Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ármúla 21,
sími 533 2020
Fagmennirnir þekkja Müpro
Rörafestingar
og upphengi
Allar stærðir og gerðir
rörafestinga og
upphengja
HEILSALA - SMÁSALA
Klapparstíg 44,
sími 562 3614
Pipar og Salt 15 ára
Afmælistilboð
15 ára gamalt verð
frá 195 kr.
í þessari viku fimmtud., föstud.
og laugardag.
Allar gerðir af
Walkers smjörkexi
tveir fyrir einn
í þessari viku fimmtud.,
föstud. og laugard.
Sérhönnuð
Bridgewater afmæliskanna
áður verð 1.495 kr
nú 750 kr
1 kanna á hvern viðskiptavin.
Allar gerðir af marmelaði og sultutaui
frá Elsenhams
15% afmælisafsláttur
af öllum öðrum vörum
frá 3. -12. október 2002
Tilboð gilda meðan
birgðir endast
SAMFYLKINGIN er nú að
leggja af stað með hina sérstæðu
könnun sína á viðhorfum félaganna
til Evrópusambandsins. Athyglis-
vert er að heilt ár er nú að minnsta
kosti liðið frá því að kunngert var
um að efnt yrði til slíkrar könn-
unar og þar til nú, að segja má að
undir hana hilli. Afraksturinn er
síðan algjörlega óskiljanleg spurn-
ing sem nú er farin að valda deilum
í flokknum.
Þar er vítin að varast
Menn vita sem er að sjávarút-
vegsþátturinn hefur í huga fólks
verið óyfirstíganlegur þröskuldur í
vegi íslenskrar ESB-aðildar. Það
er þess vegna engin tilviljun, í ljósi
þess að könnunin er nú yfirvofandi,
að á undanförnum vikum og mán-
uðum hafa talsmenn ESB-aðildar
grímulaust reynt að halda því fram
að sjávarútvegsstefna ESB yrði
alls engin hindrun. Þannig er það
þó ekki í raunveruleikanum. Því
fer raunar víðs fjarri. Eftir því sem
betur er rýnt í þann þátt málsins
sem að sjávarútveginum snýr verð-
ur það ljósara hversu fráleit ESB-
aðild yrði fyrir okkur almennt og
þó alveg sérstaklega fyrir sjávar-
útveg okkar.
Í rauninni er það þannig að til
stjórnkerfis Evrópusambandsins í
fiskveiðistjórnarmálum höfum við
engar fyrirmyndir að sækja. Að-
eins vítin til að varast.
Þetta kerfi á öngvan vin
Engum er þetta betur ljóst en
þeim sem við eiga að búa innan
Evrópusambandsins. Gildir það
jafnt um stjórnmálamenn, embætt-
ismenn, sjómenn og útvegsmenn
ESB-ríkjanna.
Undirritaður hefur tekið þátt í
fjölmörgum fundum, hérlendis og
erlendis, með fulltrúum Evrópu-
sambandsríkja þar sem sjávarút-
vegsmál hafa verið til umræðu,
flutt þar framsögu og tekið þátt í
umræðum um fiskveiðistjórnarfyr-
irkomulagið innan ESB. Á þessum
fundum hefur allt borið að sama
brunni. Það fyrirfinnst bókstaflega
enginn – nákvæmlega enginn –
sem ber í bætifláka fyrir þetta
kerfi. Þessari aðstöðu má því sem
best lýsa með umorðun fleygra
orða: Þetta kerfi á öngvan vin.
„Fullkomið brjálæði“
Það er deginum ljósara að hin
sameiginlega fiskveiðistefna Evr-
ópusambandsins er hreinn óskapn-
aður, sem engu hefur skilað. Störf-
um í sjávarútvegi ESB
snarfækkar, tekjur sjómanna
hrynja, fiskistofnar eru í uppnámi
og kerfið er á framfæri himinhárra
ríkisstyrkja.
