Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALDARAFMÆLIS FranzMixa verður minnst á tón-leikum Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands í kvöld, þegar hljómsveitin leikur verk hans, Hugleiðingar um íslensk þjóðlög. Önnur verk á efnisskránni eru Selló- konsert í D-dúr Hob. VIIb nr. 2 eftir Jósef Haydn, Andante cantabile eftir Tsjaíkovskíj og Svíta úr Eldfuglinum eftir Ígor Stravinskíj. Einleikari kvöldsins er sænski sellóleikarinn Thorleif Thedéen, en stjórnandi er bandaríski hljómsveitarstjórinn David Stern. Franz Mixa fæddist í Vínarborg árið 1902. Hann lagði stund á tónlist, og lauk doktorsprófi 27 ára gamall með ritgerð um hlut klarinettunnar í verkum Mozarts. Hann menntaði sig til hljómsveitarstjóra, en var einnig píanóleikari, og lék einkum með söngvurum. Strax að loknu dokt- orsnámi kom hann til Íslands, og að sögn Ólafs, sonar Franz Mixa, var það Sigfús Einarsson tónskáld sem hafði milligöngu um að fá þennan vel menntaða Austurríkismann til að að- stoða við undirbúning tónlistaratriða á Alþingishátíðinni 1930. „Ég veit ekki hvernig Sigfús þekkti pabba, en hann fékk hann hingað í það verkefni að undirbúa tónleikana, ganga frá tónverkunum og æfa hljómsveitina, alveg þar til Páll Ísólfsson tók við sprotanum í rigningunni á Þingvöllum. Vinnu- brögð pabba hrifu marga, og þá kannski sérstaklega Ragnar í Smára, sem sagði: Þetta er mað- urinn sem okkur vantar! Þegar pabbi var farinn út aftur eftir Al- þingishátíðina skrifuðu þeir honum bréf og báðu hann að koma aftur til að vera hér í einhvern tíma. Þá gerði hann það að skilyrði fyrir komu sinni að stofnaður yrði tónlistarskóli. Það höfðu ábyggilega verið einhverjar umræður um það áður, en kannski var það þetta skilyrði sem rak smiðs- höggið á stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík, þar sem hann varð svo aðalkennari.“ Hafði húmor fyrir Íslendingum Ólafur segir að faðir sinn hafi strax sett sig vel inn í málin hér á landi og kynnt sér íslenska tónlistar- hefð. Hann samdi meðal annars óp- eruna Fjalla-Eyvind, og verk byggð á þjóðlögum, eins og verkið sem flutt verður á tónleikunum í kvöld. „Það hlýtur að hafa verið erfitt að koma hingað, úr menningarumhverf- inu í Vínarborg, en pabbi hafði mik- inn húmor fyrir þessu á vissan hátt og húmor fyrir Íslendingum. Hann sagði oft frá því þegar hann kom hingað fyrst með skipi í skammdeg- inu, að þegar hann steig af skipsfjöl var ekki nokkur kjaftur sjáanlegur í landi. Ragnar í Smára hafði þá eitt- hvað ruglast í tímanum, en kom svo loks á harðahlaupum að taka á móti honum. En hann var líka að mörgu leyti hrifinn af Íslendingum. Hann var til dæmis mjög hrifinn af því hvað þessir áhugamenn í tónlistinni áttu mikið af hljómplötum. Þeir sem sýndu tónlistinni á annað borð áhuga gerðu það með miklum stæl; – létu bara senda sér plötur frá útlöndum með öllu milli himins og jarðar. Þessi ákafi átti vel við pabba, því hann var svona sjálfur.