Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SAMKEPPNISSTAÐA Íslands er góð í mörgum atvinnugreinum og umhverfi fyrirtækja hérlendis er með því besta sem gerist, samkvæmt niðurstöðu alþjóðlegrar samanburð- arrannsóknar KPMG á stofn- og rekstrarkostnaði fyrirtækja. Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á blaða- mannafundi í gær, er niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar, að þær sýndu að Ísland væri vel sam- keppnishæft. Þá sagðist hún vona að þessar upplýsingar verði til þess að fjárfesting erlendra aðila hér á landi aukist. Kanada efst og Ísland númer tvö Fjárfestingarstofan, sem starfar á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytsins, útflutningsráðs og Lands- virkjunar, fól KPMG að framkvæma rannsóknina. Verkefnið tók til 27 kostnaðarliða fyrirtækja í 87 borg- um í 7 Evrópuríkjum, Bandaríkjun- um, Kanada og Japan. Evrópuríkin eru Austurríki, Bretland, Frakk- land, Holland, Ísland, Ítalía og Þýskaland. Rannsóknin nær til 14 flokka atvinnugreina. Þeir eru: Framleiðsluiðnaður af ýmsu tagi, rannsókna- og þróunarstarfsemi, frumþróun hugbúnaðar, hönnun margmiðlunarefnis og heimasíðu- gerð, fjölnota þjónusta í verum, t.d. símsvörun og tölvuþjónusta, hýsing á vél- og hugbúnaði fyrirtækja/net- þjónabú og stoðtækjaframleiðsla. Fram kemur í niðurstöðum skýrslu KPMG að stofn- og rekstr- arkostnaður fyrirtækja er minnstur í Kanada, en Ísland og Bretland fylgja þar fast á eftir. Japan kemur verst út úr þessum samanburði. Varðandi Ísland vegur þungt að landið er í fyrsta sæti hvað varðar hugbúnað, rannsóknir og þróun, hýsingu vél- og hugbúnaðar, stoð- tækjaframleiðslu og lyfjafram- leiðslu. Ísland er hins vegar í með- allagi varðandi þjónustuver, tiltekna þætti efnaframleiðslu og málmiðnað- ar og neðarlega á listanum þegar kemur að plastvöruframleiðslu og framleiðslu á pökkuðum og þurrk- uðum matvælum, t.d. kex- og sæl- gætisframleiðslu. Samkeppnisstaða Íslands er því einkum góð í greinum sem byggjast á vel menntuðu vinnu- afli, t.d. í hátækni og rannsókna- og þróunarstarfsemi. Helsti styrkur Íslands samkvæmt rannsókninni er lágur launakostnður hjá sérhæfðu starfsfólki, hagstætt skattaumhverfi, lágur orkukostnað- ur, lóðakostnaður og húsaleiga. Helstu veikleikar eru hins vegar hár flutningskostnaður, byggingar- kostnaður og símakostnaður. Þá kemur fram í skýrslu KPMG að gengissveiflur stuðli að því að veikja rekstrarumhverfið hér á landi. Alþjóðleg rannsókn á stofn- og rekstrarkostnaði fyrirtækja Samkeppnisstaða Íslands góð AXEL Gíslason, for- stjóri Vátrygginga- félags Íslands, segir í samtali við Morgun- blaðið að ákvörðun hans um að óska eftir að láta af störfum teng- ist ekki beint nýorðnum breytingum á eignar- haldi VÍS. „Ég hafði fyrir löngu tekið þessa ákvörðun en tímasetn- ingin var eitthvað sem þurfti að ákveða. Tíma- setningin er að mínu mati góð. Ég vil skila af mér góðu búi. Félagið stendur afar vel, skilar góðum hagnaði og lokið er stórum áfanga sem var að skrá hlutabréf fé- lagsins í Kauphöll Íslands í júlí. Varð- andi breytingu á eignarhaldi má segja að það einfaldi málin að ákvörð- un mín liggi fyrir þegar ný stjórn tek- ur til starfa.