Í grein sem ég reit í Fiskifréttir
5. apríl sl. (sjá heimasíðu mína
ekg.is) vék ég að umfjöllun hins
virta breska tímarits Economist,
um fiskveiðistjórnun ESB. Þar
getur heldur betur að líta lýs-
inguna. Eftir að hafa útlistað ótelj-
andi skafanka kerfisins er klykkt
út með því að kalla fiskveiðistjórn-
arkerfið „fullkomið brjálæði“. Það
þarf varla frekari vitnanna við.
Hvað vakir
fyrir mönnum?
Og því vaknar óhjákvæmilega
spurningin: Hvað gengur mönnum
eiginlega til, sem vilja reyna að
teyma okkur Íslendinga á asnaeyr-
unum inn í þetta skelfilega um-
hverfi? Menn setja að vísu traust
sitt á að aðlögunartími fáist og
kannski einhverjar undanþágur.
En það breytir ekki kjarna máls-
ins.
Og þó svo að sannarlega glitti í
ýmsar úrbætur á fiskveiðistefnunni
er það lítil huggun. Enda er þar
fráleitt allt sem sýnist. Sjálft Evr-
ópusambandið er statt í miðri
kreppu, þar sem takast á sjónar-
mið samræmingar og jafns að-
gangs annars vegar og hins vegar
kröfur um sjálfræði svæðanna. Á
þessu skeri hefur endurskoðunin
steytt og fyrir vikið er það enn svo,
að hin sameiginlega fiskveiðistefna
Evrópusambandsins á öngvan vin.
Erindisleysan
mikla
Eftir Einar K.
Guðfinnsson
Höfundur er formaður
sjávarútvegsnefndar Alþingis.
„Það er deg-
inum ljósara
að hin sam-
eiginlega
fiskveiði-
stefna Evrópusam-
bandsins er hreinn
óskapnaður, sem engu
hefur skilað.“
STJÓRNARSKRÁ lýðveldisins
Íslands mælir fyrir um að öllum sem
þess þurfa skuli tryggður í lögum
réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,
örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar
og sambærilegra atvika. Ætla má að
á margan hátt séu þessi mikilvægu
mannréttindaákvæði stjórnarskrár-
innar ekki virt, þegar litið er til
hvaða aðstaða láglaunafólki, at-
vinnulausum og fjölda aldraðra og
öryrkja er búin. Það samræmist
ekki almennum mannréttindum
þessa fólks, barna þeirra og fjöl-
skyldna, að auk þess að hafa sult-
arlaun sér til framfærslu séu launin
skattlögð.
11 þúsund lágtekjufjölskyldur
Það er sannfæring mín að það sé
vilji mikils meirihluta þjóðarinnar að
ná sátt um skattfrelsi lægstu launa
og lífeyrisgreiðslna, sem og atvinnu-
leysisbóta og fjárhagsaðstoðar sveit-
arfélaga. Á Alþingi hef ég ásamt
nokkrum öðrum þingmönnum Sam-
fylkingarinnar lagt fram tillögu um
skattfrelsi lágtekjufólks. Ellefu þús-
und einstaklingar og fjölskyldur
voru með í tekjur á sl. ári á bilinu
782 þúsund til 1.100 þúsund krónur
á ári samkvæmt upplýsingum emb-
ættis Ríkisskattstjóra. Skattur sem
lagður er á þetta fólk er 38% Á sama
tíma er upplýst af embætti Ríkis-
skattstjóra að 96 einstaklingar hafi
haft að meðaltali í fjármagnstekjur
116 milljónir hver þeirra á sl. ári, en
af þeim greiðir þetta fólk einungis
10% skatt. Aftur á móti höfðu þessir
sömu einstaklingar og fjölskyldur
einungis 3,7 milljónir í launatekjur á
því sama ári og greiða af þeim 38%
skatt.
