Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGINN 4. okt. kl. 13 verður haldin málstofa sem ber yfirskriftina: Tengsl rannsókna og stefnumótunar í menntamál- um: hvers vegna – hvernig? Kl. 15.45 setur Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra málþing- ið. Þá verða flutt þrjú erindi um ólík viðhorf til lífsleikni. Flytj- endur eru: Kristján Kristjáns- son, prófessor við Háskólann á Akureyri, Sigrún Aðalbjarnar- dóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Aldís Yngvadótt- ir ritstjóri Námsgagnastofnun. Málþingið verður haldið í hús- næði Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð og er þátttöku- gjald 1.000 kr. Laugardaginn 5. okt. kl. 9–16 verða flutt 70 stutt erindi um lífsleikni í skólastarfi, mál og lestur, náttúrufræði, upplýs- ingatækni, menntun kennara o.fl. Frá kl. 15–16 er þátttakend- um þingsins boðið upp á að ræða nánar ýmislegt sem hefur komið fram fyrr um daginn í svonefnd- um kaffistofum. Ýmis verkefni verða kynnt á veggspjöldum. Dagskráin er á http://rann- sokn.khi.is/malthing/. Málþing um rannsóknir, nýbreytni og þróun FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 53 FORELDRASAMTÖKIN Vímulaus æska hafa opnað vefsíðu.Vefsíð- unni er ætlað að veita aðstoð for- eldrum sem hafa áhyggjur af hugs- anlegri vímuefnaneyslu barna sinna. Á henni eru einnig fréttir af starfi samtakanna, upplýsingar um námskeið og umræða um málefni sem snerta uppeldi eða fíkniefna- heiminn, s.s. um handrukkara, útihátíðir og fleira. Slóðin er www.foreldrahus.is. Þorsteinn Jóhannsson frá Vímulausri æsku þakkar Knúti Haukssyni, aðstoðarforstjóra Samskipa, fyrir stuðning við vefgerðina. Með þeim er Sigurður Hlöðversson sem aðstoðaði Foreldrahúsið við gerð vefjarins. Vímulaus æska opnar heimasíðu TOURETTE-samtökin verða með opið hús í kvöld, fimmtudagskvöldið 3. okt. kl. 20:30 að Hátúni 10b (aust- asta ÖBÍ blokkin), í kaffiteríunni á jarðhæðinni. Þessi opnu hús eru mánaðarlega að vetrinum, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, og gefst fólki þá tækifæri til að hlusta á fyrirlestra eða kynn- ingar, horfa saman á myndband, fjalla um bækur varðandi Tourette- heilkennið og spjalla saman yfir kaffibolla um málefni tengd því, seg- ir í fréttatilkynningu. Tourette- samtökin með opið hús „AIKIKAI Reykjavík er eina íþrótta- félagið á landinu sem iðkar sjálfs- varnarlistina Aikido þar sem áhersla er lögð á sjálfsvörn án mótárásar og notkun á krafti andstæðingsins gegn honum sjálfum. Íþróttin hefur verið stunduð hér á landi síðan 1992 og eru iðkendur nú um 50 talsins,“ segir í fréttatilkynningu. Nýverið flutti félagið í húsnæði í Faxafeni 8 sem bætir alla aðstöðu til iðkunar íþróttarinnar og mun félagið nú geta boðið námskeið fyrir unglinga (13-15 ára) ásamt námskeiðum fyrir 16 ára og eldri. Fyrr á árinu fékk félagið til liðs við sig nýjan yfirþjálfara sem hefur yfir 20 ára reynslu af íþróttinni og mikla reynslu af kennslu allra aldurshópa. Félagið fær einnig reglulega heim- sóknir frá erlendum þjálfurum og var nýlega gengið frá samkomulagi um að japanskur þjálfari kæmi reglulega til landsins til að halda námskeið. Nánari upplýsingar má finna á http://here.is/aikido. Japani þjálfar sjálfs- varnarlist Lífs en ekki liðinn Í inngangi að minningargreinum um Unni Magnúsdóttur á blaðsíðu 30 í Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. okt. síðastliðinn komst því miður inn sú villa