Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 42
Þakklæti fyrir frábæra þjónustu ÉG fer stundum út að borða í hádegishlaðborð í Skrúð á Hótel Sögu. Þvílík dýrð og þvílík dásemd. Maturinn er fyrsta flokks, starfsfólkið er fyrsta flokks, allt 100%. Ég þakka innilega fyrir mig. Stella. Brottkast á fiski ÉG sting niður penna til að taka þátt í umræðunni um brottkast á fiski. Það er ein hlið á þessu máli sem hvergi hefur komið fram. Það er óvirðing við lífverur að henda óskemmdum mat. Manninum ber að fara gæti- lega með auðlindir jarðar og sýna þeim lífverum virðingu sem deila hnettinum með honum. Garðar Sölvi Helgason öryrki. Fyrirspurn GETUR Ríkissjónvarpið endursýnt norsku myndina um norska karlakórinn sem sýnd var mánudagskvöldið 16. september? Ánægður áhorfandi. Pennasöfnun ÉG vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra fyr- irtækja og einstaklinga sem hafa sent mér penna. Alltaf er pláss fyrir meira. Þetta er tómstundagaman hjá mér. Þegar maður er í hjólastól kemst maður nú harla lítið, sérstaklega á veturna og þá er gott að hafa eitthvað að dunda sér við. Kær kveðja til allra. Helga Bergmann, Hátúni 12, Rvík. Allir lokaðir ÉG vil upplýsa borgara sem skrifar í Velvakanda sl. þriðjudag um næturklúbba í miðbænum að það er búið að loka þeim öllum. En ég sé eftir þeim. Jóhann. Slæm sala ÞAÐ hefur verið í fréttum að norskur listamaður hafi gert tilboð í Esjuberg (gamla borgarbókasafnið). Finnst mér það slæmt ef þetta fallega og sögufræga hús verður selt útlendingi. Lesandi. Tapað/fundið Budda týndist GRÆNBLÁ budda með út- saumuðu blómi týndist um helgina, líklega á Café Amsterdam eða í Select á Vesturlandsvegi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 483 3626 eða 869 5823. GSM-sími týndist GSM-sími, 5210, appelsínu- gulur, týndist aðfaranótt laugardags fyrir framan Hljómalind á Laugavegi eða á planinu fyrir framan 10– 11 í Lágmúla. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 565 3932. Spóla úr myndbands- upptökuvél týndist SPÓLA (8mm) úr mynd- bandsupptökuvél tapaðist nýlega, líklega á svæði 108. Skilvís finnandi vinsamleg- ast hafi samband í síma 869 5586. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR kassavanir og keln- ir kettlingar fást gefins ásamt 8 mánaða læðu. Frekari upplýsingar fást í síma 697 3761 og 661 8019. Tvær kisur vantar heimili EINS og hálfs árs högni, svartur og hvítur, og fjög- urra og hálfs mánaðar læða, svört og hvít, systkini, óska eftir góðu heimili vegna flutnings eiganda til út- landa. Þurfa ekki að fara saman. Upplýsingar í síma 867 3030. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Nuka Arctica kemur og fer í dag. Skjold, Tensho Maru og Daian Maru koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Haslo kom í gær. Mána- foss og Ottó N. Þorláks- son fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 14 bingó. Árskógar 4. kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan, kl. 10–16 púttvöllurinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16, hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 13–16 spilað. Félagsvist kl. 13.30, helgistund kl. 10. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánudaga og fimmtu- daga. Laugard.: kl. 10–12 bókband, línudans byrjar 5. okt. kl. 11. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Púttað er annan hvern fimmtu- dag á Korpúlfsstöðum kl. 10 og annan hvern fimmtudag er leikin keila í Keilu í Mjódd. Þriðjudagar: kl. 9.45 og föstudagar kl. 9.30 vatns- leikfimi í Grafarvogs- laug, byrjar þriðjudaginn 1. október. Síðasta mið- vikudag í hverjum mán- uði eru haldnir fræðslu- og skemmtifundir í fund- arsal Miðgarðs í Langa- rima 21. Upplýsingar í s. 545 4500. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leirnámskeið byrjar 23. sept. og snyrti- námskeið 30. sept. Tré- smíði, nýtt og notað, byrjar 30. sept. kl. 14. Handavinnuhornið. Spænskan byrjar föstud. 27. sept. Bútasaumur byrjar 3. okt. og postu- línsmálun 10. okt. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, hár- greiðslustofan opin kl. 9– 16.45 alla daga nema mánudaga. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Almenn- ur félagsfundur verður í félagsheimilinu Gull- smára, laugard. 