Lágtekjufólk greiðir
einn milljarð í skatt
Sérstakur frádráttur í skatti á
móti launatekjum láglaunafólks
þekkist í nokkrum löndum. Skoða
þarf þá leið sérstaklega og/eða end-
urgreiðslu skattanna í eftirálagn-
ingu. Verulegar breytingar hafa orð-
ið á skattgreiðslum lífeyrisþega á
síðustu árum. Samkvæmt útreikn-
ingum Þjóðhagsstofnunar á sl. ári
greiddi láglaunafólk og lífeyrisþegar
með laun og bætur undir 90 þúsund
krónum á mánuði um 1 milljarð í
tekjuskatt og útsvar. Þá er miðað
við heildarlaun og greiðslur frá
Tryggingastofnun ríkisins og úr líf-
eyrissjóði, auk atvinnuleysisbóta,
húsaleigubóta og fjárhagsaðstoðar
sveitarfélaga.
Tveggja mánaða
lífeyrisgreiðslur
Áður en ríkisstjórn Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks tók við
stjórn landsins á árinu 1995 greiddu
líeyrisþegar sem einungis höfðu sér
til framfærslu lífeyri almannatrygg-
inga engan skatt. Nú þurfa þeir að
greiða árlega sem svarar eins mán-
aðar lífeyrisgreiðslum í skatt. Iðu-
lega þarf þetta sama fólk líka að
greiða úr eigin vasa lyfjakostnað
sem samsvarar eins mánaðar lífeyr-
isgreiðslum á ári. Þannig er algengt
að tveggja mánaða lífeyrisgreislur
fari árlega í skattgreiðslur og lyfja-
kostnað. Langur vegur er frá að
lægstu tekjur dugi fyrir allra brýn-
ustu nauðþurftum, enda þarf fólkið
með lægstu launa- og lífeyristekj-
urnar iðulega að leita sér fjárhags-
aðstoðar hjá sveitarfélögum eða
matargjafa hjá hjálparstofnunum.
Skemmst er að minnast nýlegra
upplýsinga frá kirkjunni, mæðra-
styrksnefnd og félagsþjónusunni í
Reykjavík, þar sem fram kom að
fjöldi þeirra sem þurfa að leita sér
fjárhagsaðstoðar eða matargjafa
hafi vaxið um 20–30% sl. 12 mánuði.
Það er ekkert annað en hrein hneisa
að lágtekjufólk sem ekki á til hnífs
og skeiðar frá degi til dags þurfi að
greiða skatta.
Skattfrelsi
lágtekjufólks
Eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
„Algengt er
að tveggja
mánaða líf-
eyris-
greiðslur
þurfi árlega til greiðslu
á sköttum og lyfjum.“
Höfundur er alþingismaður.
MARGIR drekka mikið af víni hér
á landi og einnig eru þeir margir sem
taka inn alls kyns önnur vímuefni í
svipuðum tilgangi og þegar menn
drekka vín – væntanlega til að líða
betur eða komast í annað ástand. Oft-
ast byrja menn í góðri trú og mein-
ingu að drekka og dópa. Bæði í upp-
hafi neyslu sinnar og eflaust er það
þannig í hvert sinn sem fólk opnar lík-
amann fyrir vímuefnum, alkóhóli,
kókaíni, kannabis svo fátt eitt sé
nefnt. En því miður er það nú svo að
þessi efni eru eyðileggjandi og hel-
taka marga að lokum. Öll þekkjum við
fólk sem hefur orðið illa timbrað og
tekið út mikla andlega og líkamlega
vanlíðan, jafnvel þjáningar í kjölfar
neyslun sinnar.
Vímuboltinn þungi
Vímuboltinn er fljótur að stækka
þegar hann rúllar. Og hann er líka
það þungur og kröftugur þegar hann
skellur á að allt getur farið í mél.