að sagt var að Hilmir Hinriksson, sonur Hinriks, eigin- manns Unnar, væri látinn. Hann er bráðlifandi og býr í Hveragerði. Beð- ist er velvirðingar á þessu. Sex manns í heimili á Kárastöðum Í frétt af stórbruna á Syðri-Kára- stöðum í Vatnsnesi í blaðinu í gær var rangt farið með fjölda heimilis- meðlima og aldur húsfreyjunnar. Í heimili voru 6 manns, á aldrinum 4- 49 ára. Húsfreyjan er 49 ára en ekki á sextugsaldri líkt og ranghermt var. Leiðréttist þetta hér með. Hafði ekki fengið inni á Sogni Nokkurrar ónákvæmni gætti í frá- sögn aðstoðarmanns félagsmálaráð- herra, sem höfð var eftir honum í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag um viðbrögð ráðherra heilbrigðis-, dóms- og félagsmála við bréfi frá Stefáni Aðalsteinssyni. Steinn Ár- mann, sonur hans, hafði ekki fengið inni á Sogni, eins og aðstoðarmað- urinn sagði við Morgunblaðið, held- ur tjáði Stefán honum símleiðis að sonur hans hefði fengið inni á Vogi. LEIÐRÉTT TILLÖGUR Sambands íslenskra sveitarfélaga í byggðamálum voru samþykktar á landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri í liðinni viku. Sérstök byggðanefnd var stofnuð á veg- um sambandsins fyrir tveimur árum og henni falið að leggja fram tillögur að nýrri byggða- stefnu fyrir sambandið. Tillög- urnar voru samþykktar á full- trúaráðsfundi sambandsins í mars í vetur en hlutu nú fulln- aðarafgreiðslu eftir nokkrar um- ræður. Tillögurnar eru í alls 12 liðum og fjalla um ýmsa þætti byggða- mála, m.a. að tryggð verði sam- keppnisgeta höfuðborgarsvæðis- ins gagnvart útlöndum, öflugt þjónustu- og vaxtarsvæði verði byggt upp á Eyjafjarðarsvæðinu sem valkostur við höfuðborgar- svæðið og að í öðrum lands- hlutum verði byggðir upp lands- hlutakjarnar, fyrst í stað á Ísafjarðarsvæðinu og Mið-Aust- urlandi. Þá vill sambandið að sveitar- stjórnar,- byggða,- skipulags,- og byggingamál verði sameinuð í eitt ráðuneyti, ráðuneyti byggða- og sveitarstjórnarmála. Eins er fjallað um sameiningu sveitarfé- laga í tillögunum sem samþykkt- ar voru á þinginu og að stefnt verði að því að stækka þau og efla með frjálsri sameiningu á kjörtímabilinu. Náist sá árangur sem stefnt er að verði sveitar- félögin á bilinu 30 til 50 talsins í lok næsta kjörtímabils. Sam- bandið vill að endurskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga verði hraðað og samstarfs- verkefnum fækkað. Talað er um greiðan aðgang allra íbúa lands- ins að rafrænum samskiptum og að allir sitji við sama borð hvað varðar aðgengi og gjaldskrá. Einnig er lagt til að flutnings- kerfi raforku verði einfalt og ódýrt og tryggt að samkeppni geti átt sér stað í raforkusölu. Lagt er til að fjárveitingar til samgöngumála verði auknar og samhliða endurbótum á sam- göngukerfinu verði unnið að því að efla almenningssamgöngur innan svæða og milli landshluta. Loks má nefna tillögur um að efla atvinnuþróunarstarf á lands- byggðinni og að skattalegum að- gerðum verði beitt til að hafa áhrif á byggðaþróun. Í greinar- gerð með þeirri tillögu er bent á að ýmsar þjóðir hafi beitt þeirri aðferð að lækka skatta í dreifðum byggðum og á jaðarsvæðum í þeim tilgangi að draga úr fólks- flutningum frá þeim til stærri borga. Þar geti verið um að ræða tekjuskatt, eignaskatt og þunga- skatt en eins sé rétt að taka end- urgreiðslu námslána til athugun- ar í sama tilgangi. Á þinginu var óskað eftir form- legu samstarfi við ríkið um fram- kvæmd stefnumörkunar