Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GÍSLI Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson eru komnir í föt Kaffi- brúsakarlanna enn á ný eftir að hafa víkkað vel út saumana og samið nýtt efni. Í Iðnó í hádeginu á föstudaginn verður frumsýnd glæný dagskrá með körlunum gamalkunnu, sem gerðu garðinn frægan fyrir um þremur áratugum. „Þetta er svona hádegisskemmtun á föstudögum þar sem bæði einstaklingar og vinnuhóp- ar geta komið í hádeginu, borðað léttan hádegisverð, hlegið í klukku- tíma og farið brosandi aftur í vinn- una,“ segir Júlíus, sem verður fyrir svörum. Hann vill að fólk geri sér dagamun og fari hlæjandi inn í helgina. Dagskráin stendur frá 12– 13 og verða sýningar og matur í boði á hverjum föstudegi. „Þetta er engin þjóðfélagsádeila eða djúpar meiningar heldur er til- gangurinn að vekja upp hlátur og gleðitilfinningu,“ segir Júlíus. Sýningin er komin til í kjölfar af- mælishátíðar Júlíusar og Gísla Rún- ars í Gamla bíói í vor þar sem þeir héldu upp á 30 ára leikafmæli með tveimur sýningum Kaffibrúsakarl- anna. „Þá komust færri að en vildu og því myndaðist ákveðinn þrýstingur á að gera eitthvað meira,“ segir Júlíus. Nýrri plötu fagnað „Þetta er öðrum þræði útgáfu- samkoma,“ bætir hann við um frum- sýninguna á föstudaginn en um helgina kemur út plata, sem er hljóð- upptaka af skemmtununum í Gamla bíói. „Við sáum það á sýningunum í Gamla bíói að áhorfendurnir voru margir undir þrítugu,“ segir Júlíus og getur ný plata hjálpað fleirum til að kynnast Kaffibrúsakörlunum af eigin raun. Margir af yngri kynslóð- inni gætu einmitt hafa kynnst þess- um heldur aulalegu almúgamönnum vegna plötu, sem Svavar Gests gaf út árið 1973 með efni Kaffibrúsa- karlanna, en platan var endurútgef- in á geisladiski árið 1992. Nýja geislaplatan er því fengur fyrir þá, sem hafa ekki kynnst vinunum áður eða vilja kynnast þeim betur enda er nýtt efni að finna á henni. „Við erum ennþá að velta vöngum yfir því hvað geri þetta svona vin- sælt. Þetta er svo sem ekki flókið eða íburðarmikið skemmtiatriði en fólk hefur gaman af þessu,“ segir Júlíus. Lífsreyndari en sami stíllinn Júlíus segir að Kaffibrúsakarlarn- ir hafi lítið breyst á þessum þremur áratugum „Við erum bara 30 árum eldri og þurftum aðeins að spretta upp saumunum á búningunum. Þeir eru heldur lífsreyndari en þemað er það sama. Vandamál með konurnar og fleira,“ segir Júlíus og hlær við. Hann segir að stíllinn sé sá sami en bendir á að þegar Kaffibrúsakarl- arnir komu fyrst fram á sjónarsviðið hafi kímnigáfan, sem birtist í sam- tölum þeirra, verið frábrugðinn öðru sem þá var í gangi. Kaffibrúsakarlarnir störfuðu ein- ungis í eitt og hálft ár þegar þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið. „Við hættum í raun þegar lætin voru hvað mest. Við unnum mark- visst í því að losa okkur við þetta og ætluðum bara að leika Hamlet og Pétur Gaut. Þetta hefur bara ekki tekist betur en svo að þrjátíu árum síðar er þetta komið í bakið á okk- ur,“ gantast Júlíus, sem er greini- lega ánægður með að vera aftur orð- inn Kaffibrúsakarl. ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Golli Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson ætla að smeygja sér í föt Kaffibrúsakarlanna á hverjum föstudegi. Takmark Gísla Rúnars Jónssonar og Júl- íusar Brjánssonar í gervi Kaffibrúsakarl- anna er að fá fólk til að hlæja í klukkutíma í hádeginu á föstudögum. Inga Rún Sigurð- ardóttir ræddi við annan gleðigjafanna um föstudagsfjörið og nýja plötu. Föstudagur til fyndni alltaf á föstudögum Sýnd kl. 3.40, 5.45 8 og 10.15 . Vit 433 Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV „Íslenskt meistaraverk..“  SFS Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429 Frábær fjölskyldumynd frá Disney um grallarann Max Keeblesem gerir allt vitlaust í skólanum sínum! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 441. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P 25.000 áhorfendur 2 5 . 0 0 0 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 10.10. með enskum texta. B.i. 16.  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára. Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV „Íslenskt meistaraverk..“  SFS Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið.HANN VAR HIÐ FULLKOMNA VOPN ÞAR TIL HANN VARÐ SKOTMARKIÐ Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Byggð á metsölubók Roberts Ludlum.  H.O.J. Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 . B.i. 14.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. 25.000 áhorfendur GH Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  SG. DV MBL M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.