Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 47 Hinn 15. september sl. andaðist gamall og góður vinur minn, Guð- mundur Hafsteinn Þórðarson, 87 ára að aldri. Gummi, eins og hann var ávallt nefndur í daglegu tali, var eitt af tíu börnum heiðurshjónanna Sig- ríðar Grímsdóttur og Þórðar Þórð- arsonar. Af þessum stóra barnahópi voru fimm stúlkur og fimm drengir, en einn bróðir Gumma, Steingrímur að nafni, dó langt um aldur fram. Ein systranna fimm, Kristín Þórð- ardóttir Kimmel, sem býr í Banda- ríkjunum, er síðust úr þessum hópi. Heimilisfaðirinn, Þórður, fórst í Halaveðrinu mikla árið 1925 með enska togaranum Field Marshal Ro- bertson, sem gerður var út frá Hafnarfirði. Þá var Gummi aðeins tíu ára og flest systkini hans fáum GUÐMUNDUR H. ÞÓRÐARSON ✝ Guðmundur Haf-steinn Þórðarson fæddist í Hafnarfirði 15. október 1915. Hann andaðist á Sól- vangi í Hafnarfirði 15. september síðast- liðinn og var hann jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 25. september. árum eldri. Það kom því í hlut móðurinnar að ala önn fyrir hópn- um og gefur að skilja að börnin urðu að hjálpa til að framfleyta heimilinu um leið og aldur leyfði, sem vel að merkja var miklu lægri en nú tíðkast. Á yngri árum stund- aði Gummi íþróttir með Haukum ásamt yngri bróður sínum Sibba og léku þeir bæði handknattleik og knattspyrnu með úr- valsliði félagsins og voru þeir bræð- ur dyggir félagsmenn í Haukum til æviloka. Í fyllingu tímans og með samheldni systkinahópsins lauk Gummi prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík, en verklegt nám í raf- magnsfræðum stundaði hann hjá Júlíusi Björnssyni, rafvirkjameist- ara. Um árabil stundaði Gummi þessa iðngrein og var eftirsóttur vegna meðfæddra og áunninna hæfi- leika á þessu sviði svo og eðlislægrar ljúfmennsku. Síðustu starfsár sín stundaði Gummi prentmyndagerð ásamt Sibba bróður sínum sem var prent- myndasmiður að menntun. Að lokum vil ég þakka Gumma vini mínum fölskvalausa vináttu í nærfellt þrjá aldarfjórðunga sem hvorki fyrr né síðar bar skugga á og veit að hann á góða heimkomu. Ást- vinum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Vilhjálmur G. Skúlason. Guðmundur, frændi minn, Þórð- arson er látinn áttatíu og sex ára að aldri. Guðmundur var einn fimm bræðra í hópi tíu systkina sem öll ól- ust upp í Hafnarfirði. Ein systranna, Kristín, lifir bróður sinn. Í æskuminni mínu er Guðmundur sveipaður ævintýraljóma. Margt kemur til. Hann var í siglingum á Tröllafossi og fyrsti áratugur minn- ar ævi er fullur af skínandi dýrgrip- um sem hann færði mér og okkur frændsystkinunum þegar hann kom frá útlöndum: orrustuskip með turn- um og fallbyssum, gullsleginn Mercedes Bens, blokkflauta úr ang- andi eðalviði. Það hlutu að vera merkileg lönd sem gátu af sér þess konar hluti. Reyndar átti ég síðar eftir að ganga úr skugga um það. Annan áratug lífs míns fyllti Guð- mundur einnig af verðmætum. Gildi þeirra hefur verið að renna upp fyrir mér fram á þennan dag. Guðmundur var menntaður rafvirki. Hann átti og rak rafvélaverkstæði í kjallara Selvogsgötu 1 þar sem hann bjó þá ásamt systkinum sínum. Þar leiddi hann mig inn í undraheima verk- tækninnar því að hann var gæddur handlagni sem fáum er gefin. Það var engu líkara en hugur og hendur væru eitt. Það var alveg sama hvað hann lét sér detta í hug, hann fann alltaf leið til að efnisgera það, að því er virtist fyrirhafnarlaust. Stundum seig að vísu brúnin og lítið var talað langtímum saman, en hann sá alltaf til þess að ég fylgdist með því sem hann var að gera og tæki þátt í því. Það voru smíðaðir bátar sem enginn félaga minna lét sig dreyma um, snúnir saman alvöru rafmótorar og byggð jólahús með ljósum. Mesti ljóminn stafar af jólatrésseríu sem hann setti saman. Hún skreytti tréð á heimili bróður hans, föður míns, árum saman meðan enn var algengt