Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 13 MAGNÚS Skúlason, yfirlæknir á réttargeðdeildinni á Sogni, telur at- hugunarvert að útvíkka ósakhæfis- hugtakið, sem notað er til að skera úr um hvort afbrotamenn séu við fulla geðheilsu og því ábyrgir gjörða sinna. Núverandi skipting í sak- og ósakhæfi sé of einhliða og ósakhæf- isdómar of fáir. „Mér finnst að brotamenn ættu að geta verið dæmdir í öryggisgæslu samhliða meðferð, án þess að vera svona bullandi veikir eins og núver- andi ósakhæfishugtak kveður á um. Ef menn eru veikir, en ekki nógu veikir til að teljast ósakhæfir, eru þeir komnir í flokk með öðrum föng- um og verða að sæta fangelsisvist sem sakhæfir séu, þ.e.a.s. sem ábyrgir gjörða sinna,“ segir Magn- ús. Nefnir hann sem möguleika að bú- ið verði til millistig milli ósakhæfis og sakhæfis, sem menn fengju mis- munandi stranga meðferðadóma þar sem væri heimilt að meðhöndla þá eins og ósakhæfa menn. Þannig gætu þeir fengið meðferð þó að þeir séu sakhæfir. Segir Magnús, sem gegnir hlutastarfi á Litla-Hrauni samhliða starfi sínu á Sogni, að margir þeirra fanga sem nú sitja inni á Litla-Hrauni séu ekki heilir heilsu en hafi verið dæmdir sakhæfir. Steinn Ármann Stefánsson, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið mann til bana síðasta fimmtudag, var metinn sakhæfur fyrir tíu árum og var á reynslulausn þegar hann var handtekinn. Magnús segist telja að full ástæða hefði verið til að endurmeta geðheilsu Steins þar sem hann hafi rofið skilorð í millitíðinni. Almennt telur hann að rannsóknir á geðheilsu brotamanna megi endurtaka oftar en nú er gert. Magnús segir að Sogn sé fyrst og fremst ætlað fyrir ósakhæfa brota- menn. Þegar pláss losni á Sogni sé leyfilegt að taka inn vistmenn úr fangelsum sem geðlæknir telji að eigi erindi þangað. Magnús segir að Steinn hafi verið tekinn inn á Sogn vegna heilsufars síns, einnig hafi menn ekki talið gott fyrir hann að vera á Litla-Hrauni, þó að hann hafi á sínum tíma verið metinn sakhæfur. Sogn getur ekki beitt sakhæfa menn þvingunum Sogn geti ekki beitt sakhæfa menn neinum þvingnum, eins og að skylda þá í meðferð, halda þeim gegn vilja sínum eða til að taka ákveðin lyf. „Þegar sakhæfir menn eru á Sogni losna þeir út þegar af- plánun lýkur og það var farið að styttast í það í tilfelli Steins,“ segir Magnús en það hefur verið gagn- rýnt, m.a. af fjölskyldu Steins Ár- manns að hann hafi fengið reynslu- lausn og hafi verið útskrifaður af Sogni. Magnús segir að Steinn hafi feng- ið reynslulausn frá Fangelsismála- stofnun, það hafi verið sameiginlegt mat manna að það hafi verið tíma- bært að veita honum reynslulausn, þar sem búið var að tryggja honum vist á sambýli. Það úrræði hafi brugðist eftir að heilsu Steins hrak- aði, en Magnús segir að Fangelsis- málastofnun hafi ekki talið ástæðu til að draga vilyrði fyrir reynslu- lausn til baka, þrátt fyrir að aðstæð- ur Steins hafi breyst. Steinn var kominn aftur á Litla-Hraun þegar hann fékk reynslulausnina og stóð Fangelsismálastofnun við fyrri ákvörðun sína um reynslulausn. Í framhaldinu var honum útvegað pláss í Byrginu. Yfirlæknir á Sogni telur að útvíkka megi ósakhæfishugtakið Margir fangar ekki heilir heilsu þótt þeir hafi verið dæmdir sakhæfir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Stef- áni Aðalsteinssyni, sem skrifaði þremur ráðherrum bréf 29. maí síð- astliðinn vegna sonar síns: „Einhvern tíma sagði mér sjóað- ur blaðamaður að reiður skyldi ég aldrei skrifa grein til birtingar í fjölmiðli. Því miður verð ég að hundsa þetta heilræði nú. Ráðherrarnir þrír sem ég skrif- aði hjálparbeiðni þann 29. maí sl. hafa þvegið rækilega hendur sínar í fjölmiðlum í gær og í dag, sem er í sjálfu sér eðlileg viðleitni, þar sem handvömmin, valdhrokinn, mann- fyrirlitingin og viðbragðaleysið