Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐGERT er að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefji störf nú á haustmánuðum um leið og ársreikn- ingar sveitarfélaga fyrir árið 2001 og fjárhagsáætlanir fyrir 2002 liggja fyr- ir. Í hitteðfyrra sendi nefndin 20 sveitarfélögum bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvernig sveitarstjórnir hygðust bregðast við fjárhagsvanda viðkomandi sveitarfé- laga. Í janúar síðastliðnum var 31 sveitarfélagi sent slík bréf. Að sögn Garðars Jónssonar, starfs- manns nefndarinnar, hefur í flestum tilvikum ekki þótt ástæða til að hafa frekari afskipti af fjármálum sveitar- félaga og á það m.a. við Mosfellsbæ sem fékk bréf frá nefndinni í janúar síðastliðnum og í fyrra. Eins og greint hefur verið frá hafa sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar látið gera úttekt á fjárhagnum og kom í ljós að rekstrarkostnaður bæjarfélagsins var 97% af skatttekjum fyrstu sex mánuði ársins. Framsóknarmenn, sem eru í minnihluta í bæjarstjórn hafa mótmælt þessu og segja að þess- ir útreikningar gefi ekki rétta mynd af stöðu bæjarsjóðs. Samkvæmt ákvæðum í sveitar- stjórnarlögunum hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga það hlutverk með höndum að fylgjast með fjármálum sveitarfélaga, en í því felst að hún ber árlega saman reiknings- skil sveitarfélaga og ber þau saman við sérstakar viðmiðanir sem nefndin styðst við. Í reglugerð sem fjallar um mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaga, fjármálalegt eftirlit eftirlitsnefndar og málsmeðferð er að finna þær lyk- iltölur sem nefndinni er ætlað að reikna út og bera saman við viðmið sem árlega eru sett í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ef ljóst þykir að fjármál sveitarfélags stefni í óefni skal nefndin aðvara við- komandi sveitarfélag og upplýsa fé- lagsmálaráðuneytið um álit sitt. 31 sveitarfélag fékk bréf frá nefndinni í janúar Garðar Jónsson, starfsmaður eftir- litsnefndarinnar, segir að í kjölfar ár- legrar athugunar nefndarinnar á reikningsskilum sveitarfélaganna í janúar hafi bréf verið sent til 31 sveit- arfélags þar sem óskað var eftir að nefndinni yrði gerð grein fyrir því innan tveggja mánaða hvernig þróun- in hefði verið í fjármálum sveitarfé- lagsins á árinu 2001 og hvernig við- komandi sveitarstjórnir hygðust bregðast við fjárhagsvanda sveitar- sjóðsins. Meðal sveitarfélaga sem fengu slíkt bréf voru Hafnarfjarðar- kaupstaður, Bessastaðahreppur og Mosfellsbær. Garðar segir að eftir að nefndin hafi skoðað þau gögn sem hún óskaði eftir að fá hafi ekki verið talin ástæða af hálfu nefndarinnar til að vera lengur með fjármál þessara sveitarfélaga til sérstakrar skoðunar. Í ár koma til framkvæmda nýjar reikningsskilareglur sveitarfélaga sem sveitarfélög þurfa m.a. að fara eftir við gerð fyrir 2002. Garðar nefn- ir að samhliða þessu sé verið að und- irbúa gerð nýrra viðmiða við mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Með nýj- um reikningsskilareglum verða fjár- festingar sveitarfélaganna allar eign- færðar í stað þess að þær voru sumar gjaldfærðar áður. Þá eru teknar upp afskriftir en með þessum formbreyt- ingum mun rekstrarkostnaður sveit- arfélaganna aukast. Að sögn Garðars má gera ráð fyrir að viðmið, sem not- uð hafa verið þegar litið er til rekstr- arkostnaðar sem hlutfall af skatt- tekjum sveitarfélaga, muni í kjölfarið hækka. Að sögn Garðars er gert ráð fyrir að nefndin hefji störf nú með haustinu um leið og gögn frá öllum sveitar- félögum liggja fyrir. Farið verður yfir ársreikninga sveitarfélaga 2001 og fjárhagsáætlun þeirra 2002 og þriggja ára áætlun 2003–5. