Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 43 DAGBÓK Garðatorgi, sími 565 6550 Nýkomið Léttir kvenjakkar, buxnadragtir, peysur og buxur Samkvæmt ákvörðun stjórnar Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík er hér með auglýst eftir framboðum til kjörnefndar Varðar - Fulltrúaráðsins. Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 27. september kl. 17.00 Samkvæmt 11. gr. reglugerðar fyrir Vörð - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefndarmenn kosnir skriflegri kosningu af Fulltrúaráðinu. Samkvæmt 11. gr. reglugerðarinnar telst framboð gilt ef það berst kosningastjórn fyrir lok framboðsfrests enda sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Frambjóðandi hafi skriflega gefið kost á sér til starfans. Tilkynning um framboð berist stjórn Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Valhöll við Háaleitisbraut. Stjórn Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Auglýst er eftir framboðum til kjörnefndar Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Njálsgötu 86 - sími 552 0978 Tilboðsdögum lýkur 25. september Lokavika Rúmfatnaður • Handklæði Barnafatnaður Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 20. sept- ember, er fimmtug Guðný Aradóttir, Úthlíð 6, Reykja- vík, starfsmaður Tölvu- og upplýsingakerfa Íslands- pósts. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 20. sept- ember, er sextugur Sigurð- ur Eggertsson, Smáratúni, Fljótshlíð. Í tilefni þessa taka hann og eiginkona hans, Guðný Geirsdóttir, á móti ættingjum og vinum á heimili sínu í kvöld. LJÓÐABROT ÞORRABÁLKUR Út reikaði eg eftir dagsetur. Þá var himinn blár og heiðar stjörnur, fold hjarnfrosin, fallin hrímhéla, breki lognhvítur og blika með hafi. Heyrði ég til suðurs, hark fór mikið, sem reið dunaði eða rynni grjótskriða stallbrattan veg fyrir stálbjörg niður; gnúði alheimur, en grund nötraði. – – – Snorri Björnsson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 Rf6 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 a6 6. Be3 e6 7. Be2 Dc7 8. 0–0 b5 9. a4 b4 10. Ra2 Rxe4 11. c3 b3 12. Rb4 d5 13. f3 Rf6 14. f4 Bd6 15. Rd3 0–0 16. Dxb3 Rbd7 17. Hac1 Rc5 18. Rxc5 Bxc5 19. Dd1 Bb7 20. b4 Ba7 21. Bd3 Dd6 22. Kh1 Hfc8 23. De2 Hc7 24. a5 Hcc8 25. Hfd1 Bxd4 26. Bxd4 Dxf4 27. Hf1 Dg5 28. Df2 Hc7 29. Be3 Dh5 30. Dg3 Re8 31. Bd4 He7 32. Hce1 f6 33. Bc5 Hd7 34. Hxe6 Had8 35. Bb6 Ha8 36. Bf5 Kh8 Í stöðunni hafði Zigurds Lanka hvítt gegn Igor Stohl í Koszalin í Póllandi 1999. 37. Hxe8+! Dxe8 að sjálfsögðu gekk 37... Hxe8 ekki upp vegna 38. Bxd7 38. Dh3! og svartur gafst upp enda getur hann ekki varist tvöfaldri hótun hvíts. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÍSLENSKIR spilarar þekkja Curtis Cheek sem eiginmann Hjördísar Ey- þórsdóttur, eina atvinnuspil- ara Íslendinga. Þótt Cheek sé sprenglærður eðlisfræð- ingur hefur hann einnig gert brids að atvinnu sinni og þau hjónin spila allan ársins hring, vítt og breitt um Bandaríkin. En sjaldnast saman. Cheek spilaði við Lynn Deas í helsta tvímenn- ingsmóti sumarleikanna í Washington í júlí og enduðu þau í öðru sæti. Hér er fallegt spil úr því móti: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á53 ♥ G8432 ♦ D96 ♣104 Vestur Austur ♠ G1082 ♠ KD97 ♥ 105 ♥ 97 ♦ G4 ♦ K107 ♣97532 ♣KDG8 Suður ♠ 64 ♥ ÁKD6 ♦ Á8532 ♣Á6 Vestur Norður Austur Suður – Pass 1 lauf 1 hjarta 3 lauf 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur kom út með lauf- tvistinn. Útspilsreglur AV eru þriðja eða fimmta hæsta frá lengd og Cheek sló því strax föstu að vestur ætti