Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN
42 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRMÚLA 21, 533 2020
HANDKLÆÐAOFNAR
Mikið úrval
handklæðaofna
á baðherbergið.
Stærðir frá 60-181 cm.
ÁFERÐ: HVÍT EÐA
KRÓMLITUÐ.
FYRSTU iðjuþjálfarnir útskrifuð-
ust frá Háskólanum á Akureyri vorið
2001 að loknu fjögurra ára námi til
BS-gráðu. Alls hafa 27 iðjuþjálfar út-
skrifast úr náminu sem lætur nærri
að vera um 20% starfandi iðjuþjálfa
hér á landi í dag. Sú fjölgun sem orðið
hefur í stétt iðjuþjálfa með tilkomu
námsbrautar við Háskólann á Akur-
eyri hefur mikla þýðingu fyrir ís-
lenskt samfélag. Ef litið er til ná-
grannalandanna þá er hér skortur á
iðjuþjálfum á flestum sviðum sam-
félagsþjónustunnar og verkefnin því
næg.
Iðjuþjálfun er ung fræðigrein og í
örri mótun. Fagið varð til og þróaðist í
upphafi liðinnar aldar og tók m.a. mið
af því sem gerðist í samfélaginu á
hverjum tíma. Styrjaldir settu mark
sitt á þjónustu iðjuþjálfa erlendis
framan af 20. öldinni, sem og nýjar
uppgötvanir og áherslur í læknisfræði
og félagsvísindum. Að auki hafa
stjórnmál og stefnumótun í heilbrigð-
is- og félagsþjónustu ætíð haft áhrif á
þróun og vinnuaðferðir innan fagsins.
Fyrsti íslenski iðjuþjálfinn tók til
starfa árið 1945 og í dag eru íslenskir
iðjuþjálfar u.þ.b. 140 talsins. Lengst
af stunduðu íslenskir iðjuþjálfar nám
við erlendar menntastofnanir, en frá
haustinu 1997 hefur fagið verið kennt
við Háskólann á Akureyri.
Fag með fjölbreytni
Eins og nafnið gefur til kynna tek-
ur til iðjuþjálfun til daglegrar iðju
fólks, þ.e. þess sem fólk innir af hendi
til að annast sig og sína, vinna ýmis
störf er nýtast samfélaginu og njóta
þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Iðjuþjálfar starfa einkum með fólki
sem einhverra hluta vegna getur ekki
sinnt daglegum viðfangsefnum. Til að
stuðla að aukinni færni þess og virkni
nota iðjuþjálfar ýmsar leiðir. Stund-
um er leitast við að styrkja undirliggj-
andi hæfni, þ.e. þjálfa eða endurþjálfa
tiltekna leikni eða eiginleika. Oft er
reynt að aðlaga eða jafnvel skipta um
viðfangsefni eða umhverfi til að auð-
velda árangur. Í auknum mæli reyna
iðjuþjálfar einnig að fyrirbyggja
vandamál sem líklegt er að geti komið
upp. Með því að beina sjónum að
„kerfinu“ og beita sér innan þess leit-
ast þeir við að hafa áhrif á stefnumót-
un í heilbrigðis- og félagsmálum og að
skapa umhverfi og tækifæri fyrir alla.
Þessi fjölbreytta nálgun er einstök og
gefur faginu mikið gildi. Iðjuþjálfar
starfa með fólki á öllum aldri og
starfsvettvangur þeirra er breiður
hér á landi sem erlendis. Þeir vinna á
heilbrigðisstofnunum, í félagsþjón-
ustunni, skólum og í fyrirtækjum s.s.
við vinnuvistfræði og geðrækt.
Nám í iðjuþjálfun
Nemendur í iðjuþjálfun öðlast
þekkingu á byggingu og starfsemi
huga, heila og líkama og ýmsum þátt-
um í umhverfinu. Þeir fá innsýn í
sjúkdóma, áföll og annað sem getur
ógnað iðju, heilsu og vellíðan og læra
fjölbreyttar aðferðir til að koma í veg
fyrir og takast á við vanda fólks.
Námið er alþjóðlega viðurkennt af al-
heimssamtökum iðjuþjálfa. Það veitir
starfsréttindi sem iðjuþjálfi og býr
nemendur markvisst undir störf á
fjölbreyttum vettvangi í íslensku
samfélagi.
Að læra með því að framkvæma
Hinn 7. október næstkomandi
verður formlega opnuð verkleg náms-
stofa í iðjuþjálfun við Háskólann á
Akureyri. Um er að ræða sérhannað
kennslurými sem veitir nemendum
fjölbreytt tækifæri til að æfa sig í
verklegum þáttum undir handleiðslu
kennara. Einkunnarorð fagsins eru
að fólk læri með því að framkvæma.
