Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Herra forseti. Nú er síðasta þing þessa kjörtímabils að hefj- ast. Hagspekingar og spástofnanir hafa gjarnan horn í síðu kosningaþings. Þá gerist stjórnmála- menn óábyrgari en vant er, veikari fyrir þrýsti- hópum en vant er og jafnvel enn veikari fyrir hvers kyns yfirboðum í útgjöldum en vant er. Haft er á orði, að ríkissjóður verði aldrei svo vin- asnauður sem á kosningaþingi. Því miður er nokkuð til í tali af þessu tagi um ístöðuleysi og yf- irboð síðustu mánuði fyrir kosningar, og berum við öll þar nokkra ábyrgð. Mín reynsla er einnig sú, að á kosningaþingi sé meira um upphlaup, eins og það er kallað þegar smávægileg dæg- urmál eru blásin upp í æðra veldi og nokkuð halli á málefnalega umræðu við þessar aðstæður. Auðvitað má finna að slíku og menn verða að kunna sér hóf. En á hinn bóginn ber að hafa í huga að þing er ekki aðeins löggjafarstofnun, þótt það hlutverk sé virðulegast og þýðingar- mest. Þing, sem undir nafni rís, verður einnig að vera vettvangur dagsins og völlur pólitískra átaka, þar sem rökum er teflt saman, hugsjónir lita orðræðuna og þingmenn sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að þeim sé ekki sama hvernig þjóð- málin þróast. Í rauninni fer ekki illa á að þessir þættir þinghaldsins séu fyrirferðarmeiri á kosn- ingaþingi en endranær. Eins og sést á fylgiskjali með stefnuræðunni vilja einstakir ráðherrar og ríkisstjórnin í heild þó fá drjúgan hlut af starfstíma þingmanna til hreinna löggjafarstarfa á komandi vetri, því boð- uð eru mjög mörg þingmál á vegum stjórnar- meirihlutans. Væntanlega munu einstakir þing- menn stjórnar- og stjórnarandstöðu einnig hafa fjölmörg mál fram að færa. Það þarf því að halda mjög vel á spöðunum á þessum stutta þingtíma og er gott við slíkar aðstæður að búa við rögg- saman þingforseta. Mikið að gerast í efnahagsmálum Við upphaf þings er gjarnan spurt hvaða mál verði fyrirferðarmest. Ljóst er að fjárlagafrum- varpið og efnahagsmál munu yfirgnæfa önnur mál fram að jólahléi. Enda eru ríkar ástæður til þess. Forystumenn stjórnmálaflokkanna komu saman til sjónvarpsumræðna á dögunum en þá bar svo við að efnahagsmál voru vart tekin á dag- skrá. Á því var gefin sú skýring, að í þeim málum væri ekkert að gerast, eins og það var orðað. Það voru mikil öfugmæli. Í efnahagsmálum eru stór- tíðindi að gerast. Tíðindi sem fáir sáu fyrir, þar með taldir þeir, sem áttu að hafa mesta þekkingu og bestu aðstæður til að rýna inn í efnahagslega framtíð landsins. Lítum á nokkur dæmi og þau ekki gömul. Fyrir 18 mánuðum spáði Þjóðhags- stofnun að viðskiptahalli ársins 2001 yrði 72,2 milljarðar króna, en hann varð meiri en helmingi minni. Fyrir réttu ári spáði sama stofnun að hall- inn yrði 46 milljarðar króna á árinu 2002 en nú er útlit fyrir að hann verði enginn! Og fyrir aðeins átta mánuðum var krafist umræðu hér í þinginu vegna þeirra ógna sem blöstu við í efnahags- málum. Þá sagði málshefjandinn eftirfarandi með leyfi forseta: „Var það ekki örugglega fyrir síðustu jól, herra forseti, sem ríkisstjórnin lýsti því hvernig verðbólgan mundi senn hníga hægt en örugglega og var það ekki fyrir jólin sem rík- isstjórnin talaði líka um svigrúmið sem var að myndast til að lækka vexti þegar krónan mundi styrkjast? Jú, herra forseti. Ef mig misminnir ekki, þá var það einmitt fyrir síðustu jól. En rík- isstjórnin eins og svo margir aðrir að því er þetta varðar fór því miður í jólaköttinn.“ Og sami mað- ur sagði einnig: „Miðað við þær hækkanir sem yfirleitt verða á verðlagi á þessum tíma árs bend- ir ekkert til þess að við verðum undir þessum rauðu strikum. Hver segir það? Ekki bara for- maður Samfylkingarinnar heldur segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar að það sé ákaflega ólíklegt, og það er þess vegna sem við efnum til þessarar umræðu.