Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFSNES í Kollafirði er nú í athug- un borgaryfirvalda sem hentugur staður fyrir skotíþróttamenn í Reykjavík, sem hafa verið án æfinga- svæðis frá því að byggðin í Grafar- holti tók að rísa en félagið hafði skot- svæði sitt til 50 ára þar í grennd. Stefnt er að því að æfingasvæði vél- hjólamanna verði einnig á nesinu. Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag Reykjvíkur með 125 ára sögu. Félagið hafði skotsvæði í Leir- dal í Grafarholti frá árinu 1950 allt til ársins 2000 þegar byggðin þar tók að rísa en þá þurfti félagið að víkja það- an með starfsemi sína. Hafa öll mannvirki félagsins sem tilheyrðu skotsvæðinu verið í geymslu síðan. Ýmis svæði hafa verið í um- ræðunni sem möguleg framtíðar- skotsvæði fyrir félagið án þess þó að niðurstaða hafi fengist um það hvar það eigi að vera. Nú virðist hins veg- ar skriður vera að koma á málið að því er fram kemur á heimasíðu Skot- félags Reykjavíkur en þar segir að Álfsnesið sé í athugun hjá borgaryf- irvöldum sem væntanlegur staður fyrir skotsvæði. Um sé að ræða norð- vesturhluta nessins sem sé í eigu borgarinnar en Sorpa leigi meiri- hluta þess fyrir starfsemi sína. „Eftir skoðunarferð embættismanna borg- arinnar og forsvarsmanna Sorpu og hljóðmælingar heilbrigðisfulltrúa á svæðinu, liggur ekkert fyrir sem kemur í veg fyrir að skotsvæði geti risið á Álfsnesi,“ segir á vefnum. Svæðið kannað að ábendingu borgarstjóra Hilmar Ragnarsson, formaður Skotfélagsins, segir málið í vinnslu hjá borgaryfirvöldum. „Við stefnum á þetta en það var borgarstjóri sem benti á þessa lausn.“ Hann segist binda vonir við að þetta muni ganga upp. „En það er ekkert öruggt fyrr en í hendi er kom- ið,“ segir hann. Magnús Haraldsson, tæknifræð- ingur á verkfræðistofu Umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkur, staðfest- ir að umrætt svæði sé í athugun. „Við erum einnig að velta fyrir okkur að vera með vélhjólamenn utarlega á Álfsnesinu. Hins vegar er þetta eig- inlega ekki komið lengra en svo að við erum að skoða hvort við getum komið þessu hvoru tveggja hagan- lega fyrir þarna.“ Aðspurður segir hann að svæðin verði vel aðskilin auk þess sem ör- yggisgirðingar verði umhverfis skot- svæðið. „Við vonum að þetta gangi upp og ætlum að láta teikna þessi svæði upp til að sjá þetta í grófum dráttum. Í framhaldinu fer þetta fyr- ir nefndir og ráð borgarinnar til sam- þykktar.“ Hann segir því nokkrar vikur eða mánuði í að niðurstaða fá- ist. Skotsvæði á Álfs- nesi í athugun Reykjavík REKSTRARAÐILI veitingastað- arins Nauthóls í Nauthólsvík hefur sótt um lóð undir hótel sem rekið yrði í tengslum við ylströndina í Nauthólsvík. Þá óskar rekstrarað- ilinn eftir því að stækka veitinga- hús sitt. Í greinargerð með umsókninni segir að opnunartími ylstrandar- innar sé stuttur og rekstur hennar einangraður. Óskað er eftir því að byggja hótel á lóð gömlu „transit“- hótelanna og reka það samhliða yl- ströndinni. Er tekið fram að þess yrði gætt að aðgangur almennings að ströndinni yrði ekki skertur. Athuga með tengsl við flug og siglingar „Hótel með ylströnd, í höfuð- borg Íslands norður við heim- skautsbaug, mun að öllum líkind- um vekja alþjóðlega athygli og hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferða- menn,“ segir í umsókninni. Kemur fram að hótelið muni taka mið af svæðinu og áhersla verði lögð á útivist og hreyfingu „auk þess sem spennandi væri að sjá hvort möguleiki sé á tengslum við flug og siglingar, sem aðstaða hefur verið fyrir á þessu svæði um áratuga skeið.