Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ IRMA Maritza Lopez sat eitt síð- kvöldið í svækjunni og reyndi að ímynda sér 100 milljónir dollara, um 8,7 milljarða íslenskra króna. Hún gat það ekki. Hún er ekkja og vinnur fyrir sér og börnunum sínum sex með þvottum. Daglaunin hennar eru rúmlega 175 krónur. Lopez hristi höfuðið þegar hún var spurð um Arnoldo Aleman, fyrrver- andi forseta Nicaragua, en hann hef- ur verið ákærður fyrir að stela að minnsta kosti þessari upphæð, 8,7 milljörðum króna, í þau sex ár, sem hann sat í embætti. Peningana lagði hann inn á sína eigin reikninga í Pan- ama, Miami og Lúxemborg. „„Feiti maðurinn“ ætti að vera í fangelsi,“ sagði Lopez um leið og tár- in hrundu niður svitastokkið andlit- ið. Aleman er aldrei kallaður annað enda ekki bara kunnur fyrir græðgi, heldur líka mikið umfang. Ríkissaksóknari Nicaragua hefur farið fram á handtöku konu Alem- ans, sonar, átta annarra ættingja og fyrrverandi embættismanna, sem tengjast spillingarhneykslinu, „La Huaca“ eins og það er kallað eða „Falinn fjársjóður“. Prófsteinninn Rannsóknin á Aleman hefur vakið mikla athygli og margir líta á hana sem eins konar prófstein fyrir bar- áttuna gegn spillingu í Rómönsku- Ameríku. Að baki henni stendur Enrique Bolanos forseti og fyrrver- andi varaforseti Alemans. Hann hef- ur lýst því yfir, að hætti ekki opin- berir embættismenn að stela almannafé, muni Nicaragua verða dæmt til eilífrar fátæktar. Sem dæmi um siðleysið má nefna, að bara einkaneysla Alemans út á American Express-kortið, sem hið opinbera eða almenningur greiddi, var 156 milljónir króna. Í Nicaragua, öðru fátækasta ríki í Ameríku, eiga upphæðir af þessu tagi heima á með- al stjarnanna. Af fimm milljónum landsmanna búa 80% við fátækt og helmingurinn verður að framfleyta sér á minna en 86 krónum á dag. Saksóknarar hafa í höndunum reikninga, sem sýna, að ríkissjóður var látinn bera kostnað af 16 daga ferð Alemans, konu hans og 15 vina til Egyptalands í mars í fyrra. Hót- elreikningurinn var næstum 1,3 millj. kr., teppakaup upp á tæpar tvær millj. og ilmvötnin kostuðu 87.000 kr. Aleman fór í ferðina eftir að hafa setið tveggja daga ráðstefnu í París um stuðning vestrænna ríkja við fá- tæk lönd. Reikningar sýna, að hon- um leiddist ekki á meðan. „Skemmt- anir“ kostuðu tæplega 1,4 millj. kr. og búðaráp um 900.000 kr. Fátæklingarnir heima í Nicaragua borguðu líka ferð Alemans til Ind- lands í júlí í fyrra. Fyrir utan ferða- kostnað hafa verið tíndir til reikn- ingar úr henni upp á nokkuð á tólftu milljón króna. Almenningur í Nicaragua er æva- reiður og ekki bætir úr skák, að Aleman nýtur friðhelgi sem forseti þjóðþingsins. Ætlar dómarinn í máli hans ekki að krefjast handtöku hans eða dóttur hans, sem einnig er þing- maður, meðan svo er. Bolanos, sem er í forystu fyrir Frjálslynda flokkn- um ásamt Aleman, vill, að þingið svipti Aleman þinghelgi en flokkur- inn er klofinn í því máli. Bolanos leggur áherslu á, að al- þjóðlegur stuðningur við Nicaragua og raunar önnur fátæk ríki sé undir því kominn, að spillingin verði upp- rætt og hinum seku refsað. Erlendar ríkisstjórnir, alþjóðastofnanir og fjárfestar verði að vera viss um, að framlög þeirra lendi ekki í peninga- kössum egypskra skartgripaversl- ana. „Arnoldo, hvernig gastu svikið þitt eigið fólk með þessum hætti?“ sagði Bolanos i sjónvarpsávarpi í síðasta mánuði. „Þú hirtir eftirlaunin af hin- um öldruðu, lyfin frá hinum sjúku, launin af kennurunum. Þú svívirtir traust fólksins.“ Stuðningur almennings við Bol- anos mælist nú 80%. Í síðustu viku lagði hann á borð þingmanna áskor- un 542.000 manna um að Aleman yrði sviptur þinghelgi. Aleman segist vera fórnarlamb „sirkuss“ undir stjórn Bolanos og neitar því að hafa stolið einum einasta eyri. Segir hann, að engar sannanir séu gegn sér þótt saksóknarar hafi á borðinu heilu staflana af skjölum, sem sýna sekt hans. Segir hann, að ólíkt því, sem er í Bandaríkjunum, séu engin lög í Nicaragua um fjárútlát forseta. „Það, sem ekki er bannað, er leyfi- legt,“ segir hann. Man ekki hvað varð um teppin Aleman segist ekki sjá neitt at- hugavert við það, að ríkið skuli hafa greitt tveggja vikna brúðkaupsferð þeirra hjóna 1999. Þar á meðal skartgripi fyrir meira en fjórar millj. kr. Aleman segist hafa farið til Egyptalands til að velja stað fyrir sendiráð en hann man ekki hvað varð um öll teppin. Til Indlands fór hann til að skoða kaup á 35.000 vélhjólum fyrir kennara á landsbyggðinni en að vísu varð ekkert af þeim. Hann man svo ekki hvað hann keypti fyrir 326.000 kr. á indverskum handiðn- aðarmarkaði. Það má svo kallast kaldhæðni ör- laganna, að helsti bandamaður Bol- anos forseta í þessari baráttu er Daniel Ortega, fyrrverandi forseti og leiðtogi Sandinistaflokksins í langan tíma. Ortega hefur nú gefist tækifæri til að grafa undan flokkn- um, sem sigraði hann í kosningum, en bandalagið hlýtur að vera erfitt fyrir Bolanos. Þegar sandinistar komust til valda í Nicaragua á átt- unda áratugnum þjóðnýttu þeir miklar eignir Bolanos og úthlutuðu síðan aðallega til flokksgæðinga. „Feiti mað- urinn“ og fjársjóðurinn Reuters Arnoldo Aleman, fyrrv. forseti Nicaragua. Hann segist engu hafa stolið. Arnoldo Aleman, fyrrverandi forseti Nic- aragua, er sakaður um að hafa látið greipar sópa um opinbert fé, stolið sem svarar um 8,7 milljörðum íslenskra króna. Managua. Los Angeles Times, AFP. ’ Þú hirtir eftir-launin af hinum öldr- uðu, lyfin frá hinum sjúku, launin af kennurunum. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.