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur störf Rekstrarkostnaður eykst með nýjum reglum VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, segir að það sé nánast útilokað að fá undanþágu frá ákvæðum tilskipunar Evr- ópusambandsins um vinnslu raforku, en hún hyggst leggja fram á Alþingi í haust frumvarp til nýrra raforkulaga sem byggist m.a. á til- skipun ESB um innri markað raforku í Evr- ópu. Valgerður segir að málið sé mjög flókið og að nokkurs misskilnings hafi gætt í umræðu um það. „Á Íslandi hefur ekki verið sett heildstæð raforkulöggjöf heldur eru ákvæði á þessu sviði dreifð í mörgum lögum,“ útskýrir hún. „Með frumvarpi til nýrra raforkulaga er stefnt að því að koma á heildstæðri löggjöf um alla þætti raforkumarkaðar, þ.e. vinnslu, flutning, dreif- ingu og sölu. Það felur í sér róttækar breyt- ingar og má ávallt búast við gagnrýni við svo umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem markaðsvæðing raforkugeirans felur í sér.“ Hagkvæmni aukist Valgerður segir að hafa verði í huga að það kerfi sem við búum við um þessar mundir sé að mörgu leyti gallað. „Það er ógegnsætt og nán- ast enginn sveigjanleiki fyrir raforkukaupend- ur um verð og val á viðsemjendum. Þá hafa fyr- irtækin, sem starfa á markaðnum ónógan hvata til að takmarka kostnað og leita hagræð- ingar þar sem lagaumhverfið býður ekki upp á það.“ Valgerður segir frumvarpið byggjast á sjón- armiðum um gegnsæi og jafnræði, en það sé forsenda fyrir samkeppni í vinnslu og sölu raf- orku. „Með því að koma á forsendum fyrir samkeppni við vinnslu og sölu raforku skapast ákveðið aðhald fyrir fyrirtækin og hvati til að standa sig gagnvart raforkukaupendum. Ég trúi því að hagkvæmni í rekstri fyrirtækjanna geti aukist og raforkukaupendur geti fengið meira val, ekki síst minni iðnfyrirtæki. Laga- legar forsendur samkeppni er fyrsta skrefið sem þarf að taka eigi, þegar til lengri tíma er litið, að geta myndast samkeppni hér.“ Valgerður segir að krafa tilskipunar ESB varðandi vinnslu raforku, sem frumvarpið byggist m.a. á, lúti fyrst og fremst að því að tryggja að aðgangur að vinnslu sé opinn þann- ig að allir starfi á sömu forsendum á grundvelli hlutlægra og gegnsærra reglna. „Hvað sölu- hliðina varðar gerir tilskipunin kröfu um að ríkin opni ákveðið hlutfall sölumarkaðarins. Í dag er þetta hlutfall þannig að Ísland myndi fullnægja ákvæðum tilskipunarinnar í þessu sambandi með því að stóriðjan ein væri frjáls. Þá er heimilt samkvæmt tilskipuninni að leggja ýmsar opinberar skyldur á raforkufyr- irtæki enda sé jafnræði tryggt. Það sem ég er að segja er að tilskipunin eins og hún er í dag felur í sér töluvert svigrúm enda er hún mála- miðlun. Það er hins vegar ekki svo að það henti endilega hagsmunum okkar að leggja á þann hluta kerfisins sem á að markaðsvæða, þ.e. vinnslu og sölu, ríkar opinberar skyldur.“ Ólíkir hagsmunir Valgerður tekur fram að tilskipunin mæli ekki fyrir um einkavæðingu raforkufyrirtækja. „Ekkert er komið inn á eignarhald raforkufyr- irtækja í tilskipuninni. Það sama á við um frumvarpið. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að einkavæða raforkufyrirtækin. Einkavæðing helst ekki alltaf í hendur við markaðsvæðingu.“ Valgerður skýrir frá því að þegar árið 1997 hafi verið mótuð sú pólitíska stefna af ríkis- stjórninni að ganga lengra í ýmsum efnum en tilskipunin gerir kröfu um. „Þessari stefnu hef- ur verið fylgt síðan þó auðvitað hafi ýmis út- færsluatriði tekið breytingum eftir því sem málið hefur verið unnið lengra. Eftir ítarlega skoðun, umsögn Orkustofnunar og Samorku og viðbrögð framkvæmdastjórnar ESB við ýmsum athugasemdum og spurningum var tal- ið eðlilegt að tilskipunin yrði felld inn í samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta var samþykkt af ríkisstjórninni og síðar Al- þingi. Það var því metið svo að