Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Dagbjörg Þórar-insdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1916. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 24. september síðastliðinn. Dag- björg var dóttir hjónanna Sólveigar Júlíönnu Bergsveins- dóttur, húsfreyju, saumakonu og fisk- verkakonu, f. 1891 í Mjóafirði, og Þórar- ins Ástráðs Sæ- mundssonar, vél- smiðs og járnsmiðs, f. á Ísafirði 1888. Systkini Dag- bjargar eru Ólafur Sigurðsson, sammæðra, f. 1910, d. 1996, og Ásta Þórarinsdóttir, f. 1913, d. 1997, Sæmundur Þórarinsson, f. 1920, d. 1988, og Sigurberg Þór- arinsson, f. 1920, búsettur í Reykjavík. Hinn 14. desember 1935 giftist Dagbjörg manni sín- um, Ásgeiri V. Björnssyni versl- unarmanni, f. í Reykjavík 13. febr- úar 1914, d. 22. febrúar 2002. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Oddsdóttir húsfreyja, f. að Hliði í Garðahverfi 20. september 1883, og Björn Sigurðsson tré- smiður, f. í Hróarshjáleigu í Skagafirði 14. september 1874. Börn Dagbjargar og Ásgeirs eru: 1) Björn Ingi, skrifstofustjóri hjá Einari Farestveit og Co., f. 18. febrúar 1934, d. 1977. Maki Jó- hanna Steindórsdóttir sjúkraliði, f. 1941. Barn, Ragnheiður Birna tölvunarfræðingur, f. 1974. Þrjú fósturbörn, Ómar læknir, f. 1957, Leifur framkvæmdastjóri, f. 1960, og Hekla Björk starfsstúlka, f. 1963. 2) Ásgeir Þórir, vélfræðing- ur hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, f. 8. mars 1937. Maki Guðrún Erlendsdótt- ir húsmóðir, f. 1935. Börn, Ásgeir Er- lendur, líffræðingur og húsasmiður, f. 1965, og Sólveig Júl- íanna, húsmóðir og nemi í Kennarahá- skóla Íslands, f. 1966. 3) Sólveig Ásta leikskólakennari, f. 3. júlí 1942. Maki, Sigurður Guð- mundsson bygginga- tæknifræðingur, f. 1938. Börn, Ásgeir Valdimar bifvélavirki, f. 1962, Dagbjörg Birna barnageð- læknir, f, 1964, og Marta Dögg leikskólakennari, f. 1971. 4) Bjarni Sigurður hæstaréttarlög- maður, f. 22. júlí 1948. Maki, Sig- ríður Petra Friðriksdóttir, jarð- fræðingur og framhaldsskóla- kennari, f. 1949. Börn, Guðrún Björk héraðsdómslögmaður, f. 1972, og Friðrik Örn lögreglu- maður, f. 1977. Afkomendur Dag- bjargar og Ásgeirs eru tuttugu og þrír. Dagbjörg ólst upp í Vesturbæn- um og var því borin og barnfædd Reykvíkingur. Hún var húsmóðir en starfaði við ræstingar hjá Flug- félagi Íslands á árunum 1957 til 1975 og síðan hjá leikskólanum Álftaborg um árabil. Dagbjörg bjó lengst af í Stigahlíð 14 í Reykjavík, eða þar til hún fluttist að Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt manni sínum árið 2001. Útför Dagbjargar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærst að hlusta uns hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Samt vissirðu að Dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðirðu berast að eyrum þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og færu þar fjallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson.) Kæra tengdamóðir, vinkona og amma: Þakka þér allt það góða sem við höfum átt saman í gegnum árin. Vertu sæl að sinni, Jóhanna og Björk. Fyrstu kynni mín af tengdamóður minni, Dagbjörgu eða Döggu eins og hún var alltaf kölluð, voru fyrir fjöru- tíu árum er ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna í Stigahlíðinni. Þar var mér strax tekið af þeirri vinsemd og hlýju er einkenndi allt okkar sam- band síðan. Dagbjörg var mikil fjöl- skyldukona og lét sér annt um hag þeirra sem næst henni stóðu. Henni var mikið í mun að börnum hennar og barnabörnum vegnaði sem best í lífinu og lagði sitt af mörkum til að svo mætti verða. Eftir að við Sólveig dóttir hennar stofnuðum heimili var ávallt mikill samgangur milli fjölskyldna okkar og eftir að barnabörnin og barna- barnabörnin litu dagsins ljós leið varla sá dagur að ekki væri komið við í Stigahlíðinni. Þegar fram liðu stundir ávann ég mér hjá