Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241 Fax 5 444 211 Netf.: netsalan@itn.is Opið mán. - fös. kl. 10:00 - 18:00, lau. 10:00 - 12:00 Sýningarbílar á staðnum OVERLAND og LIMITED 2003 ÁRG. ER KOMIN JEEP GRAND CHEROKEE NETSALAN SAMEIGINLEGT átak Skákfélags- ins Hróksins og Eddu – miðlunar og útgáfu hf. til að kynna skákina í grunnskólum landsins hófst í Mela- skóla í Reykjavík í gær, en um er að ræða viðamesta verkefni sem Hrók- urinn hefur ráðist í. Við þetta tæki- færi var Arngrímur Þ. Gunnhalls- son kennari sérstaklega heiðraður fyrir uppbyggingu skáklistarinnar í skólanum. Hrafn Jökulsson, forseti Skák- félagsins Hróksins, segir að átakið felist í því að allir nemendur í 3. bekk grunnskólans fái eintak af skákbókinni Skák og mát, sem Anatolij Karpov, fyrrverandi heimsmeistari, skrifaði í samvinnu við Walt Disney fyrirtækið, en Helgi Ólafsson þýddi á íslensku og staðfærði. Í bókinni kennir heims- meistarinn ungu skákfólki spenn- andi aðferðir til að tefla til sigurs og nýtur aðstoðar teiknimyndaper- sóna úr smiðju Disneys. Um skemmtilega byrjendabók er að ræða þar sem undirstöðuatriði skákarinnar eru sett fram á lifandi og aðgengilegan hátt fyrir yngstu aldurshópana, en Karpov segir í formála að þetta sé fyrsta kynning- arritið um skák þar sem mátið sé aðalatriðið. „Ég hef skrifað fjöl- margar skákbækur en í þessari er leikgleðin í fyrirrúmi.“ Merkilegt starf í Melaskóla Að sögn Hrafns leggur Edda – miðlun og útgáfa til 5.000 eintök af þessari bók en hann og félagar í Hróknum sjái um dreifinguna og kynninguna á skákíþróttinni. Hann segir að átakið hafi hafist í Mela- skóla vegna þess að Melaskóli væri einn helsti skákskóli landsins. Þar hafi verið unnið gríðarlega merki- legt starf í skákfræðslu og skáklífi á undanförnum árum undir stjórn skólastjórnenda og sérstaklega Arngríms Þ. Gunnhallssonar kenn- ara með þeim árangri að ótrúlega hátt hlutfall efnilegra skákmanna hafi komið úr skólanum. Melaskóli sé margfaldur Íslandsmeistari í skák, nemendur skólans hafi orðið Norðurlandameistarar og skólinn hafi lagt Hagaskóla til efnivið í Norðurlandameistarasveitir. „Hér hefur farið fram, án þess að mikið hafi farið fyrir því, eitthvert mikilvægasta uppbyggingarstarf í skákinni á síðustu árum.“ Hrafn segir ástæðu til að vekja athygli á glæsilegum árangri Mela- skóla en árangur nemenda skólans og reyndar ýmissa annarra skóla sýni hvað hægt sé að gera í skák- inni. Þetta eigi að vera hvatning til skólastjórnenda og bæjaryfirvalda um allt land að sinna skákinni bet- ur. Stefán Kristjánsson, 19 ára al- þjóðlegur meistari og einn efnileg- asti skákmaður Íslendinga, var í Melaskóla og tefldi fjöltefli við nemendur skólans í gær rétt eins og tékkneski stórmeistarinn Tomas Oral, sem var Evrópumeistari 14 ára og yngri á sínum tíma og er á Íslandi á vegum Hróksins. Um 100 nemendur eru í 3. bekk Melaskóla og voru flestir með í fjöl- teflinu, en nokkrir þeirra náðu jafntefli við meistarana. Hrafn seg- ir að það hafi verið mjög skemmti- legt að hitta þessa meistara fram- tíðarinnar og ljóst hafi verið að í hópnum voru margir krakkar sem voru ekki byrjendur og svo aðrir sem hafi sýnt gífurlegan áhuga á að kynnast leyndardómum skáklist- arinnar. Sameiginlegt átak Skákfélagsins