“ Það gátu fleiri orðið saddir en jóla- kötturinn, því það er ekki oft sem stjórnmála- maður þarf að éta aðrar eins kræsingar oní sig eins og í þessu tilviki. Og formaður vinstrigrænna taldi að eitt að- alvandamálið í efnahagsmálum væri að forsætis- ráðherra landsins væri veruleikafirrtur og á efnahagslegu afneitunarstigi, eins og það var efnislega orðað. Hann sagði orðrétt: „Öll skila- boð sem nú koma úr íslenska hagkerfinu hvað varðar viðskiptahalla, verðlagsþróun, gengismál og vaxtamál eru skilaboð um óstöðugleika, óvissu og viðsjár. En hæstvirtur forsætisráðherra er enn við sama heygarðshornið, hann tekur ekki mark á neinu slíku, skiptir um efnahagsráðgjafa eftir þörfum og setur upp ný og ný sólgleraugu eins þótt hellirigni.“ Og nú hlýtur að verða spurt: Hvar eru skilaboðin um óstöðugleika, óvissu og viðsjár? Áttar formaður vinstrigrænna sig ekki á því að það er dálítið spaugilegt að spássera í regnstakk með uppspennta regnhlíf í glaðasól- skini og góðviðri. Stjórnarandstaðan hélt því fram að verðbólgan væri komin á fulla ferð aftur og viðskiptahallinn væri slíkur að hann væri orð- inn óviðráðanlegur. Henni þótti ekkert benda til þess að gengið myndi styrkjast og vextir færu lækkandi. Af kurteisisástæðum ætla ég ekki að fjalla hér um hina frægu tifandi tímasprengju sem oft var nefnd til sögunnar. En hvernig er þá staðan núna og hvernig eru horfurnar? Það tókst að tryggja frið á vinnumarkaði þvert á framan- greindar spár. Verðbólgan er komin í takt við meðaltal samanburðarþjóðanna. Það verður ekki samdráttur í þjóðarframleiðslunni á þessu ári eins og spáð var og nú er gert ráð fyrir allgóðum hagvexti á næsta ári og eru þá virkjanafram- kvæmdir ekki reiknaðar inn í dæmið. Og hinn óviðráðanlegi viðskiptahalli verður enginn á þessu ári og hinu næsta, sem þýðir, þegar tekið er tillit til erlendrar verðbólgu, að viðskiptajöfnuð- urinn er í raun jákvæður. Þýðingarmikið er einn- ig að þjóðhagslegur sparnaður fer nú vaxandi á nýjan leik. Allir þessir þættir munu tryggja að kaupmáttur í landinu mun aukast um 2% á næsta ári og verður það níunda árið í röð sem kaup- máttur þjóðarinnar vex. Það eru engin dæmi um slíkt áður í íslenskri þjóðarsögu. Er ekki orðið óhætt fyrir suma að fara úr stígvélunum í þægi- legra skótau og leggja frá sér regnhlífina? Sáttargjörð við samtök aldraðra Herra forseti. Á undanförnum árum hefur samráð ríkis- valdsins við heildarsamtök aldraðra verið að aukast. Talsmenn aldraðra hafa þó fundið að því, að þótt samráð hafi vissulega aukist hafi þeir iðu- lega komið of seint að ákvarðanaferlinu og á stundum nánast staðið frammi fyrir gerðum hlut. Nú hefur verið sett í gang djörf tilraun til að bæta úr þessu, þannig að forystumenn lands- samtaka aldraðra og ríkisvaldsins verði sam- ferða í undirbúningsvinnunni. Ekki verði tjaldað til einnar nætur, heldur reynt að setja fram sátt- argjörð í samningsformi, sem varðar veginn næstu árin. Ég er ekki í vafa um að báðir aðilar ganga til þessa samstarfs af fullum heilindum. Þýðingarmikið er að sæmilega takist til, því þá má fylgja þessu vinnumódeli eftir í samstarfi þessara aðila í framtíðinni og reyna það einnig á fleiri sviðum. Mikil hækkun á framlögum til heilbrigðismála Herra forseti. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að setja af stað heildarendurskoðun á lögum um heilbrigð- isþjónustu, m.a. með hliðsjón af fjórum nýlegum skýrslum Ríkisendurskoðunar. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2000, haustið 1999, var sér- staklega leitað til Ríkisendurskoðunar og henni falið að kanna rekstrarkostnað sjúkrastofnana miðað við fjárlög. Í kjölfarið var rekstrarhalli stofnana gerður upp (þar á meðal Landspítala) og heildarútgjöld, eins og stofnanirnar sjálfar höfðu áætlað þau, lögð til grundvallar fjárveit- ingum í fjárlögum ársins 2000. Aðeins tveimur árum eftir þessa aðgerð, sem átti að koma fjár- málunum á hreint borð, virðist allt komið í fyrra horf. Ef litið er á samanlögð fjárframlög í fjár- lögum til Landspítala og Borgarspítala árið 1997 og borið saman við framlög í fjárlögum 2002 þá hafa þau hækkað um 65–70%, það jafngildir 10– 11% árlegri hækkun. Framlög til heilbrigðismála eru há hér á Ís- landi miðað við önnur ríki, hvaða mælikvarði sem notaður er. Við viljum hafa heilbrigðiskerfið opið öllum og þjónustuna bæði mikla og góða. Í fjár- lögum fyrir árið 2002 er ráðstafað tæplega 60 milljörðum króna til heilbrigðismála. Það er fjórðungur af heildarútgjöldum ríkisins. Það eru því gríðarlegir hagsmunir fyrir landsmenn alla að vel sé farið með það fé og að stuðlað sé að hag- kvæmum rekstri. Heilbrigðiskerfið er ekki hafið yfir gagnrýni og í raun óábyrgt að halda því fram að stórkostlega fjármuni vanti til heilbrigðis- mála. Við verðum að leita skýringa á hvað hefur farið úrskeiðis áður en ríkissjóður er krafinn um enn meira fé. Það gengur ekki að ítrekað séu lagðir fram miklir fjármunir til að leysa rekstr- arvanda sem skýtur svo aftur upp kollinum óðar en við er litið. Herra forseti. Á undanförnum árum hafa orðið stórkostlegar framfarir í samgöngukerfi landsmanna. Öryggi hefur aukist til muna, vegalengdir milli staða styst og flutningskostnaður lækkað fyrir vikið. Stórverkefni eru framundan á þessu sviði eins og kunnugt er. Yfir 90% umferðar á landinu eru nú á bundnu slitlagi. Það er mjög dýrt að ná þeim Stefnuræða Daví Fram mála h um FJÁRLÖG OG STÖÐUGLEIKI Frumvarp til fjárlaga, sem Geir H.Haarde fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi á þriðjudag, gerir ráð fyrir að 10,7 milljarða króna tekjuaf- gangur verði á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir að tekjuafgangur nemi 11,6 milljörð- um, eftir að tillit hefur verið tekið til óreglulegra gjalda og tekna. Það hafa orðið mikil umskipti á rekstri ríkissjóðs á undanförnum ár- um og liðin tíð að halli sé á fjárlögum líkt og algengt var fram á síðasta ára- tug. Þetta er ekki síst mikilsverður ár- angur í ljósi þess mikla samdráttar sem verið hefur í efnahagslífinu á síð- ustu misserum. Samdráttarskeiðinu virðist nú vera að ljúka og hægur vöxtur efnahags- lífsins að taka við. Landsframleiðsla mun standa í stað á þessu ári sam- kvæmt nýjustu spám og hagvöxtur nema 1,5% árið 2003. Raunar benda nær allar tölur í nýrri þjóðhagsspá til að mikill stöðugleiki sé að komast á í efnahagslífinu á nýjan leik eftir stutt erfiðleikatímabil. Vísi- tala neysluverðs hefur einungis hækk- að um 0,6% það sem af er árinu og því er spáð að heildarhækkun árið 2002 verði 1,5%. Það er mikil breyting frá síðasta ári er verðbólga nam 9,4%. Þá er því einnig spáð að gengi hald- ist nær óbreytt á næsta ári en um- skipti í gengi krónunnar eru megin- skýringin á lækkun verðbólgunnar. Gert er ráð fyrir að sá mikli við- skiptahalli, sem hefur verið viðvar- andi frá árinu 1995, hverfi á þessu ári og að jafnvægi verði í viðskiptum við útlönd á næsta ári. Kaupmáttur hefur aukist stöðugt allt frá 1994, mun aukast um 1,5% á þessu ári og 2% árið 2003. Einkaneysla hefur vissulega dregist saman á þessu ári og því síð- asta en þar sem það gerist á sama tíma og kaupmáttur er að aukast bendir það til vaxandi sparnaðar í þjóðfélag- inu. Þær breytingar sem ríkisstjórnin ákvað á síðasta ári að gera á skatta- legu umhverfi fyrirtækja skipta miklu máli í