henni tit- ilinn uppáhaldstengdasonurinn, en Sólveig kona mín var einkadóttir þeirra hjóna þannig að samkeppnin um titilinn var ekki mikil. Margs er að minnast frá liðnum tímum, s.s. ferðalögum innanlands og utan sem við fórum saman, ásamt samverustundum í sælureit fjöl- skyldunnar í Kjósinni. Þeim hjónum var það mikið kapps- mál að geta verið sem lengst á heimili sínu í Stigahlíðinni, en þar kom að heilsunni fór að hraka og elli kerling sótti á. Það var þeim því mikið ánægjuefni er þau fengu inni á Hrafnistu í Hafnarfirði, en þar nutu þau umönnunar aldeilis frábærs starfsfólks sem hér eru færðar alúð- arþakkir frá fjölskyldunni. En dvölin varð skemmri en vonir stóðu til því Ásgeir tengdafaðir minn lést nú í febrúar á þessu ári. Eftir það má segja að lífslöngun Dagbjargar hafi smám saman fjarað út, enda þau hjónin búin að arka ævi- veginn saman í sjötíu ár. Að leiðarlokum vil ég þakka Döggu minni samfylgdina með von um að hún hitti Geira sinn á nýjum slóðum. Þinn tengdasonur, Sigurður. Þá hefur hún elsku amma kvatt þessa tilveru og er komin til hans afa sem kvaddi okkur fyrr á þessu ári. Hún amma náði 86 ára aldri og var haldið upp á afmælið hennar í Kjós- inni sl. sumar þar sem hún naut sín vel innan um fólkið sitt og við öll eig- um margar góðar minningar. Hún var nokkuð spræk þá en skrokkurinn var löngu farinn að gefa sig svo vilja- styrkur hennar bar hana áfram sem svo oft áður. Amma og afi voru alla tíð stór hluti af lífi okkar barnabarnanna. Sam- gangur var mikill allt fram á síðasta dag og heimili þeirra okkur ávallt op- ið. Síðustu sporin sín nutu þau umönnunar á Hrafnistu í Hafnarfirði og lofuðu þau bæði starfsfólkið þar mikið, enda mjög vel hugsað um þau. Hún amma var dugleg að monta sig af okkur og sagði öllum sem heyra vildu frá því hvernig ég kom í heiminn. Hún hafi nú næstum fengið hjartaáfall er hún tók óvænt á móti mér í rúminu sínu. Fyrir vikið var ég nefnd eftir henni og átti hún að sjálf- sögðu alltaf stóran hluta í mér. Eftir að afi dó í febrúar síðastliðn- um átti amma erfitt, enda ekki skrýt- ið, eftir 70 ára hjónaband, að finnast tómlegt án hans. Ég náði að tala við hana og kveðja hana vel, áður en ég hélt utan í stutt frí fyrir þremur vik- um. Ræddum við þá að hverju stefndi og sagði hún mér að hún hræddist ekki dauðann og væri tilbú- in að kveðja. Hafi hún þökk fyrir allt það góða sem hún hefur gefið okkur. Dagbjörg Sigurðardóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar ömmu minnar, Dag- bjargar Þórarinsdóttur, sem lést núna fyrir fáeinum dögum. Andlát hennar vekur einnig minningar um andlát afa míns, Ásgeirs V. Þórarins- sonar, eiginmanns hennar, sem lést í febrúar síðastliðnum. Aðeins liðu um sjö mánuðir á milli þess sem afi minn dó og að hún amma mín ákvað að fylgja honum. Í raun má segja að afi hafi þó fylgt henni til æviloka, þar sem andi hans var henni ávallt ná- lægur, en hennar raunveruleiki var þessa síðustu mánuði ekki alveg allt- af sá sami og okkar hinna. Fyrir um það bil einu og hálfu ári voru þau hjónin svo heppin að geta flutt úr Stigahlíðinni, þar sem þau höfðu lengst af haldið heimili, og á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem þau nutu góðrar þjónustu á ævikvöldinu. Þar sem afi minn hafði alla tíð verið mikill unnandi málaralistarinnar og verið þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja marga gömlu meistarana per- sónulega átti hann allgott safn verka eftir þá. Það var afa og ömmu mik- ilvægast við flutningana á Hrafnistu að geta haft sem flest af málverk- unum sínum uppi í herbergi sínu. Málverkin mynduðu grunninn að því að breyta litlu og látlausu herbergi á stóru hjúkrunar- og elliheimili í heimili þeirra. Ég hafði alltaf vitað hversu mikið hann afi minn mat mál- verkin sín, en það kom mér aftur á móti á óvart hvað þessi málverk áttu eftir að spila