Hróksins og Eddu – miðlunar og útgáfu hf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur í 3. bekk Melaskóla fengu eintak af skákbókinni Skák og mát í gær. Skákin kynnt í öllum grunn- skólum landsins STJÓRN Byggðastofnunar samþykkti nýverið lánareglur fyrir stofnunina en í þeim felst m.a. að forstjóri og lánanefnd undir forsæti hans hafa nú umboð til að fjalla um og afgreiða lánsbeiðnir, fjár- hagslegar beiðnir og önnur fyrirgreiðsluerindi samkvæmt nánari skilgreiningu. Aðalsteinn Þor- steinsson, settur forstjóri Byggðastofnunar, segir að þessar reglur einfaldi og flýti fyrir afgreiðslu lána. Lánanefnd, sem skipuð er forstjóra, forstöðu- manni fyrirtækjasviðs, forstöðumanni lögfræði- sviðs og þeim starfsmanni sem fjallað hefur um er- indi, afgreiðir umsóknir. Auk lánamála fjallar lánanefnd um erindi sem varða styrki, hlutafé, veð, skuldbreytingar, niðurfellingar, fyrningar og fleira. Skal lánanefnd gæta þess að öll erindi sem hún fær til umfjöllunar hljóti meðferð í samræmi við lög, reglur og góða stjórnsýsluhætti. Nefndin afgreiðir erindi sem eru allt að 30 milljónir króna enda krefj- ist erindi varasjóðsframlags sem ekki er hærra en 12 milljónir króna. Heimilt er umsækjanda að skjóta ákvörðun lánanefndar til stjórnar. Í stærri lánamálum gerir lánanefnd tillögur til stjórnar. Er- indi telst því aðeins móttekið að það sé áritað og dagstimplað á skrifstofu Byggðastofnunar en mót- taka með öðrum hætti hefur ekki formlegt gildi. Mönnun tekist vel Ár er nú liðið frá því Byggðastofnun var flutt til Sauðárkróks. Segir Aðalsteinn Þorsteinsson að stofnunin sé nú fullmönnuð á ný og starfsemin kom- in í fastar skorður eftir flutninga og mannabreyt- ingar. Hann telur staðsetningu stofnunarinnar mjög heppilega og telur að flutningurinn frá höf- uðborgarsvæðinu hafi síður en svo skapað nokkur vandræði. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, sat fund með stjórn og starfsmönnum stofnunarinnar nýlega og í samtali við Morgunblað- ið sagði hún það aðalatriðið að starfsemi Byggða- stofnunar gengi nú smurt og þar væri gott og metn- aðarfullt starfsfólk. Ráðherra sagði það hafa verið djarfa ákvörðun að flytja stofnunina frá Reykjavík, það hefði verið ákveðið áfall að aðeins einn starfsmaður skyldi flytja með henni en vel hefði tekist að manna stofn- unina á ný. Valgerður kvaðst sjá fyrir sér sterka stofnun og sagði það skoðun sína að aðsetur stofn- unar sem ynni að málefnum landsbyggðarinnar væri best komið á landsbyggðinni. Starf forstjóra Byggðastofnunar var nýlega aug- lýst laust til umsóknar og verður staðan veitt frá 1 janúar á næsta ári. Umsóknarfrestur er til 14. októ- ber. Byggðastofnun samþykkir lánareglur NORMI hf. í Kópavogi átti lægsta tilboðið í útboði Vegagerðarinnar á nýrri brú sem reisa á yfir Þjórsá við hringveginn. Tilboð Norma hljóðar upp á tæpar 234 milljónir króna eða um 90% af kostnaðar- áætlun. Þegar er búið að bjóða út lagningu vegarins vegna brúarinn- ar og nemur sá kostnaður hátt í 200 milljónum þannig að heildar- kostnaðurinn við framkvæmdirnar verður vel yfir 400 milljónir króna. Næstlægstu tilboðin áttu Ístak með 249,4 milljónir og Íslenskir aðalverktakar með 249,7 milljónir. Hæsta tilboðið í verkið nam 369,5 milljónum króna sem 