við beiðni minni í maí var yfirgengilegt og óafsakanlegt. Þeir hafa allir reynt að afsaka sig með því að ekki sé hægt að svipta sakhæfan einstakling frelsi sem er mótfallinn því nema með breytingu á lögum. Sama segir yfirlæknirinn á Sogni sem sparkaði syni mínum út í kuldann, án þess að gera nauð- synlegar varúðarráðstafanir fyrst. Ég vil hins vegar taka það skýrt fram að Steinn var og hefur verið reiðubúinn til að fara hvert sem er, hvenær sem er á þann stað sem í boði væri til langtímalausnar, ef „kerfið“ hefði viljað opna honum einhverjar dyr, þannig að bull sem þetta á ekki við í hans tilviki. Ég sé mig nauðbeygðan til að spyrja ráðherrana eftirfarandi spurninga: 1. Hver mat Stein Ármann geðklofa með ofsóknarívafi í upphafi? 2. Hvað er langt síðan? 3. Hver mat Stein Ármann sakhæf- an og á hvaða forsendum? 4. Hafa verið gerðar geðrannsóknir á honum síðan þá? 5. Hefur sakhæfi hans verið metið síðan? 6. Ef svo er ekki, þá hvers vegna? Nú segjast ráðherrarnir ætla að skipa nefnd, (einn talklúbbinn enn) sem á að rabba saman um áþekk mál sem kunna að koma upp í framtíðinni, þegar ráðuneytin skar- ast. Ég hef alltaf verið á þeirri skoð- un að flokksbundnir framapotarar eigi ekki að vera í forsvari fyrir svo mikilvæga málaflokka sem heil- brigðismál, dómsmál og félagsmál eru. Betra væri að þjóðin fengi að ráða í þessi störf menn og konur að verðleikum. Þeir sem eru ráðnir til að sjá um að þessi mál séu í lagi en eru van- færir um það eiga að leita sér ann- arra viðfangsefna. Orðagjálfur og aðgerðaleysi er ekki sú þjónusta sem borgarinn ætlast til að fá fyrir skattpeninga sína.“ Athugasemd við afsakanir ráðherra Skilaði jákvæðum áhrifum til þátttakenda „RÁÐSTEFNAN heppnaðist mjög vel og samstarfið við rússnesku að- ilana gekk vel, þeir lögðu mikið á sig til að gera hana sem besta úr garði,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sem ásamt fleiri Íslendingum sótti Rannsókna- þing norðursins sem haldið var í Veliky, Novgorod í Rússlandi ný- lega. Þetta er í annað sinn sem efnt er til Rannsóknaþings norðursins og voru þátttakendur tæplega 200 tals- ins frá öllum aðildarríkjum Norður- skautsráðsins, flestir frá Rússlandi. Rannsóknaþingið er samstarfs- vettvangur þar sem vísinda- og stjórnmálamenn í norðlægum lönd- um koma saman og bera saman bækur sínar. Fyrsta þingið var hald- ið á Akureyri árið 2000. Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stef- ánssonar sjá um skipulagningu og skrifstofuhald fyrir Rannsóknaþing norðursins og gegna þar mikilvægu forystuhlutverki. Meðal þeirra Íslendinga sem sóttu þingið nú og fluttu erindi voru hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra og þá flutti Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, er- indi. Að sögn Þorsteins flutti forseti Ís- lands inngangsræðu Rannsókna- þingsins og gerði í henni grein fyrir núverandi stöðu þjóða á norður- skautssvæðinu sem og þeim vanda- málum og tækifærum sem þær standa frammi fyrir. Einnig fjallaði hann um stöðu viðskipta, menntunar og menningar á svæðinu. Þema þessa þings var menntun og mannauður og var að sögn Þorsteins fjallað um efnið m.a. út frá þeim möguleikum sem fyrir hendi eru varðandi menntun, rannsóknir og búsetuhreyfingar á svæðinu. Einnig var til umfjöllunar sambúð milli svo- kallaðs þekkingarfrumbyggja og vestrænna vísinda og tækni. „Menn ræddu mikið um nýsköpun og nýja stjórnunarhætti, aukið sjálf- stæði svæða og einstakra héraða og eins stöðu norðursins í alþjóðavæð- ingunni og hver áhrif hún hefur haft á þessi svæði,“ sagði Þorsteinn. Benedikt Jónsson sendiherra fjallaði í sínu erindi um stjórnar- hætti og stjórnunaraðferðir með hliðsjón af þeim aðstæðum sem fyrir hendi eru á norðurslóðum. Þá voru að sögn Þorsteins flutt erindi um viðskipti og þátt fyrirtækja