Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ U ndanfarna viku hef- ur komið skýrt fram hverjar eiga að verða helstu áherslur Samfylk- ingarinnar fram að kosningunum næsta vor. Bæði formaður flokks- ins og formaður ungliða í flokkn- um hafa í viðtölum síðustu daga gefið til kynna hvernig verði bar- ist. Aðferðin verður einföld; því verður haldið fram að nauðsyn- legt sé að skipta um forystu í rík- isstjórninni vegna þess að þar sitji hinn versti maður sem sýnt hafi í hverju málinu á fætur öðru að hann misbeiti valdi sínu. Dæmi um slík „mál“ eru nefnd til sög- unnar og er formaður ungliðanna jafnvel með vel æfða upptalningu „málanna“ og þylur hana upp sem sönnun þess að nauðsynlegt sé að skipta þeim formanni sem nú leiðir rík- isstjórn út fyrir sinn eig- in formann. Þess háttar árásir á for- sætisráðherra eru ekki nýjar af nálinni því andstæðingar hans hafa löngum barist gegn honum á slíkum forsendum einum saman. Þessi baráttuaðferð ber ekki nema hóflega mikinn vott um sterka málefnastöðu eða alvar- legan málefnalegan ágreining, enda segir formaður Samfylking- arinnar í nýlegu viðtali að ekkert meiri háttar sé að hér á landi. Þegar hin æfða upptalning á „málum“ þeim sem sögð eru tengjast misbeitingu valds for- sætisráðherra er skoðuð, kemur í ljós að þau mál eru samtíningur af veikburða samsæriskenningum með tilbúinni atburðarás. Þar er um það að ræða að gamlar kenn- ingar pólitískra andstæðinga, sem byggjast á einhverri blöndu af tilfinningu þeirra og þörf þeirra fyrir að sverta keppinaut- inn, hafa vegna sífelldrar end- urtekningar og þrátt fyrir skort á jarðtengingu öðlast einhvers kon- ar réttmæti í pólitískri umræðu spjallþátta og kaffihúsa. Það er rannsóknarefni hvernig þessar veikburða kenningar póli- tískra andstæðinga forsætisráð- herra hafa náð að breiðast út, en ef til vill er skýringin bara ódrep- andi áhugi manna á samsær- iskenningum, rökstuddum eða ekki. Þegar litið er á orð og gjörð- ir formanns Samfylkingarinnar er þó enn meira rannsóknarefni hvernig mönnum á þeim bæ dett- ur í hug að ætla að gera slíka um- ræðu að helsta kosningamáli komandi vetrar. Þegar misbeiting valds er annars vegar, er hætt við að fólki detti sá formaður í hug. Hann hefur nefnilega í gegnum tíðina sannanlega sagt og gert sumt af því sem samsæriskenn- ingasmiðir saka forsætisráðherra um. Þegar formaður Samfylking- arinnar bauð sig fram til borg- arstjórnar fyrir nokkrum árum lét hann eftirfarandi orð falla á kosningafundi fimm dögum fyrir kosningar: „Og svo ætlum við að byrja á því, sem við gerðum ekki illu heilli síðast, þegar við náðum borgarstjórnarmeirihluta, og það er að fæla alla embættismenn borgarkerfisins úr starfi. Mér er alveg sama hvert við sendum þá, í öskuna eða látum þá sópa götur eða bara rekum þá. Þeir unnu skemmdarverk á síðasta kjör- tímabili vinstri meirihlutans og burt skulu þeir.“ Þessum eft- irminnilegu hótunum neitaði for- maðurinn svo í sjónvarpsþætti kvöldið fyrir kjördag: „Nei, ég sagði þetta alls ekki. Ég sagði, ef í nauðir ræki í ýtrustu neyð, þá myndum við gera það.