Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÁrni Gautur kosinn maður leiksins gegn Ajax/B4 Atli gerði fimm breytingar á landsliðinu/B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FIMMTUDÖGUM VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í FORYSTUMENN stjórnarandstöð- unnar lögðu áherslu á það í um- ræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra í gær að það væri ekki ríkisstjórninni að þakka að horfur í efnahagsmálum væru nú betri en þær hefðu verið fyrr á árinu. Það mætti þakka aðgerðum verkalýðs- hreyfingar, ytri aðstæðum og ein- skærri heppni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, lagði í ræðu sinni áherslu á þann mun sem væri á Samfylkingunni og Sjálfstæðis- flokknum. Munur á stefnu flokk- anna væri mjög skýr í Evrópumál- um, þróun velferðarkerfisins, sjávarútvegsmálum og í menntamál- um. Össur hvatti eindregið til þess að Ísland skilgreindi samnings- markmið sín, gengi til viðræðna við Evrópusambandið um aðild að sam- bandinu og að aðildarsamningur yrði lagður fyrir þjóðina í atkvæða- greiðslu. Össur gagnrýndi áherslu ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum og benti sérstaklega á þá breytingu að lágtekjufólk væri farið að greiða skatta. Össur gerði efnahagsmál að um- fjöllunarefni og sagði að raunveru- legur vandi hefði blasað við í efna- hagsmálum í upphafi árs. Viðskipta- hallinn hefði verið mikill, gengið hefði fallið og vextir hækkað. Það hefði verið verkalýðshreyfingin en ekki ríkisstjórnin sem kom til bjarg- ar. Össur sagði að ríkisstjórnin hefði ekki nýtt tækifærin. Hún væri þreytt og hugmyndasnauð. Mikill árangur Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra lagði áherslu á að ríkisstjórn- inni hefði náð miklum árangri. Það væru samhentir skipstjórar í brúnni á þjóðarskútunni. Hann sagðist ekki vera viss um að þjóðin vildi hleypa Samfylkingunni að brúnni á skút- unni eins og hann komst að orði. Guðni sagði að 1995, þegar Fram- sóknarflokkurinn settist í ríkis- stjórn, hefði fólk verið að flýja land. Síðan hefðu um 3.000 einstaklingar flust til landsins. Í fyrri ríkisstjórn hefði verið niðurskurður í málefnum fatlaðra og sjúkra en þetta hefði breyst með ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Kaup- máttur hefði aukist um 25% og sam- neysla um 20%. Tekjuskattur einstaklinga hefði verið lækkaður úr 42% í 38% og skattar á fyrirtæki hefðu verið lækkaðir úr 30% í 18%. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar, sagði að í hvert sinn sem liði að kosningum drægi forsætisráðherra upp glæsta mynd af efnahag þjóðarinnar. Hann vitnaði í stefnuræðu forsætisráð- herra 1994 og 1998 þar sem Davíð hefði talað um áður óþekktan árang- ur í efnahagsmálum. Steingrímur sagði að óstöðugleiki í efnahagsmál- um í upphafi árs hefði verið raun- verulegur. Hann sagði að þakka mætti hagstæðum ytri skilyrðum, háu fiskverði og góðri stýringu Seðlabankans að vel hefði gengið að komast út úr efnahagserfiðleikun- um. Steingrímur sagði að í frumvarpi til fjárlaga væri hátekjufólki færð 2% lækkun á hátekjuskatti. Eign- arskattar væru einnig að lækka um helming, sem kæmi hátekjufólki til góða. Lágtekjufólk, aldraðir eða ör- yrkjar fengju ekki neina slíka skattalækkun. Steingrímur sagði að megin- áhersla VG í næstu kosningum yrði að eftir kosningar yrði mynduð vel- ferðarstjórn. Það stórsæi á velferð- arkerfinu eftir tólf ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins. Steingrímur gagnrýndi einnig áherslur utanríkis- ráðherra í Evrópumálum. Hann sagði að Pólland, sem ætti nú í við- ræðum um aðild að ESB, stæði frammi fyrir algerri uppgjöf í sjáv- arútvegsmálum. Sjómannasamtökin á Möltu væru á móti nýgerðum að- ildarsamningi við ESB þrátt fyrir að utanríkisráðherra Íslands teldi að Malta hefði gert góðan samning. Sverrir Herrmannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að stefnuræða forsætisráðherra hefði verið einstaklega rýr. Í henni hefði ekki falist nein stefnumótun. Sverrir gagnrýndi ástandið í heilbrigðismál- um og sérstaklega áherslur ungra sjálfstæðismanna í heilbrigðismál- um. Sverrir sagði að hagspekingar töluðu um að það hefði verið heppni að okkur tókst að komast út úr efna- hagserfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefði ekkert aðhafst gegn verðbólg- unni. Besta tæki stjórnvalda væri fjárlög, en þeim hefði ekki verið beitt því að útgjöld fjárlaga hefðu hækkað umfram verðlag. Sverrir gagnrýndi harðlega hvernig ríkisstjórnin hefði staðið að samráði við aldraða. Hann sagði að það samráð við