Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 38
MENNTUN 38 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í búar Serbíu munu 13. október nk. kjósa á milli þeirra Vojislavs Kost- unica og Miroljubs Lab- us en tvímenningarnir urðu efstir í forsetakjöri, sem fram fór um síðustu helgi. Þó að öfgaþjóðernissinninn Vojislav Seselj hafi fengið óhugnanlega mikið fylgi, meira en 22% (raunar greiddu 57% Kosovo-Serba hon- um atkvæði sitt), álíta menn nið- urstöðurnar í fyrri umferð for- setakosninganna býsna jákvæðar enda bæði Kostunica og Labus taldir í hópi hófsamra stjórn- málamanna, engan veginn eins slæmir og þeir kónar sem réðu ríkjum í Serbíu allan síðasta ára- tug. Áður en uppgjör fer fram í Serbíu munu íbúar Bosníu- Herzegóvínu þó ganga að kjörborðinu en þar verður um helgina kosið til bæði sambandsþings og þinga serb- neska hlutans og Króata/ múslima. Jafnframt verður kos- inn einn fulltrúi hverra þriggja þjóðarbrotanna í forsætisnefnd sambandsríkisins. Fullyrt er að þessar kosningar muni skera úr um hvort Bosnía fetar stíginn í átt að lýðræðisátt eða hvort þjóðernissinnar verða enn ofan á og tryggja þannig áframhaldandi einangrun Bosn- íumanna. Er það von þeirra er- lendu stjórnarerindreka, sem staðið hafa vörð um frið í Bosníu allt frá Dayton-friðarsam- komulaginu 1995, að niðurstaðan stuðli að friðsamlegri sambúð þriggja þjóðarbrota, sem bárust á banaspjót í blóðugu stríði 1992– 95. Íbúar í Makedóníu gengu líka að kjörborðinu fyrir skömmu og þar unnu hófsamir sigur eins og í Serbíu. Tekur jafnaðarmaðurinn Branko Crvenkovski væntanlega við af Ljubco Georgievski sem forsætisráðherra. Athygli vekur þó að albanski minnihlutinn í Makedóníu hafn- aði fyrir sitt leyti hófsömum flokki Arbens Xhaferi og kaus í staðinn að fylkja sér um Ali Ahm- eti og flokk hans – þeir síðar- nefndu fengu 16 þingmenn kjörna á meðan aðrir flokkar Albana fengu samanlagt 10 þing- sæti. Xhaferi var áður helsti stjórnmálaleiðtogi Albana, sem eru um þriðjungur íbúa Make- dóníu, en þurfti nú að gjalda fyrir að hafa átt aðild að óvinsælli stjórn Georgievskis. Reyndar spilar hér inn í líka að margir Albanar í Makedóníu líta á Ahmeti sem hina mestu hetju en hann var leiðtogi skærulið- anna, sem á síðasta ári buðu stjórnvöldum í landinu byrginn, hófu skæruhernað til að berjast fyrir auknum réttindum albanska minnihlutans. Ég minnist þess að vísu að hafa um mitt ár í fyrra hitt breskan blaðamann í Pristina í Kosovo sem hafði aðra sögu að segja. Þessi blaðamaður kvaðst þá ný- verið hafa hitt ýmsa forystumenn albönsku skæruliðanna, sem þá héldu til í fjöllum á landamærum Makedóníu og Kosovo. Sagðist blaðamaðurinn hafa orðið forviða er skæruliðarnir spurðu hann í fullri alvöru hvort hann gæti sagt þeim hver ættu að vera baráttumál þeirra. Kvaðst hann hafa sagt skæruliðunum að það væri býsna undarlegt að þeir skyldu hafa byrjað hernað, sem kostaði aukna spennu í landinu (raunar á Balkanskaga öllum) og ófá mannslífin, fyrst þeir ekki höfðu skýra hugmynd um það fyrir hverju þeir væru að berjast. Var það tilfinning Bretans að albönsku skæruliðarnir hefðu ekki í reynd lagt upp með þá hug- mynd að berjast fyrir bættum réttindum