Morgunblaðið - 03.10.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 03.10.2002, Síða 1
231. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 3. OKTÓBER 2002 íu, sakaði Bandaríkjamenn um að sýna „and-múslimska móðursýki“. Hyggjast innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum taka ljósmyndir og fingraför af ferðafólki frá þessum löndum við komu þess til landsins. MÚSLIMAR biðjast fyrir í Putrajaya í Malasíu í gær. Í Malasíu og öðrum múslimalöndum hafa viðbrögð verið mjög neikvæð við þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að láta borgara alls 15 landa, sem hún telur hugs- anlega uppsprettu hryðjuverka, sæta ströngu öryggiseftirliti komi þeir til Bandaríkjanna. Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malas- Reuters Múslimar biðjast fyrir RÁÐAMENN Rússlands og Araba- bandalagsins fögnuðu í gær nýju samkomulagi um að vopnaeftirlit á vegum Sameinuðu þjóðanna hefjist á ný í Írak, en Bretar og Bandaríkja- menn hvöttu samtökin áfram til þess að setja nýjar reglur um vopnaeft- irlitið og hóta Íraksstjórn refsingum hlíti hún þeim ekki. George W. Bush Bandaríkjafor- seti, með nýgert samkomulag við báðar fylkingar á fulltrúadeild Bandaríkjaþings að baki sér, sem veitir honum umboð til að ákveða að beita hervaldi gegn Írak telji hann það rétt, sagði í gær að árás á Írak kynni að verða óumflýjanleg afvopn- aðist Saddam Hussein ekki tafar- laust. „Saddam verður að afvopnast, punktur. Ef hann hins vegar kýs að gera það ekki, ef hann heldur mót- þróa til streitu, kann beiting hervalds að verða óumflýjanleg,“ sagði Bush í rósagarði Hvíta hússins, að viðstödd- um nokkrum forystumönnum úr full- trúadeildinni. Bush gat þess ekki sérstaklega hvort stefnan væri að koma Saddam Hussein frá völdum auk þess að af- vopna hann, en Ari Fleischer, tals- maður hans, tók síðar af allan vafa um að Bush teldi að bæði þessi mark- mið væru mikilvæg og þau væru bæði yfirlýst stefna Bandaríkjastjórnar. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagðist í gær „algerlega andvígur“ nýrri ályktun öryggisráðs SÞ sem fæli í sér heimild til hernaðaríhlut- unar í Írak. Gerhard Schröder, kanzl- ari Þýzkalands, sem var staddur á fundi með Chirac í París, sagði að Þýzkaland væri eftir sem áður alfarið á móti hernaðaríhlutun. Fulltrúar stjórnvalda í Bagdad féllust á samningafundi í Vínarborg í fyrradag á að hleypa vopnaeftirlits- mönnum SÞ inn í Írak í fyrsta sinn í nærri fjögur ár, en í samkomulaginu voru kröfur Bandaríkjamanna um að sérstaklega skyldi tekið fram að eft- irlitsmenn fengju aðgang að afgirtum höllum Saddams Hussein Íraksfor- seta og öðrum svæðum þar sem Írak- ar hafa áður hindrað hvers kyns eft- irlit hafðar að engu. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- litssveitar SÞ, sagði að fyrstu eftir- litsmennirnir myndu halda til Íraks eftir hálfan mánuð, fengist fyrir því heimild öryggisráðs SÞ. Stjórnvöld bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi sögðu að nauðsynlegt væri að fyrst yrðu settar nýjar grundvallarreglur um vopnaeftirlitið og að öryggisráðið samþykkti nýja afgerandi ályktun um viðurlög sem Íraksstjórn kallaði yfir sig hlítti hún ekki reglunum. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að eftirlitsmennirnir yrðu að fá aðgang að forsetahöllunum í Írak; þær væru risastór svæði þar sem Írakar hefðu framleitt gereyð- ingarvopn. Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í ávarpi í Washington að „allir skildu að hið gamla fyrirkomulag vopnaeft- irlitsins virkaði ekki“ þar sem Sadd- am Hussein og ríkisstjórn hans „hnýtti fyrir það“. Bush forseti skor- aði á öryggisráðið að „sýna festu“ með því að samþykkja nýja harðorða ályktun. Eftirlitsmönnum skuli m.a. fengið hervald Í drögum að slíkri yfirlýsingu, sem stjórnvöld í Washington hafa verið að vinna að og bárust í hendur Associat- ed Press-fréttastofunnar, er mælzt til þess að vopnaeftirlitsmenn SÞ fái víð- tækar valdaheimildir í því skyni að búa þá betur úr garði til að sinna hlut- verki