“ Þá segir að stærð hótelsins þurfi að vera að minnsta kosti 100 her- bergi í fyrsta áfanga með mögu- leika á stækkun um annað eins síð- ar. Hvað varðar veitingastaðinn segir í umsókninni að móttökur al- mennings við honum hafi verið svo góðar að hann anni ekki eftirspurn á álagstímum. Því sé sótt um stækkun hans. Erindið var tekið fyrir í borgar- ráði á þriðjudag og því vísað til af- greiðslu skipulags- og bygginga- nefndar Reykjavíkur. Sótt um að byggja hótel við ylströndina Nauthólsvík FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef- ur aflétt kaupskyldu og forkaups- rétti Seltjarnarness vegna fé- lagslegra eignaríbúða og kaupleiguíbúða í bænum samkvæmt ósk bæjarstjórnar. Heimildin tekur til allra fé- lagslegra eignaríbúða í sveitarfé- laginu að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Seltjarnarnesi en í heimildinni felst að eigendur fé- lagslegra íbúða í bæjarfélaginu geta selt íbúðir sínar á frjálsum markaði ef þeir kjósa það. Þeir hafa eftir sem áður rétt til þess að óska sérstaklega eftir því að bæjarfélagið leysi til sín íbúðir sem kaupskylda hvílir á. Sama á við þegar um nauðungarsölu á fé- lagslegum eignaríbúðum er að ræða. Kaupskyldu og forkaups- rétti aflétt Seltjarnarnes SKEMMA að Lækjarmel 4 á Kjal- arnesi verður rifin á kostnað eigenda hennar verði ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir fok- og slysahættu vegna hennar fyrir 7. október næstkomandi. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt heimild til þessa. Ekki voru fengin tilskilin leyfi byggingaryfirvalda fyrir skemmunni á sínum tíma en hún stendur við Vest- urlandsveginn. Í bréfi heilbrigðisfull- trúa til nefndarinnar segir að í storm- viðrum hafi þakplötur og einangrunarefni fokið úr henni. Ekki sé bara slysa- og tjónahætta vegna þessa heldur einnig umhverfismeng- un þar sem efnið hafi m.a. safnast fyr- ir á girðingum við hús sem stendur hinum megin við veginn. Í öðru bréfi segir að byggingin sé mikið skemmd. Þak hafi sprungið og hurðir fokið úr dyragötum auk þess sem húsið sé allt skælt og burðarvirki bogið. Hafi lögreglan haft samband við eigendur skemmunnar og beðið þá að ganga tryggilega frá henni en því hafi ekki verið hlýtt. Þá er Um- hverfis- og heilbrigðisstofa búin að áminna eigendur formlega. Nú hafa þeir fengið frest til 7. októ- ber næstkomandi til að fá löglegt samþykki fyrir byggingunni og ganga frá öllum viðgerðum á henni. Að öðr- um kosti verður hún rifin á kostnað eigenda. Skemma veldur slysahættu Kjalarnes LITLIR málsnillingar leynast innan um krakkana 70 sem eru á leikskól- anum Fögrubrekku í Kópavogi en átta þeirra eru það sem kallað er tvítyngdir. Þetta þýðir að þeir nota í daglegu lífi og starfi fleiri en eitt tungumál og kemur það til af því að foreldrar þeirra eru af sitthvoru þjóðerninu, eða af öðru þjóðerni en því íslenska. Að sögn Eddu Valsdóttur, leik- skólastjóra á Fögrubrekku, koma foreldrar barnanna frá löndum eins og Litháen, Japan, Tælandi, Bret- landi og alla leið frá Afríku. Þetta geri það að verkum að sum barnanna eru með annan húðlit en þann allra algengasta á Íslandi og það getur vakið spurningar. „Leik- skólinn starfar eftir hugmynda- fræði frá Ítalíu, sem kallast Reggio- Emilia, og við erum með þríþætt þemu sem eru ég sjálf, fjölskylda mín og samfélagið. Það fer síðan eftir aldri barnanna hvaða þema þau vinna með. Yngstu börnin eru með fjölskylduþemað og þar förum við svolítið inn á þetta og ræðum af hverju börnin eru mismunandi.