að nota kerti í þeim tilgangi. Ég las um Edison og Ford í bókum, en bjó við það að hafa beinan aðgang að töframanni. Auðvitað sáu allir sem kynntust Guðmundi þessa sérstöku hæfileika og mönnum þóttu þeir harla góðir til hversdagsbrúks. Aldrei linnti kvabbi um að gera við þetta og hitt, jafnt frá ættingjum sem fjærstu kunningjum. Alltaf brást Guðmund- ur við ljúflega og bjargaði málum. Þegar hann setti rafvélaverkstæðið á stofn, varð fljótt mikil eftirspurn eftir þjónustu. Ekki voru samt allir jafn fljótir að ganga frá greiðslum og þá kom fram veikleiki Guðmund- ar. Hann var ófær um að rukka og því fór sem fór. Fyrirtækið lagðist af en Guðmundur gekk til samstarfs við bróður sinn, Sigurbjörn, í Prent- myndagerð Hafnarfjaðar sem þeir ráku meðan báðir störfuðu. Þeir bræður voru óaðskiljanlegir. Meðal annars byggðu þeir saman stórt íbúðarhús á Ölduslóð 28 þar sem þeir bjuggu á efri hæðum en höfðu prentmyndagerðina í kjallara. Guðmundur var einhleypur og að ýmsu leyti einfari, en hann bjó samt alla ævi í stórfjölskyldu með systk- inum sínum og fjölskyldum þeirra. Þannig kom hann fyrir sem blanda af einstaklingshyggjumanni og fé- lagsveru. Hann var einn af stofn- endum knattspyrnufélagsins Hauka og söng í mörg ár með karlakórnum Þröstum. Þau systkin misstu föður sinn í febrúar 1925, er breski togarinn Ro- bertson fórst á Halamiðum. Þá reyndi á þrautseigju og samtaka- mátt stórrar fjölskyldu. Með hjálp góðra manna tókst ekkjunni, móður þeirra, að halda fjölskyldunni sam- an. Þessi reynsla og atvinnuástand áratugarins á eftir mótaði stjórn- málaskoðanir Guðmundar. Hann var eindreginn vinstrimaður meðan vit- undin var í líkamanum. Oft minntist hann þess að hafa mótmælt á Aust- urvelli 1949 daginn sem alþingi ákvað inngöngu Íslands í Atlants- hafsbandalagið og var ekki laust við að vottaði fyrir stolti. Hann hafði heldur engan áhuga á því að taka að- ild að Evrópusambandinu á dag- skrá. Ég kveð kæran frænda minn með þakklæti sem hann hafði aldrei hug- mynd um. Sigurþór Aðalsteinsson. Ásmundur Jón Páls- son, vinur minn og svili, er látinn langt fyrir ald- ur fram. Ég man tilfinn- inguna þegar hann kom fyrst inn í fjölskylduna að biðla til hennar Siggu mágkonu minnar, að það væri sem ferskir vindar blésu. Og þannig var hann alla tíð eins og fjörugur vorvind- ur, ávallt glettinn og hress í lund. Hann kom með góðan heimanmund með sér, nefnilega son sinn Stefán Smára, og svo hestana sína og kunn- áttu alla í tengslum við þá. Fjölskyld- an á Hrafntóftum og allir angar henn- ar voru snöggtum ríkari eftir þennan happafund hennar Siggu. Ásmundur var einstaklega greið- vikinn og ljúfur drengur. Allt vildi hann gera fyrir vini sína og fjölskyldu og það með gleði. Hann var skynugur og næmur á líðan fólks og dýra og sá meira en við hin. Hestar voru hans líf og sál og hann naut þess að lifa og hrærast í því umhverfi. Við hin nutum öll góðs af reynslu hans og þekkingu á því sviði. Fyrir hans tilstilli fékk ég og fjölskylda mín að kynnast hesta- mennsku og þeirri dýrð sem það er að ferðast um Ísland á hestbaki. Það er sárt að hugsa til þess að hann verði ekki framar með í för. Mér finnst ég eiga Ásmundi margt að þakka og vil að lokum þakka hon- um kærlega fyrir samfylgdina. Elsku Sigga, Stefán Smári, Álfheiður Fann- ey, Ásrún Ásta, Páll, Anna og Ragn- ar, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Ykkar missir er mikill. Hann var góður drengur. Sigríður Þóra. Elsku Ási minn. Það er sárt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjást aftur. Að ég eigi aldrei eftir að halda undir hóf með þér og hlusta á frægðarsögur og fimmaurabrandara eða elta þig á hestbaki um fjöll og firnindi með bros á vör. Þegar ég sá þig fyrst leist mér ekkert á þig, þenn- an ógurlega töffara og hafði áhyggjur ÁSMUNDUR JÓN PÁLSSON ✝ Ásmundur JónPálsson fæddist í Reykjavík 18. febr- úar 1969. Hann lést á Hellu á Rangárvöll- um sunnudaginn 8. