Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÁHERSLUR í skriftarkennslu hafa að mati Margrétar Eiríksdóttur, grunnskólakennara í Vogaskóla, orðið til þess að færri eru vel skrif- andi en áður. Hún segir að nú sé lögð meiri áhersla á að börn semji og skrifi sem mest án þess að kennari sé endilega að fetta fingur út í skriftina. Auk þess hafi formskrift verið tekin upp í stað lykkjuskriftar í skólum um miðjan níunda áratuginn og síðar svokölluð ítölsk skrift, sem sé sein- skrifuð og fljóti illa. „Gamla lykkju- skriftin er kannski ekki eins falleg, en hún flýtur miklu betur. Þar af leiðandi finnst mér fleiri vera illa skrifandi með ítölsku skriftinni.“ Breytingin hafi átt að vera til ein- földunar, en gallinn sé sá að mörg börn geti ekki lesið skrift foreldra sinna því lykkjuskrift fullorðinna sé svo ólík því sem þau hafi lært. Börn ólæs á skrift for- eldranna  Dregið til stafs/B7 SKAFTÁRHLAUP náði hámarki í fyrrinótt og náði rennslið þá um 650 rúmmetrum á sekúndum. Gert var ráð fyrir að hámarksrennsli yrði talsvert meira en ekki er vitað hvers vegna sú spá brást. Skjálftamælar námu gosóróa í Skaftárjökli síðdegis í gær og segir Páll Einarsson, prófessor hjá Jarð- eðlisfræðistofu Raunvísindastofn- unar Háskólans, að gosið hafi í nokkrar mínútur í eystri katlinum, þaðan sem hlaupið kemur nú. Hann segir að komið hafi fram gosórói á skjálftamælum í Skaftárhlaupum síðustu ár og engin undantekning hafi orðið á í þetta sinn. Hlaup úr eystri katlinum ávallt stærri Eins og fyrr segir kemur hlaupið úr svonefndum eystri katli en vest- ari ketillinn hljóp í júlí sl. og varð hámarksrennsli þá um 750 rúm- metrar á sekúndu. Gert var ráð fyr- ir að hlaupið sem hófst á þriðju- dagskvöld yrði allt að þúsund rúmmetrar enda hafa hlaup úr eystri katlinum ávallt verið stærri en úr vestari katlinum frá því mæl- ingar hófust árið 1955. „Við höfum engar skýringar á þessu. Mælingar Magnúsar Tuma Guðmundssonar [jarðeðlisfræðings] á eystri katl- inum fyrir viku sýndu að yfirborð ketilsins var nokkurn veginn í eðli- legri hæð fyrir hlaupið. Samkvæmt því hefði þetta átt að verða svipað að stærð og fyrri hlaup. Ástæðan fyrir því að svo er ekki er okkur ókunn ennþá,“ segir Oddur Sig- urðsson hjá Orkustofnun. Vel geti verið að rúmmál hlaupsins verði jafnmikið og fyrr en það skili sér seinna undan jöklinum. Þetta séu þó vangaveltur og engu hægt að slá föstu um skýringar fyrr en frekari gögn liggi fyrir. Tölvubúnaður skemmdist af völdum brennisteinsgufu Vatnamælingamenn urðu að forða sér frá jöklinum í fyrradag þegar brennisteinsvetni í andrúms- loftinu fór upp fyrir hættumörk. Tölvubúnaður þeirra skemmdist nokkuð af völdum brennisteins- vetnisins og m.a. er móðurborð í fartölvu ónýtt. Oddur segir að still- ur geri það að verkum að mengunin sé verri en oft áður. Uppi við jök- ulröndina og niður með hlaupfar- veginum megi sjá sýrubrunninn mosa. Vegagerðinni höfðu í gær- kvöldi engar fréttir borist af vega- skemmdum af völdum hlaupsins. Morgunblaðið/RAX Frúna, flugvél Ómars Ragnarssonar fréttamanns, ber hér við útfallið á Skaftárjökli. Þegar hlaupið var í hámarki runnu 650 rúmmetrar á sekúndu. Hámarksrennsli í Skaftá minna en búist var við IÐNAÐARRÁÐHERRA, Valgerð- ur Sverrisdóttir, mun að nýju leggja fram á komandi Alþingi frumvarp til nýrra raforkulaga. Frumvarpið er einkum til komið vegna tilskip- unar Evrópusambandsins um innri markað raforku í Evrópu, sem EES-ríkin gengust einnig undir. Ráðherra segir í samtali við Morg- unblaðið að frumvarpið verði nú lagt fram í óbreyttri mynd en dagsetn- ingar á gildistöku laganna geti þó breyst. Að sögn Valgerðar gæti málið endað fyrir EFTA-dómstóln- um eða jafnvel íslenskum dómstól- um, verði frumvarpið ekki að lögum fyrir áramót en samkvæmt tilskip- uninni átti að vera búið