Tilkoma nýja kennsluhúsnæðisins
auðveldar nemendum að öðlast leikni
þannig að þeir verði vel í stakk búnir
til að takast á við framtíðarstarf sitt
sem iðjuþjálfar.
Nám í iðjuþjálfun við
Háskólann á Akureyri
Eftir Snæfríði
Þóru Egilson
„Nemendur
öðlast þekk-
ingu á bygg-
ingu og
starfsemi
huga, heila og líkama
og ýmsum þáttum í um-
hverfinu.“
Höfundur er lektor og starfandi
brautarstjóri við iðjuþjálfunarbraut
Háskólans á Akureyri.
Í SUMAR unnum við, ásamt fleiri
nemum í hjúkrunarfræði við Háskól-
ann á Akureyri, á lyflækningadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
(FSA). Þetta er bráðadeild þar sem
inn eru lagðir sjúklingar með marg-
víslega sjúkdóma sem bregðast þarf
skjótt við. Á meðal sjúklinga á lyf-
lækningadeild FSA eru líka einstak-
lingar í líknandi meðferð. Eftir dvöl
okkar á deildinni í sumar erum við
ekki í nokkrum vafa um að mikil þörf
er á því að koma upp líknardeild við
FSA. Áður hefur verið vakin athygli á
þessu í Morgunblaðinu 24.01.2002 í
grein eftir sr. Sólveigu Láru Guð-
mundsdóttur.
Það hefur verið aðdáunarvert að fá
að kynnast hve gott og mikið starf er
unnið á lyflækningadeild FSA. Þar er
frábært starfsfólk sem oft vinnur
undir miklu álagi og hraðinn er mjög
mikill eins og gjarnan vill verða á
bráðadeildum. Á tímum niðurskurðar
og sparnaðar í heilbrigðiskerfinu hef-
ur þetta álag aukist enn frekar því
það eina sem breytist við niðurskurð á
bráðadeild er að þá vinna færri starfs-
menn sömu verkin. Kröfurnar sem
heilbrigðisstarfsfólk gerir til sín um
fagleg og vönduð vinnubrögð minnka
ekki og veikindatilfellum fækkar ekki
og því verður eina breytingin aukið
álag á starfsfólk. Eru þetta þær að-
stæður sem okkur finnst vera boðleg-
ar fyrir fólk í líknandi meðferð?
Hvað er líknandi meðferð?
Líknandi meðferð (palliative care)
er veitt þegar ljóst er að engin von er
um lækningu eða bata og að sjúkdóm-
urinn mun innan skamms tíma draga
sjúkling til dauða. Í líknandi meðferð
er unnið út frá þeim megin þáttum
sem „hospice“-hreyfingin hefur orðið
fræg fyrir og þeir aðlagaðir þeim úr-
ræðum sem opinber heilbrigðisþjón-
usta á hverjum stað býður upp á.
Hospice er gamalt orð sem þýðir
griðastaður. Þangað gat fólk leitað til
að fá hjálp, umönnun, stuðning og
vernd. Þangað kom líka veikt fólk og
þeir sem þurftu aðstoð á lokaskeiði
lífs síns. Þar fengu þeir heilshugar
umönnun allt til loka – þeir fengu
styrk til þess að deyja. Í hospice-
hreyfingunni hefur áhersla verið lögð
á að auka lífsgæði sjúklingsins þegar
sýnt er að engin meðferð við sjúk-
dómnum kemur lengur að gagni. Þar
fær sjúklingurinn umönnun og með-
ferð til anda, sálar og líkama. Einblínt
er á þarfir sjúklingsins og fjölskyldu
hans og þeim sýnd virðing, réttlæti og
gefinn sá tími sem þau þurfa.
Í líknandi meðferð nýta menn sér
þær framfarir sem orðið hafa í með-
ferð gegn verkjum og einkennum til
að koma í veg fyrir þjáningar sjúk-
lings. Þá er lögð áhersla á að veita
heilbrigðisstarfsfólki fræðslu og
handleiðslu til að geta veitt hinum
deyjandi og aðstandendum sem besta
umönnun. Í tengslum við þessa með-
ferð koma að sjálfsögðu upp ýmsar
siðferðilegar spurningar eins og hve-
nær hægt sé að ákveða að ljúka skuli
meðferð sem stuðla skal að lækningu
og hefja líknandi meðferð og hverjir
taki þá ákvörðun.