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum 20. september. af systur minni. En þeg- ar ég kynntist þér hurfu slíkar hugsanir út í veð- ur og vind. Þegar ég kynntist þessum dugn- aði og hörku og fann hvernig léttleikinn gerði allt svo skemmti- legt í kring um þig. Það þarf mikið innsæi til að ná slíku lagi á dýrum sem þú hafðir, enda voru þau, og þá sérstak- lega hestar, þitt hjart- ans mál. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið þeir eiginleikar sem færðu ykkur Siggu saman. Þið voruð svo frábær saman, tveir dýra- og náttúruunnend- ur og börnin ykkar stefna í sömu átt. Þær stundir sem við áttum saman skilja eftir góðar minningar sem ég mun varðveita. Ég sendi þér hlýjar hugsanir og kveð þig með söknuði. Þú ert góður drengur. Þá er lokið þínum degi, þú mátt engu kvíða. Héðan mjúka moldarvegi munt þú aðeins ríða. Þú heiminn skilið hefur við, hættur streði, frjáls þinn andi. Ég veit að guð þér gefur frið í gleðinnar og ljóssins landi (B.B.) Bergsteinn. Það haustar. Ásjóna landsins breytist, sölnað laufið feykist um og það er kul í lofti. Við þekkjum gang náttúrunnar og teljum okkur vita hvað gerist næst, veturinn tekur brátt við, síðan kemur vorið og svo sumarið. Að því búnu slær fölva á gróður á ný og við skynjum að árstíðaskipti eru í nánd. En í þetta sinn stöndum við frammi fyrir því að ekkert er sjálf- gefið, allra síst lífið. Þetta haust er frábrugðið öðrum. Góður drengur fellur frá og hans er sárt saknað. Við horfum til baka, skoðum myndbrot og sjáum Ása fyrir okkur, glaðbeittan, ungan mann ríð- andi á hvítum fáki í íslensku landslagi. Hann hefur vafið tauma og beisli um sig miðjan og það glymur í hófjárn- um. Þar fer einstaklega gefandi og hjartahlýr maður. Hann er miðpunkt- urinn í hestaferð sem farin er með samheldinni tengdafjölskyldu hans og vinum. Að mörgu er að hyggja og er Ási ætíð fyrstur til að aðstoða sína nánustu, aðra samferðamenn og fer- fætlinga. Maðurinn er í sínu elementi þegar þeyst er um græna grundu og fær spaugsemin vel notið sín þegar áð er á fögrum stað og sögur eru sagðar á blíðviðrisdegi í góðra vina hópi. Þeg- ar í náttstað er komið er það svo al- varan sem leynist í augum hans sem gefur tilefni til djúpra samræðna um lífið og tilveruna. Þær eru sterkar minningarnar sem eftir standa í huga okkar og hjörtum. Fyrir það erum við þakklát. Það leyndist engum að auðæfi Ása voru fólgin í yndislegri fjölskyldu, eig- inkonunni Sigurbjörgu, gullmolunum hans þremur, Stefáni Smára, Álfheiði Fanneyju og Ásrúnu Ástu, vensla- fólki og nánum vinum. Þeim öllum sendum við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi ljúfur drengur hvíla í friði. Telma L. Tómasson, Karl Óskarsson. Elskulegi mágur minn, mig langaði til að kveðja þig. Þú varst alltaf boð- inn og búinn að hjálpa öðrum. Þú gleymdir ekki smáfólkinu, börnin löðuðust að þér. Daginn áður en þú fórst tókstu það upp hjá sjálfum þér að koma með reiðhesta á leik- skólaskemmtun til að gleðja lítil síli, sem spyrja oft um þig. Svona varstu alltaf. Ég vil þakka þér alla þá gleði sem þú færðir fjöl- skyldu minni með öllum þeim hesta- ferðum sem þú leiddir okkur í. Þú varst náttúrubarn, góðhjartaður og laus við eigingirni nútíma samfélags. Megi góður Guð geyma þig. Ég votta Sigurbjörgu systur minni, börnum þínum, foreldrum, bróður og fjöl- skyldu samúð mína og öllum sem voru þér kærir, íbúum á Hellu og í ná- grannasveitum sem minnast þín og vita hve góður drengur þú varst. Vertu blessaður og gakktu inn í ljósið, blíði drengur. Þín mágkona, Berglind Björgúlfsdóttir, Oakland, Kaliforníu. Nú er amma á Akur- eyri dáin, 94 ára gömul. Síðasta skiptið sem ég hitti hana söng hún og brosti breitt. Það finnst mér lýsa henni vel. Ég settist hjá henni, fékk