Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.10.2002, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 23 Haustdagar 15-30% afsláttur af úrum og skartgripum dagana 2.-5. október Laugavegi 5 og Spönginni símar: 551 3383 - 577 1660 Í dag, fimmtudag, föstudag og laugardag mun sérfræðingur Kanebo veita faglega ráðgjöf í Hagkaup Kringlunni. Kynntir verða haust- og vetrarlitir ásamt hinni byltingarkenndu nýjung ADVANCED RECOVERY CONCENTRATE. I N T E R N A T I O N A L KYNNING Á ÞVÍ NÝJASTA Kringlunni NJÓTTU lífsins og lækkaðu útgjöld- in er yfirskrift námskeiðs sem Ás- geir Þór Jónsson viðskiptafræðingur heldur í samvinnu við Verslunar- mannafélag Reykjavíkur. Námskeiðið er 3½ klukkustund og meðal þess sem farið er í saumana á eru matarinnkaup, bætt nýting á mat, símnotkun, bifreiðakaup, sam- setning lána, fatakaup og fleira. Ásgeir kveðst hafa farið að hugsa út í fjárhagsnámskeið fyrir rúmu ári þegar hann hafi sjálfur þurft að skera niður. Í framhaldi af því hafi hann leitað til VR til þess að kanna hvort áhugi væri á að bjóða fé- lagsmönnum slíkt námskeið. „Yfirferðin er mjög gróf og fyrst og fremst hugsuð til þess að vekja fólk til umhugsunar. Markhópurinn er atvinnulausir, fólk milli starfa eða allir þeir sem þurfa að draga saman seglin,“ segir hann. Þegar kemur að matarinnkaupum ráðleggur Ásgeir þátttakendum til að mynda að kaupa inn í upphafi mánaðar fyrir allan mánuðinn og nota innkaupalista. Einnig mælir hann með því að heimilisfólk stilli upp matseðli fyrir heilan mánuð, nýti afganga á milli máltíða, gæti fjöl- breytni í fæðuvali, forðist aðkeyptan mat og búi sjálft til hamborgara og pizzur. Pakkasúpur, Soda Stream og slátur „Einnig ráðlegg ég fólki að eiga alltaf ger og hveiti til þess að baka brauð, eiga pakkasúpur, taka slátur, nota Soda Stream-tæki til þess að lífga upp á flatt gos og taka nesti með sér í vinnuna.“ Hvað fjármálin áhrærir mælir Ás- geir með því að fólk gangi í greiðslu- þjónustu banka, forðist neysluskuld- ir og endurfjármagni á hagstæðari kjörum ef kostur er. „Mesti sparn- aðurinn felst hins vegar í því að greiða skuldir. Einnig er gott að leggja viðráðanlega upphæð fyrir mánaðarlega og byrja strax að spara, því dropinn holar steininn.“ „Eitt af því sem ég mæli með þeg- ar dæmið er skoðað er að hætta að leggja til grundvallar brúttólaun og nettóútgjöld. Sá sem eyðir 5.000 krónum á mánuði í skyndibita, svo dæmi sé tekið, þarf að vinna sér um það bil 8.300 krónur á móti, sem ger- ir um það bil 100.000 krónur á ári,“ segir hann. Kveðst hann ekki vera að mæla með meinlætalíferni, þótt reynt sé að hemja útgjöldin. „Fólk þarf einungis að velta fyrir sér hvað það er sem gefur því mest persónulega og greina á milli þess og annars sem kannski er einvörðungu til þess ætlað að viðhalda tiltekinni stöðu út á við.“ Ásgeir segir að sá sem þarf að spara verulega eigi í það minnsta að geta dregið útgjöldin saman um 50.000 krónur á mánuði. „Það er erf- itt að vera hamingjusamur ef maður er með allt niður um sig í peninga- málum og innheimtubréfin hrannast upp. Það þarf mikla afneitun til þess að líða vel undir slíkum kringum- stæðum.