stórt hlutverk í lífi ömmu minnar þennan tíma sem hún bjó á Hrafnistu. Þannig leyndi sér ekki hversu stolt hún var af málverk- unum, þegar hún sagði okkur frá undrun starfsfólks og annarra heim- ilismanna á Hrafnistu þegar þeir komu í heimsókn í herbergið þeirra afa og fundu þar málverk gömlu meistaranna. Þá fannst mér einnig, eftir að afi var farinn, að andi hans fylgdi þessum málverkum og hjálp- aði þannig ömmu minni, svo og okkur hinum, að finna návist hans. Þess var því gætt, þegar amma mín lagðist inn á hjúkrunardeild, að málverkin fylgdu henni þangað og trúi ég því að þau hafi létt henni lundina eftir að hún varð rúmföst. Elsku amma, nú hittir þú aftur hann afa. Veit ég að hann mun taka vel á móti þér. Blessuð sé minning ykkar. Guðrún Björk. Nú hefur hún amma kvatt okkur og er farin til hans afa. Það eru blendnar tilfinningar sem bærast með okkur því andlát hennar markar óneitanlega ákveðin tímamót í lífi fjölskyldunnar. Amma var sátt við að deyja. Hún var orðin bæði gömul og slitin og hafði fyrir löngu skilað sínu, en umfram allt saknaði hún afa. Amma og afi kynntust mjög ung, hófu fljótlega sambúð og eignuðust börn og buru, eins og segir í þulunni. Þegar afi kvaddi okkur í febrúar sl. hafði sambúð þeirra því varað í rétt tæp sjötíu ár. Þau voru ákaflega sam- rýnd hjón og höfðu í gegnum tíðina deilt gleði og sorgum. Eftir að afi dó var amma ákaflega einmana og hún hafði oft á orði að hún tryði ekki að hann skyldi fara og skilja hana svona eina eftir. Þrátt fyrir að við reyndum að líta til hennar nær daglega og stytta henni stundir tókst okkur eng- an veginn að fylla það skarð sem hann skildi eftir sig í lífi hennar. Amma var mikil fjölskyldukona sem hugsaði vel um sína og það reyndist oft gott að eiga hana að. Þegar ég var yngri dvaldi ég gjarnan í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa í Stigahlíðinni. Þá gættu þau mín og hugsuðu vel um mig. Þegar ég eltist hélt ég áfram að venja komur mínar í Stigahlíðina og þegar halla fór undan fæti hjá þeim urðu ákveðin hlut- verkaskipti hjá okkur og mér gafst tækifæri til að launa þeim uppeldið og hugsa um þau í staðinn. Fyrir einu og hálfu ári fluttu þau amma og afi á Hrafnistu í Hafnar- firði þar sem þau nutu umönnunar og hlýju frábærs starfsfólks allt þar til yfir lauk. Kunnum við fjölskyldan starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði bestu þakkir fyrir alla umhyggjuna í þeirra garð. Kysstu afa frá mér, ykkar „fóst- urdóttir“ Marta Dögg. Ósköp þykir mér stutt síðan ég sat og skrifaði minningargrein um hann afa minn. Líklega var ekki við öðru að búast, eins samrýnd og þau voru. Þrátt fyrir það mun ég sakna þeirra beggja óendanlega mikið. Margar eru góðu stundirnar sem ég átti með ömmu minni og afa. Amma mín var fjölskyldumanneskja og sá til þess að halda fjölskyldunni saman. Stundum var talað um að afi sæi um tengslin ,,út á við“ en amma ,,inn á við“. Oft kom fjölskyldan sam- an á sunnudögum og var þá amma í essinu sínu að hafa allt fólkið sitt hjá sér. Líklega átti ég bestu stundirnar þó með ömmu minni þegar ég var í MH. Eftir því hvernig stundataflan mín raðaðist var haldið í hádeginu til ömmu og afa í mat. Þar sátum við þrjú saman og spjölluðum og að matnum loknum lagði afi sig á meðan ég og amma sátum í stofunni og spjölluðum. Ef tími gafst héldum við af stað yfir til Ástu frænku, systur ömmu, sem bjó svo til í næsta stiga- gangi. Var þá Ásta búin að hita vöfflujárnið, tilbúin með eitthvert góðgæti handa mér og ömmu, og var þar setið og spjallað um heima og geima. Oft kom ég illa södd í skólann eftir allan þennan mat en ánægð eftir samveruna með þeim systrunum. Síðustu árin voru henni ömmu minni erfið; heilsuleysi og minnistap þjáðu hana en þrátt fyrir það hélt hún hinum góða húmor og gat alltaf gert að gamni sínu. Núna, þegar maður eldist, sér maður hversu