Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 49
ur í Eldvatn þá var það Hannes sem var leiðtoginn. Þótt hópurinn væri stór vorum við að fara með Hannesi í veiði. Börnin hændust að honum og oftar en ekki var það hann sem leiddi þau fyrstu skrefin að ánni. Alltaf var hann boðinn og búinn að gefa þeim tíma og upplifa með þeim ánægjuna yfir veiðiferðinni hvort sem fiskur kom að landi eða ekki. Þótt veiðiferð- unum hafi fækkað hafa samveru- stundirnar orðið aðrar og annarskon- ar, en alltaf jafnánægjulegar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Helga. Guð gefi þér, börn- um þínum og barnabörnum huggun og styrk. Kristín Hannesdóttir. Ég vil með örfáum orðum minnast elskulegs frænda míns Hannesar Finnbogasonar eða Nanna eins og hann var jafnan kallaður. Nanni frændi var einstakur maður og allt frá því að ég var lítill hef ég alltaf litið upp til hans með miklu stolti. Það var alltaf einhver sérstök ró og friður kringum hann sem gerði það að verkum að hann átti sérstak- lega gott með að laða fólk að sér. Aldrei kom maður að tómum kof- unum er maður þurfti einhverjar upplýsingar hvort sem þær voru á sviði hestamennskunnar, sem hann unni svo, eða læknisfræðinnar sem hann starfaði við allt þar til að hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Það finnst mér lýsa persónu Nanna vel er hann svaraði eitt sinn spurningu minni um það hvaða eiginleikum maður þyrfti að búa yfir til þess að verða góður læknir. Hann svaraði því svo til að mikilvægasti eiginleikinn væri umhyggja og virðing fyrir öðr- um, það væri grundvöllur þess sem maður þyrfti síðan að byggja lækn- isfræðilega þekkingu ofan á. Svona var hann. Umhyggjan fyrir mönnum sem og dýrum var hans aðalsmerki í mínum huga. Það er með trega sem ég kveð elskulegan frænda minn og vil ég þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í næveru sálar. (E. Ben.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ég vil að lokum votta Helgu, Finn- boga, Birnu og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Við sem urðum þeirr- ar gæfu aðnjótandi að þekkja Nanna höfum misst mikið. Megi minning hans lifa með okkur öllum. Sigurður Már Gunnarsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 49 ar leyfðu, landslag var hans aðalvið- fangsefni. Hrólfur var mikill lista- maður og myndir hans fengu færri en vildu. Hann þroskaði ekki aðeins með sér færni listamannsins, hann var vel heima í bókmenntum, ís- lenskum sem erlendum, og hann hafði sérstakt dálæti á fornsögunum. Hann fylgdist vel með þjóðfélags- málum og stjórnmálum og hafði ríka réttlætiskennd. Í raun var hann mik- ill húmanisti og húmoristi, ungir og gamlir sóttust eftir að deila með hon- um stundum. Vel entist hjónavígslan hjá afa mínum forðum, þau hjónin voru afar samrýnd og Margrét reyndist honum sannarlega stoð og stytta í veikindum hans. Síðustu árin voru frænda mínum erfið, hann varð smátt og smátt fangi í eigin líkama, en hugurinn var skýr fram á síðustu stundu og á góðum dögum greip hann í að mála. Fjötr- arnir eru fallnir og því er aðeins hægt að fagna og þakka fyrir að hafa hlotið svo langa og gefandi samfylgd. Stefanía Arnórsdóttir. BRYNDÍS EMILSDÓTTIR ✝ Bryndís Emils-dóttir fæddist á Eskifirði 31. október 1928. Hún lést í Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut föstudaginn 6. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 18. septem- ber. hennar 1987. Það var ekki hægt annað en að þykja vænt um ömmu Bryndísi, hún var svo góð manneskja. Allir voru velkomnir á Grettisgötu 73 þar sem hún treysti fjölskyldu- böndin. Ég og fjölskylda mín kveðjum ömmu Bryndísi með söknuði og biðjum góðan guð að styrkja börnin hennar og systkini í sorginni. Við munum öll minnast þessarar duglegu konu sem hélt saman stór- fjölskyldunni með hlýrri nærveru sinni. Magnea Ferdinandsdóttir. Það er erfitt að trúa því að Bryndís sé dáin. Við sáum hana síðast í apríl. Hún kom frísk í afmæli lang- ömmu stráksins síns þá eins og hún var vön. Enda lét hún ekki fjar- lægðirnar stoppa sig við að rækta fjölskylduböndin. Bryndís var ein- hvern veginn amma okkar allra, líka mín. Mér þótti strax vænt um hana þegar ég kom í fjölskyldu Eftir mikla baráttu við erfiðan sjúkdóm fékk hann hvíld. Við áttum margt sameig- inlegt og þá einkum að við berjumst. Við afi vorum miklir mátar og áttum margar góðar stundir sam- an. Ófáar eru minningarnar