“ Meiri tími, minna stress Ávinningur af aukinni hagsýni er síðan meiri peningar, meiri tími, minna stress, meiri sálarró og ein- faldara og þægilegra líf. Ásgeir segir að endingu að ekki dugi að miða sig alltaf við einhvern annan sem skuldar meira, þegar rýnt er í heimilisbókhaldið. „Ekki fela vandann fyrir þínum nánustu eða bankanum. Ekki heldur hugsa koma tímar, koma ráð. Nú er dagurinn í dag og tíminn og ráðin eru komin,“ segir Ásgeir Þór Jóns- son að síðustu. Mestur sparnaður að greiða niður skuldir Reuters Ekki er ráð að stinga höfðinu í sandinn þegar eiginfjárstaðan er neikvæð, heldur njóta lífsins og lækka útgjöldin. VOKAL nefnist ný lífsstílsverslun fyrir ungt fólk sem opnuð var í Smáralind síðastliðinn laugardag. Í versluninni eru tískuföt og fylgihlutir fyrir dömur og herra og vörumerki, sem sum hver hafa ekki fengist hér á landi áður, segir Nanna Ó. Jónsdótt- ir, einn fjögurra eigenda verslunar- innar. Um er að ræða vörumerkin Circa, Mavi, JLO, Baby Phat, Matix, Guess, Lakai og Pony, svo eitthvað sé nefnt, og einnig er von á flíkum frá Sean John, nýrri fatalínu P. Diddy (Sean Puffy Combs, áður Puff Daddy). Stærsti markhópurinn er á aldrin- um 16–25 ára og er áherslan í herra- línunni á svokallaða bretta- og hip- hop-tísku og á sportlegan og „eleg- ant“ tískufatnað í dömulínunni, segir Nanna jafnframt. Klæðaburður er ein leið til tjáning- ar og segir Nanna að nafn verslunar- innar, Vokal, sé dregið af orðinu vocal, tónlist með rödd, en ritað á ei- lítið íslenskari hátt þar sem k kemur í stað c. Vokal er 400 m² að flatarmáli, stað- sett á 2. hæð í Smáralind, og athygli vekur að á veggjum verslunarinnar eru stórar myndir af þekktum tónlist- armönnum úr hip-hop- og R&B-geir- anum. „Þessi tíska tengist tiltekinni tón- list og ákveðnum lífsmáta ungs fólks. Baby Phat línan er til að mynda framleidd af Russell Simmons, stofn- anda Def Jam Records, sem hefur látið til sín taka í tónlistarheiminum í fjöldamörg ár,“ segir hún ennfremur. JLO er merki nýrrar fatalínu söng- konunnar Jennifer Lopez og hefur hún vakið mikla athygli vestanhafs, einnig Baby Phat, er fyrr er getið, og hönnun P. Diddy, Sean John, sem hlotið hefur ýmis verðlaun í tísku- heiminum, segir Nanna jafnframt. Leit undrandi á okkur og hváði Hún er spurð hvort það hafi verið auðsótt mál að fá að flytja fatnað frá fyrrgreindum merkjum inn á jafn lít- ið markaðssvæði og Ísland er. „Reyndar var frekað fyndið að sjá viðbrögðin sem við fengum þegar við bönkuðum upp á hjá JLO og Sean John og sögðumst vilja selja fötin þeirra. Fólkið sem tók á móti okkur leit á okkur með undrunarsvip og hváði: „Frá Íslandi?“. Það þekkti reyndar Reykjavík en hafði ekki gert sér í hugarlund að við hefðum áhuga á þessum fötum. Ég segi ekki að það hafi ekki verið erfitt að sannfæra suma, en þetta tókst. Við flytjum þessar vörur beint inn frá Bandaríkjunum, enda eru margar þeirrar ekki seldar í Evrópu,“ segir hún. Nanna segir loks að boðið verði upp á ýmiss konar afþreyingu í versl- uninni með reglulegu millibili, þar sé til að mynda aðstaða til tónlistarflutn- ings. „Við munum efna til tónleika öðru hverju og einnig er ungu fólki sem er að fikta við rapp velkomið að koma og troða upp.“ Morgunblaðið/RAX Nanna Ó. Jónsdóttir og Jón Kristinn Laufdal Ólafsson eru tveir af fjór- um aðaleigendum tískuverslunarinnar Vokal í Smáralind. Lífsstílsverslun með föt P. Diddy og J.Lo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.