“ Ekki alllöngu eftir þetta var umræddur formaður orðinn um- hverfisráðherra. Ráðherranum mislíkaði orð eins af starfs- mönnum veiðistjóraembættisins, en starfsmaðurinn hafði lýst eigin skoðunum utan starfs síns. Haft er eftir fyrrverandi veiðistjóra að umræddur ráðherra hafi látið eft- irfarandi orð falla í samtali við sig á Þorláksmessu: „Þú stjórnar Arnóri. Ég stjórna þér. Þessi ráð- herra er ekki hræddur við að berjast. Ég minni þig á fram- kvæmdastjóra Náttúruvernd- arráðs, sem nú er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Gleðileg jól.“ Svo mörg voru þau orð, en ráð- herrann fyrrverandi sagði í viðtali síðar að hann minntist þessara orða ekki, þó hann kannaðist við að samtal hefði átt sér stað. Nýjasta dæmið um hugmyndir formanns Samfylkingarinnar um beitingu áhrifa sinna kom fram snemma á þessu ári þegar for- maðurinn sendi stjórnendum Baugs frægan tölvupóst þar sem skoðanir hans á helstu eigendum fyrirtækisins voru settar fram með ótrúlegu orðbragði þar sem hann hafði umbúðalaust í hót- unum við eigendurna. Ekki er rétt að fara út í orðavalið hér en ekki var hægt að skilja efnið öðruvísi en svo að formaður Sam- fylkingarinnar hefði ætlað að of- sækja viðkomandi einstaklinga það sem eftir væri. Að sögn þá- verandi stjórnarformanns fyr- irtækisins fylgdi formaðurinn bréfinu eftir með símtali sama efnis. Hætt er við að ef forsætisráð- herra hefði látið eitthvað í líkingu við þetta frá sér fara hefðu gagn- rýnendur hans loksins talið sig hafa fengið eitthvað bitastætt. Og það væri rétt, þeir hefðu þá loks- ins eitthvað annað en eigin sögur. Þeir töldu hins vegar ekki ástæðu til að hafa hátt um þennan tölvu- póst og hafa síðan jafnvel haldið áfram að spinna fjarstæðu- kenndar samsæriskenningar um meinta baráttu forsætisráðherra gegn þessu sama fyrirtæki en hafa ekkert fjallað um yfirlýstan fjandskap formanns Samfylking- arinnar! Fyrir áhugamenn um stjórn- mál er vonandi að Samfylkingin finni eitthvað í stefnuskrá sinni sem hún getur hugsað sér að nota í þeirri baráttu sem framundan er vegna alþingiskosninganna. Ef það tekst ekki hefur hlaupið á snærið fyrir áhugamönnum um samsæriskenningar og furðusög- ur og þeir munu þá fá mikið út úr opinberri umræðu vetrarins. Það er ef til vill ekki að undra að stuðningsmenn Samfylking- arinnar gera nú allt sem þeir geta til að skipta um formann en stuðningsmenn annarra flokka telja sig ekki þurfa á slíku að halda. Samsæris- kenningar „Hætt er við að ef forsætisráðherra hefði látið eitthvað í líkingu við þetta frá sér fara hefðu gagnrýnendur hans loksins talið sig hafa fengið eitthvað bitastætt.“ VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@ mbl.is AÐ margra dómi ræðst andstaða gegn aðild Íslands að ESB af sjávarútvegsstefnu sambandsins. Þetta er einum of þröngt sjónar- mið. Sjávarútvegsstefn- an er ekki eina hindrun- in, þótt ærin sé. Hún er ein af mörgum. Andstaðan gegn aðild að ESB grundvallast á rökum sem rúma stóran skala, öll stig fullveldis og sjálfstæðis í innan- lands- og utanríkismál- um. Andstaðan byggist á því að með aðild munu Íslendingar afsala full- veldi eða skerða það í stórum mæli á öllum sviðum ríkisvalds og þjóðrétt- inda. Lýðveldið Ísland yrði valdskert, pólitískt og stjórnarfarslega. Það hefði m.