sam- bandsins. Hafa í för með sér tugmillj- arðakostnað fyrir ríkið Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, benti á að tillögurnar hefðu í för með sér tugmilljarða- kostnað fyrir ríkisvaldið, en kröf- um væri beint að því. Hann sagði margar tillögur í stefnumörkun- inni óraunhæfar og flestar þeirra fela í sér stórhuga aðgerðir sem ríkisvaldinu er ætlað að kosta að miklu eða öllu leyti. „Því miður verður að segjast eins og er að tvö hugtök koma helst upp í hug- ann þegar plaggið er lesið í heild sinni; forsjárhyggja og skatta- hyggja,“ sagði Kjartan. Trúin á opinberar lausnir væri allsráðandi í glímunni við byggða- vandann. Uppbygging vaxtar- svæða hér og þar bæri vitni þeirri trú að hægt væri að skipuleggja búsetu fólks og færa til eftir landshlutum eða láta það sitja kyrrt. Þá benti hann á að í tillögunum væri lagt á ráðin um aðgerðir sem kostuðu mikla peninga og væri í raun ekkert annað en krafa um hækkun skatta. Tillaga um nýtt ráðuneyti kallaði á nýtt fjár- magn, nýja skatta, sagði Kjartan og taldi að sveitarstjórnarmenn ættu ekki að hafa frumkvæði að því að ríkið tæki að sér fleiri verkefni en það nú gegndi. Aukn- ar almenningssamgöngur á kostnað ríkisins væru einnig ávís- un á stóraukna skattheimtu að mati Kjartans. Hann sagði tillögur um lækkun skatta á landsbyggðinni ótrúleg- ar, ljóst væri að slíkt væri afar erfitt og umdeilt í framkvæmd auk þess sem þær gengju í ber- högg við almennar hugmyndir um jafnræði í skattheimtu. „Það kann aldrei góðri lukku að stýra að ætla að jafna eitthvað með því að grípa til ójöfnuðar, eins og hér er lagt til,“ sagði Kjartan. Taldi hann nær fyrir sambandið að koma fram með al- mennar tillögur um hvernig hægt væri að bæta skilyrði atvinnulífs og þar með mannlífsins í stað þess að leggja til að einstökum byggðarlögum væri mismunað. Stefnumörkun í byggðamálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Skattalegum að- gerðum verði beitt til að hafa áhrif á byggðaþróun SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands efnir til fyrstu alþjóðlegu rjúpnaráðstefn- unnar í Reykjavík laugardaginn 5. október næstkomandi. „Rjúpna- rannsóknir hér á Íslandi hafa frá árinu 1996 að mestu leyti verið kost- aðar úr veiðikortasjóði, en í veiði- kortasjóð renna tekjur fyrir svoköll- uð veiðikort sem allir skotveiðimenn verða að greiða fyrir til þess að mega stunda skotveiðar á Íslandi. Íslenskir skotveiðimenn hafa því samtals greitt 38,4 milljónir til rann- sókna á rjúpunni á undanförnum ár- um,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. „Skiptar skoðanir eru um niður- stöður rannsókna Náttúrufræði- stofnunar Íslands og túlkun niður- stöðu þeirra. Skotveiðifélag Íslands telur afar brýnt að fá álit annarra sérfræðinga á stofnsveiflum rjúp- unnar. Af því tilefni hefur SKOTVÍS fengið hingað til lands hæfustu sér- fræðingana á þessu sviði.“ Á dagskrá ráðstefnunnar sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra setur klukkan 14 eru eftirtalin er- indi: Áki Ármann Jónsson veiðistjóri fjallar um hvaða upplýsingar veiði- kortakerfið gefi um rjúpnastofninn og veiðar á rjúpu. Dr. Ólafur K. Nielsen ræðir um íslenska rjúpna- stofninn – ástand og horfur. Dr. Thomas Willebrandt og Maria Hörnell Willebrandt segja frá stjórnun veiða á dalrjúpu í Svíþjóð, dr. Peter Hudson ræðir stofnbreyt- ingar lyngrjúpu og áhrif sjúkdóma og sníkjudýra og dr. Hans Christian Pedersen