Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 52
FRÉTTIR 52 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjarðarbær Auglýsing um afgreiðslu bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar á skipulagsáætlunum Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br., er hér með auglýst afgreiðsla bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á eftirfarandi skipulagsáætlunum: Deiliskipu- lag fyrir „Íbúðarhverfi í Hvömmum“ vegna Smárahvamms 1, Hafnarfirði. Deiliskipulagið var samþykkt á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar þann 4. júlí 2002, engar athugasemdir bárust. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins verður birt í B- deild Stjórnartíðinda þann 10. október nk. Deiliskipulag fyrir „Hauka- Iðnskólareit“ vegna Svöluhrauns 19, Hafnarfirði. Deiliskipulagið var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar þann 20. ágúst 2002, engar athugasemdir bárust. Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins verður birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 10. október nk. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi Hafnarfjarðar á Strandgötu 8—10, 3. hæð, Hafnarfirði. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Menntamálaráðuneytið Nýskipan vísinda- og tæknimála á Íslandi Kynningarfundur Grand Hóteli, Hvammi, í dag, fimmtudaginn 3. október, kl. 16—17 Forsætisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið halda sameiginlegan kynningarfund á Grand Hóteli, Hvammi, í dag, fimmtudaginn 3. október, kl. 16:00. Þar mun forsætisráðuneytið kynna frumvarp til laga um Vísinda- og tækniráð. Menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið kynna frumvörp til laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og frumvarp til laga um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífs- ins. Sérstaklega verður fjallað um endurskoðun frumvarpanna á síðustu mánuðum. Dagskrá:  Frumvarp til laga um Vísinda- og tækniráð. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri, forsætis- ráðuneyti.  Ávarp: Tómas Ingi Olrich, menntamálaráð- herra.  Frumvarp til laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Hafliði P. Gíslason, prófessor, Háskóla Íslands.  Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð- herra.  Frumvarp til laga um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnu- lífsins. Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri, iðnaðarráðuneyti. Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Guðmundur Árnason, ráðuneytis- stjóri, menntamálaráðuneyti. Menntamálaráðuneytið, 1. október, 2002. menntamalaraduneyti.is NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á eignunum sjálfum sem hér segir: M.b. Bylgja SK-6, skrnr. 1819, eftir kröfu sýslumannsins á Sauðár- króki, verður háð á skrifstofu sýslumanns á Suðurgötu 1, fimmtudag- inn 10. október 2002, kl. 10.00. Skógargata 6B, Sauðárkróki, eftir kröfu Íbúðalánasjóðs, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 10.30. Sæmundargata 5G, Sauðárkróki, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Norður- lands, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 11.00. Víðigrund 8, 0301, Sauðárkróki, eftir kröfu Ríkisútvarpsins, verður háð á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 11.30. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 2. október 2002. Ríkarður Másson. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu Ánanaust 15, skrifstofuhúsnæði Til leigu eru skrifstofur, 178 fm á 3. hæð, í þessu fallega verslunarhúsi.  Innréttingar og sameign eins og best verður á kosið.  Eldtraust skjalageymsla.  Óviðjafnanlegt útsýni yfir Faxaflóann.  Góð aðkoma og næg bílastæði.  Getur verið laust fljótlega. Upplýsingar í síma 551 1570 á skrifstofutíma. Bernhard Petersen hf. TILBOÐ / ÚTBOÐ SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  1831038  O*. I.O.O.F. 11  1831038½  Kk. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42 kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is Í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðar- samkoma. Majórarnir Turid og Knut Gamst stjórna. Majórarnir Inger og Knut Ytter- dal og foringjarnir á Íslandi og Færeyjum taka þátt. Allir hjartanlega velkomnir. mbl.is ATVINNA SJÓBIRTINGSVEIÐIN er enn upp og ofan austur í Skaftafellssýslum og helst að menn séu að fá skotin í Vatna- mótunum eins og fram hefur komið, samkvæmt upplýsingum frá Ragnari Johansen hjá veiði- og sumarhús- aþjónustunni í Hörgslandi. Engu að síður hafa aðrar ár átt sín augnablik, t.d. veiddi einn og sami veiðimaðurinn tvo um það bil 12 punda birtinga sama daginn á Seglbúðasvæðinu í Grenlæk fyrir skömmu. „Það hefur verið einhver reytings- veiði og það eru birtingar í mörgum hyljum þarna. Þeir hafa hins vegar tekið illa og mættu vera fleiri. Það hafa þó komið skemmtileg skot, þann- ig veiddi t.d. hann Júlíus, einn af leið- sögumönnunum mínum úr Breiðdaln- um, tvo um 12 punda birtinga á flugu. Annar kom í Rennum og hinn úr næsta hyl fyrir ofan. Hann sleppti báðum fiskunum,“ sagði Þröstur Elliðason, fulltrúi leigutaka árinnar, í samtali við Morgunblaðið. Göngur í hlaupinu? Menn veltu fyrir sér á dögunum hvað yrði af göngufiski á meðan Skaftárhlaup stæði yfir og var nokk- uð almennt álit að hlaupið hefði nei- kvæð áhrif á göngur og veiði. Tvær litlar uppákomur, í miðju Skaftár- hlaupi, eru athyglisverðar. Örn Hjálmarsson greindi t.d. frá því að einn af 12 fiskum sem hann dró í Vatnamótunum hefði verið bjartur og nýgenginn 2–3 punda fiskur. Er hann rotaði fiskinn hrukku upp úr honum nokkur síli, lítið melt. Greini- lega nýkominn úr sjó. Guðjón V. Reynisson sem veiddi risabirting, rúmlega 16 punda, í Geirlandsá á sama tíma lenti auk þess í því í Ár- mótunum í Geirlandsá að landa 5 punda laxi, sem var grálúsugur. Þarna voru sumsé vísbendingar um að fiskur væri að ganga af krafti þrátt fyrir hlaup í Skaftá. Tveir 12 punda úr Grenlæk Pétur K. Hlöðversson veiddi þennan 18 punda, 100 cm langa hæng í Tunguvaði í Eystri- Rangá um síðustu helgi. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? JARÐHITAFÉLAG Íslands mun halda málþing um leyfisveitingar, lagaumhverfi, skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunar jarðhita 16. október. Málþingið verður á Grand hóteli Reykjavík í salnum Gullteigi og hefst kl. 13. Kynnast fyrirhuguðum breytingum „Aðilar sem starfa við rann- sóknir og virkjun jarðhita hafa bent á að nokkuð vanti á að gild- andi reglugerðir veiti nægilegar leiðbeiningar. Óskað hefur verið eftir gerð verklagsreglna sem geri skýra grein fyrir framgangi og verklagi við virkjun jarðhita. Góð sátt hefur ríkt í þjóðfélaginu um flest jarðhitamannvirki á landinu enda ótvíræður hagur fyrir umhverfið og mannfólkið að nýta þessa vistvænu orkulind í stað þess að brenna olíu eða kol- um. Málþingið er haldið til að sem flestir sem vinna að virkjun og vinnslu jarðhita fái tækifæri til að kynnast fyrirhuguðum breytingum, koma með ábending- ar og taka þátt í mótun hins nýja lagaumhverfis,“ segir í fréttatil- kynningu. Dagskrá verður sem hér segir: Lagaumhverfi vegna umhverfis- mála við virkjun jarðhita: Þórður Bogason hdl. Leyfisveitingaferli frá fyrstu stigum rannsókna til loka reksturs: Albert Albertsson, Hitaveitu Suðurnesja, sjónarmið fagráðuneytis orkumála: Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri, iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti. Sjónarmið umhverfisráðuneytis, hver er tilgangur laganna?: Ingi- mar Sigurðsson, skrifstofustjóri. Verklagsreglur: Hólmfríður Sigurðardóttir/Þóroddur Þór- oddsson, Skipulagsstofnun. Hlut- verk Orkustofnunar: Þorkell Helgason, orkumálastjóri. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Jarðhitafélagsins: http://www.jardhitafelag.is. Ræða mat á umhverfisáhrif- um við virkjun jarðhita JAFNRÉTTISSTOFA vinnur um þessar mundir að tveimur norræn- um rannsóknaverkefnum undir norrænu velferðaráætluninni. Ann- að verkefnið sem um ræðir nefnist; „Konur kveðja, karlar eru um kyrrt“, sem unnið er í samstarfi við Byggðarannsóknastofnun Ís- lands og háskóla/stofnanir í Norð- ur-Skandinavíu, Grænlandi og Færeyjum. Þar er sjónum beint að þeirri staðreynd að fólksfækkun í jaðarbyggðum á Norðurlöndum hefur í för með sér breytingu á kynjahlutföllum því konurnar flytja frekar en karlarnir. Auk þess eru konur líklegri en karlar til að tileinka sér nýja þekkingu og laga sig að breyttum aðstæðum og flytja þannig á huglægan máta. Hitt verkefnið sem unnið er að nefnist; „Velferð, karlmennska og félagslegt frumkvæði“ og er unnið í samstarfi við kynjafræðinga á hinum Norðurlöndunum, en auk þess tengist verkefnið samevr- ópskum rannsóknum. Hið flókna samspil félagslegs frumkvæðis í at- vinnulífinu og innan fjölskyldna sem og tengsl þess við breytingar á stöðu kynjanna og hugmyndir um karlmennsku verða til skoð- unar. Jafnréttisstofa vinnur að tveimur norrænum verkefnum Konur kveðja, karlar kyrrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.