Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bíðið þið eftir mér, ég er líka að koma. Ráðstefna um kynjafræði Breið mynd af lifandi fræðum RÁÐSTEFNA þarsem fjölþætt fræði-grein, kvenna- fræði, er í hávegum höfð er á dagskrá á næstunni. Irma Erlingsdóttir veitir forstöðu Rannsóknarstofu í kvennafræðum og hún er í forsvari fyrir ráðstefnuna. Hún var því beðin um að svara nokkrum spurning- um Morgunblaðsins um ráðstefnuna. – Hver stendur fyrir ráðstefnunni, hvenær er hún og hvar? „Ráðstefnan er haldin á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræðum við Há- skóla Íslands. Hún hefst á morgun, föstudag, með setningu í hátíðarsal HÍ, í aðalbyggingu, klukkan 14. Málstofur verða síðan haldnar í Odda, í stofum 101, 201 og 202, á föstudag og laugardag. Dagskráin hefur verið auglýst og má m.a. nálgast inni á heimasíðu Rann- sóknarstofunnar, www.hi.is/stofn/ fem.“ – Hver er tilgangur ráðstefnu- nar og helstu markmið með henni? „Ráðstefnan er sú þriðja sem haldin er undir þessum eða svip- uðum formerkjum við Háskóla Ís- lands. Fyrri ráðstefnurnar voru haldnar árið 1985 og 1995. Mark- miðið er að kanna afstöðu fræð- anna í dag og kynna nýjar niður- stöður, hugmyndir og kenningar. Áherslurnar í dag eru að sumu leyti breyttar en gróskan í fræð- unum er síst minni nú en áður.“ – Hver eru helstu þemu ráð- stefnunnar og hverjir taka til máls? „Þemu ráðstefnunnar eru fjöl- mörg og ættu að gefa breiða mynd af feikilega lifandi fræðum. Þarna verða saman komnir helstu fræði- menn íslenskir sem hafa lagt fyrir sig rannsóknir og fræði sem kenna má við femínískar rannsóknir eða kvenna- eða kynjarannsóknir. Heiðurgestur ráðstefnunnar og aðalræðumaður er dr. Rosi Braid- otti, prófessor í kvennarannsókn- um við Utrecht-háskóla í Hollandi. Rosi, sem er ítölsk að uppruna, er þekktur heimspekingur og eitt kunnasta nafn í framsæknum fem- ínískum fræðum í heiminum. Hún mun að líkindum gera grein fyrir því sem er á döfinni í þessum fræð- um enda er hún mikilvægur þátt- takandi í þeim umræðum. Það er mikill akkur fyrir ráðstefnuna að Rosi skuli taka þátt í henni. Hún heldur fyrirlestur við opnunarat- höfnina í Hátíðarsalnum en hann ber yfirskriftina „Gender and globalisation. A feminist carto- graphy“. Annar sérstakur gestur er dr. Anneka Smelik, sem hefur skrifað fjölda bóka og greina um kvikmyndir og kyngervi; hún ætl- ar að fjalla um sýndarveruleika í nýlegum vísindaskáldsagnamynd- um. Gestirnir verða báðir leiðandi hvor í sinni málstofunni en auk þeirra mun fjöldi íslenskra fræði- manna taka þátt í 12 mismunandi málstof- um, m.a. um nám og námsval, velferðarkerf- ið, femíníska guðfræði, orðræður um líkamann, vinnu og heilsu, aðferðarfræði, konur í listum, rými, vald og andóf. Viðfangsefnin eru s.s. víðfeðm og nálgunin fjölbreytt og þverfag- leg.“ – Hverjir eiga helst erindi á ráð- stefnuna? „Allir sem hafa áhuga á því sem er að gerast í kringum þá geta grætt á því að sækja ráðstefnuna. Áhugamenn um fræði og menn- ingu og fræðimenn sem vilja kynna sér og taka þátt í umræðu um þau fjölbreyttu viðfangsefni sem tekin verða til umfjöllunar láta náttúrlega sjá sig. Það ættu flestir að geta fundið málstofu við sitt hæfi. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.