“ Þótt ótrúlegt megi virðast, miðað við þau áhrif sem Franz Mixa hafði hér, dvaldi hann hér aðeins í níu ár við störf. Hann hélt utan árið 1938. „Hann var auðvitað munstraður í stríðið eftir að hann fór út aftur; hafði nú samt um tíma svolítinn áhuga á því að koma aftur, en af því varð ekki. Hann hélt þó alltaf góðu sambandi við postulana tólf í Tónlist- arfélaginu, sérstaklega Ragnar í Smára, og þeir höfðu gott samband við hann eftir að hann fór héðan. Þegar Ragnar var til dæmis að rífa upp Sinfóníuhljómsveitina fékk hann pabba til að útvega nokkra tónlist- armenn. Þeirra á meðal var Páll Pampichler, sem ílentist hér. Eins var það þegar pabbi var að fara út aftur, þá vissi hann af Viktori Urban- cic og þeim vandræðum sem hann var í, kvæntur konu af gyðinga- ættum. Pabbi þekkti Urbancic að góðu og gekk frá því að hann fengi stöðuna sína við Tónlistarskólann.“ Ólafur Mixa segir föður sinn alltaf hafa litið á sig fyrst og fremst sem tónskáld, og kveðst sjálfur gjarnan hefði viljað heyra Sinfóníuhljóm- sveitina leika stærra verk eftir hann á þessum tímamótum. „Pabbi vildi alltaf láta líta á sig sem tónskáld, og því starfi sinnti hann síðustu áratugi ævi sinnar.“ Strangur kennari en vel látinn Óhætt er að fullyrða að fáir menn hafi haft jafn mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf og Franz Mixa; – á bein- an hátt, með þátttöku í tónlistarlífinu hér og uppbyggingu Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Hann kenndi fjölda tónskálda og tónlistarmanna sem gerðu garðinn frægan síðar, og áhrifa hans gætir víða. Óbeinu áhrif- in felast ekki síst í því að hann sendi hingað marga nemendur sína til dvalar um lengri eða skemmri tíma. Auk Páls Pampichlers voru í þessum hópi Herbert Hriberchek og Hans Ploder sem störfuðu lengi með Sin- fóníuhljómsveitinni. „Einhvern tíma var sagt um pabba að hann hefði verið strangur kenn- ari; – það virðist hafa verið erfitt fyr- ir Íslendingana, en það er nú samt svo að það er ekki langt síðan fólk var enn að stoppa mig á götu og minnast hans sem góðs kennara og indæls manns. Lengi eftir að ég var orðinn harðfullorðinn og starfandi læknir var fólk að minnast hans við mig með mikilli blíðu og þakklæti. Pabbi var mikill hugsjónamaður, og eins og með marga slíka var hann kannski ekki nógu góður í að trana sér fram með sín verk. En hann var vinnuharður og gerði miklar kröfur bæði til sjálfs sín og annarra.“ Eftir stríðið varð Franz Mixa skólastjóri Tónlistarskólans í Graz, og í hans tíð varð skólinn að kunst- akademie, eða tónlistarháskóla. Franz Mixa sendi sem fyrr segir nokkra nemenda sinna til Íslands þegar hér þurfti á liðsafla að halda og síðan þá hafa tónlistartengslin milli Íslands og Graz ekki rofnað. Í síðustu viku voru haldnir hátíð- artónleikar í Graz í minningu Franz Mixa þar sem leikin voru verk eftir hann. Íslenski sendiherrann hélt ræðu við það tækifæri og einn af flytjendunum var íslenska söng- konan Rannveig Fríða Bragadóttir. „Pabbi starfaði við Tónlist- arháskólann í Graz til ársins 1955, þegar hann ákvað að fylgja konu sinni, Herthu Töpper, til München, en hún varð mikil stjarna við óp- eruna þar. Eftir það sinnti hann nær eingöngu tónsmíðum. Pabba var alltaf hlýtt til Íslands og minntist þessara ára með mikilli ánægju; – talaði um þessa seigu Ís- lendinga. Hann sagði strax óstund- vísi þeirra stríð á hendur og sagði margar skemmtilegar sögur af því. Honum fannst kannski helst miður að Íslendingar skyldu ekki hafa áhuga á því sem hann var að gera eftir að hann fór héðan. Hann kom þó oft í heimsókn og hitti sína gömlu vini. Það voru alltaf fagnaðarfundir. Hann kom hingað síðast seint á átt- unda áratugnum. Síðast þegar hann kom varð hann mjög hrifinn af Sin- fóníuhljómsveitinni. Hann sagði að nú væri hún orðin alvöru hljómsveit, enda hafði hann tækifæri til að bera leik hennar saman við það sem áður var.