söngbók og reyndi af mætti að fylgja henni í söngnum, en hún virtist kunna alla texta. Hún og afi höfðu bæði yndi af tónlist og sem krakkar sátum við systkinin oft í fangi afa við píanóið í Hrafnagilsstræti en þaðan eru flest- ar minningar okkar tengdar þeim. Þær voru einnig margar góðu stund- irnar á stóra eldhúsbekknum þegar amma útdeildi kandís og uppi á stigapalli þar sem maður gleymdi sér við lestur gamalla bóka frá pabba og Gága bróður hans. Í hvert sinn sem leið mín liggur til Akureyrar fer ég löturhægt fram hjá húsinu sem afi og amma byggðu í Hrafnagilsstræti. Þar er pabbi alinn upp, seinna bjó Steini bróðir í her- berginu hans og svo ég. Og hlutirnir óbreyttir. Það þótti mér svo vænt um, og datt ekki í hug að breyta því eða gera nýtískulegra. Í mínum huga er Hrafnagilsstræti 6 enn húsið þeirra, eða eiginlega okkar. Ég sé fyrir mér Óla bróður éta ánamaðka í bakgarðinum, okkur Steina taka af okkur skíðin eftir að hafa rennt okk- ur úr Hlíðarfjallinu, skoðunarferðir um stórt húsið þar sem mátti skjót- ast milli ótal herbergja og ýmislegt forvitnilegt var að finna í hverju skúmaskoti. Bílskúrinn var ævin- týraheimur í huga okkar systkin- anna. Einnig voru ómissandi báts- ferðirnar á Pollinum þar sem veitt var í soðið, óteljandi nestisferðir í dýrðina í Lystigarðinum, Rauðahús þar sem vaða mátti í læknum og bíl- túrar í Vaglaskóg þar sem amma sofnaði undantekningarlaust á leið upp Vaðlaheiðina. Og svo auðvitað við með afa að ýta bílnum fyrir horn og af stað niður brekkuna á meðan amma sat uppábúin inni í bíl. ÞÓRHILDUR S. STEINGRÍMSDÓTTIR ✝ Þórhildur Sigur-björg Stein- grímsdóttir fæddist á Végeirsstöðum í Fnjóskadal 31. mars 1908. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 12. september síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 24. september. Þegar við komum í heimsókn beið hún ávallt prúðbúin við gluggann og þegar við fórum veifaði hún okk- ur þar til við hurfum sjónum hennar. Vetur- inn eftir að afi dó bjó ég hjá ömmu. Þá héldum við uppteknum hætti við spilamennsku í borðstofunni og hún bankaði næstum jafn fast í borðið og hann hafði gert. Ólsen og rommí, aftur og aftur, og alltaf hló hún, hvor okkar sem vann. Þennan vetur horfðum við saman á „Hildi“, kennsluþætti í dönsku, þá var eins gott að enginn hringdi eða kæmi við. Seinna rauluðum við sam- an upphafsstef þáttanna og hlógum dátt. Þegar ég kom heim úr skólan- um stóð hún oftar en ekki við ein- hvern gluggann og dáðist að útsýn- inu. Engin furða, þar sem fögur fjallasýn er til allra átta. Í fjöldamörg ár bjuggu mennta- skólanemar í kjallaranum í Hrafnó. Stundum var þar mikil gleði hjá íbú- unum, sem áttu það til að gleyma sér og hafa heldur hátt, en aldrei sagði amma orð. Ég man sérstaklega eftir einum sem átti það til að koma upp daginn eftir og afsaka hávaðann um leið og hann settist við píanóið og lék fimlega á það dágóða stund. Þá sett- ist amma hjá honum og fylgdist hug- fangin með. Sennilega hefur hún beðið spennt eftir næsta partýi. Eftir skólavetur minn fyrir norðan vann ég tvö sumur hjá Norðurleið og hitti ömmu annan hvern dag, og allt- af fagnaði hún mér innilega eins og hún hefði ekki hitt mig lengi. Eftir að hún flutti í Víðilundinn eignaðist ég son minn, Birgi Stein, og hún hafði gaman af að heyra prakkarasögur af honum, rétt eins og hún rifjaði upp prakkarasögur af strákunum sínum og tók þá gjarnan nokkrar hláturs- rokur. Og henni þótti sniðugt að son- ur minn skyldi kalla sig Bibba, án þess að hafa hugmynd um að afi hans var alltaf kallaður því nafni í æsku. Birgir Steinn var viss um að langamma á Akureyri yrði 100 ára og þegar hann frétti lát hennar faðmaði hann mig þétt að sér og sagði huggandi: „Mamma, nú er langamma glænýjasti engillinn hjá Guði.“ Anna Björk Birgisdóttir. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.