Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐLEG björgunarsveit með 17 Íslendinga innanborðs er nýkom- in heim frá Rússlandi þar sem hún tók þátt í 1.200 manna alþjóðlegri björgunaræfingu, Bogorodsk 2002, sem haldin var á vegum NATO og rússneskra stjórnvalda. Æfingin er sú fyrsta sinnar tegund sem fram fer þar í landi en hún var haldin í Noginsk, 300.000 manna borg suð- austur af Moskvu. Þar voru samankomnar björg- unarsveitir víðsvegar frá Evrópu sem sérhæfa sig í eiturefnabjörgun, eyðingu sprengiefna, rústabjörgun og fleiru. Einnig var þar „ítalskt eldhús“ sem sérhæfir sig í að elda ofan í 300 manns á klukkustund, svo dæmi séu nefnd. Að auki voru við- staddir fulltrúar 30 annarra ríkja, meðal annars frá Bandaríkjunum. Að sögn Ásgeirs Böðvarssonar sem fór fyrir íslensku sveitinni var meginþema æfingarinnar að æfa viðbrögð við árás hryðjuverka- manna á eiturefnaverksmiðju. Ís- lenska sveitin er að stofninum til sveit Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og sérhæfir sig í rústa- björgun en að henni koma bæði dóms- og utanríkisráðuneytið. Henni er ætlað að starfa erlendis þegar vá ber að höndum og heyrir þá beint undir utanríkisráðuneytið. Í sveitinni eru auk óbreyttra björg- unarsveitarmanna, læknir og slökkviliðsmenn. Sveitinni er skipt niður í þrjá hópa sem leita í rústum, bjarga og hlúa að fólki. Að sögn Ásgeirs var æfingin mjög gagnleg og segir hann að sveitin hafi meðal annars lært hvernig koma megi búnaði, samtals 1½ tonni, í flutningshæft form og í gegnum rússneska tollinn, sem sé ekki hlaupið að. Það var íslenska utanríkisráðuneytið sem kostaði för hópsins til Rússlands. Erlendu björgunarsveitirnar sýndu mikinn áhuga á búnaði íslensku sveitarinnar. Hér er Elín, einn liðsmaður alþjóðasveitarinnar, að sýna áhugasömum hljóðleitartæki. Viðbrögð æfð við árásum hryðjuverkamanna Íslensk sveit tók þátt í fjölþjóðaæfingu í Rússlandi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög, sem Alþingi setti snemma síðasta árs í kjölfar svonefnds ör- yrkjadóms Hæstaréttar, hafi ekki stangast á við hæstaréttardóminn eins og Öryrkjabandalag Íslands hélt fram. Héraðsdómur sýknaði í gær Tryggingastofnun ríkisins af kröfu konu sem naut örorkulífeyris en frá árinu 1994 fékk konan ekki svokallaða tekjutryggingu vegna ákvæða laga um að tekjur maka skertu þá tryggingu. Hæstiréttur kvað upp þann dóm í árslok árið 2000 að Trygginga- stofnun hefði verið óheimilt að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega í hjúskap vegna tekna maka með þeim hætti sem gert var. Sérstakur starfshópur á veg- um ríkisstjórnarinnar fjallaði um dóminn og komst að þeirri nið- urstöðu að í honum fælist ekki að óheimilt væri að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu ör- orkulífeyrisþega svo framarlega sem réttur þeirra til lágmarkslíf- eyris væri tryggður. Í kjölfarið voru sett lög á Al- þingi þar sem viðmiðum um lág- markslífeyri var breytt. Einnig var ákvæði í lögunum um að örorkulíf- eyrisþegar skyldu fá greiddar bætur samkvæmt lögunum allt að fjögur ár aftur í tímann frá árs- lokum 2000 og var þar m.a. vitnað til fyrningarlaga. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að lögmaður Öryrkja- bandalags Íslands hafi sent Trygg- ingastofnun bréf í janúar 2001 þar sem fram kom að litið væri svo á að fyrirhugaðar greiðslur væru ekki í samræmi við niðurstöður Hæstaréttar. Því var lýst yfir af hálfu bandalagsins fyrir hönd allra þeirra sem það rak fyrra málið fyrir, að greiðslum væri veitt við- taka með þeim fyrirvara að þeir teldu greiðslurnar í ósamræmi við hæstaréttardóminn. Fram kom í svarbréfi Trygg- ingastofnunar að hún gæti ekki fallist á að Öryrkjabandalagið kæmi fram fyrir hönd allra þeirra einstaklinga sem hagsmuna ættu að gæta en stofnunin myndi hlíta niðurstöðu í dómsmáli sem ein- staklingur kynni að höfða í tilefni af dómnum. Höfðaði kona í kjölfar- ið mál þar sem hún krafðist greiðslna fyrir árin 1994–1996 og fullrar tekjutryggingar árin 1999– 2000 en óumdeilt var að hún hefði fengið fulla tekjutryggingu allt þetta tímabil ef tekna maka henn- ar hefði ekki notið við. Hvergi tekið fram að skerð- ing bryti gegn stjórnarskrá Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að kröfur um tekju- tryggingu fyrir árin 1994–1996 væru fyrndar. Varðandi kröfuna um fulla tekjutryggingu vísar héraðsdómur m.a. til dóms Hæstaréttar þar sem segir að það geti átt við málefna- leg rök að styðjast að gera nokk- urn greinarmun á greiðslum úr op- inberum sjóðum eftir því hvort viðkomandi sé í sambúð eða ekki. Taldi héraðsdómur að í dómi Hæstaréttar hefði hvergi verið beinlínis tekið fram að skerðing tekjutryggingar öryrkja í hjúskap vegna tekna maka stangaðist á við stjórnarskrá og því hefði skerðing tekjutryggingar vegna tekna maka verið með öllu óheimil. Héraðsdómari taldi heldur ekki að stefnandi hefði sýnt fram á að lög sem sett voru árið 2001 í kjöl- far hæstaréttardómsins tryggðu ekki öryrkja í hjúskap fullnægj- andi rétt til að taka þátt í fram- færslu fjölskyldu sinnar. Loks taldi dómarinn að ekki hefði verið sýnt fram á að bráða- birgðaákvæði í lögunum mismun- aði kynjunum með beinum eða óbeinum hætti. Var Trygginga- stofnun því sýknuð af öllum kröf- um konunnar. Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. Lögmaður Tryggingastofnunar var Skarphéðinn Þórisson ríkislögmað- ur en Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti mál konunnar. Lög um skerðingu bóta stang- ast ekki á við hæstaréttardóm EINSTAKLINGUR, smitaður af lungnaberklum, er nú í einangrun á sjúkrahúsi hér á landi. Viðkomandi er starfsmaður í heilbrigðisþjónustu. Að sögn Haraldar Briem sóttvarnar- læknis greinast um 10–15 manns ár- lega með berkla á Íslandi. Ýmist má rekja tilfellin til þess að sjúkdómur- inn sé að taka sig upp í eldra fólki sem smitaðist af berklum í æsku eða að fólk beri bakteríuna hingað frá út- löndum. Haraldur hafði ekki vitn- eskju um hvorum hópnum einstak- lingurinn sem nú er í einangrun tilheyrir. Að sögn Haraldar eru berklar út- breiddir í Suðaustur-Asíu og Afríku. Þá eru þeir einnig algengir í Austur- Evrópu, en sjúkdómurinn finnst um allan heim. Ekki eru allir berklar smitandi. „Á meðan menn eru smitandi eru þeir hafðir í einangrun. Það getur tekið nokkra daga þar til einstakling- ur er ekki lengur smitberi,“ segir Haraldur. Að vera í einangrun þýðir að sögn Haraldar að viðkomandi er hafður á einstaklingsstofu og fyllstu varúðar er gætt við umgengni við hann. Ef um lungnaberkla er að ræða eru fyrstu einkenni þau að fólk fær hita, svitnar og hóstar. „Ef berklarnir eru farnir að naga sig inn í lungun geta menn hóstað upp blóði,“ segir Har- aldur. Við berklum eru gefin sýklalyf. 