21. sept- ember kl. 14. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hár- snyrting, kl. 10–12 versl- unin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13. Opið hús, spilað á spil. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30, brids kl. 13.30, pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Á morgun morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firð- inum kl. 9.50. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Fyrirhugað er að halda námskeið í framsögn ef næg þátt- taka fæst. Leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Haustlitaferð á Þingvelli 28. september. Nesjavallavirkjun heim- sótt. Kvöldverður og dans í Básnum. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir o.fl. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl.9–16.30 opin vinnu- stofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönu- hlaup leggur af stað, kaffi á eftir göngunni, all- ir velkomnir, kl. 14 brids og spilamennska. Sviða- veisla verður 20. sept. kl. 12. Gerðuberg Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 sund- og leikfimiæf- inar í Breiðholtslaug, kl. 10 boccia, frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14. kóræfing, kl. 16 opnuð myndlistarsýning Brynju Þórðardóttur. Gerðubergskórinn syng- ur, Vinabandið spilar. Veitingar í Kaffi Bergi. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9. 15 ramma- vefnaður, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistarhópur, laus pláss í leikfimi, postulínsmálun og ensku. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 14 spilað bingó, allir velkomnir. Kaffiveitingar. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 mæðra- morgunn, fótaaðgerðir, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10–11 boccia. Mósaíknámskeið hefst þriðjud. 1. okt. kl. 13–17, kynningartími verður 24. sept. frá kl. 13. Leiðbein- andi Áslaug Benedikts- dóttir. Uppl. hjá Birnu s. 568 6960. Norðurbrún 1 og Furu- gerði 1. Haustlitaferð á Þingvelli verður farin fimmtud. 26. sept. Lagt af stað frá Norðurbrún 1 kl. 12.45, síðan teknir far- þegar í Furugerði 1. Kaffiveitingar í Hótel Valhöll. Ekið verður í gegnum Grímsnes og Hellisheiðin heim. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson. Skráning í s. 568 6960 Norðurbrún og s. 553 6040 Furugerði. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrý dans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Hall- dóru, rjómapönnukökur og fleira heimabakað meðlæti með kaffinu, all- ir velkomnir, kl. 14–15 fé- lagsráðgjafi á staðnum. Haustlitaferð verður miðvikud. 25. sept. kl. 10. Steina- og íþróttasafnið á Akranesi skoðað, Byggðasafnið opið. Létt- ur hádegisverður í Hreðavatnsskála, súpa brauð og kaffi. Ekið að Paradísarlundi og foss- inn Glanni skoðaður. Komið við í Borgarnesi á heimleið. Leiðsögumaður Nanna Kaaber. Far- miðar óskast sóttir fyrir mánud. 23. sept. Glerlist- arnámskeið byrjar 10. október, leiðbeinandi Ás- laug Benediktsdóttir. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fann- borg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag fráskilinna og ein- stæðra. Fundur á morg- un kl. 21 í Konnakoti Hverfisgötu 105. Digraneskirkja Kirkju- starf aldraðra, starfið hefst með ferðalagi þriðjud. 24. sept. Farið verður með Guðrúnu Ás- mundsóttur á slóðir Ein- ars Benediktssonar, lagt af stað frá kirkjunni kl. 13, áætluð heimkoma kl. 22. Skráning hjá Önnu s. 554 1475. Starf aldraðra í Bú- staðakirkju, hauststarfið byrjar með haustlitaferð miðvikud. 25. sept., farið frá kirkjunni kl. 13.15, skráning fyrir 24. sept. hjá kirkjuvörðum s. 553 8500. Háteigskirkja eldri borgarar. Kl. 13 pútt, spil og spjall. Hallgrímskirkja eldri borgarar. Leikfimi alla þriðjudaga og föstudaga kl. 13 í umsjón Jóhönnu Sigríðar Sigurðardóttur sjúkaraþjálfara. Spilað og spjallað. Allir vel- komnir. Uppl. veitir Dag- björt s. 510 1034. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Sunnud. 6. okt. verður opið hús í Húnabúð kl. 13.30, fjöl- breytt dagskrá og kaffi- veitingar. Nánar kynnt síðar. Í dag er föstudagur 20. september, 263. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lúk. 13, 24.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 veglynd, 8 súld, 9 málm- ur, 10 askur, 11 víðan, 13 galdrakerlinga, 15 sorg- mædd, 18 safna saman, 21 stormur, 22 gleðjist yf- ir, 23 peningum, 24 valdagræðgi. LÓÐRÉTT: 2 bárum, 3 eyddur, 4 höndin, 5 kaldur, 6 guðir, 7 þrjóska, 12 óhljóð, 14 slöngu, 15 sjó, 16 ekki eins gamalt, 17 rist, 18 fugl, 19 mikill sigur, 20 sárt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 nepja, 4 segja, 7 grófa, 8 opinn, 9 lap, 11 iðan, 13 saur, 14 okans, 15 holt, 17 skel, 20 man, 22 niðja, 23 ýlfur, 24 agnar, 25 trimm. Lóðrétt: 1 negri, 2 prófa, 3 aðal, 4 skop, 5 geiga, 6 annar, 10 apana, 12 not, 13 sss, 15 henta, 16 liðin, 18 kefli, 19 lærum, 20 maur, 21 nýtt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... FLUGLEIÐIR gáfu í fyrradag útfréttatilkynningu, þar sem það var harmað að íslenzkar flugfreyjur í dökkbláum búningum voru sýndar í óviðurkvæmilegu ljósi í nýjum þætti af Sopranos, sem samkvæmt frétt- um mun hafa slegið öll áhorfsmet í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Í þættinum munu íslenzku flugfreyj- urnar hafa átt að taka þátt í vafa- sömum gleðskap með nokkrum sögupersónum myndaflokksins. Vík- verji getur tekið undir að þetta er ekki gott fyrir flugfélagið eða Ísland. En hverjir hafa verið einna ötulastir að ýta undir þá ímynd á alþjóðavett- vangi að íslenzkt kvenfólk sé létt á bárunni? Eru það ekki einmitt Flug- leiðir, sem æ ofan í æ hafa dottið í þann pytt í markaðssetningu sinni? Kannski passa Flugleiðamenn sig ögn betur úr þessu að sýna íslenzku kvenþjóðina ekki í óviðeigandi ljósi, fyrst markaðsbrögð þeirra eru farin að hitta þá sjálfa og starfsfólk fé- lagsins svo óþyrmilega fyrir. x x x Í TILEFNI af skrifum um Síríus70% súkkulaði sl. föstudag hefur Víkverja borizt bréf frá Gunnari Sig- urgeirssyni, markaðsstjóra Nóa-Sí- ríus. Gunnar upplýsir að súkkulaðið góða hafi komið á markaðinn í byrj- un ágúst. „Varan mun verða kynnt á næstu vikum enda erum við vissir um að fleiri en Víkverji kunni að meta súkkulaði með miklu kakóinni- haldi,“ segir Gunnar. Í pistlinum nefndi Víkverji að langt væri síðan vefur Nóa-Síríus hefði verið uppfærður og þar er Gunnar einnig með svör á reiðum höndum: „Varðandi heimasíðuna þá er því til að svara að ný heimasíða Nóa-Síríus er í vinnslu og mun hún verða opnuð á næstu vikum. Þá verður okkur gert auðveldara að uppfæra síðuna frá því sem nú er og upplýsa okkar viðskiptavini um hvað sé á döfinni.“ Víkverji þakkar skjót og greinargóð svör. x x x REYKJAVÍK hefur stækkaðótrúlega hratt á undanförnum áratugum. Ýmsir Reykvíkingar, sem ólust upp í eldri hverfum borgarinn- ar, eiga erfitt með að samþykkja að nýju hverfin tilheyri Reykjavík í raun og veru og hafa gjarnan skil- greint þau með landsbyggðinni, eða þá útborgum Reykjavíkur á borð við Kópavog og Garðabæ. Svo fer eftir víðsýni manna og kannski hversu stór Reykjavík var í barnæsku þeirra hvort þeir draga „borgar- mörkin“ við Lækinn, Snorrabraut, Lönguhlíð, Kringlumýrarbraut eða Elliðaár (austar en það eru menn trauðla tilbúnir að teygja sig, séu þeir á annað borð svona þenkjandi). Þessi afstaða hefur löngum verið kennd við hroka og þess vegna varð Víkverji hissa þegar hann átti leið um hið nýja Grafarholtshverfi á dög- unum og rakst á vísbendingar um að jafnvel yfirvöld gatnamála í Reykja- víkurborg teldu þetta nýja hverfi ekki hluta af borginni sjálfri. Eða hvernig eiga menn að skilja skiltin, sem eru við mislægu gatnamótin við Vesturlandsveg og benda fólki til Reykjavíkur? Á skiltunum stendur ekki Reykjavík-miðborg, ekki Reykjavík-vestur, heldur bara Reykjavík. Það gefur ekki til kynna að maður sé staddur í Reykjavík – eða hvað? Gulfættar hvítar kindur kannastu nokkuð við þær gróður í geira bindur ganga þær tvær og tvær. Fótsporin hvítra kinda klöppuðu í fjöllin slóð gangskör og grænum linda gekk hún með vorri þjóð. Þetta er brot úr fallegu ljóði um blessaða sauð- kindina. Ef einhver kannast við þetta og veit hver er höfund- urinn er hann beðinn að hafa samband við Kristbjörgu í síma 557-8005. Kannast einhver við ljóðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.