aldraða sem for- sætisráðherra boðaði nú væri einber blekking. Stjórnarandstaðan í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra Efnahagsástandið ekki ríkisstjórninni að þakka VELUNNARAR SÁÁ komu saman í Háskólabíói í gær- kvöldi til að minnast þess að 25 ár eru liðin frá stofnun samtakanna. Sérstakur gestur og aðalræðumaður var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Auk hennar komu fram tónlistarmennirnir Bubbi Morthens, Krist- ján Kristjánsson, Guðmundur Pétursson og Hera Hjart- ardóttir. Í lok fundarins söng Karlakór Reykjavíkur. Örn Árnason leikari var fundarstjóri. Í tengslum við af- mælishátíðina er SÁÁ gestgjafi hinnar árlegu alþjóð- legu læknaráðstefnu ISAM sem hófst í gær og lýkur á laugardag. Aðalmarkmiðið er að kynna nýjar hug- myndir og stefnur í áfengis- og vímuefnalækningum og styrkja samvinnu allra þeirra er stuðla að vexti og framþróun á þessu sviði. Morgunblaðið/Þorkell Þórarinn Tyrfingsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem flutti hátíðarræðu, Björg- ólfur Guðmundsson og eiginkona hans, Þóra Hallgrímsson, nutu skemmtiatriða sem í boði voru. Aldarfjórðungur frá stofnun SÁÁ TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra hefur með bréfi til Þorfinns Ómarssonar, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, formlega gengið frá því að hann taki aftur við stjórn sjóðs- ins. Ráðherra segir að með bréfinu sé málinu lokið af hálfu ráðuneytisins en hann dregur hins vegar enga dul á að hann sé ósammála niðurstöðu nefnd- ar um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt- mætt að veita Þorfinni lausn um stundarsakir. Tómas Ingi telur að möguleikar ráðuneytisins og raunar stjórnvalda yfirleitt til þess að bregðast við þegar ekki er farið að settum reglum og lög- um hafi skerst við þessa niðurstöðu. Full ástæða til þess að fara gaumgæfilega yfir málið „Það er alveg ljóst að ég er ósam- mála niðurstöðu nefndarinnar en hins vegar hef ég tekið þá ákvörðun að una við álitið og því er með bréfi til fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs gengið formlega frá því að hann taki við starfi sínu aftur.“ Menntamála- ráðherra tekur fram að hann hafi talið fulla ástæðu til þess að leggjast gaumgæfilega yfir málið og reyna að átta sig á hvað þetta raunverulega þýddi og því hafi hann gefið sér góðan tíma til þess. „Staða menntamálaráðuneytisins til þess að bregðast við þegar um bók- haldsóreiðu er að ræða eða menn lúta ekki þeim reglum og lögum sem um bókhald gilda hefur veikst til muna við niðurstöðu nefndarinnar. Svo virðist sem nú sé komin upp sú staða að til sé grátt svæði þar sem getur verið um bókhaldsóreiðu að ræða sem ætla má að sé viðunandi og síðan bókhaldsóreiðu sem sé óviðun- andi. Hvar mörkin liggja þarna á milli er með öllu óljóst.“ Tómas Ingi segir að þetta mál hafi skapað mikla óvissu um að hve miklu leyti stjórnvöld geti brugðist við þeg- ar þau standi frammi fyrir því að op- inberir starfsmenn virði ekki settar reglur og lög um bókhaldsgögn. „Það er ljóst að þetta veldur mikilli óvissu um hvert vald æðstu stjórn- enda hjá hinu opinbera er. Áður en þetta álit var birt töldum við í menntamálaráðuneytinu að staðan væri skýrari og það væri hægt að bregðast við með meiri fullvissu en nú virðist blasa við. Ég vil taka það fram að vitaskuld fer meginþorri opinberra starfsmanna að settum reglum og lít- ur í senn á það sem skyldu sína og sjálfsagðan hlut að gera það. Úr- skurðurinn hefur engin áhrif á það, en á hinn bóginn er vald manna til þess að veita aðhald orðið óljósara. Þetta snertir því ekki eingöngu mitt ráðu- neyti heldur stjórnkerfið allt og málið verður að skoðast í því ljósi.“ Menntamálaráðherra um mál fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands Skapar óvissu um valdsvið æðstu stjórnenda  Bréf menntamálaráðherra/10 RÚMLEGA tvítugur Reykvíkingur þarf að greiða 350.000 krónur í sekt fyrir að selja 20–40 grömm af hassi og áætlaður gróði af sölunni var jafn- framt gerður upptækur. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að gróðinn væri 40.000 krónur, sem er þó aðeins hluti af því reiðufé sem lögregla lagði hald á á heimili mannsins. Hann sagði að féð væri ekki gróði af fíkniefnasölu og neitaði að stílabók sem lögregla fann í fórum hans geymdi lista yfir þá sem skulduðu honum fé. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að maðurinn hafði ekki áður hlotið refsingu og væri nú að hefja framhaldsnám. Neitaði að dag- bókin innihéldi skuldalista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.