þeim umskiptum sem nú eru að eiga sér stað. Breytingarnar styrkja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum löndum og auðvelda jafnframt fyrirtækjum að auka við starfsemi sína. Heildarfjárfesting í þjóðfélaginu mun dragast saman um 15% á þessu ári ef spár ganga eftir. Á næsta ári er gert ráð fyrir að fjárfestingar fari vax- andi á nýjan leik eftir tveggja ára samdrátt. Auðvitað má að miklu leyti rekja þann aukna stöðugleika sem nú má greina til þess að dregið hefur úr þenslu í íslensku atvinnulífi. Lending- in, eftir langt og öflugt hagvaxtar- skeið, hefur hins vegar orðið mýkri en flestir þorðu að vona. Stöðugleiki í ríkisfjármálum og lág verðbólga eru mikilvægar forsendur fyrir því að við getum á næstu árum horft fram á auk- inn hagvöxt og vaxandi tekjur jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. UMRÆÐUR UM STEFNURÆÐU Ístefnuræðu sinni á Alþingi í gær-kvöldi lagði Davíð Oddsson for-sætisráðherra megináherzlu á að sýna fram á batnandi stöðu efnahags- mála frá því, sem var á árinu 2001, þegar verðbólgan jókst umtalsvert, gengi krónunnar lækkaði og önnur óáran herjaði á landsmenn. Þessi áherzla forsætisráðherra á efnahags- málin er skiljanleg í ljósi þeirrar út- breiddu skoðunar, að í kosningum kjósi fólk fyrst og fremst eftir því hvort afkoma þess hefur versnað eða batnað, þegar komið er að kjördegi. Ekki fer á milli mála, að veruleg breyting til batnaðar hefur orðið í efnahagsmálum landsmanna frá síð- asta ári. Lítil verðbólga verður á þessu ári, gengi krónunnar hefur styrkzt á nýjan leik. Jafnvel er talið að enginn viðskiptahalli verði á árinu og nokkur hagvöxtur verði á næsta ári. Hvað sem öðru líður verður ekki um það deilt að þetta er verulegur árang- ur og mikil umskipti frá síðasta ári. Verði staðan svipuð, þegar nær dreg- ur kosningum, fer tæpast á milli mála, að það verði stjórnarflokkunum báð- um til hagsbóta. Þótt ekki hafi mátt merkja í ræðum stjórnarandstöðuleiðtoganna hverjar megináherzlur þeirra verða í kosn- ingabaráttunni er þó ljóst af ræðum þeirra Össurar Skarphéðinssonar, Steingríms J. Sigfússonar og Sverris Hermannssonar, að þeir munu halda uppi mjög harðri stjórnarandstöðu á þeim vetri, sem er að ganga í garð. Það þarf engum að koma á óvart. Mið- að við þau mál, sem eru á döfinni, má búast við, að stjórnmálabaráttan verði mjög hörð þegar líður á vetur- inn. Fyrirhuguð einkavæðing ríkis- bankanna er umdeild, nú þegar hafa hafizt harðar deilur um heilbrigðismál á milli Framsóknarflokks og Samfylk- ingar og ljóst að Evrópumálin verða mjög til umræðu. Sókn Samfylkingarinnar gegn Framsóknarflokknum, sem hófst á flokksstjórnarfundi sl. laugardag, vekur óneitanlega athygli og spurn- ingar. Þetta virðist ekki beinlínis vera aðferðin til þess að laða Framsókn- arflokkinn til samstarfs í ríkisstjórn á grundvelli áþekkrar stefnu þessara flokka í Evrópumálum. Er Samfylk- ingin með þessari hörðu gagnrýni á Framsóknarflokkinn að gefa til kynna að slíkt stjórnarsamstarf vaki ekki fyrir flokknum að kosningum lokn- um? Það er skaði að hve litlu leyti um- ræður um stefnuræðu forsætisráð- herra snúast um stefnuræðuna. Ef undan eru skildir forystumenn flokk- anna koma þingmenn með heimatil- búnar ræður, sem sjaldnast varða um- ræðuefnið sjálft, þ.e. stefnuræðuna, heldur er um að ræða almennar fram- söguræður um stjórnmál. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystu þingsins, hvort ekki er hægt að breyta þessu. Í þessum umræðum á stefnu- ræða forsætisráðherra hverju sinni að vera grundvöllur umræðna og ætla mætti að það væri eftirsóknarvert fyrir alla aðila að um þá ræðu fari fram snarpar umræður og kappræður í þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.