43% umfram kostnaðaráætlun. Að sögn Svans G. Bjarnasonar, rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Selfossi, verður nýja brúin um 800 metrum neðar en gamla brúin sem nú er ekið um yfir Þjórsá á hring- veginum. Svanur segir að gamla brúin sé enn mjög sterk og í góðu lagi en einreina eins og menn kannist vafalaust við og það sé fyrst og fremst þess vegna sem ráðist sé í gerð nýrrar brúar. Þá sé því ekki að neita að í gegnum tíð- ina hafi orðið töluvert af slysum við gömlu brúna. Framkvæmdir við að leggja veg- inn eru hafnar. Ný og breiðari brú yfir Þjórsá Heildarkostn- aður yfir 400 milljónir KRISTINN Haukur Skarphéðinsson líffræðingur telur ekki ólíklegt að haförn sem tók þátt í hrafnaþingi í Búðahrauni á Snæfellsnesi í vikunni hafi verið að voka yfir hræi. Viktor Sveinsson, hótelhaldari að Búðum, varð vitni að því þegar örn skellti sér niður á klett þar sem 20– 30 hrafnar voru á hrafnaþingi. Vikt- or segir að hrafnarnir hafi í fyrstu hrokkið frá en fljótlega hópast í kringum örninn. „Það geta verið ýmsar skýringar á því að hrafnar setjast á þessi svo- kölluðu hrafnaþing. Þegar þeir safn- ast saman á þessum árstíma er það oft vegna þess að þeir eru að voka yfir hræi. Það getur verið eitthvað sjórekið eða dauð kind. Örninn get- ur verið á höttunum eftir því sama. Yfirleitt sækja ernir ekki í hrafna- hópa vegna þess að þeir eiga til að áreita hann. Ég hef oft séð það ger- ast. Þá hafa hrafnarnir elt örninn og hrakið hann í burtu,“ sagði Kristinn. Kristinn sagði að ernir ættu það til að drepa hrafna, en hrafnar væru hins vegar miklu fimari fuglar og ættu auðvelt með að komast undan örnum. Kristinn sagði að örninn sem Viktor sá í Búðahrauni gæti líka ver- ið ungur örn, en þeir gerðu stundum alls kyns undarlega hluti sem væru ekki eftir bókinni. Kristinn sagði að ernir væru hræ- ætur líkt og hrafninn. „Það er þekkt erlendis þar sem ernir hafa verið of- sóttir að þeir nota stundum hrafna og krákur sem eins konar gæðastýr- ingu á því hvort óhætt sé að fara í hræið. Þeir bíða eftir að smærri fuglarnir safnist að því. Þegar þeir sjá að öllu er óhætt skella þeir sér í hópinn. Gammar og ernir gera þetta gjarnan,“ sagði Kristinn. Örn á hrafnaþingi í Búðahrauni Voru líklega að voka yfir hræi FORMENN Kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjavíkur- kjördæmi norður, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkur- kjördæmi norður og Framsóknar- félags Reykjavíkurkjördæmis norður hafa skorað á Halldór Ás- grímsson, formann flokksins að bjóða sig fram í efsta sæti listans í kjördæminu. Haldinn var fundur í gær að frumkvæði Ólafs Arnar Haraldssonar þingmanns í Reykja- víkurkjördæmi þar sem áskorunin á Halldór var samþykkt. Í ályktun fundarins segir að ljóst sé að nýlegar breytingar á kjördæmaskipan feli í sér tækifæri fyrir framsóknarmenn. „Fram- sóknarflokkurinn nýtur vaxandi fylgis í höfuðborginni og framboð Halldórs Ásgrímssonar myndi auka enn á styrk flokksins þar. Að því vilja framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður vinna og skora því á formann Framsóknarflokksins að leiða lista flokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar.“ Skora á Halldór að fara fram í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.