sínu á skilvirkan hátt. Er meðal annars gert ráð fyrir að þeir geti beitt hervaldi til að framfylgja leitinni að gereyðingarvopnum. Er í drögunum, sem eru þrjár og hálf blaðsíða að lengd, gert ráð fyrir að öryggisráðið veiti Íraksstjórn 30 daga frest til að semja „viðunandi og uppfærða, ítarlega og tæmandi yfir- lýsingu um alla þætti áætlunar sinnar um þróun efna-, lífefna- og kjarn- orkuvopna, eldflauga og ómannaðra flugvéla“. Verði uppvíst um að eitt- hvað vanti í upptalninguna eða til- raunir til að beita blekkingum sé að- ildarþjóðum SÞ heimilt að „beita öllum tiltækum ráðum til að endur- reisa alþjóðlegan frið og stöðugleika í heimshlutanum“, m.ö.o. að beita her- valdi. Frakkar, Rússar og Kínverjar – sem auk Bandaríkjamanna og Breta hafa neitunarvald í öryggisráði SÞ – hafa sett sig upp á móti kröfum Bandaríkjamanna og Breta um nýja ályktun ráðsins um Írak. Lítil teikn voru um það í gær, að nokkur breyt- ing yrði á þessum klofningi. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist í Moskvu fagna samkomulaginu sem Írakar hefðu nú undirritað um endurupptöku vopna- eftirlitsins. Hann bætti því við að Rússar væru tilbúnir að skoða mögu- leika á því að setja nýjar reglur um framkvæmd vopnaeftirlitsins. En „of snemmt“ væri að meta hvort ástæða væri til að semja nýja öryggisráðs- ályktun. Misjöfn viðbrögð við samkomulagi um endurupptöku vopnaeftirlits í Írak Bandaríkjamenn og Bretar krefjast frekari skilyrða London, Washington, Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. Afrek veiði- manns ÞRJÁTÍU og eins árs gamall franskur veiðimaður gerði 1.200 sveitaheimili í Normandí-héraði í Norður-Frakklandi rafmagns- laus og drap kú er hann spreytti sig á því að skjóta krákur. Lögregla greindi frá því í gær, að maðurinn, sem er með gilt veiðimannaskírteini, hefði um síðustu helgi fyrst reynt að skjóta krákur sem sátu á há- spennulínum með þeim afleið- ingum að rafmagn fór af húsum á svæðinu í um klukkustund. Þá reyndi hann að hitta flöskur sem hann hafði stillt upp – og skaut kú í höfuðið sem var á beit hinum megin við veginn. Hafði lögregla uppi á manninum eftir að dauða kýrin fannst og játaði hann á sig axarsköftin. Vire í Normandí. AFP. Haag. AFP. Í BRÝNU skarst með Slobodan Mil- osevic, fyrrverandi forseta Júgóslav- íu, og Stipe Mesic, forseta Króatíu, fyrir stríðsglæpa- dómstólnum í Haag í Hollandi í gær en Milosevic gagnspurði þá Mesic, sem er eitt af vitnum sak- sóknara í málinu gegn Júgóslavíu- forsetanum fyrr- verandi. Á sama tíma bárust fréttir af því að Biljana Plavsic, fv. forseti Bosníu-Serba, hefði lýst sig seka af einu ákæruatriði um glæpi gegn mannkyni. Andrúmsloft var spennuþrungið í réttarsalnum er Milosevic tók að spyrja Mesic spjörunum úr, en menn- irnir tveir hafa lengi eldað grátt silf- ur. Var Mesic einn af leiðtogum Kró- ata þegar stríð braust út í Júgóslavíu 1991 en Milosevic forseti Serbíu. Milosevic og Mesic sökuðu hvor annan á víxl um að bera ábyrgð á upp- lausn Júgóslavíu. Hækkuðu báðir róminn þannig að dómari neyddist til að biðja þá að hafa sig hæga. Plavsic lýsir sig seka Biljana Plavsic gaf sig fram við dómstólinn í janúar í fyrra. Hún hafði áður lýst sig saklausa af ákærum um stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. Með ákvörðun sinni í gær er hún hins vegar hæst setti leið- toginn frá fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu sem gengist hefur við ábyrgð á atburðum sem áttu sér stað á Balkanskaga 1991–1995. Saksóknarar tilkynntu að þeir hefðu ákveðið að falla frá öðrum ákærum á hendur Plavsic, m.a. ákæru um þjóðarmorð, og vakti það mikla reiði meðal múslima í Bosníu. „Ef þeir geta fellt niður ákærur á hendur henni myndi ekki koma mér á óvart þótt þeir gerðu hið sama fyrir Kar- adzic [fv. leiðtoga Bosníu-Serba] og Mladic [fv. leiðtoga hers Bosníu- Serba],“ sagði Munira Subasic, sem lifði af fjöldamorð Serba á múslimum í Srebrenica sumarið 1995. Biljana Plavsic Milosevic og Mesic í hár saman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.