ö.o. ekki óskorað vald yfir löggjöf, dómum, stjórnarframkvæmd né samningum við erlend ríki. Þetta getur engum dulist. Lokastig „sam- runaferlisins“ er stofnun Bandaríkja Evrópu. Aðild að ESB bindur enda á fullveldi og sjálfstæði Íslands. Andstaða gegn aðild að ESB er m.ö.o. pólitísk í víðtækum skilningi. Stjórnmálaflokkar og stjórnmála- menn verða að taka afstöðu til ESB á pólitískum málefnagrundvelli. Í þessu stóra máli er ekki hægt að vera bæði með og móti. Enginn getur ver- ið í senn ríkjasambandssinni og full- veldissinni. Enginn stjórnmálaflokk- ur á að komast upp með það að boða samtímis sambands- eða bandaríkja- stefnu (federalisma) og fullveldis- stefnu. Slíkt hljómar eins og pólitísk- ur geðklofi. Lágmarkskrafa til stjórnmálamanna er sú að þeir við- urkenni að aðild að ESB leggur aðild- arríkjum á herðar pólitískar skyldur, sem ekki samrýmast einkennum full- valda ríkja. En hvers vegna er svo komið að íslenskir stjórnmálamenn ger- ast í vaxandi mæli fed- eralistar? Rangt er að nauður (óhjákvæmileg þróun) reki Íslendinga til að- ildar að ESB. Pólitísk nauðhyggja samtímans er sprottin af trú á þann falska nornadóm, sem segir að samruni Evrópu í eitt stórríki sé „örlagabundið ætlun- arverk Sögunnar“, yf- irbót syndaferils álf- unnar um aldaraðir, eitthvað sem mannkyn- ið fær ekki undan vikist. Hvað er hér á ferð? Hvers konar speki er þetta? Ný trúarbrögð? Ný- pápíska eða enn ein nýaldarkenning- in? Ekki dæmi ég um það. En hvað er þetta annað en hræðsla við framtíð- ina, hræðsla við að ganga gegn ímyndaðri pólitískri og efnahagslegri útskúfun, ef vikið er af vegi réttrar breytni? Sannleikurinn er sá að áróð- urinn fyrir „samrunaferli Evrópu“ er pólitískur rétttrúnaður (í bland við efnahagsnauðhyggju) og ber að svara með hliðsjón af því. Um nauð- hyggju marxisma og nýkapitalista má lesa í grein eftir John Gray í Mbl. 24.8. sl. Þögn alþingismanna Hér þurfa íslenskir stjórnmála- menn að taka sig á, ekki bara for- menn flokkanna, heldur aðrir for- ustumenn í stjórnmálum. Alþingismenn gegna mikilvægu hlut- verki, ekki síst í kjördæmum sínum og þingflokkum, að ekki sé minnst á miðstjórnir og flokksþing. Því miður hefur verið misbrestur á að alþing- ismenn og frambjóðendur ræði Evr- ópumál við kjósendur sína. Sú af- staða virðist hafa verið tekin í ríkisstjórnarflokkunum, ekki síst í Framsóknarflokknum, að gera Evr- ópumál ekki að kosningamáli 2003. Þó hafa þessi mál verið til umræðu í þjóðfélaginu í meira en áratug. Í hverjum mánuði ár eftir ár, ef ekki í hverri viku, hafa Evrópumálin verið til umræðu á vegum hvers kyns hags- munasamtaka. Sérhagsmunasam- tökin eru látin móta stefnuna, en flestir alþingismenn þegja þunnu hljóði. Í hinni víðfeðmu áróðursher- ferð Evrópusambandssinna er varast að tengja þessi mál „pólitík“. Þetta láta alþingismenn á sig ganga, bundnir drengskaparheiti gagnvart stjórnarskránni. Þeir ættu þó manna best að vita hvaða pólitísk áhrif fylgja í kjölfarið. Spurningin um aðild að Evrópu- sambandinu snýst um fullveldi og sjálfstæði Íslands. Að aftengja slíkt stórmál alþingiskosningum og þæfa það í einhverri hlutleysisvellu sér- hagsmunaaflanna gengur þvert gegn lýðræðinu. Afstaðan til ESB er stærsta mál næstu alþingiskosninga. Þverpólitísk þögn um slíkt mál er laumupólitík. Afstaðan til ESB er stærsta kosninga- málið 2003 Ingvar Gíslason Evrópumál Aðild að ESB bindur enda á fullveldi og sjálfstæði Íslands, segir Ingvar Gíslason. Lokastig „samruna- ferlisins“ er stofnun Bandaríkja Evrópu. Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra. DAGANA 20.–21. september verður landsfundur ungra vinstri-grænna haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík. Dagskráin hefst kl. 19 á föstu- dagskvöld með setn- ingu og í kjölfarið hefj- ast almennar stjórnmálaumræður. Fundurinn markar upphafið að formlegum undirbúningi ungs fólks í Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði fyrir komandi kosn- ingabaráttu sem án efa verður bæði hörð og spennandi. Opið málþing Að þessu sinni fáum við góða gesti frá Færeyjum á fundinn en það eru þær Lív Patursson, varafor- maður ungliðahreyfingar Þjóðveld- isflokksins, og Herit Helgadóttir sem einnig á sæti í stjórn ungra þjóðveldismanna. Þær munu m.a. taka þátt í sérstöku málþingi undir yfirskriftinni „Fullveldi, norræn samvinna og ESB“ sem er hluti af fundinum og hefst á laugardag kl. 15:30. Verður forvitnilegt að fá að kynnast sjónarhorni Færeyinga á þessum málum en sem kunnugt er stendur sú þjóð nú í harðri sjálf- stæðisbaráttu. Betur sjá augu en auga og þess má vænta að innlegg okk- ar næstu nágranna geti á vissan hátt auðgað umræðuna um þessi mál hér á landi. Málþingið er öllum op- ið. Þrátt fyrir að vera ungliðahreyfing yngsta stjórnmálaflokksins sem nú á fulltrúa á Al- þingi höfum við komið mörgu í verk á skömmum tíma. Samt sem áður er mikið verk að vinna í barátt- unni fyrir raunveru- legu velferðarsam- félagi, umhverfisvernd og friðsamlegri, siðlegri utanríkis- stefnu. Skilin eru stöðugt að verða skýrari milli ungra vinstri-grænna og annarra ungliðahreyfinga, ekki síst vegna vaxandi áherslu hinna flokkanna á ýmis frjálshyggjusjón- armið. Þau tvö ár sem liðin eru frá því að ungt fólk í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði myndaði með sér formleg samtök hafa verið skemmti- legur tími. Fjöldi fólks hefur komið til liðs við okkur og þannig styrkt starf eina raunverulega vinstri- flokksins í landinu. Nú styttist í kosningar sem munu ráða því hvort takist að tryggja félagshyggju- og umhverfissjónarmiðum nauðsynlegt vægi við stjórn landsins í stað hern- aðarhyggju, nýfrjálshyggju og rán- yrkju á náttúruauðlindum okkar. Við bjóðum alla þá sem vilja stuðla að slíkum breytingum velkomna í okkar hóp. Landsfundur okkar er tilvalið tækifæri fyrir nýja liðsmenn til að láta sjá sig og vera með í bar- áttu vetrarins frá byrjun. Landsfundur ungra vinstri-grænna Sigfús Ólafsson Landsfundur Fjöldi fólks hefur komið til liðs við okkur, segir Sigfús Ólafsson, og þannig styrkt starf eina raunverulega vinstri- flokksins í landinu. Höfundur er formaður ungra vinstri-grænna. „Hvað tekur við hjá Landsvirkjun ef af Kára- hnjúkavirkjun verður?“ Tómas Gunnarsson lögfræð- ingur skrifar um Landsvirkjun Á netinu Meira á mbl.is/Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.