í upp- byggingu á norðurslóðum, en nokk- ur alþjóðafyrirtæki hafa komið sér fyrir á svæðinu kringum Novgorod þar sem ráðstefnan var haldin. Kynnt voru raunhæf verkefni sem unnið er á á þessum vettvangi og í lokin var fjallað um hvað menn gætu lært af sögunni varðandi framtíð norðurslóða. Tómas Ingi Olrich kom í sinni ræðu inn á landafundi nor- rænna manna í vesturheimi og þá þýðingu sem þeir hafa haft í nútíma- samskiptum. Góður tími til umræðna Þorsteinn sagði að ráðstefnan hefði byggst upp á stuttum fyrir- lestrum, en þeim mun meiri tími gef- in til umræðna og hefðu þátttakend- ur tekið virkan þátt í þeim. Færri hefðu þar stundum komist að en vildu. Ungir vísindamenn kynntu einnig margvísleg verkefni sem þeir vinna að og snerta málefnið. Ríkisstjórnir þátttökulandanna fá í hendur hugmyndir þær sem fram komu á ráðstefnunni og sagði Þor- steinn að þar væru margar góðar hugmyndir á ferðinni. „Þetta var mjög áhugaverð og ánægjuleg ráð- stefna sem skilar eflaust jákvæðum áhrifum til þátttakenda,“ sagði Þor- steinn. Vel heppnað Rannsóknaþing norðursins ÍSLENDINGAR verða á meðal keppenda í lokakeppni fyrsta heimsmeistaramótsins í torfæru- akstri, svonefndu klettaklifri á jeppum, sem fer fram í Farm- ington í Nýju-Mexíkó í Bandaríkj- unum 9. til 12. október næstkom- andi, en þátttakendur koma frá fimm þjóðum og eru meira en 100 bílar skráðir til leiks. Emil Þór Emilsson, liðsstjóri ís- lenska liðsins, segir að Banda- ríkjamenn hafi keppt í svonefndu klettaklifri á jeppum í mörg ár. Umfang keppninnar hafi aukist með hverju ári og nú hafi verið ákveðið að nefna keppnina heims- meistaramót. Til að tryggja sér sæti í lokakeppninni þurftu öku- menn að vera í einu af tíu efstu sætunum í undanmótum, sem haldin voru víða um Bandaríkin, eða verið boðið sérstaklega og á það við um erlendu keppendurna. Mótsstjórnin heimilaði Íslend- ingum að senda tvo bíla í keppnina og verður Emil Þór aðstoð- armaður hjá syni sínum, Einari Má Emilssyni, en Ragnar Róbertsson verður bílstjóri hins bílsins með Jónas Karl Sigurðsson sem aðstoð- armann. Rúnar Hafsteinsson og Eyjólfur Jónsson verða viðgerð- armenn liðsins en með í för verður einnig sjónvarpsupptökumaður, sem mun taka upp keppni Íslend- inganna. Emil Þór segir að þátttaka Ís- lendinganna hafi þegar vakið at- hygli í fjölmiðlum vestra, en mjög oft sé sýnt frá íslenskri torfæru- keppni í bandarísku sjónvarpi. Í auglýsingu um mótið sé m.a. myndskeið af Ragnari þar sem hann hreinlega flýgur og sagt að hann sé væntanlegur í keppnina. Emil Þór segir að þetta klettaklif- ur fari fram í grjóti og þéttu bergi og verði bílarnir að vera með drif- læsingar á öllum hjólum og spil til að hægt sé að draga þá út úr erf- iðum aðstæðum. Keppt verði í tveimur flokkum og er miðað við dekkjastærð en báðir íslensku bíl- arnir verða í flokki þar sem dekkjastærð er 36 tommur eða minni. Keppendur eru frá Bandaríkj- unum, Kanada, Íslandi, Ítalíu og Ísrael. Emil Þór býr með fjöl- skyldu sinni í Utah en hinir ís- lensku þátttakendurnir eru vænt- anlegir þangað á mánudag og síðan fara þeir til Farmington á þriðjudag. Kostnaður vegna þátttökunnar nemur um 10 til 12 þúsund doll- urum, fyrir utan andvirði bílanna, sem er annað eins. Íslendingafélagið í Utah færði liðinu 600 dollara í styrk á dög- unum og ýmsir aðrir hafa lagt hönd á plóg, m.a. Artic Trucks og Landvélar á Íslandi auk banda- rískra fyrirtækja, en Einar Már segir að styrkirnir nægi ekki til að greiða kostnaðinn. Hins vegar sé stefnan sett á gott sæti en hann segir að verðlauna- féð sé komið í rúmlega 52.000 dollara. Fyrsta heimsmeistaramótið í torfæruakstri í Bandaríkjunum Íslendingar í hópi keppenda Ragnar Róbertsson (t.v.) og Emil Þór Emilsson á æfingu í Moab í Utah í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.