um all- ar ferðirnar á Sveinsstaði þar sem hann var með kindur og hesta. Mér fannst ekkert eins spennandi og að fylgjast með honum. Á með- an á gjöfinni stóð sagði hann mér sögur sem hann ýmist spann á staðnum eða hafði sjálfur upplifað og þær voru oft mjög skrautlegar. Deginum lauk svo með heitu kakói og brauði á Grundinni hjá ömmu og afa. Þá var líka mjög gott að fá að hlýja sér í fanginu hans, sér- staklega þegar hann sönglaði. Hann var mikill söngvari og átti auðvelt með að heilla litlu stelpuna sína með uppáhaldslögunum sín- um, Inn milli fjallanna, Geng ég fram á gnípu ásamt mörgum öðr- um. Mér fannst ég alltaf vera í svo öruggum höndum þegar ég var hjá honum. Bara það eitt að leiða hann gaf mér svo mikla öryggistilfinn- ingu. Það var alltaf sérstök tilfinn- ing að fá að gista á Grundinni hjá ömmu og afa. Það var alltaf svo ró- legt og yfirvegað. Fyrir svefninn var farið með margar bænir og svo söng afi þangað til ég var komin inn í draumaheiminn. JÓN VALDIMAR BJÖRNSSON ✝ Jón ValdimarBjörnsson fædd- ist í Ólafsvík 6. maí 1920. Hann lést á líknardeild Land- spítalans á Landa- koti 21. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ólafsvíkurkirkju 28. september. Fyrir mér var afi maður sem gat allt og vissi allt. Það að keyra með honum yf- ir Fróðárheiði var mjög fróðlegt. Hver þúfa og hver steinn hafði vissa merkingu. Heiðin var einn af uppáhaldsstöðunum hans og þar leið hon- um mjög vel, enda mikill náttúruunn- andi. Hann kenndi mér mér svo margt um náttúruna og ekki síst gang lífsins. Hann kenndi mér að koma heið- arlega fram við menn, af virðingu við dýr og náttúru. Afi hefur alltaf verið og verður mín sterka fyrirmynd. Ég sagði honum oft þegar hann var eitthvað að forvitnast um minn hag að ég væri alltaf að leita að manni eins og honum. Yndislegum eiginmanni, pabba, afa og sönnum vini. Það sit- ur fast í minningunni að horfa á eftir ömmu og afa leiðast hönd í hönd, alltaf jafn ástfangin. Það verður erfitt að vita af ömmu einni í Ólafsvík. En ég lofa þér því elsku, afi minn, að við munum passa hana fyrir þig. Ég vil þakka þér fyrir að hafa fengið þann forgang að alast upp þér við hlið og að þú hafir átt þátt í því að ég er sú sem ég er. Elsku amma mín, missir þinn er mikill og ég bið almáttugan Guð að styrkja þig í sorg þinni. Ég kveð þig, elsku afi minn, með bæninni hennar ömmu Stínu: Heilög drottins höndin blíð hún þig leiði alla tíð, að þér gæti í sérhvert sinn sanni vinurinn Jesú minn. (Kristín Bjarnadóttir.) Alma Ýr Ingólfsdóttir. við Nýbýlaveg, Kópavogi Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför okkar ástkæru móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÖNNU ÞORKELÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Suðurgötu 15—17, Reykjanesbæ. Kolbrún Leifsdóttir, Erlingur Björnsson, Hjördís Óskarsdóttir, Per Beck, Sigurlína Óskarsdóttir, Þórólfur Ágústsson, Anna Sigríður Óskarsdóttir, Sveinn Þorkelsson, Árni Arnar Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ERNA BERGSVEINSDÓTTIR, Þrúðvangi 13, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju föstu- daginn 4. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Guðjón Jónsson, Ómar Guðjónsson, Þóra Eiríksdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, G. Emil Sigurðsson, Guðlaug Linda Guðjónsdóttir og barnabörn. Ástkær systir mín, mágkona, föðursystir og frænka, KRISTJANA ALEXANDERSDÓTTIR frá Neðri-Miðvík, Aðalvík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 4. október, kl. 13.30. Magnús Alexandersson, Eygló Guðjónsdóttir og frændsystkini. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT HRÓBJARTSDÓTTIR, Bröttugötu 12, áður Gvendarhúsi, Vestmannaeyjum, sem andaðist að morgni mánudagsins 30. sept- ember sl., verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, föstudaginn 4. október kl. 16.00. Theodór Guðjónsson, Esther Jónsdóttir, Þuríður Selma Guðjónsdóttir, Engilbert Halldórsson, Guðrún Kristín Guðjónsdóttir, Páll Pálmason, Hallfríður Erla Guðjónsdóttir, Þorgeir Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Dóttir mín, móðir okkar og systir, JÓNA VILBORG JÓNSDÓTTIR, Kleppsvegi 134, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn 30. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 9. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Húnbogason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.