Morgunblaðið - 03.10.2002, Page 64

Morgunblaðið - 03.10.2002, Page 64
64 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GÍSLI Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson eru komnir í föt Kaffi- brúsakarlanna enn á ný eftir að hafa víkkað vel út saumana og samið nýtt efni. Í Iðnó í hádeginu á föstudaginn verður frumsýnd glæný dagskrá með körlunum gamalkunnu, sem gerðu garðinn frægan fyrir um þremur áratugum. „Þetta er svona hádegisskemmtun á föstudögum þar sem bæði einstaklingar og vinnuhóp- ar geta komið í hádeginu, borðað léttan hádegisverð, hlegið í klukku- tíma og farið brosandi aftur í vinn- una,“ segir Júlíus, sem verður fyrir svörum. Hann vill að fólk geri sér dagamun og fari hlæjandi inn í helgina. Dagskráin stendur frá 12– 13 og verða sýningar og matur í boði á hverjum föstudegi. „Þetta er engin þjóðfélagsádeila eða djúpar meiningar heldur er til- gangurinn að vekja upp hlátur og gleðitilfinningu,“ segir Júlíus. Sýningin er komin til í kjölfar af- mælishátíðar Júlíusar og Gísla Rún- ars í Gamla bíói í vor þar sem þeir héldu upp á 30 ára leikafmæli með tveimur sýningum Kaffibrúsakarl- anna. „Þá komust færri að en vildu og því myndaðist ákveðinn þrýstingur á að gera eitthvað meira,“ segir Júlíus. Nýrri plötu fagnað „Þetta er öðrum þræði útgáfu- samkoma,“ bætir hann við um frum- sýninguna á föstudaginn en um helgina kemur út plata, sem er hljóð- upptaka af skemmtununum í Gamla bíói. „Við sáum það á sýningunum í Gamla bíói að áhorfendurnir voru margir undir þrítugu,“ segir Júlíus og getur ný plata hjálpað fleirum til að kynnast Kaffibrúsakörlunum af eigin raun. Margir af yngri kynslóð- inni gætu einmitt hafa kynnst þess- um heldur aulalegu almúgamönnum vegna plötu, sem Svavar Gests gaf út árið 1973 með efni Kaffibrúsa- karlanna, en platan var endurútgef- in á geisladiski árið 1992. Nýja geislaplatan er því fengur fyrir þá, sem hafa ekki kynnst vinunum áður eða vilja kynnast þeim betur enda er nýtt efni að finna á henni. „Við erum ennþá að velta vöngum yfir því hvað geri þetta svona vin- sælt. Þetta er svo sem ekki flókið eða íburðarmikið skemmtiatriði en fólk hefur gaman af þessu,“ segir Júlíus. Lífsreyndari en sami stíllinn Júlíus segir að Kaffibrúsakarlarn- ir hafi lítið breyst á þessum þremur áratugum „Við erum bara 30 árum eldri og þurftum aðeins að spretta upp saumunum á búningunum. Þeir eru heldur lífsreyndari en þemað er það sama. Vandamál með konurnar og fleira,“ segir Júlíus og hlær við. Hann segir að stíllinn sé sá sami en bendir á að þegar Kaffibrúsakarl- arnir komu fyrst fram á sjónarsviðið hafi kímnigáfan, sem birtist í sam- tölum þeirra, verið frábrugðinn öðru sem þá var í gangi. Kaffibrúsakarlarnir störfuðu ein- ungis í eitt og hálft ár þegar þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið. „Við hættum í raun þegar lætin voru hvað mest. Við unnum mark- visst í því að losa okkur við þetta og ætluðum bara að leika Hamlet og Pétur Gaut. Þetta hefur bara ekki tekist betur en svo að þrjátíu árum síðar er þetta komið í bakið á okk- ur,“ gantast Júlíus, sem er greini- lega ánægður með að vera aftur orð- inn Kaffibrúsakarl. ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Golli Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson ætla að smeygja sér í föt Kaffibrúsakarlanna á hverjum föstudegi. Takmark Gísla Rúnars Jónssonar og Júl- íusar Brjánssonar í gervi Kaffibrúsakarl- anna er að fá fólk til að hlæja í klukkutíma í hádeginu á föstudögum. Inga Rún Sigurð- ardóttir ræddi við annan gleðigjafanna um föstudagsfjörið og nýja plötu. Föstudagur til fyndni alltaf á föstudögum Sýnd kl. 3.40, 5.45 8 og 10.15 . Vit 433 Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV „Íslenskt meistaraverk..“  SFS Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429 Frábær fjölskyldumynd frá Disney um grallarann Max Keeblesem gerir allt vitlaust í skólanum sínum! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 441. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P 25.000 áhorfendur 2 5 . 0 0 0 E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Sýnd kl. 10.10. með enskum texta. B.i. 16.  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára. Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV „Íslenskt meistaraverk..“  SFS Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið.HANN VAR HIÐ FULLKOMNA VOPN ÞAR TIL HANN VARÐ SKOTMARKIÐ Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Byggð á metsölubók Roberts Ludlum.  H.O.J. Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 . B.i. 14.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. 25.000 áhorfendur GH Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  SG. DV MBL M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.