“ Franz Mixa lést árið 1994. Í tónleikaskrá Sinfóníuhljómsveit- arinnar skrifar Árni Heimir Ingólfs- son um verk hans: „Eftir Franz Mixa liggur töluverð- ur fjöldi tónsmíða og eru margar þeirra undir áhrifum af Íslandsdvöl- inni. Þar má t.d. nefna óperu við Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjóns- sonar, sem hann vann að á árunum 1938–39. Musik über isländische Volksmelodien var að öllum lík- indum samið á Íslandi. Verkið er í tveimur þáttum. Í hvorum þeirra er eitt þjóðlag í forgrunni, þótt mun fleiri lögum og lagabrotum bregði fyrir í skemmri tíma. Fyrri þátt- urinn er hæglát hugleiðing um Lilju- lagið, hið sérkennilega íslenska þjóð- lag sem ekki er í neinni tóntegund. Síðari kaflinn er fjörugur og gáska- fullur. Meginuppistaða hans er þjóð- lag sem Bjarni Þorsteinsson fékk úr Skagafjarðarsýslu og birti í þjóð- lagasafni sínu við lausavísuna Hef ég lengi heimsfögnuð (Íslenzk þjóðlög, bls. 842). Nálgun Mixa við þjóðlaga- efniviðinn er nokkuð ólík því sem við eigum að venjast. Hér eru lögin sett í mið-evrópskan búning, þar sem fjöl- radda útfærsla fléttast saman í lit- ríkan tónavef, svo að Bartók og Hindemith koma ósjálfrátt upp í hugann þótt tónefnið sé alíslenskt.“ Thorleif Thedéen, einleikari í sellókonsert Haydns á tónleikunum í kvöld, er einn af virtustu hljóðfæra- leikurum Norðurlanda. Hann vakti alþjóðlega eftirtekt árið 1985, þegar hann vann þrjár af virtustu selló- keppnum heims á sama árinu. Síðan hefur hann haldið tónleika um allan heim og nýtur mikilla vinsælda. Sellóið sem hann leikur á er mikill kjörgripur; var smíðað af David Techler árið 1711. Bandaríski hljómsveitarstjórinn David Stern lærði hljómsveit- arstjórn í heimalandi sínu en hefur verið búsettur í París undanfarinn áratug. Hann tók við starfi listræns stjórnanda Fílharmóníuhljómsveit- arinnar í Siegen í Þýskalandi árið 1995, og var á síðasta ári ráðinn að- algestastjórnandi óperunnar í Rúðu- borg í Frakklandi. Þjóðlagasvíta eftir tónskáldið Franz Mixa er meðal verka á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld „Þetta er maðurinn sem okkur vantar!“ Thorleif Thedéen sellóleikari. Franz Mixa tónskáld. David Stern hljómsveitarstjóri. Kvikmyndaklúbburinn Fil- mundur, sem starfræktur var inn- an vébanda Háskólabíós, var frumlegt og þarft framtak sem hafði það að markmiði að auðga kvikmyndaflóruna í íslenskum kvikmyndhúsum. Nú hefur þessi klúbbur eiginlega klofnað og getið af sér tvö öfl sem vonandi munu bæði hafa grundvöll til að sýna kvikmyndir úr öðrum heimshorn- um og hugmyndaheimum en Hollywood-maskínan stendur fyr- ir. Þetta eru annars vegar Film- undur sem hóf starfsemina í Há- skólabíói í lok septembermánaðar og hins vegar 101 Bíófélag sem hefur göngu sína um þessar mund- ir. Opnunarmyndin í starfsemi Film-undurs er japönsk kvikmynd frá árinu 2000 sem vakti gríðarlegt umtal. Um er að ræða nokkurs konar framtíðarsögu, þar sem þættir í vestrænni menningu, s.s. veruleikasjónvarpsfíknin og fylgi- fiskar eftirlitssamfélagsins, eru settir inn í ýkt og ímyndað sam- hengi. Sögusviðið er Japan í náinni framtíð, þar sem stjórnleysi hefur brotist út. Stjórnvöld reyna