“ – Um hvað snýst kynjafræði og hvert er starfssvið Rannsóknar- stofu í kvennafræðum? „Kjarninn í kynjafræðum er að rannsaka og skoða menningu og allt mannlegt atferli út frá kyn- hlutverkum og kyngervum mann- eskjunnar. Kynjafræði fela að vissu leyti í sér útvíkkun á kvenna- rannsóknum. Kynjafræði eru þverfagleg og gagnrýnin fræði sem draga í efa viðteknar skoðan- ir, ekki síst innan hefðbundinna vísinda. Sjónarhorni kynja- og kvennafræði er í raun hægt að beita á öllum fræðasviðum, í hug-, félags- og raunvísindum. Rann- sóknarstofa í kvennafræðum tók til starfa árið 1991 og hefur frá upphafi haldið úti öflugri starfsemi á sviði kvenna- og kynjafræða. Hún hvetur til rannsókna og legg- ur áherslu á að styðja fræðimenn við rannsóknir sínar og skipulegg- ur í raun og býr til grundvöll fyrir rannsóknarstarf. Rannsóknarstof- an er að mörgu leyti miðstöð fyrir rannsóknarstarf á sviðinu og lítur m.a. á það sem hlutverk sitt að kynna það sem á sér stað í fræð- unum á alþjóðlegum vettvangi. Stofan tekur þátt í evrópskum og norrænum rannsókna- tengslanet- um með fjölbreyttum áherslum þar sem m.a. er tekinn til rannsóknar launamunur kynjanna, fæðingarorlof, ungt fólk, kynferði og of- beldi, mismunandi skilningur á hugtakinu jafnrétti, o.s.frv. Stofan tekur jafnframt þátt í verkefnum sem snúa að jafnrétt- isfræðslu og fræðslu í kynjafræð- um á sviði endurmenntunar og fleira mætti nefna. Kvenna- og kynjafræði hafa þróast mikið á undanförnum 30 árum og mikil- vægi þeirra er ekki minna í dag en áður.“ Irma J. Erlingsdóttir  Irma J. Erlingsdóttir er fædd í Reykjavík 1968. Hefur BA-próf í bókmenntum frá Háskóla Ís- lands, Licence, Maitrise og DEA- próf í samtímabókmenntum frá frönskum háskóla. Stundakenn- ari í frönsku við heimspekideild HÍ 1997–2001. Deildarstjóri Rannsóknarstofu í kvennafræð- um frá 1998–2000, síðan for- stöðumaður. Hún er í sambúð með Geir Svanssyni, fram- kvæmdastjóra Nýlistasafnsins, og eiga þau tvær dætur, Grímu Eiri og Svanhildi Þóru. … kanna af- stöðu fræð- anna í dag HÖRÐUR Sveinsson, nemi í iðnhönnun, í samstarfi við Réttinda- skrifstofu stúdentaráðs Háskóla Íslands, hefur vísað málsmeðferð málskotsnefndar Lána- sjóðs íslenskra náms- manna, á málefnum Harðar, til umboðs- manns Alþingis. Málið snýst um það, að sögn Harðar, að Lánasjóð- urinn viðurkenni les- blindu hans, og veiti honum lán til að greiða skólagjöld í námi, sem hann stundar í iðn- hönnun í University of Central England í Birmingham í Bretlandi og hefur gert síðustu árin. Hörður hefur ítrekað sótt um und- anþágur frá reglum LÍN um greiðslu skólagjalda í erlendum há- skólum á grundvelli þess að hann sé með lesblindu, en stjórn LÍN og síð- an málskotsnefnd LÍN telja að Hörður hafi ekki lagt fram næga staðfestingu á því að hann eigi við lesblindu að stríða. Hörður hóf nám í fyrrgreindum skóla haustið 1999. Sótti hann þá um lán fyrir skólagjöldum á grundvelli 4.8 gr. í úthlutunar- reglum sjóðsins, en þar segir að lán vegna skólagjalda séu aðeins veitt til framhalds- skólanáms. En síðan segir: „Stjórn sjóðsins er heimilt að veita und- anþágu frá ákvæðum þessarar greinar ef námsmaður er veru- lega fatlaður, getur sannanlega ekki stund- að nám sitt hér á landi að óbreyttum aðstæð- um og sérstakar ástæð- ur mæla með undan- þágu.