Lykilatriðin í líknandi meðferð og
það sem að okkar mati gefur henni
gildi er að sýna sjúklingi og aðstand-
endum nálægð og góðan tíma. Að
vera heill og óskiptur og taka þátt í
því stríði sem þarna á sér oft stað. Að
styrkja vonir sjúklingsins þegar von
um lækningu er ekki lengur til staðar,
von um uppörvandi bros og hlýlegt
handtak, von um að vera laus við
þjáningar eða von um bíltúr út í iða-
græna náttúruna.
Líknardeild á FSA
Líknardeildir hafa víða sannað gildi
sitt, ekki bara erlendis, því í Reykja-
vík hafa slíkar deildir verið starfrækt-
ar um nokkurra ára skeið. Önnur okk-
ar átti því láni að fagna í starfsnámi á
síðastliðnum vetri að fá að heimsækja
og kynna sér starfsemi líknardeildar
Landspítala – Háskólasjúkrahúss í
Kópavogi. Þar er unnið gott starf sem
er til mikillar fyrirmyndar.
Starfsfólk sem sinnir líknandi með-
ferð þarf að búa yfir mikilli sérþekk-
ingu og ekki síður þjálfun í líknandi
meðferð til þess að tryggja vellíðan
sjúklings og fjölskyldu á sem bestan
hátt og þar eru samskipti stór þáttur.
Starfsfólk bráðadeilda er ekki þjálfað
í slíkum samskiptum en er aftur á
móti vel þjálfað í bráðaaðstæðum þar
sem bregðast þarf skjótt við lífs-
hættulegu ástandi sjúklinga og mikl-
um breytingum frá mínútu til mínútu.
Þar gerast hlutirnir hratt og oft er
hálfgert neyðarástand á slíkum deild-
um. Þar eiga einstaklingar sem hljóta
líknandi meðferð ekki heima, að okk-
ar mati, heldur á stað þar sem færri
hlutir eru líklegir til þess að stuðla að
andlegu ójafnvægi, starfsfólkið er ró-
legt og yfirvegað og síður ofhlaðið
öðrum verkefnum eins og að sinna
bráðaaðstæðum á deildinni á sama
tíma og líknandi meðferð. Þetta
tvennt fer að okkar mati ekki saman.
Líknandi meðferð þarf að fara fram í
rólegu og yfirveguðu andrúmslofti
þar sem einstaklingar finna til örygg-
is og hlýju og meðferðin er sniðin að
þörfum hvers og eins. Vissulega finn-
ur fólk til öryggis og hlýju á bráða-
deildum sem leggst þar inn, enda er
þeirra ástand langoftast flokkað sem
bráðaástand og jafnvel lífshætta og á
bráðadeild fær það þær bestu mót-
tökur og meðferð sem völ er á. Þess
vegna er stofnun líknardeildar við
FSA mikilvægur þáttur í uppbygg-
ingu sjúkrahússins og ætti að vera
eitt af forgangsverkefnum þess. Það
myndi styrkja stöðu sjúkrahússins á
landsvísu og hafa góð áhrif á þróun
líknandi meðferðar og síðast en ekki
síst, góð áhrif á þá einstaklinga sem
þurfa líknandi meðferðar við og fjöl-
skyldur þeirra sem þar ættu gott
skjól og öruggan stað fyrir fræðslu,
hlýju og umhyggju.
Við skorum hér með á stjórnvöld að
koma á fót líknardeild við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Sjúkrahúsið
er ört vaxandi á mörgum sviðum og
telst meðal annars vera hátækni-
sjúkrahús. Mikilvægt er að gleyma
heldur ekki mannlega þættinum. Með
því að opna slíka deild þar sem
áhersla er lögð á rólegt og öruggt um-
hverfi og sérþjálfað starfsfólk sem
vinnur að sömu markmiðum og eftir
sömu hugmyndafræði, stuðlum við að
því að ævikvöld hins deyjandi sjúk-
lings, sem oft er svo stutt, verði eins
notaleg og gott og hægt er. Er til of
mikils mælst?
Líknandi meðferð á FSA
Eftir Ann Merethe
Jakobsen og Eddu
Guðrúnu Kristinsdóttur
„Stofnun líknardeildar
við FSA er mikilvægur
þáttur í uppbyggingu
sjúkrahússins og ætti
að vera eitt af forgangs-
verkefnum þess.“
Höfundar eru nemendur á 4. ári í
hjúkrunarfræði við Háskólann
á Akureyri.
Ann Merethe Edda Guðrún
ENGUM ætti að dyljast hvað
fram fer um þessar mundir varð-
andi hina svonefndu „einkavæð-
ingu“ Landsbanka og Búnaðar-
banka. Svo augljós eru
vinnubrögðin að engum blandast
hugur um að ríkisstjórnarflokk-
arnir eru að ráðstafa bönkunum í
eigin þágu.