að stemma stigu við agaleysi ung- dómsins og koma m.a. á fót veru- leikasjónvarpsleik sem einn „heppinn“ gagnfræðaskólabekkur er valinn til að taka þátt í. Þannig að þegar bekkjarsystkinin og til- vonandi kærustuparið Shuya og Noriko halda að þau séu að leggja í skólaferðalag með bekknum sín- um kemur annað á daginn. Eftir að hafa sofnað á dularfullan hátt í rútunni vakna krakkarnir á yfir- gefinni eyju, þar sem grimmur hópur undir forystu fyrrum um- sjónarkennara (leikinn af „Beat“ Takeshi Kitano) neyðir þau til þátttöku í leik sem snýst um það að sá hæfasti lifi af, hina þarf hann að drepa. Leikreglur eru þessar: Ef ekki stendur aðeins einn sig- urvegari uppi lifandi eftir þriggja daga dvöl á eynni deyja allir. Þó svo að hér sé fyrst og fremst lagt upp með hasarhrollvekju verður kvikmyndin tilefni til áhugaverðra vangaveltna um mannlega hegðun og óhugnanleg áhrif miðstýrðrar valdbeitingar á hóp fólks. Handritið að þessari mynd er vel skrifað og nær að fylgja grunnhugmyndinni vel eftir. Sumir snúast upp í morðingja í von um að bjarga eigin skinni, aðrir reyna að hópast saman í von um að geta sigrast á kerfinu sem kúgar þau með þessum hætti og aðrir ganga fremur í opinn dauðann en að taka þátt í leiknum grimmilega. Mikil áhersla er lögð á útlitslega þætti í kvikmyndinni, hún er sjón- rænt mjög flott, en um leið mis- kunnarlaus í birtingu á sjónrænu ofbeldi. Að því leyti skipar þessi mynd sér í grein unglingahroll- vekja, nema hvað umfjöllunarefnið er mun veigameira og sálfræðilegi leikurinn mun magnaðri en venju- lega sést í slíkum kvikmyndum. Það er mikill fengur að því að fá kvikmyndir á borð við Battle Roy- ale hingað til lands, svo við getum fylgst með þeim áhugaverðu hlut- um sem verið er að gera víða um heim og tekið afstöðu til þeirra. Battle Royale er a.m.k. kvik- myndareynsla sem maður upplifir ekki á hverjum degi. Undir oki eftir- litssamfélagsins KVIKMYNDIR Film-undur Háskólabíó Leikstjóri: Kinji Fukasaku. Handrit: Kenta Fukasaku. Byggt á skáldsögu Koshun Takami. Aðalhlutverk: Tats- uya Fujiwara, Ake Maeda, Taro Yam- amoto, Takeshi Kitano. Lengd: 113 mín. Japan. Metro Tartan Distribution, 2000. BATTLE ROYALE / STÓRI BARDAGI  Heiða Jóhannsdóttir Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU standa nú yf- ir æfingar á leikritinu Halta-Billa eftir Bretann Martin McDonagh. Leikritið fjallar um kynlega kvisti, sorgir og drauma í litlu sveitasamfélagi. Á afskekktri eyju á vesturströnd Írlands telst það til stórtíðinda þeg- ar gæs bítur í rófuna á ketti. Billi, „bæklaði strákurinn sem starir á kýr“, lætur sig dreyma um að kom- ast burt. Skyndilega býðst óvænt tækifæri til að kynnast hinum stóra heimi. Leikendur eru Björgvin Franz Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Valdimar Örn Flygenring, Hjalti Rögnvaldsson, Edda Arnljótsdóttir og Pálmi Gestsson. Þýðingu gerðu Hallmar Sigurðsson og Karl Guð- mundsson, lýsingu annast Björn Bergsteinn Guðmundsson, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sér um bún- inga og Gretar Reynis hannar leik- mynd. Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson. Frumsýning er fyrirhuguð föstu- daginn 8. nóvember. Leikarar og aðstandendur Halta-Billa sem nú er æft í Þjóðleikhúsinu. Halti-Billi æfður í Þjóðleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.