minnihlutans í Make- dóníu – sem sannarlega voru ekki virt að fullu – heldur hefði sú skil- greining orðið til eftir á, svona til að réttlæta hina blóðugu baráttu. Þessi ríki sem hér hefur verið minnst á, og skipuðu áður „gömlu“ Júgóslavíu, eru að sönnu ekki mikið í fréttum þessa dag- ana, enda blása nú válegir vindar í alþjóðamálum. Ljóst er þó að stuðla þarf að varanlegum stöð- ugleika á Balkanskaga enda kraumar víða undir niðri. Fyrir skömmu handtóku liðs- menn alþjóðlegu lögreglusveit- anna í Kosovo nokkra Albana, sem grunaðir eru um ódæðisverk gegn Kosovo-Serbum. Einnig var Ramush Haradinaj, einn af helstu stjórnmálamönnum Kos- ovo-Albana, ákærður fyrir aðild að skotbardaga sem átti sér stað í Kosovo í ágúst 2000. Haradinaj var áður einn af foringjum Frels- ishers Kosovo (UCK) og eru að- gerðir alþjóðalögreglunnar sagð- ar til marks um að bráðabirgða- stjórn Sameinuðu þjóðanna (UNMIK) hyggist ekki skirrast við það lengur að draga þá Kos- ovo-Albana fyrir dómstóla, sem grunaðir eru um stríðsglæpi, mannréttindabrot eða önnur ódæði. Þá eru aðgerðirnar einnig liður í því að berja niður starfsemi glæpagengja í héraðinu, sem sögð eru teygja anga sína til fjöl- margra landa í Evrópu, m.a. með smygli á eiturlyfjum. Óhætt er að segja að aðgerð- irnar hafi mælst illa fyrir meðal Albana, sem telja um 90% íbú- anna í Kosovo. Fullyrða sérfræð- ingar stofnunar sem kallast Institute for War and Peace Re- porting (www.iwpr.net) að dökkur skuggi hvíli nú yfir sam- búð Albana og alþjóðastarfsliðs- ins, þess sama starfsliðs og hefur fram að þessu notið gestrisni Kosovo-Albana í hvívetna og var tekið sem frelsandi hetjum fyrir skömmu. Alþjóðasamfélagið hefur sýnt litla tilburði til takast á við þá spurningu, hvað gera skuli við Kosovo – sem skv. ályktun ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1244 skal fá sjálfstjórn en þó áfram tilheyra Júgóslavíu. Sú spurning er þó býsna aðkallandi. Órói í Kosovo gæti nefnilega valdið hörðum átökum í ná- grannaríkinu Makedóníu, hverju sem líður úrslitum í nýafstöðnum kosningum, auk þess sem tengsl Serbíu og Kosovo eru enn mikið áhugamál stjórnmálamanna í Belgrað. Stuðlað að stöðugleika Sagðist blaðamaðurinn hafa orðið for- viða er skæruliðarnir spurðu hann í fullri alvöru hvort hann gæti sagt þeim hver ættu að vera baráttumál þeirra. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Menntamálaráðuneytiðefndi til málþings á Evr-ópskum tungumáladegi26. september sl. og var þar fjallað um „Strauma og stefnur í kennslu erlendra tungumála á Ís- landi“. Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands annaðist skipulagn- ingu og framkvæmd þingsins. Tilgangur Evrópska tungumála- dagsins er að; vekja almenning til vit- undar um mikilvægi tungumálanáms, vekja athygli á öllum tungumálum sem töluð eru í Evrópu og gildi þeirra, hvetja til símenntunar í tungumálum. Þema Evrópska tungumáladagsins 2002 er símenntun í tungumálum. Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra setti málþingið með ávarpi. Hann sagði að menntamálaráðuneyt- ið hafi hvatt skóla og aðrar fræðslu- stofnanir til að bregðast með ein- hverjum hætti við ósk Evrópuráðsins um Evrópskan tungumáladag 2002 og vekja þannig athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og símenntunar í tungumálum. Ráðuneytið væntir þess að Evrópskur tungumáladagur 26. september hafi ár hvert jákvæð áhrif á tungumálanám og tungumála- kennslu í skólum og verði einstakling- um hvatning til símenntunar í tungu- málanámi. Fjöldi tungumála er talaður í Evr- ópu og sagði Tómas Ingi það meðal fjársjóða álfunnar. Evrópumálin eru yfir 200 talsins og enn fleiri tungumál eru töluð meðal fólks af öðrum upp- runa. „Þetta er mikilvæg auðlind sem ber að viðurkenna, nota og meta að verðleikum,“ sagði hann, og einnig að Íslendingar hefðu lagt sitt til heims- menningarinnar í formi tungumáls- ins. Hann sagði mikil verðmæti felast í tungumálakunnáttu og að það væri þessi kunnátta sem veitti djúpa inn- sýn í menningarsjóði þjóða. Kennsla á ensku í framhaldsskólum? Viðhorf nokkurra stjórnenda fyr- irtækja til tungumála og tungumála- kunnáttu koma fram. „Þáttur menntakerfisins er mjög stór við að auka samkeppnishæfni okkar Íslend- inga. Mín skoðun er sú að við eigum að gera meiri kröfur en gerðar eru í dag,“ sagði Frosti Bergsson, stjórn- arformaður opinna kerfa. Segja má að Frosti hafi ítrekað þá skoðun sína að Íslendingar ættu að setja stefnuna á að verða tvítyngd þjóð eða verða jafnvíg á íslensku og ensku. „Ég er faðir 7 ára drengs og upplifi það nú að hann tjáir sig oft á ensku sem hann hefur sjálfur lært í gegnum sjónvarpsrásina Cartoon Network, af ferðalögum erlendis eða af eldri strákum þegar verið er í tölvuleikjum eða á Netinu,“ sagði hann og bætti við að hann vildi að þró- uninni í menntun yrði betur stýrt svo börn þyrftu ekki að gleypa hráa óvandaða ensku sem dynur á þeim alla daga. „Mín skoðun er sú að miða eigi kennslu við að þjóðin hafi gott vald á tveimur tungumálum en þó þannig að á grunnskólaaldri fari öll kennsla fram á íslensku og að kennsluefnið sé líka á íslensku,“ sagði hann. „Á sama tíma væri enskukennsla bundin við sérstaka enskutíma. Á framhalds- skólastigi finnst mér vel koma til greina að hafa bæði enskar kennslu- bækur og kenna á ensku fög sem slíkt hentar af einhverjum ástæðum.“ Skoðun hans er sú að með því að byggja upp góða enskukennslu frá 1. bekk í grunnskóla skapist markviss og góður skilningur á ensku tal- og ritmáli. Þá muni tungumálakunnátta ekki há Íslendingum í hinum harða heimi hnattrænna viðskipta. Enskan er ekki nóg „Í minni starfsgrein, flutningum, er starfsumhverfið alþjóðlegt og spannar samskipti um allan heim, ekki einungis Norður-Atlantshafið,“ sagði Erlendur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri utanlandssviðs Eim- skips. Hann nefndi dæmi sem sýndu að enskukunnátta er alls ekki nóg. „Það er mín skoðun að ráðning starfs- manna sem hafa tök á fleiru en einu tungumáli, auk móðurmáls, sé ein meginástæða þess að okkur hefur vegnað vel á okkar mörkuðum,“ sagði hann, „þessir starfsmenn eru reiðu- búnir að leggja meira af mörkum en lágmarkskröfur segja til um. Vera virkir þátttakendur í umræðum og þróun á hverjum stað. Hlusta og taka eftir, en láta ekki mata sig á einhliða upplýsingum.