10–15 berkla- tilfelli á Ís- landi árlega STUTT Í KVÖLD kveikir Vigdís Finnboga- dóttir, verndari Krabbameinsfélags Íslands, á bleikri lýsingu á Perlunni á Öskjuhlíð. Þar með hefst árveknis- átak um brjóstakrabbamein, sem stendur allan mánuðinn. Þetta er liður í alþjóðlegu átaki og verða mannvirki í fjölmörgum lönd- um lýst upp, meðal annars Empire State-byggingin í New York og versl- unin Harrods í London. Í fyrra var Hallgrímskirkja lýst upp af sama til- efni. Lýsingin á Perlunni er í boði Orku- veitu Reykjavíkur og verður kveikt á ljósunum til sunnudagskvölds. Til að bleiki liturinn sjáist sem best er 48 sterkum kösturum bætt við þá lýs- ingu sem fyrir er og bleikar filmur settar á alla kastarana. Perlan lýst í bleikum lit SÁTT hefur náðst í dómsmáli vegna heimildarmyndarinnar Í skóm drekans. Aðstandendur feg- urðarkeppninnar Ungfrú Ísland.is og þátttakendur í keppninni árið 2000 hafa því fallið frá lögbanni sem fékkst á sýningu myndarinnar í vor. Í skóm drekans segir frá þátttöku Hrannar Sveinsdóttur í keppninni árið 2000. Skilyrði fyrir sátt eru að andlit og hár nokkurra keppenda verði gerð ógreinileg, þ.e. máð út. Myndin verður vænt- anlega sýnd í kvikmyndahúsum í lok mánaðarins. Böðvar Bjarki Pétursson, einn framleiðenda myndarinnar, segist mjög sáttur með þessi málalok og vonast til að það sama gildi um að- standendur keppninnar og aðra keppendur. Hann segir að legið hafi fyrir að um miðjan október ætti að reka staðfestingarmál lög- bannsins. „Síðan kom frá þeim [að- standendum og keppendum] listi yfir atriði sem gerðar voru at- hugasemdir við eða óskað var eftir að tekin yrðu út,“ segir Böðvar Bjarki. „Það var í fyrsta skipti þá sem við áttuðum okkur á því í hverju gagnrýnin var fólgin. Í kjölfarið vildum við leita sátta. Við buðum þeim að fara þessa leið og þær tóku því.“ Böðvar Bjarki segir að aldrei hefði verið sæst á að klippa mynd- ina. Hann telur að með því að má út andlit nokkurra keppenda sé gildi myndarinnar hins vegar ekki rýrt. Sátt um myndina Í skóm drekans FRAMKVÆMDASTJÓRI Flug- félagsins Jórvíkur segir að flugmenn flugvélarinnar sem lenti í alvarlegu flugatviki yfir vesturströnd Græn- lands í ágúst sl. hafi þrjár athuga- semdir við bráðabirgðaskýrslu rann- sóknarnefndar flugslysa í Danmörku. Að hans sögn hafa þeir þó ákveðið að tjá sig ekki um atvikið við fjölmiðla fyrr en endanleg skýrsla liggur fyrir. Jón Grétar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélagsins Jórvík- ur, segir að ekki sé rétt að flugmenn- irnir hafi orðið varir við ísingu í lofti. Þeir hafi óskað eftir að hækka flugið þegar þeir nálguðust Grænlandsjök- ul. Þá hafi flugmennirnir aftur náð stjórn á vélinni í um 3.000 feta hæð (um 1.000 metrum) en ekki 2.000 feta hæð eins og segir í skýrslunni. Þess- um athugasemdum muni flugmenn- irnir koma á framfæri við rannsókn- arnefndina. Að öðru leyti sé rétt farið með. Aðspurður segir hann að ekki sé deilt um hvort flugvélin hafi verið í hættu. Enginn hafi þó slasast og það hljóti að vera fyrir mestu. Þrjár athuga- semdir við flugskýrslu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.