ekki væri unnt að fá undanþágu frá tilskipuninni í heild sinni. Nánast er útilokað að fá undanþágu frá ákvæð- um tilskipunarinnar um vinnslu raforku. Það er litið svo á að jafnræði þurfi að vera til vinnslu raforku hvort sem raforkukerfi er ein- angrað eða ekki þar sem einangrunin kemur ekki í veg fyrir samkeppni um orkufrekan iðn- að,“ segir ráðherra. „Þær ólíku skoðanir sem uppi eru um út- færslu á stærð flutningskerfisins og um gjald- skrárreglur frumvarpsins og hvernig skuli staðið að jöfnun í raforkukerfinu koma tilskip- uninni einfaldlega ekkert við. Hér takast á ólíkir hagsmunir sem aldrei verður unnt að koma til móts við þannig að allir verði sáttir,“ segir ráðherra. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um nýtt raforkufrumvarp Nánast útilokað að fá undanþágu frá tilskipun ESB ÞÓ að fæstir hafi heyrt talað um dælu- handfangsverðlaunin eru þau ágætlega þekkt meðal vatns- veitumanna og teljast talsverður vegsauki fyrir þá sem vinna að vatnsverndarmálum. Fyrir skömmu fékk María J. Gunn- arsdóttir, deild- arstjóri hita- og vatnsveitusviðs Sam- orku, þessi verðlaun fyrir hlut sinn í að koma upp gæðaeft- irlitskerfi hjá íslensk- um vatnsveitum. Verðlaunin voru veitt af Norð- urlandadeild John Snow samtak- anna sem eru kennd við dr. John Snow (1813–1858) sem var fræg- ur læknir og farsóttarfræðingur í London á 19. öld. Snow rannsak- aði m.a. kóleru og með því að kortleggja kólerutilfelli komst hann að því að þau voru flest í kringum ákveðinn brunn í borginni. Hann ályktaði að kól- eran bærist með vatninu og ákvað að taka til sinna ráða. Snow einfaldlega tók dæluhandfangið af brunndælunni og kom þannig í veg fyr- ir að borgarbúar drykkju úr brunn- inum um leið og hann sýndi fram á að kól- era bærist með menguðu vatni. Við þennan atburð eru verðlaunin kennd. Vatn er matvæli María segir að verðlaunin hafi hún hlotið fyrir þátt sinn í að koma á svokölluðu Gámes- eftirlitskerfi hjá íslenskum vatns- veitum. Um er að ræða innra eft- irlitskerfi sem er ætlað að tryggja gæði vatnsins og felst m.a. í því að greina áhættuþætti og mikilvæga eftirlitsstaði. Gám- es-kerfið er þróað fyrir mat- vælaiðnaðinn og á því vel við vatnsveitur enda „er vatn skil- greint sem matvæli og vatns- veitur eru þar af leiðandi mat- vælafyrirtæki,“ segir María. Eftirlitskerfinu sé ætlað að tryggja að vatnverndarsvæði spillist ekki og að vatnið haldist ómengað á leiðarenda. Samorka, samtök raforku-, hita- og vatns- veitna, hafi átt frumkvæðið að því að íslenskar vatnsveitur tækju upp kerfið og segist María líta svo á að hún hafi hlotið verðlaun- in fyrir hönd Samorku og þeirra vatnsveitna sem hafa komið kerf- inu upp. Nú fá 70% landsmanna vatn frá 12 vatnsveitum sem nota Gámes- kerfið. Helst séu það minni vatns- veitur í eigu sveitarfélaga og einkaveitur sem ekki notist við kerfið en María segir að Holl- ustuvernd ríkisins og Samorka séu að vinna að einfaldara eftir- litskerfi sem henti minni vatns- veitum betur. Tólf vatnsveitur nota Gámes-kerfið Fékk dæluhand- fangsverðlaunin fyrir vatnsvernd María J. Gunnarsdóttir ISUZU-umboðið, Bílheimar, efndi til hópferðar Isuzu-jeppaeigenda síðasta laugardag. Ekið var upp úr Fljótshlíðinni, norður með Þrí- hyrningi, austur fyrir Tindfjalla- jökul og niður í Fljótshlíð á ný um Þverárbotna og framhjá Ein- hyrningi. Á leiðinni um Þver- árbotna liggur slóðin meðfram Þverá og þrengsli milli tveggja grettistaka. Voru leiðsögumenn ferðarinnar tilbúnir að leiðbeina ökumönnum gegnum þrengslin. Fór engum sögum af óhöppum eða vandræðagangi í þessari nærri 80 bíla ferð og ekki spillti að ærlegt sólskin á köflum gerði ferðina notalega. Þrengsli í Þverár- botnum Morgunblaðið/jt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.