“ 1.000 innflytjendur af 60 þjóðernum í bænum Hún segist aldrei hafa fundið fyr- ir árekstrum í skólastarfinu vegna ólíks uppruna barnanna né finni hún fyrir því að börnin umgangist tvítyngda félaga sína öðruvísi en aðra eða veiti þeim sérstaka at- hygli. Þvert á móti séu þau alveg fordómalaus hvað þau snertir. „Við erum með pólskan starfsmann, sem byrjaði hjá okkur í haust og hún talar ágæta íslensku, en þó svolítið bjagað og það er helst að þau velti því fyrir sér.“ Annar starfsmaður leikskólans hefur dvalið löngum í Noregi og að- spurð segir Edda hlæjandi að lík- lega sé leikskólinn bara orðinn nokkuð alþjóðlegur. Hún undir- strikar þó að hann sé ekkert eins- dæmi því mikið sé um tvítyngd börn á fleiri leikskólum í Kópavogi og nefnir Efstahjalla og Marbakka í því sambandi. Hún segir þetta ekk- ert skrýtið því samkvæmt tölum, sem hún kynntist í tengslum við svokallaða Alþjóðaviku sem haldin verður í Kópavogi í lok mánaðar- ins, munu vera um 1000 innflytj- endur af 60 þjóðernum í Kópa- vogsbæ. Alþjóðavikan, sem verður dag- ana 18.–24. október, mun koma við sögu á leikskólanum því að sögn Eddu munu elstu börnin syngja lag á japönsku í Smáralind einhvern þessara daga og jafnvelt eitthvert „alþjóðlegt íslenskt lag,“ eins og hún orðar það. „Svo ætlum við að gera eitthvað hér innanhúss og hugsanlega biðja foreldrana um að koma með uppskriftir þannig við getum eldað mat frá Japan, Litháen eða annars staðar frá og jafnvel óska eftir því að þeir klæðist fötum frá landinu sínu. En það er allt í vinnslu hjá okkur.“ Rúmlega ellefu prósent barna á leikskólanum Fögrubrekku tala tvö tungumál eða fleiri Átta litlir málsnillingar Morgunblaðið/RAX Krílin á Fögrubrekku létu votviðrið ekki á sig fá heldur brostu sínu blíðasta framan í myndavélina. Kópavogur ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja upp hindrun við gangbraut, sem staðsett er við gatnamót Vestur- götu og Bræðraborgarstígs, til að koma í veg fyrir að bílum sé lagt þvert á hana. Að sögn íbúa við Vesturgötu er töluvert um að þetta sé gert en það skapar hættu fyrir börn sem þurfa að nota gang- brautina á leið til skóla. Umrædd gangbraut er rétt við heimili Baldurs Þórhallssonar en hann segir slíka iðju ökumanna vera viðvarandi vandamál í Vest- urbænum. „Þetta skapar mikla hættu fyrir börnin því það hindrar þau í að komast yfir gangbraut- irnar og börnin mín eiga daglega í vandræðum með að komast yfir gangbrautina í skólann.“ Hann segir að þetta hafi orðið verulega slæmt þegar leikskóli opnaði á umræddu horni í fyrra en fyrir þann tíma hafi þetta ekki verið vandamál. Höskuldur Tryggvason, tækni- fræðingur á gatnadeild Umhverfis- og heilbrigðissviðs Reykjavíkur, segir að nokkuð beri á því að öku- menn leggi þvert á gangbrautir en umrædd gangbraut sé einstaklega slæmt tilfelli. „Þar hefur verið töluvert um að menn leggi beint ofan á gangbrautina þótt hún sé mjög greinilega afmörkuð og upp- hækkuð.“ Því hafi verið ákveðið að grípa til aðgerða. „Við munum koma upp hindrun við kantinn þannig að menn leggi þar síður,“ segir hann. Ekki stendur þó til að setja upp slíkar hindranir á fleiri stöðum að sinni. „Það er augljóst að menn eiga ekki að leggja á gangbrautum og ég held að flestir hljóti að átta sig á því.“ Bílum lagt þvert á gangbraut Vesturbær Að sögn Baldurs er þetta algeng sjón á umræddri gangbraut. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.