“ Hluthafafundur VÍS verður haldinn kl. 17 í dag og þar verður ný stjórn kosin. „Persónulega er þetta mikil ákvörðun fyrir mig. Það er með sökn- uði sem ég fer frá VÍS um áramótin, en ég hlakka líka til að fá tíma og tækifæri til að sinna öðrum hugðar- efnum. Ég hef verið hjá félaginu frá því það var stofnað fyrir fjórtán árum og alls í stjórnunarstörfum í þrjátíu ár. Svo ef ég á að skipta um gír er ekki seinna vænna. Mig langaði til þess að það gæti orðið meðan heilsa og kraftar eru í góðu lagi og tók þá ákvörðun í samráði við fjölskyldu mína,“ segir Axel sem er 57 ára gamall. Hann segir ekki ákveðið hvað hann tekur sér fyrir hendur þegar hann hverfur frá VÍS. Axel segir að ákvörð- unin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég var búinn að ræða við stjórnar- formann félagsins fyrir tæpum tveimur árum að það gæti komið til að ég myndi óska eftir því að hætta fyrr en starfssamningur minn gerði ráð fyrir. Ég hef síðan verið að velta þessu fyrir mér um nokkurn tíma og ákvað nú að óska eftir að láta af störf- um.“ Tíðkast víða erlendis „Þetta er óvenjuleg ákvörðun í ís- lensku viðskiptalífi en það tíðkast víða erlendis að stjórnendur láti af störfum um eða fyrir sextugt. Ein ástæðan fyrir því að stjórnendur fyr- irtækja á Íslandi taka sjaldan svona ákvörðun gæti verið að menn hræðist umtal og að fólk haldi að þeir hafi ver- ið settir til hliðar. Annars staðar þyk- ir þetta víða sjálfsagt og stjórnendum er oft gefinn kostur á að minnka við sig eða starfa lengur við minna krefj- andi störf. Hjá mér er þetta ekki flók- ið mál heldur bara ákvörðun um að vilja gera lífsstílsbreytingu og skipta um gír.“ VÍS var stofnað við sameiningu vá- tryggingastarfsemi Samvinnutrygg- inga og Brunabótafélags Íslands í þeim tilgangi að efla starfsemi félag- anna á vátryggingamarkaði og ná fram aukinni hagkvæmni og arðsemi í rekstri. Hagnaður félagsins eftir skatta var á síðasta ári 684 milljónir króna og heildareignir VÍS 30. júní sl. námu 23,7 milljörðum króna. Hlutabréf VÍS voru skráð á til- boðsmarkaði Kauphallar Íslands í júlí sl. og er áætlað markaðsverðmæti fé- lagsins miðað við nýlegar stórar sölur hlutabréfa um 14 milljarðar króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Þar þakkar stjórn félagsins einnig Axel Gíslasyni afar farsæl störf hans í þágu félags- ins, hluthafa þess og starfsmanna. Axel Gíslason Axel Gíslason óskar eftir að láta af störfum sem forstjóri Tengist ekki breyting- um á eignarhaldi VÍS HÆTT hefur verið við að leyfa fólki úr kínversku hugleiðsluhreyfingunni Falun Gong að taka þátt í menning- arhátíðinni Asian Comments sem hefst í vikunni í Kaupmannahöfn, að sögn dagblaðsins Politiken. Blaðið segir að talsmenn kínverska sendi- ráðsins í Danmörku hafi lýst óánægju með að fulltrúum hreyfing- arinnar skyldi vera boðið að vera með jafnvel þótt eingöngu væri um dansatriði að ræða. Falun Gong var bannað í Kína 1999 og hafa liðsmenn hreyfingarinnar, sem sagðir eru skipta tugum milljóna, verið ofsóttir í landinu. Segja stjórnmálaskýrend- ur að ástæðan sé ótti kommúnista- flokksins við að hreyfingin geti orðið keppinautur um hylli almennings. Menningarhátíðin er haldin í