ræðir um veiðar og afföll á dalrjúpu í Noregi, rannsóknir og til- raunir. Að loknum erindum verða um- ræður og ráðstefnunni slítur Sigmar B. Hauksson formaður SKOTVÍS. Ráðstefna um rjúpurannsóknir Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi stofna félag Stofnfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi (UJK) var haldinn nýlega. Stofnunin var liður í skipulagsstarfi Ungra jafn- aðarmanna á landsvísu. Formaður var kosinn Pétur Ólafsson stjórn- málafræðinemi, sem skipaði 9. sæti lista Samfylkingarinnar við bæj- arstjórnarkosningarnar í vor. Aðr- ir í stjórn eru Hinrik Már Ásgeirs- son varaformaður, Dagbjört Hákonardóttir ritari, Kristján Ingi Gunnarsson gjaldkeri og með- stjórnendurnir Úlfur Teitur Traustason, Hjörvar Hafliðason og Karl Tryggvason. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: „Mikilvægustu al- þjóðasamskipti Íslendinga eru við Evrópu, efnahagslega og fé- lagslega. Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi vilja að farið verði í að- ildarviðræður við Evrópusam- bandið sem fyrst, með skýr samn- ingsmarkmið að leiðarljósi. Einungis þannig fáum við úr því skorið hvort við eigum samleið með Evrópusambandinu eða ekki.“ Býður sig fram í prófkjör. Valdi- mar Leó Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Aftureldingar í Mos- fellsbæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í prófkjöri Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi. Valdimar hefur starfað hjá Aftureld- ingu í 8 ár og sem stuðningsfulltrúi á sambýli fyrir fatlaða jafn lengi. Hann á sæti í stjórn Starfsmanna- félags ríkisstofnana, ritnefnd, trún- aðarmannaráði og samninganefnd fyrir málefni fatlaðra. Hann er for- maður UMSK og hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir íþrótta- hreyfinguna síðan 1983. Valdimar er menntaður í fiskeldisfræði og stjórn- málafræði, er í stjórn Samfylking- arfélags Mosfellsbæjar og situr í tækninefnd Mosfellsbæjar. Valdi- mar Leó mun setja á oddinn aukin ríkisframlög til málefna fatlaðra og öryrkja og til íþróttahreyfingarinnar og stefnir á baráttusæti í Suðvest- urkjördæmi, segir í fréttatilkynn- ingu. Í DAG STJÓRNMÁL Aðalfundur VG á Suðurlandi Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Suðurlandi heldur aðalfund laug- ardaginn 5. október kl. 13.30 í Gesthúsum á Selfossi. Fyrir utan venjuleg aðalfund- arstörf og val á fulltrúum í kjör- dæmisráð verður rætt um mál- efnastefnu flokksins í næstu kosningum og sérstöðu Suðurlands í nýju Suðurkjördæmi. Stofnaðar hafa verið flokksdeildir í kjördæminu á Suðurnesjum, í Vestmannaeyjum, í A-Skaftafells- sýslu og elsta deildin er deild sem nær yfir gamla Suðurlands- kjördæmið nema Eyjar. Rætt verður um möguleika þess að stofna deildir víðar. Formaður deildarinnar á Suður- landi og kjördæmisráðsins er Þor- steinn Ólafsson. SÍBS-daginn í ár ber upp á sunnu- daginn 6. október. Í tilefni dagsins verður opið hús kl. 13–17 í Síðumúla 6 fyrir alla sem vilja kynna sér starfsemi samtakanna. SÍBS flutti nýlega höfuðstöðvar sínar í Síðumúla 6. Því er nú sér- stakt tækifæri til að skoða húsnæðið og kynna sér aukna möguleika með tilkomu nýrrar og bættrar aðstöðu. Starfsfólk og fulltrúar aðildarfélag- anna verða á staðnum til að fræða gesti og gangandi um samtökin og þau fjölmörgu verkefni sem SÍBS stendur að, segir í fréttatilkynn- ingu. Opið hús hjá SÍBS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.