÚÐRIÐ Í ÁSLANDSSKÓLA Sá hnútur, sem málefni Áslands-skóla í Hafnarfirði eru komin í,hlýtur að hafa afar slæm áhrif á skólastarfið og koma niður á bæði nem- endum og foreldrum þeirra. Því miður hillir ekki undir að deilum um skólann sé lokið. Samskiptaörðugleikar stjórnenda hafa sett mark sitt á málefni skólans frá upphafi, er Íslenzku menntasamtökin tóku við rekstrinum eftir að kennslu- þáttur skólastarfsins var boðinn út í tíð fyrrverandi bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Hitt er ljóst, að í Áslands- skóla hefur verið unnið að mörgu leyti gott starf og meirihluti nemenda og for- eldra þeirra verið ánægður með þá stefnu, sem þar hefur verið framfylgt. Þær deilur, sem upp komu nú í haust milli framkvæmdastjóra Íslenzku menntasamtakanna og skólastjóra Ás- landsskóla annars vegar og kennara við skólann hins vegar, eru auðvitað þess eðlis að þær standa öllu eðlilegu skóla- starfi fyrir þrifum. Að sjálfsögðu hljóta menn að gera þá kröfu til einkarekinna skóla að þeir uppfylli lög og reglur um skólastarf, rétt eins og skólar sem hið opinbera rekur. Aftur á móti hlýtur fólk að spyrja hvort nóg hafi verið reynt til að leysa deiluna og hvort þar hafi allir lagt sig fram; stjórnendur Íslenzku menntasamtakanna, kennarar við skól- ann og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði. Hvað þátt kennara varðar er ljóst að forysta Kennarasambands Íslands, sem var í nánu samráði við kennara Ás- landsskóla um aðgerðir þeirra, hefur frá upphafi verið á móti þeirri tilraun að fela einkaaðilum kennslu í skólanum. Vilji kennara til að ná samkomulagi virðist ekki hafa verið mikill, sem sést m.a. af því að ellefu þeirra sögðu upp störfum þrátt fyrir að stjórnendur skól- ans lýstu sig reiðubúna að ganga að öll- um kröfum þeirra. Jafnframt er ljóst að meirihluti Sam- fylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar vildi lítið reyna til að sætta að- ila, en tók feginshendi því tækifæri, sem gafst til að segja upp samningum við Íslenzku menntasamtökin, enda hefur það verið yfirlýst stefna Samfylk- ingarinnar að snúa aftur til hefðbund- ins bæjarrekstrar á skólanum. Sam- fylkingin hefur látið eins og eini kosturinn í stöðunni væri að breyta rekstrarformi skólans á nýjan leik. Þá líta menn framhjá því að samskiptaörð- ugleikar hafa oft komið upp í skólum á vegum hins opinbera, án þess að menn hafi talið að lausnin á þeim væri fólgin í að breyta um rekstrarform. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. júlí sl. voru samfylkingarmenn í Hafnarfirði hvattir til þess „að spyrja foreldra barna í Áslandsskóla álits, áð- ur en þeir reyna að snúa klukkunni í skólamálum aftur á bak“. Það er ljóst að það var ekki gert. Samkvæmt könnun þeirri, sem Gallup gerði fyrir Íslenzku menntasamtökin meðal foreldra barna í skólanum, telja rúmlega 60% að gefa hefði átt samtökunum meiri tíma til að leysa innanhússdeilur í skólanum og 62% telja að betra hefði verið að kanna vilja foreldra og nemenda skólans áður en bæjaryfirvöld gripu til aðgerða. Hitt er svo annað mál að úr því, sem komið er, gera forsvarsmenn Íslenzku menntasamtakanna skólastarfi í Ás- landsskóla líkast til lítinn greiða með því að neita að rýma til fyrir nýjum stjórnendum. Það er nauðsynlegt að sem fyrst skapist friður um skólann, hagsmuna nemendanna vegna. Deil- urnar eiga úr þessu heima hjá lögfræð- ingum, ekki innan veggja skólans. Þeir, sem áhuga hafa á að efla fram- tak, frumkvæði og fjölbreytni í skóla- starfi á Íslandi með því að ýta undir að einkaaðilar starfræki skóla, ættu ekki að láta klúðrið í Áslandsskóla draga úr sér kjark. Það er full þörf á að einkaað- ilar, t.d. samtök foreldra eða kennara, fái í auknum mæli tækifæri til að reka skóla og leyfa nýjum hugmyndum að blómstra, þótt ríki og sveitarfélög fjár- magni áfram skólastarf og marki því ramma. Meiri fjölbreytni þarf hins veg- ar að fylgja valfrelsi foreldra um skóla fyrir börn sín, eins og Morgunblaðið hefur fært rök fyrir. Segja má að það hafi verið gagnrýnisverðast við tilraun- ina í Áslandsskóla að hún skyldi gerð í hverfisskóla, sem foreldrar eiga í raun ekkert val um hvort þeir senda börn sín í eður ei. GRETTISTAK HRINGSINS Fyrir sextíu árum ákváðu konur í fé-laginu Hringnum að hefja söfnun fyrir byggingu barnaspítala. Þrjár Hringskonur reiddu af hendi fyrstu framlögin í barnaspítalasjóðinn í júní 1942. Nú sextíu árum síðar eru Hrings- konur enn að safna í sjóðinn af ótrúleg- um krafti en draumurinn um barnaspít- ala er jafnframt að verða að veruleika. Barnaspítalinn er risinn á Landspítala- lóðinni við Hringbraut og verður hann tekinn í notkun í byrjun næsta árs. Ber hann með réttu nafnið Barnaspítali Hringsins, líkt og barnadeild Landspít- alans hefur gert frá árinu 1965. Þegar ákvörðun var tekin um bygg- ingu spítalans fyrir átta árum hétu Hringskonur því að veita 100 milljónir króna til byggingarinnar. Fyrr á þesu ári gáfu þær spítalanum 50 milljónir króna til kaupa á rúmum og öðrum bún- aði og í gær afhentu þær Barnaspítal- anum 150 milljóna króna gjöf. „Hringskonur hafa ávaxtað vel þá fjármuni sem safnast hafa til að afla svo hárrar upphæðar,“ segir Áslaug Björg Viggósdóttir, formaður Hringsins, í Morgunblaðinu í gær. „Við erum að vonast til þess að það framlag sem við afhendum nú dugi til að ljúka spítalan- um þannig að allar deildir hans verði til- búnar þegar hann verður tekinn í notk- un í upphafi þessa árs.“ Þetta rausnarlega framlag til bygg- ingar barnaspítala endurspeglar hið fórnfúsa og aðdáunarverða starf sem unnið hefur verið af hálfu Hrings- kvenna allt frá stofnun félagsins árið 1904. Stofnandi félagsins, Kristín Vída- lín Jacobsons, strengdi þess heit, þar sem hún lá á sjúkrabeði í Kaupmanna- höfn, að hún skyldi gera það sem hún gæti til að liðsinna þeim sem efnalitlir væru og ættu í veikindum. Með þetta að leiðarljósi hafa þau hundruð kvenna, sem komið hafa að starfi Hringsins, unnið í 98 ár. Þær hafa með ákveðni og eljusemi safnað fé áratugum saman með jólakortasölu, jólabösurum, jóla- kaffi og happdrætti. Það starf hefur í gegnum árin skilað sér í betri heilbrigð- isþjónustu fyrir börn á Íslandi. Með gjöf sinni í gær hafa Hringskonur enn einu sinni lyft grettistaki í þágu sjúkra barna. Starf þessara merkilegu sam- taka verður aldrei þakkað nægjanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.