fimmlit. Hann tók á laufás og tvisvar tromp. Velti svo fyrir sér tígulíferðinni. Hvorugur mótherjanna sá ástæðu til að melda spaða, sem benti til þess að liturinn skiptist 4–4 þeirra á milli. Miðað við þá forsendu og útspil vesturs var ljóst að vestur átti tvo tígla, en austur þrjá. Cheek spilaði nú litlum tígli að blindum og lét níuna. Austur drap með tíu, tók slag á lauf og skipti yfir í spaða. Trúr sannfæringu sinni drap Cheek á spaðaás og fór af stað með tíguldrottningu. Þannig gleypi hann gosann og tígullinn var allur frír og 11 slagir í húsi. Þessi litaríferð er gjarnan kennd við Brasilíumanninn Gabriel Chagas, sem skrifaði um hana heilræðagrein fyrir mörgum árum og kallaði „intra-svíningu“. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 20. september, eiga 50 ára brúðkaupsaf- mæli heiðurshjónin Geirþrúður K. Kristjánsdóttir og Ólafur Bjarnason. Þau verða í óvissu- ferð með fjölskyldu sinni í dag. Núver- andi tímabundið heimilisfang þeirra er á Hesthömrum 17 í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík              STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert góðlyndur og glað- sinna og lætur fátt koma þér úr jafnvægi. Vinir þínir treysta mjög á þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt friður sé æskileg- ur getur hann stundum verið of dýru verði keyptur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ekkert er sjálfsagt í henni veröld. Mundu að gæði og magn fara ekki endilega saman. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér vinnst ákaflega vel þessa dagana og afköst þín vekja athygli yfir- boðaranna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dragðu nú ekki lengur að byrja á heilsubót- inni, sem þú hefur svo lengi horft til. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert aufúsugestur en þarft þessvegna að gæta þess að misbjóða ekki gestrisni fólks. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ef þú ekki leysir málin strax er hættan sú að þessir litlu hlutir safn- ist saman og þá fáir þú ekki við neitt ráðið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Brenndu engar brýr að baki þér því samböndin geta verið dýrmætari en þig hafði órað fyrir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú mátt eiga von á óvæntum gestum og ættir því að hafa eitt- hvað að bjóða þeim við höndina. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt vini á mörgum stöðum, sem eru meira en fúsir til þess að hlaupa undir bagga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gættu þess vel að aðrir komist ekki í þau mál hjá þér, sem þú vilt hafa út af fyrir þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sýndu háttprýði í allri framgöngu því þá mun þér farnast vel. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vertu óhræddur við að viðra hugmyndir þínar því það gæti borgað sig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRÉTTIR Borgarafundir um Evrópumál SAMFYLKINGIN boðar til op- inna umræðufunda á Norðurlandi um Evrópumál um næstu helgi. Verða þeir haldnir sem hér segir: Í Nýja bíói, Siglufirði, laugar- daginn 21. september kl. 11, Í sal Verkakvennafélagsins Öldunnar, Sauðárkróki, laugardaginn 21. september kl. 16 og á Hótel Húsa- vík sunnudaginn 22. september kl. 14. Frummælendur verða úr hópi sérfræðinga og heimamanna og reifa helstu álitamál varðandi tengsl Íslands og Evrópu og mik- ilvæga hagsmuni Íslendinga til framtíðar. Almennar umræður verða í kjölfarið og kaffiveitingar standa til boða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.