dýr- mætar þessar stundir voru með ömmu og afa. Okkur afkomendunum hefur reynst það gott veganesti að hafa fylgst með ömmu og afa og hversu ánægð þau voru saman. Í þau næstum 70 ár, sem þeirra sambúð stóð, gátu þau varla séð hvort af öðru. Andlát afa míns var því ömmu töluvert áfall, þrátt fyrir að hún reyndi að vera glöð og ánægð. Fjöl- skyldan sá þó hvernig heilsa hennar, smátt og smátt, þvarr og huggum við okkur við það að nú eru þau saman á ný. Viljum við aðstandendur þakka starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun. Ragnheiður og Ólafur. DAGBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR ✝ Jóhannes Björns-son fæddist að Goðdölum í Lýtings- staðahreppi í Skaga- firði hinn 8. septem- ber 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavík- ur 21. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Oddný Jónsdóttir frá Bólu í Skagafirði og Björn Einarsson frá Goð- dölum í Skagafirði. Systkini Jóhannesar voru Rut Björnsdótt- ir, Einar Björnsson, Steinunn Björnsdóttir og Erla Björnsdóttir. Jóhannes kvæntist Ingileifu Að- alheiði Kristjánsdóttur og áttu þau saman þrjú börn: Kristján Jó- hannesson, Oddnýju Sigrúnu Jó- hannesdóttur og Jón Má Jóhann- esson. Með síðari eiginkonu sinni, Jensínu Waage, átti hann Berghildi Jó- hannesdóttur. Með núverandi sambýlis- konu sinni, Helgu Björnsdóttur, átti hann Einar Örn Jó- hannesson auk þess sem hann og Helga ólu upp son Helgu, Hrafn Helgason. Barnabörn Jóhann- esar eru Inga Sif Kristjánsdóttir, Kristján Freyr Krist- jánsson, Eva Guðrún Kristjánsdóttir, Sig- rún Hannesdóttir, Björn Ófeigs- son, Jón Gestur Ófeigsson, Gunn- ar Þór Ófeigsson, Eva Lín Traustadóttir, Heiða Margrét Traustadóttir, Jón Trausti Traustason og Ingi Snær Jónsson. Útför Jóhannesar hefur farið fram. Lífsins vegferð liggur milli fæð- ingar og dauða, þetta er það eina sem við mannanna börn eigum sam- eiginlegt fyrir utan trú, von og vænt- ingar. Í upphafi er lífsferðin óskráð sér- stök saga sem spinnst samkvæmt ör- lögum, aðstæðum og ákvörðunum sérhvers manns. Áætlanir eru marg- ar og fyrirheitin mörg. Sum þessara fyrirheita tekst að uppfylla, önnur ekki. Kaflar lífssögunnar eru með mismunandi forskrift og eru sumir kaflar stuttir, aðrir langir og inni- haldið misjafnt. Sögupersónurnar hafa ólíkt vægi og mismikil áhrif á daglegt líf söguna alla. Sumar sögupersónurnar líða hjá eins og andartak, aðrar eru í mörg- um köflum. Sumir virðast fá meiri athygli en aðrir og þótt ástúð og von- ir séu fyrir hendi er framfylgnin mis- mikil. Þannig gleymast einir en aðrir skrifast í marga kafla og virðast eiga meiri sess í mannsins hjarta ævi- langt. Og þó er það svo að margt er það sem ekki kemur fram í dagsins ljós því það var ekki ritað nema á minnisblað hugans. Því ástúð og um- hyggja þess ljósneista sem býr í hjarta sérhvers manns kemst ekki alltaf á blað þótt hún sé greypt í sál- ina. Kaflar lífssögunnar gátu samt ekki ekki orðið að sögu nema allt væri til staðar. Sumt er geymt, ann- að birt en ekkert gleymt. Allir sem mótuðu lífið frá upphafi til enda eru til staðar. Faðir okkar var sérstakur maður. Við nutum návistar hans í alltof stuttan tíma en þótt kærleiksstundir okkar væru fáar voru þær góðar. En er það ekki þannig með okkur öll, við náum ekki að gera allt sem við óskum eftir og sérhver kafli sögunn- ar er ekki skrifaður fyrr en hann hef- ur verið upplifaður og væntingar verða ekki alltaf eins og kosið er. Ánægjustundir þær er við eigum saman greypast í minningu frá barnsaldri sem minning ástríkis og gleði. Þessar ánægjustundir okkar er við áttum saman eru ósk okkar til pabba. Góður guð geymi þig og verndi til eilífs lífs og friðsældar. Konu þinni og fjölskyldu flytjum við fagnaðarerindi Frelsarans um kærleika, eilíft líf og upprisu. Börn. JÓHANNES BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.