Það er fyrir margt löngu ákveð-
ið að Búnaðarbankinn komi í hlut
Framsóknarflokksins en öflugir
styrktarmenn Sjálfstæðisflokksins
hljóti Landsbankann, enda hafi
þeir svarið honum trúnaðareiða.
Framsóknarmenn töldu framan
af að þessi skipting væri mjög
ójöfn og Sjálfstæðisflokknum í vil.
Þess vegna var hafizt handa um að
styrkja Búnaðarbankann með því
að hann innlimaði Spron, enda féll
það einnig í góðan jarðveg hjá for-
ystu Sjálfstæðisflokksins, þar sem
ráðamenn Spron höfðu gerzt óráð-
þægir við Æðsta ráð.
Þegar aðförin að Spron mistókst
hitnaði mjög í framsóknarkolun-
um. Töldu þeir að mjög hallaðist á
merinni ef hlutur Sjálfstæðis-
flokksins í Landsbankanum yrði
óbreyttur. Þess vegna var í skyndi
brugðið á það ráð að jafna metin
með því að færa eignarhlutann í
Vátryggingarfélagi Íslands yfir til
framsóknar. Var það gert að næt-
urlagi, bak luktum durum. En í
björtu var á sama tíma verið að
verzla við bruggarana úr Garðaríki
um allan bankann.
Mikið hefir gengið á í Einka-
væðingarnefnd fyrst fulltrúi í
henni frá öndverðu, Steingrímur
Ari Arason, sá sig tilneyddan að
hverfa úr nefndinni. Hefir hann þó
áður marga fjöruna sopið í því
starfi t.d. þegar hann samþykkti
sölu Síldarverksmiðja ríkisins á
sínum tíma. Þær verksmiðjur voru
seldar allar fyrir miklu minna fé,
en hægt hefði verið að fá fyrir
Seyðisfjarðarverksmiðjuna eina í
venjulegum viðskiptum. Og hæsta
tilboði í verksmiðjurnar var ekki
einu sinni tekið!
Og nú sem iðraþrautunum um
helmingaskipti ríkisstjórnarflokk-
anna er lokið með farsælum og
ábatavænlegum hætti, þarf auðvit-
að strax að huga að eflingu bank-
anna. Það stóð enda ekkert á því.
Forsætisráðherrann er þegar bú-
inn að varpa fram mjög athygl-
isverðum hugmyndum í því skyni,
að dómi Morgunblaðsins í leiðara
26. þ.m. Hugmyndin er „að færa
rekstur sumra þeirra sjóða, sem
nú eru á hendi ríkisins inn í
bankakerfið“. Og nefndir eru sér-
staklega Íbúðalánasjóður og Lána-
sjóður íslenskra námsmanna.
Framsóknarmenn munu vafa-
laust kalla til hina hæfileikaríkustu
flokksgæðinga að veita þeim fyr-
irtækjum forstöðu sem þeim er út-
hlutað. Þeir eru ekki vanir að vera
hjátækir sér í þeim efnum. Það er
þeim, og styrktarmönnum Sjálf-
stæðisflokksins, sem á að fela á
hendur að sjá um sérsjóði sem nú
eru á hendi ríkisins, og starfað
hafa að mikilvægustu málum ís-
lenzku þjóðarinnar, þar sem lífs-
spursmál er að fyllstu óhlutdrægni
sé gætt. Og framsóknarmenn
munu treysta kaupfélagsstjóranum
á Sauðárkróki fullvel til þess, þeg-
ar hann hefir tekið við banka-
stjórastöðu í Búnaðarbankanum
nýja.
Morgunblaðinu er fullkunnugt
um að tekin hefir verið ákvörðun
um að úthluta Framsóknarflokkn-
um Búnaðarbankanum. Það er
sorglegt fyrir velunnara Morgun-
blaðsins að horfa á það ganga und-
ir hvert jarðarmenið á fætur öðru
með ráðstjórnarflokkunum hvort
heldur er í sjávarútvegsmálum,
deCode-málum eða bankamálum.
Það fer að fara lítið fyrir þeim fjöl-
miðlum á Íslandi sem ekki ganga
erinda valdaklíka Halldórs og Dav-
íðs. Á hinn bóginn kippir sér eng-
inn upp við það þótt leigupenni DV
hlaupi upp til handa og fóta að
þjóna herrunum.
Bræðrabandið
Eftir Sverri
Hermannsson
Höfundur er alþingismaður og
formaður Frjálslynda flokksins.
„Það fer að
fara lítið fyr-
ir þeim fjöl-
miðlum á Ís-
landi sem
ekki ganga erinda
valdaklíka Halldórs og
Davíðs.“
Moggabúðin
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.