sam- starfi Miðstöðvar fyrir menningar- samvinnu, CKU, Kaupmannahafn- arborgar og danska utanríkisráðu- neytisins. Ákvörðunin um að meina Falun Gong þátttöku er gagnrýnd á þingi. „Það er alger óhæfa og mjög í ósamræmi við danskar hefðir ef kín- versk stjórnvöld hafa fengið að beita ritskoðun gegn danskri menning- arhátíð,“ segir Peter Skaarup, sem er talsmaður Danska þjóðarflokks- ins í dómsmálum. Hann hefur beðið Per Stig Møller utanríkisráðherra, sem er úr Íhaldsflokknum, að gera grein fyrir þætti kínverskra stjórn- valda í málinu en Danski þjóðar- flokkurinn veitir minnihlutastjórn borgaraflokkanna stuðning á þingi. Anne Bastrup, sem er formaður dómsmálanefndar þingsins og úr Sósíalíska þjóðarflokknum, segir það vera „mjög óþægilegt ef danskir ríkisborgarar liggja undir þrýstingi frá stjórnvöldum í Kína“. Politiken tókst ekki að fá Stig Møller til að tjá sig um málið í gær og heldur ekki fulltrúa kínverska sendiráðsins. Olaf Gerlach, stjórnandi CKU, segir að kínversku sendiráðsmenn- irnir hafi verið „mjög áhugasamir“ en þeir hafi látið skýrt í ljós andúð á að Falun Gong fengi að vera með. Hann vísar samt á bug að hætt hafi verið verið við að bjóða Falun Gong- fólkinu vegna þrýstings frá sendi- ráðinu. Gerlach segir að menn hafi hins vegar ekki viljað að pólitískur áróður tengdist hátíðinni. Talsmenn Falun Gong-manna í Danmörku segja að þeir hafi gert sér grein fyrir því að um menning- arhátíð væri að ræða. „Við sögðum CKU að við myndum sleppa því að koma með dreifimiða eða fána, ef þeir settu það sem skilyrði fyrir þátttöku okkar,“ segir talsmaðurinn, Marco Shu. Falun Gong í mótvindi í Danmörku Meinuð þátt- taka í menn- ingarhátíð Þingmenn segja óhæfu að Kínastjórn geti beitt danska borgara þrýstingi MOISE Lida Kouassi, varnarmála- ráðherra Fílabeinsstrandarinnar, sagði síðdegis í gær að herinn hefði „stjórn á ástandinu“, í kjölfar blóð- ugrar uppreisnartilraunar innan hersins, sem opinberlega var kölluð tilraun til valdaráns. Fullyrt er að a.m.k. 80 manns hafi fallið. Ráðherrann sagði í sjónvarps- ávarpi að enn gætti andspyrnu „í af- mörkuðum reitum“ í borginni Bouake í miðju landinu og bænum Korhogo í norðurhlutanum. „Herinn hefur náð stjórn á ástandinu. Herlögregluskól- inn og herlögreglubúðirnar í Agban (sem eru í Abidjan) eru aftur á okkar valdi. Allur heraflinn tekur þátt í að- gerðunum,“ sagði Kouassi. Hann lét þess þó ógetið í ávarpinu að Robert Guei, fyrrverandi forseti landsins, hefði verið drepinn eins og vitni fullyrða að hafi gerzt. Stjórnvöld á Fílabeinsströndinni hafa sakað stuðningsmenn Gueis um að standa að þessari nýjustu upp- reisnartilraun, en upptökin að henni áttu 700–800 hermenn í herdeild sem sagt er að hafi staðið til að leggja nið- ur á næstu mánuðum. Í ávarpi ráðherrans var heldur ekki minnzt á örlög Emile Boga Dougou innanríkisráðherra, þungavigtar- manns í ríkisstjórninni, en uppreisn- armenn gerðu árás á heimli hans í gærmorgun og var uppi sterkur orð- rómur um að hann hefði beðið bana. Uppreisnar- tilraun á Fíla- beinsströndinni Abidjan. AFP. AP Tveir lögreglumenn hlýða á fréttir af átökunum í Abidjan í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.