“ Hörður segir í sam- tali við Morgunblaðið að hann telji að hann uppfylli undanþáguskilyrði fyrrnefndrar málsgreinar. Hann segir að hann hafi sótt um skólann í Birmingham vegna þess að þar hafi hann notið aðstoðar samtakanna David Dyslexia Association, sem að- stoði lesblinda í námi sínu, en auk þess sé boðið upp á stuðning fyrir lesblinda í skólanum í Birmingham. „Slík aðstoð er á hinn bóginn ekki í boði fyrir nemendur hér á landi,“ segir hann. Hörður segir, og sýnir blaðamanni Morgunblaðsins gögn því til stað- festingar, að stjórn LÍN hafi hafnað því að veita honum lán fyrir skóla- gjöldum, á þeirri forsendu að ekki hafi legið fyrir viðhlítandi gögn til staðfestingar því að hann sé veru- lega fatlaður. Hörður segir að þetta hafi verið niðurstaða stjórnar sjóðs- ins, þrátt fyrir að hann hafi sent henni gögn frá taugasálfræðingi um að hann væri lesblindur. Hörður seg- ir að hann hafi kært niðurstöðuna tvisvar til stjórnar LÍN, en allt hafi komið fyrir ekki, hún hafi ávallt hafnað beiðninni um lán til greiðslu skólagjalda. Þá hafi hann vísað mál- inu til málskotsnefndar LÍN, en hún hafnaði einnig beiðninni, á þeim for- sendum að ekki lægju fyrir nægar staðfestingar á því að hann ætti við fötlun að stríða. Hörður kærði þá niðurstöðu aftur til málskotsnefnd- arinnar en hún neitaði að taka málið upp að nýju, þar sem hún taldi ný gögn í málinu ófullnægjandi. Ósáttur við málalokin Hörður kveðst ósáttur við þessi málalok. Ekki síst í ljósi þess að hann hafi lagt fyrir málskotsnefnd LÍN ný gögn sem eigi enn og aftur að staðfesta að hann eigi við les- blindu að stríða. Þau gögn séu frá breskri stofnun sem kanni lesblindu, The Dyslexia Institute. Í niðurstöðu stofnunarinnar kemur fram að Hörður eigi við alvarlega lesblindu að stríða. Sjálfur segist Hörður eiga svolítíð erfitt með að lesa, en aðal- lega eigi hann þó erfitt með að skrifa. „Ég er illa skrifandi á öll þau tungu- mál sem ég kann,“ útskýrir hann. Hörður segist eiga eftir lokaverk- efni við skólann í Birmingham, en hann hafi hingað til sjálfur greitt skólagjöldin með bankaláni. Hann segir að baráttan við LÍN hafi verið ansi strembin. Hann hafi alla sína skólagöngu þurft að berjast við les- blinduna og skólakerfið, en síðustu árin hafi farið í það að berjast við Lánasjóðinn. „Loksins þegar skól- arnir vilja allt fyrir mann gera, þrátt fyrir lesblindu, setur LÍN manni stólinn fyrir dyrnar.“ Kærir niðurstöðu LÍN til umboðsmanns Alþingis LÍN hafnar gögnum um lesblindu námsmanns Hörður Sveinsson TVEIR af hverjum þremur eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, að því er fram kemur í nýrri könnun Gallup. Stuðningur við aðskilnað hefur ekki mælst meiri frá árinu 1993 þegar Gallup hóf að kanna hug fólks til sambands ríkis og kirkju. Þegar tekið er mið af þeim sem segj- ast hvorki vera hlynntir né andvígir aðskilnaði reyndust 56% styðja að- skilnað en 28% voru andvíg. Verulegur munur er á afstöðu manna eftir stjórnmálaflokkum og aldri og eins eftir tekjum og mennt- un. Átta af hverjum tíu sem kjósa Vinstrihreyfinguna-grænt framboð eru hlynnt aðskilnaði, 67% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 63% Samfylk- ingarinnar en aðeins 45% kjósenda Framsóknarflokksins. Stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju fer minnkandi með hækkandi aldri og þeir sem hafa lægstu tekjurnar og minnstu menntunina eru frekar and- vígir aðskilnaði en þeir sem hafa hærri tekjur og meiri menntun. Hringt var í 2.476 manns úr þjóð- skrá 29. ágúst til 25. september, svarhlutfall var 70% og vikmörk eru 1–3%. Um 67% vilja aðskilnað ríkis og kirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.