að innleiða hana 1. júlí síðastliðinn. Hefur Eft- irlitsstofnun EFTA verið gerð grein fyrir töfinni. Raforkulagafrumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á löggjöf um vinnslu, flutning, dreifingu og sölu raforku. Það var fyrst lagt fram til kynningar á löggjafarþinginu 2000– 2001 og vísað til iðnaðarnefndar sem hafði það til umfjöllunar. Það var svo lagt fram að nýju á síðasta þingi með nokkrum breytingum en var ekki afgreitt. Meðal helstu nýj- unga í frumvarpinu má nefna að orkufyrirtækin mega framleiða og selja raforku til hvaða notanda sem er en stofna á eitt flutningsfyrir- tæki, annaðhvort af stærstu orku- fyrirtækjunum eða ríkinu, sem mun dreifa raforkunni til dreifiveitna á hverjum stað. Þannig gæti einstak- lingur eða fyrirtæki á Ísafirði keypt raforku af Orkuveitu Reykjavíkur verði það talið hagkvæmt. Markmið með tilskipuninni og lagabreyting- unni þar með er að koma á sam- keppni í raforkuframleiðslu og smá- sölu til notenda. Komin fram yfir á tíma Valgerður Sverrisdóttir segist vera bjartsýn á að frumvarpið nái í gegn á Alþingi þrátt fyrir gagnrýni á það, m.a. frá sveitarfélögum og orkufyrirtækjum. „Við erum komin fram yfir á tíma. Ef við komum ekki þessari tilskipun í lög gætum við átt eftir að lenda í erfiðum málum gagnvart ESA, eft- irlitsstofnun EFTA. Við hljótum að leggja metnað okkar í það að klára frumvarpið þannig að það verði að lögum fyrir áramót. Við höfum sent ESA bréf þar sem fram kemur að frumvarpið verði forgangsmál á komandi þingi. Ef það gerist ekki er ljóst að málið gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum eða jafnvel ís- lenskum dómstólum. Þar sem ekki hafa orðið breytingar á frumvarpinu hafa bæði þingmenn og orkufyrir- tækin haft góðan tíma til að kynna sér það vel. Ég geri mér vel grein fyrir því að skoðanir eru skiptar, enda er verið að koma á róttækum breytingum,“ segir Valgerður. Tefst að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um innri markað raforku Ráðherra segir málið geta endað fyrir dómstólum  Raforkumarkaður/26–27 TVEIR skólastjórar mættu til vinnu í Áslandsskóla í gærmorgun eftir að bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti á aukafundi í fyrradag að rifta samningi bæjarins við Íslensku menntasamtökin um rekstur skól- ans. Samþykkt var að ráða Erlu Guð- jónsdóttur tímabundið í stöðu skóla- stjóra og jafnframt að auglýsa eftir umsóknum um stöðu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Erla og starfsmenn bæjarins funduðu með starfsfólki skólans síð- degis í gær og sagði Erla að mik- ilvægt væri að ná sáttum sem fyrst. Guðmundur Benediktsson bæjar- lögmaður átti í gær fund með lög- manni ÍMS og munu þeir ræðast frekar við í dag og á næstu dögum. Að hans sögn eru bæjaryfirvöld þeirrar skoðunar að yfirtakan sé bú- in að eiga sér stað þó að hún sé ekki að fullu komin til framkvæmda. Samningsgreiðslur til ÍMS u.þ.b. 300 milljónir króna Sunita Ghandi, framkvæmdastjóri Íslensku menntasamtakanna og Ás- landsskóla, sendi bæjarstjórn Hafn- arfjarðar í gær bréf fyrir hönd sam- takanna þar sem riftun samningsins og yfirtöku er harðlega mótmælt sem lögleysu sem muni ekki hafa réttaráhrif á samning aðila frá 11. maí 2001. Telja verði að sá samn- ingur sé eftir sem áður í fullu gildi og bindandi fyrir báða samningsaðila. Í bréfinu segir að gera megi ráð fyrir að áætlaðar samningsgreiðslur til ÍMS vegna rekstrar skólans frá hausti 2002 til loka upphaflegs þriggja ára samningstíma verði u.þ.b. 300 milljónir króna. Þá segir að ekki komi annað til greina en full- ar efndir af hálfu Hafnarfjarðarbæj- ar og að ekki verði fallist á riftun samningsins. Ekki fall- ist á rift- un samn- ingsins Tveir skólastjórar í Áslandsskóla  Íslensku menntasamtökin/6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.