“ Niðurstaða hans var að þeir sem ráði yfir þremur eða fleiri tungumál- um eiga betri möguleika á að ná ár- angri á alþjóðamarkaði en aðrir. Þeirra forskot liggur, að hans mati, í því að geta sett sig inn í þjóðmál og hefðir á hverjum stað og staðið næst- um jafnfætis heimamönnum. Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Bláa Lónsins, sagði að markmið ferðaþjónustunnar væri að stuðla að aukinni þjóðarframleiðslu og hagsæld í landinu, og spurði svo hvort bætt tungumálakunnátta skipti þar máli. Og svaraði: „Þjónustan snýst mikið um samskipti, því er mik- ilvægt að geta talað og skilið tungu- mál sem flestra okkar gesta.“ Hún sagði jafnframt að auk góðrar tungu- málakunnáttu væri gagnlegt að skilja sem best bakgrunn hinna erlendu gesta; siði og venjur, trúarbrögð og tabúin í samskiptum. Atvinnutækifæri tungunnar Ungt fólk undir þrítugu sagði á þinginu frá reynslu og gildi þess að kunna tungmál. Sigríður Ásthildur Andersen, spænskumanneskja og lögfræðingur hjá Verslunarráði Ís- lands, sagðist ekki vera sammála þeirri fullyrðingu að enska væri al- þjóðatungumál í viðskiptum því hún dugaði ekki ein og sér. Hún nefndi sem dæmi að í öðrum en enskumælandi löndum væri oft ekki á enskukunnáttu að treysta. Franskur vínbóndi sem íslenskur heildsali vill kaupa rauðvín af hefur sennilega aldrei lært ensku. Útvatn- ari í Barcelona sem kaupir íslenskan saltfisk fyrir hundruð milljóna á ári talar líklega ekki ensku, o.s.frv. Katrín Þórðardóttir, starfsmaður sendiráðs Kanada, sagði frá því hvernig frönsku- (og ensku) kunnátt- an hefði nýst henni, en hún hefur nær eingöngu fengist við störf þar sem hún þarf að nota þessa þekkingu. Kunnáttan hefur gefið henni tækifæri til að starfa í alþjóðlegu umhverfi. Katrín telur að með aukinni al- þjóðavæðingu skipti tungumálakunn- átta Íslendinga sífellt meira máli. Hún sagði það áríðandi að ungt fólk sem afli sér góðrar tungumálakunn- áttu fái atvinnutækifæri hér heima við sitt hæfi og að nám þess í tungu- málum verði metið að verðleikum. Björgvin Þór Björgvinsson, meist- aranemi í sjávarútvegsfræðum, sagði frá þýskunámi sínu. Hann fékk ungur áhuga á þýsku en missti áhugann og fékk hann ekki aftur fyrr en hann gat tengt hana við annað áhugasvið sitt: þýska sögu, menningu og stjórnmál. Núna er þýskan lykilatriði í starfi hans og vegna verkefnis sem hann vann um fiskneyslu í Þýskalandi varð hann starfsmaður hjá SÍF til að vinna að ákveðnum verkefnum á þýskum mörkuðum. Tungumálakennarar í grunn- og framhaldsskólum fjölluðu svo á mál- þinginu um kosti og galla gildandi að- alnámskráa í erlendum tungumálum. Tungumáladagurinn / Evrópuráðið hefur gert 26. sept. að árlegum tungumáladegi. Mennta- málaráðuneytið hélt af því tilefni málþing, sem Gunnar Hersveinn sótti, þar sem nokkrir stjórn- endur í fyrirtækjum greindu frá viðhorfum sínum til tungumála. Morgunblaðið/Þorkell Tungumálin eru auðlind Evrópu, sagði Tómas Ingi Olrich. Guðný Guðsteinsdóttir lektor var kynnir á mál- þinginu sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hélt fyrir menntamálaráðuneytið. TENGLAR .............................................. http://www.vigdis.hi.is/ www.menntamalaraduneyti.is Kunnátta í ensku dugar ekki ein og sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.