Hann hefur sundrað heimilum og
hjónaböndum, fjölskyldum og vináttu
og grafið undan mörgu því sem við
teljum grundvöll góðs og eðlilegs lífs.
Já, þetta er Bakkus og hann reynir að
birtast í hinu fegursta formi. Hann
klæðir sig í fallegar flöskur, litar sig,
skreytir og allt hvað eina í blekking-
um til þess að geta náð tökum á fólk-
inu, sem var skapað til annars en að
gefast honum á vald.
Einmitt núna
Á þessu augnabliki er fjöldinn allar
af fólki sem tekur nú út miklar þján-
ingar vegna alkóhólismans. Kannske í
götunni þar sem við búum, kannske í
sömu blokk eða í sama stigagangi eða
jafnvel þeirri íbúð sem við eigum nú
heima í. Já, einmitt núna er það svo og
þannig hefur það verið lengi. Það er
gífurlegur fjöldi Íslendinga sem lent
hefur í þessu og þjáist af þessum
sjúkdómi, alkóhólisma. En það er líka
mikill fjöldi karla og kvenna sem hafa
komist undan svipu Bakkusar hér á
landi og reyndar um allan heim.
Þáttaskil með SÁÁ
Ég tel að mikil þáttaskil hafi orðið í
baráttunni við Bakkus þegar SÁÁ
(Samtök áhugafólks um áfengis-
vandamálið) voru stofnuð fyrir 25 ár-
um. Þeir sem komu að stofnun þess-
ara samtaka voru karlar og konur er
höfðu kynnst árangursríkri áfengis-
meðferð og -starfsemi í Bandríkjun-
um. Þetta fólk gerði sér grein fyrir því
að verkefnin í baráttunni væru næg
og stofnuðu því þessi samtök. Eld-
móðurinn rak þau áfram og nú 25 ár-
um síðar starfrækja þau sjúkrahúsið
Vog og svo Vík og Staðarfell þar sem
meðferðin fer að mestu leyti fram. Á
þessum tíma hafa 32.000 innritanir
átt sér stað og um 20.000 manns hafa
notið þjónustu fjölskyldudeildarinnar
í Síðumúla. Ég veit um fjöldann allan
af fólki, á öllum aldri, sem telur sig
eiga SÁÁ líf sitt að launa. Þetta fólk
og fjölskyldur þess er ævarandi þakk-
látt fyrir starfsemi og tilvist SÁÁ.
SÁÁ eiga einnig ríkan þátt í því að
stofnanir og ýmis fyrirtæki, stór og
smá, hafa breytt áfengisstefnu sinni
og áttað sig á því að alkóhólismi er
sjúkdómur, en sá skilningur er
grundvöllur batans. Þessi sýn hefur
orðið til þess að þúsundir einstaklinga
starfa á ný sem nýtir þjóðfélagsþegn-
ar.
Víð Íslendingar getum verið
hreyknir af þeirri sérstöðu sem við
búum við á þessu sviði. Og aðrir
Norðurlandabúar hafa lengi horft á
aðferðafræði SÁÁ, árangur þeirra og
notið góðs af. Við getum verið þakklát
öllum þeim sem lagt hafa starfsem-
inni lið svo sem læknum, hjúkrunar-
fólki, ráðgjöfum og mörgum öðrum.
Hamingjuóskir, þakkir og vonir
Ég óska SÁÁ til hamingju með af-
mælið og þakka þeim fyrir að hafa
bjargað fjölda manns frá glötun og
óhamingju og vona að íslensk stjórn-
völd sjái sóma sinn í því að veita þeim
verðuga viðurkenningu og virðingu á
þessum merku tímamótum.
SÁÁ er betra!
Eftir Karl V.
Matthíasson
„Ég veit um
fjöldann all-
an af fólki, á
öllum aldri,
sem telur
sig eiga SÁÁ líf sitt að
launa.“
Höfundur er 2. þingmaður
Vestfjarða.